Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 16. JANÚAR 1992 21 GATT-samningarnir Neytendur losna aðeins við brot af kostnaðinum við verndarstefnuna Verð á landbúnaðarvöru hér & ytra 2000 kr/kg 1500 1000 500 ■JLí íslenskt vöruverð ■u Hollenskt vöruverð* X / > 3? * r X X X / / / cf ✓ X SOOkrAg 400 300 200 100 íslenskt vöruverð Hollenskt vöruverö* Dilkur. heill Naut, heilt Svín, heilt Kjúklingur Egg Mjólk ‘Athugiðaðofaná&lendavöwverðiðerallsstaðarbætt 15krónum,semeráætlaðurlkitningskostnaðurákg. Frjáls innflutningur á nauðsynjum gæti sparað neytendum 17 til 18 milljarða á ári. í drögum að GATT- samkomulaginu er ekki gert ráð fyrir afnámi verndarmúra um landbúnaðarframleiðslu aðildarríkjanna. Þeir munu aðeins lækka. Ef af samkomulaginu verður munu neytendur eftir sem áður bera umtalsverðar byrðar af verndarstefnunni. Þrátt fyrir miklar umræður og stórar yfirlýsingar veit enginn um hvað GATT-sam- komulagið svonefnda fjallar, enda er það ekkert sam- komulag að því er tekur til landbúnaðar. Það áþreifan- legasta, sem hægt er að taka mið af, eru nýlegar tillögur Dunkels, framkvæmdastjóra GATT. Þær voru settar fram sem tilraun til að höggva á hnút sem virtist óleysanlegur, einkum vegna deilna Banda- ríkjanna og EB. Það er öruggt að endanlega niðurstaðan, ef og þegar hún næst, verður ekki samhljóða þessum til- lögum. I annan stað er rétt að hafa í huga að landbúnaðarvið- skipti eins og þau eru rædd í GATT eru ekki fríverslun. Þær reglur, sem þar eru til umræðu, hafa þau áhrif helst að ryðja úr vegi innflutnings- banni en setja í þess stað háa tolla og aðrar viðskiptahindr- anir. Þetta er lítið skref og ætti ekki að túlka sem bylt- ingu í fríverslunarátt. Miklu fremur er þetta möndl sem opnar möguleika á aukinni fríverslun í framtíðinni. VERNDUN í ÞREPUM Stærsta breytingin er vitan- Iega að opnað er fyrir mögu- leika á innflutningi á land- búnaðarvörum, en þess í stað eru settar upp hindranir sem fyrst í stað að minnsta kosti hamla mjög viðskiptum. Fyrst er tollur. Mismunur á heildsöluverði innan lands og utan er bættur með toll- grunni. Dæmi: Kílóið af kjúklingi kostar 450 kr. á ís- landi, en 36 kr. á heimsmark- aðsverði. Mismunurinn, 414 kr„ leggst á sem tollur. Þessi tollur á þó að lækka um 36% á þeim sex árum, sem sam- komulagið tæki til, 1993— 1999. I lok tímabilsins er hann þá orðinn 265 kr„ sem þýðir að kílóið af kjúklingi kostaði 301 kr. Við það bætist flutningskostnaður, um 15 krónur, svo að hingað kom- inn kostar kjúklingurinn kr. 316 kílóið í heildsölu. Við þessa útreikninga ber þó að hafa í huga að í reynd er ekk- ert til sem heitir „heims- markaðsverð". Verð sveiflast til og frá og mjög lítil viðskipti eiga sér stað nákvæmlega á þessu verði. Þó yrði við það miðað við útreikning á toll- grunni. Þessu til mótvægis er gert ráð fyrir „þvinguðum" inn- flutningi, sem skal í upphafi nema 3 prósentum af innan- landsneyslu, en hækka smám saman í 5 prósent. Þessi varn- ingur fengi á sig lægri toll en venjulegur innflutningur. Frekari öryggisráðstafanir eru gerðar til að vernda inn- lendan landbúnað. Þannig er heimiit að leggja á aukatoll, ef innflutningur eykst um meira en 25 prósent umfram meðaltal síðustu þriggja ára, hafi þá verið um innflutning að ræða. Einnig er leyfilegt að hækka tolla ef verð á inn- flutningi lækkar niður fyrir „heimsmarkaðsverðið" sem miðað er við í upphafi og verður tollurinn því hærri sem verðmunurinn er meiri. MINNI NIÐURGREIÐSLUR - MINNI ÚTFLUTNINGSBÆTUR Jafnframt því sem opnað er fyrir verslun er aðildarríkjum samkomulagsins gert að minnka opinberan stuðning við framleiðsluna. Þetta á við um niðurgreiðslur og annan beinan stuðning, sem á að lækka um 20 prósent á sex árum. Útflutningsbætur eiga líka að lækka, um 36 prósent, en á móti kemur að magn þeirra afurða, sem stuðnings njóta, á að minnka um 24 pró- sent. Þannig verða minni peningar til skiptanna til út- flutningsbóta, en magnið sem þeir skiptast á minnkar um leið. Einnig virðist ríkjum í sjálfsvald sett hvaða vöru þau ákveða að styrkja með þessum hætti. Islendingar hafa ákveðið að afleggja út- flutningsbætur, en viðskipta- þjóðir okkar ekki. Þetta birt- ist í lægra vöruverði á inn- flutningi hingað, en á móti vega þó verndartollarnir sem að ofan greinir. HEILBRIGÐIS REGLU R Eitt er það enn sem setur innflutningi á landbúnaðar- vörum skorður. Það eru heil- brigðisákvæði, sem heimila innflutningslandi að tak- marka innflutning ef sýnt þykir að með honum sé heil- brigði dýrastofna eða plantna stefnt í hættu. Undir þessi ákvæði falla ferskar og frystar kjötvörur og hugsan- lega egg. Þessar reglur mundu að líkindum tak- marka mjög innflutning á óunnu kjöti nema frá Norður- löndunum og Nýja-Sjálandi. Að sögn Brynjólfs Sandholt yfirdýralæknis fer það þó eft- ir því hversu miklar áhættu- kröfur eru gerðar, en unnið hefur verið að kortlagningu sjúkdóma í nágrannalöndum okkar undanfarin ár. VERND FYRIR RÍKJANDI ÁSTANDI Þegar allt þetta er talið saman er ljóst að yfir landið mundu ekki flæða innfluttar landbúnaðarvörur þótt tillög- ur Dunkels yrðu samþykktar óbreyttar. „Þetta breytir ekki miklu fyrir íslenskan land- búnað," segir Guömundur Ól- afsson hagfræðingur, sem hefur rannsakað íslenska landbúnaðarkerfið síðustu ár. „Með því að nota tolla í stað innflutningsbanns nást þó fram efri mörk í verði sem ekki eru til í dag. Að öðru leyti verður GATT ekki til þess að eyðileggja landbún- aðarkerfið; það er dauða- dæmt hvort eð er og bara tímaspursmál hvenær það verður afgeitt sem ónýtt." „Það er sjálfsögð siðferðis- leg krafa að settur sé tollur á vöru sem er niðurgreidd til útflutnings," segir Helga Guö- rún Jónasdóltir, forstöðu- maður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. „Það er líka hættulegt og barnaleg ein- feldni að setja GATT-viðræð- urnar upp sem stríð á milli neytenda og bænda. Þessar viðræður snúast um miklu fleiri atriði; þetta er hringiða viðskiptahagsmuna þar sem ekki er tekið mikið tillit til ís- lenskra hagsmuna og við verðum að gæta þess að sog- ast ekki á botninn." MILLJARÐASPARNAÐUR í ljósi óvissunnar um end- anlega niðurstöðu í GATT-við- ræðunum er ómögulegt að spá um hagnað íslenskra neytenda af frjálsari viðskipt- um með landbúnaðarvöru. Á meðfylgjandi myndum er gerður samanburður á nú- gildandi heildsöluverði nokk- urra vara á íslandi og í Hol- landi og að auki miðað við svokallað heimsmarkaðs- verð. Ef við látum eins og far- artálmarnir í hugmyndum Dunkels séu ekki til, það er ef raunveruleg fríverslun ætti sér stað á heimsmarkaðs- verði, má reikna með að hver íslenskur neytandi gæti spar- að sér sem svarar rúmlega 26 þúsund krónum á ári við kaup á kjöti, mjólk og eggj- um, miðað við þekktar neysluvenjur. Fyrir þjóðina í „Að öðru leyti verður GATT ekki til þess að eyðileggja landbúnaðarkerfið; það er dauðadæmt hvort eð er og bara tímaspursmál hvenær það verður afgreitt sem ónýtt," segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. heild yrði það sparnaður sem nemur um 6,7 milljörðum. Þetta má líta á sem kostnað af því að veita ekki innflutningi til landsins. Við fríverslunaraðstæður er eðlilegt að gera ráð fyrir að neysluvenjur breyttust, til dæmis vegna þess hversu ódýr kjúklingur (ársneysla ís- lendings 5,5 kg) yrði miðað við lambakjöt (ársneysla 33,7 kg). Ef höfð eru endaskipti á þeim tölum, en aðrar látnar óhreyfðar, verður sparnaður- inn rúmlega 31 þúsund á ein- stakling eða ríflega 8,1 millj- arður fyrir þjóðina í heild. Af lægri matarreikningi (miðað við óbreyttar neyslu- venjur) borgaði þjóðin svo um 1,7 milljörðum minna í virðisaukaskatt. Ef bætt er við styrkjum til landbúnaðar- ins, sem nema samtals rúm- lega níu milljörðum sam- kvæmt fjárlögum 1992, verð- ur heildarkostnaður af nú- gildandi verndarstefnu um 17,5 milljarðar eða sem nem- ur um 67.000 krónum árlega á hvern skattgreiðanda og neytanda í landinu. Karl Th. Birgisson „Það er sjálfsögð siðferðis- leg krafa að settur sé tollur á vöru sem er niðurgreidd til útflutnigs," segir Helga Guðrún Jónasdóttir, Upp- lýsingaþjónustu landbún- aðarins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.