Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun sldptiborðs: Ritstjórn 621391, dreifing 621395 (601054), tætaiideild 620055, slúðurlína 621373. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Stöðvið þjófana V I K A N HEIT VIKA 18,1 stig á Dalatanga í miðjum janúar. Heitur fundur opinberra starfsmanna í Bíóborginni; „...hljóðið í okkar fólld er að harðna mjög þvi að okkar viðsemjendur virðast alveg gegnumfrosnir," sagði Ögmundur. Eldur kviknaði í hempu séra Gunnars Eiríks Haukssonar á Þingeyri í miðri postullegri blessun. Stjórnendur Hótel Coala á Kanarí hótuðu að skrúfa fyrir hitann hjá íslenskum farþegum Veraldtu- ef þeir borguðu ekki herbergis- reikningana. Dálítið sérkennileg hótun í sólarlöndum. RADSNARSKAPUR Jón Baldvin fékk orðu frá Lettum (eða Litháum). Davíð Scheving gaf þjóðinni 60 þúsund öskjur af Létta. KISTULAGNING Þjóðviljinn mun líklega koma út í síðasta sinn á morgun eftir að hafa safnað saman um 1.500 nýjum áskrifendum í jarðarförina. Ferðamiðstöðin Veröld hefur enn ekki verið úrskurðuð látin vegna Qarveru eins aðstandanda hennar, Egils Egilssonar, veitingamanns í Torfunni. Starfsmenn og velunnarar Ríkisskips fengu sölu á eignum úr dánarbúinu frestað til að athuga hvort líf væri í skrokknum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins undir- bjó fráfall sitt með rýmingarsölu á ölium útgáfubókum sinum. TVÍSKINNDNGS- HÁTTUR VIKUNNAR Sverrir Hermannsson Lands- bankastjóri treysti sér ekki til að lána Rússum nema gegn stuðningi frá ríkisstjórninni. Ekki þannig að hún tæki neina ábyrgð á láninu - að sögn Sverris - heldur aðeins mórölskum stuðningi. Hvað hefði gerst ef Sverrir hefði fengið þennan stuðning og lánið tapast? Bæri ríkis- stjórnin þá hina siðferðislegu ábyrgð í takt við siðferðis- lega stuðninginn? » í PRESSUNNI í dag er fjallað um fyrirsjáanlegt tap Landsbankans vegna gjaldþrots Þjóðviljans. Það skiptir tugum milljóna. Þótt almenningur eigi að vera orðinn vanur slíku tapi ríkisbankanna vegna gjaldþrots — jafnvel lítilia fyrirtækja eins og Þjóðvilj- ans — hlýtur hann að hrökkva við þegar hann fær að sjá hvernig forsvarsmenn Þjóðviljans gátu vaðið um sjóði bankans og hirt peninga eftir þörfum. Þjóðviljinn hefur, eins og önnur dagblöð, þegið stórfellda styrki úr ríkissjóði á undanförnum áratug- um. í fyrsta lagi hefur blaðið verið styrkt beint með háum fjárveitingum í gegnum eigandann, Alþýðu- bandalagið. í öðru lagi hefur ríkissjóður keypt allt upp í 750 eintök af blaðinu. Starfsmenn fjármála- ráðuneytisins hafa síðan reynt að koma þeim í lóg með því að dreifa þeim á starfsmenn ríkisstofnana og -fyrirtækja. í þriðja lagi hefur Þjóðviljinn þegið stór- kostlega styrki í gegnum kaup ríkisins á auglýsingum í blaðinu á uppsprengdu verði. En aðstandendum Þjóðviljans og velunnurum blaðsins innan Landsbankans fannst ekki nóg að gert. Þeir skipulögðu enn stórkostlegri styrki undir borðið. Forsvarsmenn blaðsins virðast hafa getað skrifað út þá peninga sem þeir þurftu út á reikning bankans. Bankastjórarnir höfðu ekki einu sinni fyrir því að taka veð fyrir lánum eða yfirdrætti. Þeim virð- ist hafa verið hjartanlega sama hvort bankinn heimti þessa peninga aftur eða ekki. Þeir virðast frekar hafa Iitið á þá sem eign Þjóðviljans en bankans. Þegar Þjóðviljinn gefur nú loks upp öndina skilur útgáfa hans eftir tugmilljóna skuld í Landsbankan- um. Bankastjórarnir þurfa ekki einu sinni að hafa fyr- ir því að lýsa kröfum í búið. Það eru ekki minnstu lík- ur til að þeir fái krónu upp í skuldirnar. Þeir hefðu allt eins getað afskrifað lánin jafnharðan og forsvars- menn Þjóðviljans hirtu þau. Það sem hér hefur verið lýst er að sjálfsögðu ekk- ert annað en skipulagður þjófnaður á almannafé. Það voru samantekin ráð innan Landsbankans og ut- an hans að sækja í sjóði bankans það fé sem þurfti til að halda úti málgagni Alþýðubandalagsins. Samskonar svikamylla liggur að baki útgáfu og starfsemi annarra stjórnmálaflokka. Og þegar óþrifnaðurinn kemur í ljós við uppgjörið á þrotabúi Þjóðviljans munu aðstandendur hans benda á þá staðreynd. Hinir eru engu betri. Það má einu gilda hvort þeir eru skárri eða verri. Hitt er ljóst, að það verður að stöðva gripdeildir stjórnmálaflokkanna úr sjóðum almennings. HVERS VEGNA Mega útlendingar ekki eiga í íslenskum sjávarútvegi? SIGURÐUR B. STEFÁNSSON HAGFRÆÐINGUR SVARAR Á fyrri hluta ársins 1991 voru samþykkt á Alþingi lög sem gera útlendingum óheimilt að eignast hlutabréf í íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum eða í fyrirtækjum sem eiga hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Samkvæmt þessari túlkun laganna, sem er ekki óum- deild, horfir til stórvandræða á íslenskum hlutabréfamark- aði auk þess sem möguleikar sjávarútvegsfyrirtækja og fjölmargra annarra íslenskra fyrirtækja til að afla sér eigin fjár eru skertir stórlega. Hampiðjan hf., OLIS hf. og Skeljungur hf., svo að dæmi séu tekin af handahófi, eru ís- lensk almenningshlutafélög sem vitað er að eiga hlutabréf í íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum, og svo er einnig um fimm innlenda hlutabréfa- sjóði sem hafa það hlutverk m.a. að dreifa áhættu al- mennings af því að ávaxta fé sitt í íslenskum atvinnufyrir- tækjum. Nú er það svo sam- kvæmt ofangreindri túlkun á nýju lögunum að þessi fyrir- tæki verða að selja hluti sína í sjávarútvegsfyrirtækjum ef útlendingur eignast einn ein- asta hlut. Ailir eru á eitt sáttir um það að íslendingar eiga að hafa full og óskoruð yfirráð yfir auðlindum sínum, fiskimið- um, orku í fallvötnum og náttúru og menningu lands- ins. En vafalaust eru til ótal aðrar leiðir að því marki en sú sem orðið hefur fyrir val- inu í framannefndum lögum um fjárfestingu útlendinga í íslensku atvinnulífi. T.d. væri auðvelt að leysa þann hnút sem nú hefur myndast af túlk- un nýsettra laga með því einu að heimila að t.d. 15%, 20% eða 25% hlutafjár íslenskra fyrirtækja sem eiga í sjávarút- vegsfyrirtæki megi vera í eigu útlendinga. Á þann hátt væri ekki girt fyrir að erlent áhættufé rynni til íslensks sjávarútvegs eins og annarra atvinnugreina í öllum lönd- um en engu að síður tryggt að íslendingar hefðu full yfir- ráð yfir fiskimiðum sínum og nýtingu þeirra. Sigurður B. Stefánsson ...auk þess sem möguleikar sjávarútvegs- fyrirtœkja og fjölmargra annarra íslenskra fyrirtœkja til að afla sér eigin fjár eru skertir stórlega. u

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.