Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 ERLENDAR F R É T T I R ÚTLENDA PRESSAN Ekki gefast upp Hinar opinberu tölur hljóta að vekja alla, líka þá sem sofa vær- um blundi: Árið 1991 dóu að minnsta kosti 2.026 eiturlyfja- neytendur vegna fíknar sinnar. Árið 1990 var talan 1.491. Sá fjöldi var ógnvænlegur miðað við fjölda látinna eiturlyfjaneyt- enda á árunum 1981 til 1987, en þeir voru á bilinu 350 til 450. í Berlín einni dóu á síðasta ári 216 fíklar vegna eiturlyfja- neyslu, í Hamborg 168 og í Frankfurt 147. Það sýnir ljóslega að eiturlyfjaneytendur leita í æ meira mæli til þeirra staða þar sem auðveldast er að nálgast fíkniefni. Það er enginn vafi á því að fíkniefnalögregla verður að fylgjast betur með þessum miðstöðvum eiturlyfjaneyslunnar, en einnig með aðflutnings- leiðum eiturlyfja í gegnum Balkanlöndin og Tékkóslóvakíu. Aukin löggæsla hrekkur þó ekki til. Miklu mikilvægari eru fyr- irbyggjandi aðgerðir og viðeigandi meðferð. Fyrirbyggjandi aðgerðir geta þó ekki einungis byggst á aukinni upplýsingu um skaðsemi; stefnan í málefnum fjölskyldunnar og skólanna hlýtur að miða við að gera einstaklinginn sjálfsöruggari, lífs- glaðari, heilsteyptari. Það breytir því þó ekki að hjálparvana neytendur þurfa að eiga greiðan aðgang að meðferð, en sú er alls ekki raunin eins og er. Þar er notkun metadons þó ekki nema neyðarúrræði. í reynd er metadon ekki annað en upp- gjöf andspænis eiturlyfjafíkninni. ($kt JimiíÚA# ®tlt$mph í páliðinni tíð Eflaust hafa margir orðið fyrir vonbrigðum í síðustu viku þeg- ar Stephen Hawkings prófessor lýsti yfir að ekki væri hægt að ferðast gegnum tímann; það getur til dæmis enginn ferðast aftur til Austurríkis nítjándu aldar og drepið Adolf Hitler í barnavagninum. í aðra röndina ættum við þó að vera þakklát. Ef það vœri hægt að ferðast í gegnum tímann hefðum við enga stjórn á lífshlaupi okkar, heldur væri það fyrirfram ákveðið. Við vitum vel að Adolf Hitler var ekki drepinn í barnavagninum sínum; þess vegna mundi engum takast, hversu snjall sem hann væri, að drepa Hitler á ferðalagi aftur í tímann. Og ef erindi fólks og erindisleysur væru ákveðin þannig fyrirfram þýddi það ekki að allt líf okkar væri fyrirfram skipulagt? Það er léttir að komast að því að svo er líklega ekki. Við höfum því fleiru að fagna en fimmtugsafmæli Hawkings prófessors. Ráðherra á hálum ís Paul Schlúter forsætisráðherra hefur mikið og réttilega fagnað því að harðstjórarnir í austurvegi séu fallnir. Þess vegna hefur áreiðanlega mörgum svelgst á morgunmatnum sínum á dög- unum þegar þeir heyrðu í morgunútvarpinu að sá hinn sami forsætisráðherra hvetti ráðamenn í fyrrum Sovétlýðveldun- um til að stöðva ferðir kjarnorkuvísindamanna til landa, sem vilja verða sér úti um kjarnavopn. Og að hann vildi í þokkabót setja þetta sem skilyrði fyrir aðstoð við lýðveldin nýfrjálsu. Þetta er erfitt að skilja nema sem hvatningu til að sveipa járntjaldinu aftur um vísindamenn, sem við Vesturlandabúar höfum lengi gagnrýnt sovésk yfirvöld fyrir að gefa ekki brott- fararleyfi. Það rann greinilega fljótlega upp fyrir forsætisráðherranum að hann hafði hlaupið á sig. Hann byrjaði á að segja fjölmiði- um að hann hefði ekki tíma til að ræða málið, sendi svo frá sér útskýringu í eftirmiðdaginn þar sem hann segist ekki vilja banna vísindamönnunum heimanför og reyndi svo loks í sjón- varpsfréttum að útskýra hvernig mætti hindra þá í að vinna að þróun kjarnavopna annars staðar. Við álösum ráðherranum ekki fyrir að hafa vitrast eftir því sem leið á daginn. En útskýringarnar sem hann gaf eru góð dæmi um það sem kallast að halda kjafti með afturvirkum hætti. En Paul Schlúter mistókst í öllum útgáfunum að leggja fram raunhæfa eða ásættanlega lausn á vandanum. Það er óraun- hæft að ætla að halda vísindamönnunum heima með nýjum verkefnum og ómögulegt að yfirbjóða þá sem vilja ráða þá í vinnu. Eina lausnin er að lönd, sem berjast gegn útbreiðslu kjarna- vopna, beiti sameiginlegum þrýstingi þau ríki sem vilja eign- ast þau. Leiðirnar til þess geta verið margar. Það á ekki að níð- ast á vísindamönnum með því að svipta þá almennum mann- réttindum, heldur vinna gegn þeim ríkjum sem vilja vígvæð- ast með kjarnorku. Höfnum harðstjórninni í Hanoi EFTIR RICHARD NIXON Örbirgðin í Víetnam er slík að landið er með fimm fátækustu ríkjum heims. Þrátt fyrir það er Víetnam með fimmta stærsta her í heimi. I þá mund sem kommún- isminn gaf frá sér dauða- hrygluna í hinu illa heims- veldi tóku Vesturlönd upp ut- anríkisstefnu, sem mun halda lífinu í kommúnismanum í Víetnam. Þetta er afleit þró- un. Með því að taka upp sam- skipti við Víetnam og aflétta viðskiptabanni á landinu er verið að styrkja öfl, sem enn hafa útþenslustefnu og kúg- un heima fyrir í hávegum. Sumir benda á að viður- kenning á stjórninni í Hanoi muni ýta undir frjálsræði jafnt í pólitískum sem efna- hagslegum skilningi. Aðrir telja að Bandaríkin muni glata viðskipta- og fjárfesting- artækifærum til Japana og Evrópubúa, verði nýjum og bættum samskiptum ekki komið á. Þessar röksemdir eru ekki einungis óhyggileg- ar heldur iíka siðferðislega rangar. Ógnarstjórnin, sem komm- únistar komu á í Suður-Víet- nam eftir sigur herja Norð- ur-Víetnams árið 1975, er ein hin hryllilegasta í mannkyns- sögunni. Meira en ein milljón Suður-Víetnama var fangels- uð eða komið fyrir í þrælkun- arbúðum, og í samanburði var sovéska gúlagið sem fimm stjörnu hótel. Til við- bótar er talið að 600.000 manns — bátafólkið svo- nefnda — hafi farist í Suður- kínahafi á flótta undan villi- mannlegri stjórn öreigaleið- toganna í Hanoi. Jafnvel nú játa víetnamskir embættismenn það fúslega að ekki standi til að breyta stjórnkerfinu í lýðræðisátt. Eftir andkommúnistabylting- arnar í Mið- og Austur-Evr- ópu árið 1989 var hafist handa í Víetnam við að brjóta alla andstöðu við kerfið á bak aftur. Þeir sem væru í suður- víetnamska hernum eða í þjónustu hins opinbera — jafnvel afkomendur þeirra — eru enn ofsóttir. Fyrir vikið er flóttamannaumferðin í ein- stefnu: Þúsundir eru tilbúnar að fórna lífinu til þess að komast á brott frá ættland- inu, en enginn vill snúa aftur. Og þrátt fyrir að Víetnam hafi kallað heri sína heim frá Kambódíu er úþenslustefnan ekki fyrir bí. Leppstjórn Víet- nama ræður enn ríkjum í La- os og þar er eitur- og sýkla- vopnum hiklaust beitt gegn Hmong-andspyrnuhreyfing- unni. Menn skyldu ekki held- ur gleyma því að víetnamski herinn er fimmti stærsti her heims og meira en 15% af þjóðartekjum rennur beint til hersins, þrátt fyrir að meðal- tekjur séu aðeins 150 dalir á ári, eða með fimm lægstu í heimi! Sumir kynnu að segja sem svo að það væri lítið sam- ræmi í að einangra Víetnam en viðhalda tengslum við Kína eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar. Svo er ekki. Kína er stórveldi og að- gerðir þess hafa áhrif á hags- muni Vesturlanda um heim allan. Svo er ekki um Víet- nam. Innan Kommúnista- flokks Kína er stór hópur manna, sem styður breyting- ar í frjálsræðisátt. Svo er ekki í Víetnam. Þess vegna er ástæða til þess að halda tengslum við Kína í þeirri von að frelsi verði aukið. Kommúnistastjórnin í Víet- nam stendur á tímamótum, því á þessu ári er ekki að vænta 2,5 milljarða Banda- ríkjadala niðurgreiðslna frá Sovétríkjunum. Það er ekki ósennilegt að viðskiptabann gæti haft svipuð áhrif og það hafði á Pólland eftir herlögin þar í landi. Áður en yfir lauk varð stjórnin í Varsjá að láta undan þrýstingnum og leyfa pólitíska starfsemi í landinu. Kommúnistaleiðtogar í Ví- etnam eru engir mannvinir, en þeir eru engir bjálfar held- ur. Þeir eru einfaldlega alræð- isherrar, sem láta ekkert eftir nema á þá sé þrýst og Vestur- lönd eru þau einu, sem geta þrýst á þessa dagana. Það er sjálfsagt að ræða um viður- kenningu og afnám við- skiptabanns, svo framarlega sem eitthvað kemur í staðinn. Ef við knýjum ekkert fram núna — til dæmis frjálsar kosningar í Laos, samdrátt heraflans, að ofsóknum gegn embættismönnum Suður-Ví- etnams verði hætt og pólit- ískar umbætur — er á engu von í framtíðinni. Og ef ein- ræðisklíkan í Hanoi lætur ekki undan er það ekki í þágu Vesturlanda að koma líflínu til braksins af sovéska heims- veldinu. Okkur ber jafnframt sið- ferðisleg skylda til þess að taka ekki með silkihönskum á Hanoi-stjórninni. Bæði vegna allra þeirra, sem létu lífið í baráttunni gegn komm- únismanum í Víetnam, en ekki síður vegna þeirra, sem ella munu þjást í framtíðinni. Víetnamar eiga betra skilið. Höfundur er fyrrverandi Bandarikja forseti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.