Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 25
____FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992_ ERLENDAR FRÉTTIR 25 Svíþjóð Sultarólin hert en hað dugar ekki til í vikunni hófu schaefer-hundarnir Donner (t.v.) og Dieter störf hjá hundadeild lögregl- unnar í Seattle í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Þeir voru áður landa- mærahundar í þjónustu Austur-Þýskalands, en hafa loks nú fundiö vinnu við sitt hæfi eftir tveggja ára atvinnuleysi, sem sigldi í kjölfar falls Berlínarmúrsins. Fyrrverandi gæslumönnum þeirra í Þýskalandi mun hins vegar hafa veist erfiðara að finna störf, þar sem reynsla þeirra nýttist. Að baki eru hinir bandarísku fóstrar hundanna, þeir Kenton Carpenter og Jon Everick.________________ Efnahagsmál Samdráttur um víða veröld Aðhald, niðurskurður og ný hugsun í ríkisfjármálum einskorðast ekki við ísland, því frændur okkar Svíar eru að grípa til svipaðra ráðstaf- ana. Fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnar borgaraflokkanna undir stjórn Carls Bildt hefur á flestum sviðum sama svip- mót og íslensku fjárlögin — og það er líka gert ráð fyrir verulegum halla áfjárlögum. Þrátt fyrir 140 milljarða niðurskurð, í íslenskum krón- um talið, er gert ráð fyrir 710 milljarða króna halla. Ann Wibble fjármálaráðherra seg- ir markmið fjárlaganna vera það, að rífa sænskt efnahags- líf upp úr stöðnun, vinna bug á vaxandi atvinnuleysi og að Svíþjóð ávinni sér aftur orð fyrir að vera iðnríki með ríku- legum hagvexti. Jafnaðar- menn gagnrýna frumvarpið hins vegar ákaflega fyrir að vera í senn ábyrgðarlaust og letjandi fyrir atvinnulífið. Utgjöld ríkisins eiga sam- kvæmt frumvarpinu að nema 4.200 milljörðum íslenskra króna, en tekjurnar minnka um 150 milljarða, aðallega vegna skattalækkana, sem voru eitt helsta kosningalof- orð borgaraflokkanna. Hinn almenni borgari nýtur þeirra þó lítt fyrir utan lækkun virð- isaukaskatts. Fyrst og fremst verða það fjármagnseigend- ur og fyrirtæki, sem njóta góðs af skattalækkunum í ár. Stefna stjórnarinnar er sú að á næstu árum lækki skatt- byrðin um 100 milljarða á ári og er í áætlun hennar gert ráð fyrir að svo verði fram að aldamótum, þrátt fyrir að kjörtímabilið sé styttra en svo. Standi stjórnin við stóru orðin á næstu árum kann það að halda í kjósendur, sem ella gætu hugsað sér að kjósa jafnaðarmenn í næstu kosn- ingum. Það er hins vegar óljóst hvenær skattalækkan- irnar fara að skila sér svo ein- hverju nemi í pyngju ,,Svens Svensson". Niðurskurðurinn mun ekki koma allur fram fyrr en 1993 og þá nema um 270 milljörð- um íslenskra króna. Niður- skurðurinn er svo að segja flatur, því hann er hlutfalls- lega mjög jafn hvar sem niður er komið. Hvort þetta dugir til er hins vegar óvíst. Hag- vöxtur var neikvæður um 1,3% í fyrra og spáð að hann verði neikvæður um 0,2% í ár. Aftur á móti spá menn, að um leið og staða Svía gagn- vart Evrópubandalaginu (EB) skýrist (sem varla getur verið nema á einn veg) muni hagur þeirra vænkast mjög og er því komin enn ein hvatningin um inngöngu Svía í EB. í nýrri skýrslu frá Samein- uðu þjóðunum kemur fram að árið 1991 gerðist það í fyrsta sinn frá seinni heims- styrjöld að samdráttur varð í vöruframleiðslu og þjónustu þegar litið er á heimsbyggð- ina alla. Og afköstin á því ári, sem nú er nýhafið, verða ekk- ert til þess að hrópa húrra fyr- ir. Ólíkt flestum öðrum skýfsl- um af þessu tagi eru þriðji heimurinn og hin nýfrjálsu ríki Austur-Evrópu innifalin í skýrslunni og afkastaspárnar fyrir vikið lægri en til dæmis hjá Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD). Samdrátturinn í Sovétríkj- unum og fyrrum leppríkjum þeirra nam til dæmis 14% á síðasta ári og spáð er að af- köstin dragist saman um 10% til viðbótar í ár. Þar sem mörg iðnríkja heims eru í efnahags- lægð, eða að minnsta kosti í námunda við slíkt, er vöxtur- inn þar ekki nægur til þess að vega upp á móti þróuninni í austurvegi. Þessi ótíðindi gefa hins veg- ar góð fyrirheit um verð- bólgu. Efnahagsumrót í Mið- og Austur-Evrópu, þar sem mikið er framleitt af málmum og öðrum hráefnum, hefur haldið niðri og lækkað hrá- efnisverð á heimsmarkaði, því þar eystra selja menn nú allt, sem ekki er naglfast. 6% heimsmarkaðsverðlækkun á hráefnum á síðasta ári kann að eiga rætur að rekja til þessa og í ár ætti þróunin að verða svipuð. Pylsukæra Vegna formgalla í dóms- kerfinu sleppur slátrari nokk- ur í Esbjergí Danmörku líkast til við að greiða 100.000 króna sekt. Maðurinn hefur gert sig sekan um framleiðslu rauðra pylsna, sem eru meira en 2,4 cm í þvermál. Slíkt stríðir gegn matvælareglu- gerðum þar í landi um pylsur, sem neytt er í pylsubrauði og „með öllu“, en lögreglan mun eiga í vandræðum með að sanna að pylsurnar hafi ör- ugglega verið ætlaðar til þess háttar neyslu . Kartaflan hans Abdúls British Airways undirbýr nú flutninga á stærstu kart- öflu heims frá Ryadh í Sádí-Arabíu til Lundúna. Þar á að vega hana og meta svo hún komist á spjöld heims- metabókar Guinness. Kartafl- an, sem ræktuð var af Abdúl Karím G. A1 Shararí, vegur rúm 14 kg og mundi duga í 2.000 skammta af kartöflu- mús. Forsetinn og kóngurinn Háskólakúrs í Elvis í ríkisháskóla lowa í Banda- ríkunum verður senn hægt að taka kúrs um konung rokksins, Elvis Presley. Fyrir- lesarinn, Úgandamaðurinn Peter Frances Jospeh Nazar- eth prófessor, er fyrrum fjár- málaráðgjafi Idi Amíns, en hefur alla tíð verið dyggur að- dáandi Presleys. Hann hefur verið háskólaprófessor vestra frá árinu 1973. Þrátt fyrir 140 milljarða niðurskurð samkvæmt fjárlögum rík- isstjórnar Carls Bildt er gert ráð fyrir 710 milljarða halla. Frakkland Hert lög um áreitni Frumvarp að lögum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað er í smíði í Frakk- landi og verði það samþykkt verða lögin líkast tií hin ströngustu í Evrópu. Yfir- maður, sem talinn er gera sig sekan um hvers konar áreitni við undirmann, getur átt á hættu milljón króna sekt, allt að eins árs fangelsi eða hvort tveggja. Bandaríkin B-2 úr sögunni Bandaríkjastjórn hefur af- ráðið að hætta við smíða- áætlun huliðssprengjuvélar- innar B-2 (Stealth Bomber) og mun það spara bandarísk- um skattborgurum um 1.425 milljarða króna fjárútlát. Upphaflega stóð til að smíða 132 vélar, en nú er Ijóst að þær verða ekki fleiri en 20. ERLENT SJÓNARHORN Þjóðverjar eiga hrós skilið vegna Króatíu Einhliða yfirlýsing Þýska- lands á sjálfstæði Króatíu kom bandamönnum þýsku stjórnarinnar í opna skjöldu og olli þeim vonbrigðum. Háttsettir franskir embættis- menn hafa efast um hvort Þjóðverjar séu „sannir Evr- ópubúar" þegar allt kemur til alls. Bretar hafa sakað Þjóðverja um að „snúa upp á handlegginn" á vinum sín- um í Brussel. Og bandarískir embættismenn hafa talað um „nýtt þýskt áræði“ sem gæti reynst „erfitt að kyngja". Þýska tímaritið Der Spieg- el tók svo til orða að þetta væri í „fyrsta sinn síðan 1949 að Bonn-stjórnin mót- ar einhliða stefnu í utanríkis- málum". Af hverju gerist þetta núna? Af hverju ákveða Þjóðverjar að taka slíka ákvörðun án þess að hafa til þess stuðning Evr- ópubandalagsins, sem þeir annars segjast styðja þjóða mest? Það eru nokkrar ástæður fyrir því. í fyrsta lagi geta Þjóðverjar nú sýnt meira sjálfstæði af því að samein- ing þýsku ríkjanna er orðin að veruleika. Þeir telja sig ekki lengur þurfa að hugsa fyrst og síðast um að sefa ótta annarra ríkja um nýtt og sterkt Þýskaland. Önnur ástæða á rætur í evrópskri landafræði og stjórnmálum. Þjóðverjar hafa sérstakan áhuga á Króatíu og Slóveníu vegna nálægðar landanna, sögu- legra tengsla og menningar- legra samskipta. Þess vegna hafa borgarastríðið og of- beldisverkin í Júgóslavíu verið mjög ofarlega á baugi í Þýskalandi. ítalir og Aust- urríkismenn hafa hugsað líkt Þjóðverjum af svipuðum ástæðum. Þriðja ástæðan fyrir ein- hliða aðgerðum Þjóðverja er eflaust getuleysi Evrópu- bandalagsins og Sameinuðu þjóðanna, en hvorug sam- tökin hafa reynst þess megn- ug að stöðva árásir serb- nesku kommúnistanna gegn Króatíu og Slóveníu. Á með- an hefur króatíska þjóðin mátt þola hörmungar og landflótta vegna grimmdar- verka júglóslavneska sam- bandshersins. Það er gott að Þjóðverjar gera greinarmun á hinum ólýðræðissinnuðu Serbum, sem hyggjast halda völdum með valdbeitingu, og Króöt- um, sem leitast við að fylgja fram rétti sínum til sjálfs- ákvörðunar. Það er gott að þýska ríkisstjórnin ákvað að viðurkenna sjálfstæði Króa- tíu þegar sýnt var að hvorki Evrópubandalagið, Samein- uðu þjóðirnar né Bandaríkin gátu bundið enda á styrjöld- ina. Og það er slæmt að Bandaríkin og hinar Evr- ópubandalagsþjóðirnar virðast ekki hafa skilið eðli átakanna í Júgóslavíu. Það er Bandaríkjunum sérstak- lega til skammar að hafa ekki stutt lýðræðislegan rétt Króata og Slóvena til sjálfs- ákvörðunar, en hafa þess í stað látið sem kommúnist- arnir í Serbíu hafi einhvern helgan rétt til þess sem kommúnistar í Júgóslavíu réðu áður. Staðreyndin er sú að Júgó- slavía er ekki lengur til. Hún hefur liðast í sundur eins og Sovétríkin og af svipuðum ástæðum: af því að henni var haldið saman með vald- beitingu, en ekki með sam- þykki þegnanna. Ríkisstjórnir Bandaríkj- anna og Evrópubandalags- ríkjanna ættu að viður- kenna sjálfstæði þeirra lýð- velda, sem áður mynduðu Júgóslavíu, og láta af þeirri skoðun að hagsmunir vest- rænna ríkja felist í að styðja þann aðilann sem fleiri hef- ur vopnin. Og það ætti ekki að koma neinum á óvart þótt Þýska- land, sem enn á ný er orðið valdamesta ríkið á megin- landi Evrópu, móti aftur sjálfstæða stefnu í utanríkis- málum. Við verðum bara að vona að stefna Þjóðverja í öðrum málum í framtíðinni reynist jafnskynsamleg og jákvæð og stefna þeirra gagnvart Króatíu. Það erslœmt að Bandaríkin og hinar Evrópubandalagsþjóðirnar virðast ekki hafa skilið eðli átakanna í Júgóslavíu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.