Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 16. JANÚAR 1992 Nýlega var bílaumferð leyfð að nýju um Austurstræti. Það var gert til að auka lífið í miðbænum og bætist í röð margra slíkra tilrauna og hugmynda. Þar ægir öllu saman; hjólabátar á Tjörninni, glerveggir til að halda norðangarranum úti, ráðhús, útitafl, niðurrif gamalla húsa, niðurrif nýrra húsa... Vesalings miðbærinn fær aldrei að vera í friði. Það er sama hvernig honum er breytt; alltaf er honum breytt vitlaust. Arkitektar sitja sveittir við að teikna hugsan- lega möguleika á möguleg- um hugmyndum til að telja Reykvíkingum trú um að það sé gaman að leita að bíla- stæðum og vera í stöðugu kapphlaupi við rigningu og rok. Tískusveiflur hafa sett svip sinn á uppbyggingu hverfis- ins. Á þriðja áratugnum komu fram hugmyndir um fjögurra hæða steinhús sem áttu að útrýma gömlu húsun- um. Ekki tókst að klára það verk en Reykjavíkur Apótek er eitt þessara húsa. Onnur bylgja risabygginga skall á á sjötta áratugnum og er Morg- unblaðshöllin ofvaxinn minnisvarði þeirrar stefnu. Alger hugarfarsbreyting á sér stað '68 þegar framfarahyggj- an lenti í körfunni og verð- mæti gömlu húsanna varð of- an á. Þá kemur fram það sjón- armið að rífa steinhúsin og endurgera gamla bæinn. Reykvíkingar ætla seint að sætta sig við að Reykjavík er ekki París og norðangarrinn óumflýjanleg staðreynd. Græna byltingin hleypti fólk- inu inn í Austurstræti en ný- lega varð sú græna að víkja fyrir bílunum á nýjan leik. Tókst nú reyndar svo illa til að gleymdist að opna á tilsettum tíma og eins og einn viðmæl- andi minn komst að orði þá hafðist að klúðra dæminu með frekar óskemmtilegri út- færslu. Ekki gleymdist aðeins að opna á réttum tíma heldur og hefur borgarstjórn nú góða afsökun og ærna ástæðu til að loka götunni fljótlega aftur. LÆKJARGATA EINS OG SKÖRÐÓnrTUR KJAFTUR Allt til dagsins í dag hefur miðbærinn, og þá sérstak- lega Kvosin, verið teiknaður í hinum ólíkustu myndum og upp komið fjöldinn allur af hugmyndum sem ekki hafa komið til framkvæmda. Mik- ið hefur verið skrifað og skrafað um húsin og göturnar og þeim jafnvel líkt við hálf- tanniausan góm. Jónas Kristjánsson hefur látið móðan mása í leiðurum sínum í DV: „Fyrsta reglan er að setja tímamörk við árið 1950. Öll hús Kvosarinnar, sem eru eldri, skulu verða gerð upp með tilliti til upp- runalegrar fegurðar þeirra. Öll hús, sem eru yngri, skulu rifin eða lækkuð og máluð lítt áberandi litum, svo að ófríð- leiki þeirra ami okkur ekki.“ Aðrar hugmyndir Jónasar taka til sprengjuheldra bíla- geymslna inni í Arnarhóli, þess að koma alþingishúsi undir Austurvöll og reka bankana úr Kvosinni. Jónas Trausti Valsson arkitekt. Birna Björnsdóttir innanhússarkitekt. hefur gert ljótleika yngri húsa að umræðuefni og líkt Lækjargötu við skörðóttan kjaft. Svar Jónasar við ágangi veðurguðanna er glerþak: „Gott væri að byggja glerþak yfir ásinn frá Hallærisplani til Hlemmtorgs svo að Reykvík- ingar geti verzlað í góðu veðri allan ársins hring." Þetta væri að sjálfsögðu besta svar íslendinga við nepjunni. Reynt hefur verið að breyta hellulögn, bæta við einstaka reynihríslu og blómabeði hér og þar og sett- ir upp söluvagnar með harð- fiski og lopapeysum, sem enginn íslendingur hefur áhuga á. ÍSLENSKT VINDRASSGAT HRESSANDI UMRÆÐUEFNI En þurfum við nokkuð að breyta miðbænum? Ættum við ekki að sætta okkur við þá staðreynd að miðbærinn hefur tapað fyrir Kringlunni? Kvosin er næturlífsparadís með fjöldann allan af veit- ingahúsum og öldurhúsum. Eftir nokkra bjóra verður Kári vinur manns og íslenskt vindrassgat hressandi um- ræðuefni. Þá þarf maður heldur ekki að kaupa það sem ekki er hægt að kaupa í borg banka og pósthúsa held- ur nóg að rata á næsta bar. Ekki má gleyma að minn- ast á miðbæjardrauginn sem fælir saklausa ökumenn úr miðbænum og beinir þeim í aðra hluta borgarinnar. Þetta er stöðumæladraugurinn, sem stefnir í að verða ein óvinsælasta hryllingsmynd þessa bæjarhluta. „Yfirvöld beita hér hreinu ofbeldi gagn- vart bílum þar sem stöðu- mælar svæðisins borga nán- ast allar stöðumælafram- kvæmdir í bænum," segir Pét- ur Pétursson, eigandi Kjöt- búrs Péturs í Austurstæti. Ósamræmi miðbæjarins fer í taugarnar á mörgum borgarbúum og vilja þeir meira samræmi og heildar- svip, eins og gengur og gerist í Evrópu. En þarf þetta ósam- ræmi endilega að vera ljótt eins og einn viðmælandi minn benti á? Þetta er Reykjavík en ekki Róm. „Á meðan menn vilja breyta bænum sjá þeir núverandi ástand sem vandamál í stað þess að meta þennan karakt- er og eðli sem er ósamstætt," segir arkitekt sem starfar við Laugaveginn. MORGUNBLAÐSHÖLLIN RÚSTIR EINAR „Það á að sprengja Morg- „Við þurfum að losa okkur við Ijóta andarungann í tjörninni," segir Ámundi Ámundason framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins. unblaðshöllina, sem er nátt- úrlega ljótasta byggingin á Reykjavíkursvæðinu, og losa okkur við ljóta andarungann í tjörninni, sem enginn mað- ur edrú hefði tekið ákvörðun um að staðsetja þar.“ Það er Ámundi Ámundason, fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðs- ins, sem á orðið. Hann sótti einu sinni um leyfi til að hafa hjólabáta á Tjörninni. „Síðan á að nýta Kolaportið sem skemmtistað fyrir ungling- ana. Þetta er góður staður fyrir félagsmiðstöð. Það þyrfti bara að bæta salernis- aðstöðu, sem þarf að bæta í miðbænum hvort sem er.“ ímyndum okkur Kvosina örlítið öðruvísi en hún er í dag. Búið er að sneiða ofan af og mála Ijótu húsin að hætti Jónasar, Morgunblaðshöllin er rústir einar og ljóti andar- unginn kominn upp á Kjalar- nes. Unglingarnir skemmta sér í Kolaportinu og rölta síð- an út Lækjargötuna, sem er nú eitt stórt grænt svæði. Ak- brautin er í neðanjarðar- göngum undir götunni. Trausti Valsson arkitekt átti hugmyndina að grænni Lækj- argötu: „Þetta er hugmynd sem ég teiknaði og setti fram. Rýmið milli Bakarabrekku og Lækjargötu er geysilega fal- legt. Það liggur vatn að göt- unni á tvo vegu, tjörnin í suðri og höfnin í gagnstæðri átt. Síðan lokar fallegur fjalla- krans götunni í báðar áttir, auk þess sem Miðbæjarskól- inn lokar rýminu á fallegan hátt. í raun er lítið undirlendi í miðbænum og nýtast Bakara- brekkan og Lækjartorg ekki vel sem svæði fyrir borgarlíf. Með því að sameina þessi tvö svæði eykst „afkastageta" Lækjargötu. Það kæmi vafa- laust jákvætt út í atferlisút- reikningum. Maður sér fyrir sér 17. júní á góðviðrisdög- um.“ En 17. júní er bara einu sinni á ári og góðviðrisdagar frekar fáir, að undanskiidu síðasta sumri. Þar að auki er iðulega vindasamt í Lækjar- götunni. Hvernig vill Trausti leysa þetta mál? „Það má nú ráða svolítið við það með plöntum eða einfaldlega setja upp stóra glerveggi í stálramma, eins og gert er víða erlendis. Gler er notað til að byrgja ekki út- sýnið.“ MIKILVÆGT ARKITEKTÖNÍSKT HLUTVERK En röltum nú sem leið ligg- ur upp á Arnarhól, en þar undir eru stórar skotheldar bílageymslur að hætti Jónas- ar. Hóllinn sjálfur hefur tekið stakkaskiptum samkvæmt verðlaunatillögum Birnu Björnsdóttur innanhússarki- tekts í samkeppni um breyt- ingar á Arnarhóli. Stytta Ing- ólfs Arnarsonar stendur að- eins sunnar og er í beinni línu við inngang Seðlabanka ís- lands. Neðst í brekkunni, á móts við Stjórnarráðið, hefur' verið reist stytta af eiginkonu Ingólfs og móður fyrsta sonar þessa lands, Hallveigu Fróða- dóttur. Það sem óneitanlega vekur þarna athygli er súlnaröð mikil sem teygir sig hátt upp í loft. Súlnaröðin liggur frá Hæstarétti, vestur Lindar- götu, fram á Arnarhól, en þar tekur hún beygju niður hól- inn og í beinni línu í átt að Al- þingishúsinu og Dómkirkj- unni framhjá Stjórnarráðinu. Birna segir að hér tengist þrí- skipt vald á íslandi með sögu- legum hætti. Hér sameinast dómsvald, framkvæmdavald, löggjafarvald, þáttur kirkju og trúar. „Súlurnar þjóna einnig mikilvægu arkitektónísku hlutverki. Hæð þeirra er allt- af sú sama, um þrettán metr- ar yfir sjávarmáli. Þetta þýðir að þær eru í um tveggja metra hæð yfir Lindargötu, sökkva svo í hólinn þannig að hægt er að setjast á þá súlu sem hæst er í honum, og svo enda þær um átta metra háar við Stjórnarráðið. Einni súlu þriggja metra hárri yrði svo komið fyrir á Austurvelli við Alþingishúsið og Dómkirkj- una. Við þessa útfærslu auk- ast áhrifin af hæð hólsins," segir Birna í greinargerð. „Þess er vænst að við súlnaröðina náist einhvers konar dulúð, svipuð þeirri sem er við pýramídana í Eg- yptalandi, Stonehenge á Bretlandseyjum og við Trelle- borg-víkingana í Danmörku." Neðst í brekkunni, sem er sett stígum með hitalögnum, er leikhús. Þar ætlar Birna forráðamönnum þjóðarinnar og popphljómsveitum sæti við sama borð og er hug- myndin að þar geti farið fram stanslausar uppákomur. Hér er á ferðinni heiðarleg tilraun til að lífga upp á miðbæinn og Kvosina, en eins og áður spilla óvinsælar boðflennur fjörinu, sjálfir veðurguðirnir. Ekki skortir hugmyndirnar um Reykjavík framtíðarinnar og eru margar þeirra skolli skemmtilegar. Við bíðum þá bara eftir framtíðinni sem samkvæmt góðu spakmæli byrjar núna, núna, núna, núna. .___________________ Anna Har. Hamar Þó svo að Fjalakötturinn hafi verið jafnaður við jörðu og með honum öll sjáanleg ummerki fyrri tíðar verður einn starfsmaður nýja hússins var við umgang og segir ungan mann í hrörlegum frakka fylgjast með sér í vinnunni. Þessi maður gengur f gegnum veggi og fylgir herbergiaskipan gamla Fjalakattarins í öllu. Einnig hefur sést til bama að leik í sunnanverðri byggingunni, en þar var áður íbúð. Hugmynd Trausta Valssonar að grænni Lækjargötu með akbraut í neðanjarðargöngum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.