Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 LIFIÐ ÓDÝRT 33 KotasæIa á hvolfi Ef kotasælan skemmist allt- af í ísskápnum hjá þér er ráð að setja dósina á hvolf í ís- skápinn. Þetta er ekkert grín; sé hún geymd á hvolfi endist hún helmingi lengur. Þíðið Fisk í Mjólk Sumum finnst frystur fiskur vondur og fussa og sveia ef svoleiðis nokkuð óæti er á borð borið fyrir þá. En frystur fiskur getur bragðast sem nýr. Ráðið er að þíða fiskinn í mjólk og þá finnur enginn muninn. FRysTÍð hvÍTUuk Hvítlaukur vill oft skemm- ast hjá fólki því svo lítið er notað af honum í einu. En hvítlauk má frysta og þegar að notkun kemur á að afhýða hann og skera frosinn. LiFið ódýRTÍ ^oFt var (>örF en nú er NAuðsyN SeTTU SokkAbuXURNAR í fRySTÍNN, TANNkREM Á VEqqÍNAf VAxlÍTAÖU bílÍNN, boRÖAÖU LíFur oq VERsLaÖU í koUpORTÍNU í lok síðasta árs skaut orðið bölmóður upp kollinum í um- ræðunni hér á landi. Um ágæti orðsins sjálfs sýndist sitt hverjum en einhver fjöl- miðlamaður hafði fyrir því að fletta upp á orðinu í orðabók Menningarsjóðs og komst að því að orðið er til og telst full- brúkleg íslenska. Ráðamenn og aðrir keppt- ust við að tala illa um bölmóð þennan og kveða hann í kút- inn. Menn töldu íslendinga búa við það mikil lífsgæði og hafa úr það miklu að spila að óþarfi væri að leggjast í kör og sjá ekkert nema svart- nætti framundan. Þjóðin er í öldudal, sögðu menn. En jafn kraftmikil og dugleg þjóð á ekki í vandræðum með að rífa sig upp úr honum. Þetta er semsagt tímabundið ástand og öll él birtir upp um síðir, að því er okkur er sagt. En hvort sem ástandið heit- ir böl eða lægð eða eitthvað allt annað er ljóst að margir þurfa að draga saman seglin. Svoleiðis nokkuð er stundum kallað „nauðsyn á samdrætti í neyslu". Á máli venjuiegs fólks að spara. Nú þarf að spara. En hvar á að spara? Hvar getur fólk sparað þegar kreppa ríkir og kjararýrnun er staðreynd sem blasir við? Flest heimili í landinu búá við fasta útgjaldaliði sem breytast ekkert þótt kaup- mátturinn rýrni. Það þarf áfram að borga af lánum og gluggabréfin streyma inn með sömu upphæðunum hvort sem kaupið er minna eða meira. Á endanum er niðurstaðan aðeins ein. Það er eingöngu hægt að spara þá hluti sem gera lífið þess virði að lifa því. Að minnsta kosti finnst mörg- um það einmitt vera þeir hlutir sem helst er hægt að minnka útgjöld til: Flottir og dýrir bílar, stór og glæsileg hús, utanlandsferðir, skemmtanir, ferðir á veitinga- staði, fínn matur og drykkur. Þetta er munaður og munað er hægt að neita sér um. Eða hvað? Mörgum þykir eflaust til lít- ils barist ef ekki er hægt að veita sér einhvern munað stöku sinnum. Eitt ráðið er að spara og leggja fyrir í dálítinn tíma og svo, þegar komin er smáupphæð í budduna, fara þá út og eyða því öllu í tóma vitleysu. Og njóta þess út í ystu æsar. PRESSAN fór á stúfana og skoðaði hvernig lifa á ódýrt og hvernig hægt er að spara örlítið hér og dálítið þar. SaFameírí sítrónur Sítrónur gefa miklu meiri safa ef þær eru geymdar í vatni í lokaðri krukku í ís- skáp. Hver sítróna jafnast þá á við margar. Þær gefa einnig frá sér meiri safa ef þær eru hitaðar í ofni litla stund fyrir notkun. CEyMSÍA Á kARTÖFluM Ef þú hefur skrælt of marg- ar kartöflur fyrir matinn og einhverjar ganga af er hægt að setja þær í kalt vatn með nokkrum dropum af ediki og geyma þær þannig í 3—4 daga. Að Láta poppið poppAST Ef poppbaunir eru skolaðar vel upp úr köldu vatni áður en þær eru settar í pottinn er nokkuð öruggt að baunirnar poppast allar. Það hjálpar einnig til ef baunirnar eru geymdar í frysti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.