Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 LIFIÐ ÓDÝRT Ódýn RÁð SteínoLía á bAÓTÆkÍN Baðtæki öll verða skínandi lirein ef þau eru hreinsuð með tusku vættri í steinolíu. Steinolían hreinsar alla skán fljótt og örugglega en lyktin af henni varir aðeins skamma stund. ILmVATN Á pERUNA Lyktin í baðherberginu er stundum ekki sem best, af skiljanlegum ástæðum. Það er gamalkunnugt ráð að kveikja á eldspýtu eftir að stórt hefur verið gert. En hitt er jafnvel enn betra að bera örlítið af ilmvatni á ljósaper- una í baðherberginu. Þegar Ijósið er kveikt leysist úr læð- ingi fersk og góð lykt. SítrónusaFí sem SÁRASMyRsL Sítrónusafi er hið besta sárasmyrsl. Ef hann er borinn á sárið nokkrum sinum á dag mun sárið gróa skjótt. Að CjjERA VÍð varaLítínn Ef varaliturinn brotnar er óþarfi að rjúka upp til handa og fóta og skeiða af stað til að kaupa nýjan og kannski rán- dýran. Hitið brotnu endana með eldspýtuloga og þrýstið þeim saman þannig að þeir límist saman. Kælið síðan varalitinn í ísskáp. VÁxlÍTÍ Á bílÍNN Ef bíllinn er orðinn rispað- ur er hægt að redda því með því að stela samlitum vaxlit frá barninu og nudda honum í rispurnar. Þetta þykir þó ef til vill ekkert sniðugt ef til stendur að selja vagninn. En hann lítur alltént betur út. SpARNAðuR fyRÍR AÖRA ER dýRMÆTUR -SEqÍR KoLbRÚN HAlldÓRsdórrÍR IsikARÍ, qRÆNMETÍSÆTA Oq ÚTsjÓNARSAMUR NEyTANdÍ „Mér dettur fyrst í hug spurningin um að hætta að reykja og drekka, því ég veit af eigin reynslu að það sparar mikið. Það skiptir miklu máli hvar fólk verslar. Mér hefur reynst best að versla í Kola- portinu. Þar er hægt að fá nánast allt; föt, gjafavörur, og innlent lífrænt ræktað græn- meti allan ársins hring. Það er veruleg búbót því verðið er þarna mun lægra. Hægt er að spara með því að taka strætó í vinnuna eða ganga ef vegalengdirnar eru ekki þeim mun meiri. Göml- um fötum ætti ekki að kasta því það er miklu sniðugra að safna saman öllu úr bómull og lita í fallegum litum. Það má alltaf líta í skápana hjá ömmu og mömmu og athuga hvort ekki leynist þar gömul flík sem getur verið fín and- litslyfting. Barnaföt eiga að ganga til vina og kunningja, jafnvel þótt hnén séu slitin. Það vill gleymast að sparnaður fyrir aðra er jafndýrmætur og sparnaður sem snýr að manni sjálfum. Við viljum nefnilega gleyma því að hugsa sem hluti af heildinni. Eg fóðra skókassa með fal- legum efnum og nota undir smáhluti. Ekki má gleyma tölum af ónýtum flíkum, en þær má klippa af og nota aft- ur. Ég lít á það sem glæp að henda hlutum og í því sam- bandi er gott að muna eftir stofnunum eins og Hjálpræð- ishernum og Mæðrastyrks- nefnd. Ég næ ekki upp í nefið á mér af reiði þegar ég sé göml- um húsgögnum hent, því hægt er að gefa þau á hús- gagnasölur sem selja gömul húsgögn. Þar sparar maður fyrir náungann. Reyndar finnst mér þær verslamr sem selja gömul húsgögn á íslandi selja þau of dýrt og mætti það betur fara. Plastpoka eða innkaupanet tek ég alltaf með mér þegar ég versla því ég kaupi ekki plastpoka á 8 krónur. Við drekkum ekki mjólk með mat heldur vatn. Ef fólki finnst það ekki nógu gott má kaupa berja- og ávaxtasíróp í Heilsuhúsinu og setja nokkra dropa af því í vatnskönnuna. Ein flaska endist von úr viti. Þá er lítið mál að rækta baunaspírur eða alfa alfa-spírur. Þær eru mjög næringarríkar og koma í stað vítamína sem við þurfum úr ferskmeti. Við ættum að forð- ast að kaupai skordýraeitrað og hormónaræktað erlent grænmenti, þá sérstaklega yfir vetrartímann. Einfalt er að rækta basil- og timi- an-krydd, fyrir utan það hvað ferskt krydd er miklu betra og hollara en tilbuið. Það má spara sér mikinn tíma og fyrirhöfn með því að sjóða saman margar ólíkar tegundir bauna, sem er ein- föld matvara. Úr því verður baunakássa, sem er látin kólna í pottinum yfir nótt. Henni er síðan skipt í marga litla plastpoka og dugir hver poki í eina máltíð. Það er gott að eiga nokkrar ólíkar bauna- uppskriftir og matreiða síðan hinar ýmsu baunakássur." Éq REyNÍ AÖ qERA hluTÍNA sjÁLF SEqÍR SvAVA BjÖRNsdÓTTÍR boRqARlÍSTAMAÖUR „Ég bjó í Þýskalandi í 10 ár og ég held ég hafi lært þar að kaupa rétt inn. Eitt besta hús- ráðið sem ég get gefið er að henda aldrei mat. Ég kaupi lítið kjöt og þá sárasjaldan læri, því ég einfaldlega tími því ekki. Pastaréttir eru góð- ur en ódýr matur. Ég legg það í vana minn að gera við hluti sjálf ef ég ræð við það. Yfirleitt reyni ég að gera hlutina sjálf, því á þann hátt er hægt að spara mikið. Hvað rafmagnið snertir þá geng ég á eftir dóttur minni og slekk Ijósin." Þaö ^arF Ekki AÖ FRySTA bER ssqÍR SkúLi Hansen, kokkuR Á VEÍTÍNqAhÚSÍNU SkÓlAbRÚ „Þó að haustið sé liðið langar mig að benda á góða aðferð við að geyma fersk ber. Ég fékk þetta ráð hjá gamalli konu. Gott er að setja þau í krukku og hella mysu yfir. Geyma má lokaða krukkuna lengi og berin haldast sem ný. Það á ekki að frysta þau. Spara má skóáburðinn með því að nudda saltrendur af skóm með köldu kaffi. Þetta er mun ódýrara en að kaupa áburð. í lokin hef ég ráð sem amma mín, Geirlaug Filipp- usdóttir grasalæknir, kenndi mér og gæti sparað ferð til læknis. Ef þú ert þreyttur í augunum skaltu afhýða kart- öflu og skera í næfurþunnar sneiðar. Ein eða fleiri sneiðar eru lagðar á lokuð augun og vasaklútur yfir. Þetta kælir augun." ÓdýR LíFrarréttur Frá ErLu BjÖRNsdÓTTUR hÚSSTjÓRNAR^ liENNARA PRESSAN leitaði ráða hjá Erlu Björnsdóttur hússtjórn- arkennara og spurði hana hvort hún gæti ekki eitthvað ráðlagt fólki. Erla brást ljúf- lega við málaleitan okkar og gaf meðal annars uppskrift að eftirfarandi rétti, sem er mjög ódýr og góður. LIFRARBUFF fyrir fjóra 200 g lambslifur 150 g kartöflur 2 msk. haframjöl 1 msk. heilhveiti '/2 tsk. salt ‘/2 tsk. paprikuduft VA tsk. laukduft 50 g smjörlíki 1. Hreinsaðu og hakkaðu lifr- ina ásamt kartöflunum. 2. Hrærðu saman lifur, kart- öflur, mjöl og krydd. 3. Skerðu laukinn í þunnar sneiðar og brúnaðu hann í helmingnum af smjörlíkinu. Færðu á disk. 4. Hitaðu hinn helminginn af smjörlíkinu og láttu lifrar- deigið á pönnuna með skeið, eins og lummur. 5. Steiktu kjötið við vægan hita á báðum hliðum. Mjög gott er að bera fram með þessu hvítkáls- og/eða gulrótarjafning. Erla segir þennan rétt mjög hollan og góðan. Hann inni- heldur mikið járn, en það er efni sem marga vantar og þá sérstaklega konur, því þær missa umtalsvert járn þegar þær hafa á klæðum, og þurfa að bæta sér upp þann missi. Erla segir réttinn falla mjög vel í kramið hjá börnum og unglingum en oftar en ekki er erfitt að fá unga fólkið til að borða lifur. Sé hún mat- reidd á þennan hátt vekur hún þó mikia lukku. Erla vildi benda fólki á mik- ilvægi þess að drýgja matinn og bendir í því sambandi á að ef hún kaupir fisk og býr til úr honum fiskbúðing eða fisk- bollur þá sé hún með nægan mat í tvær máltíðir. Ef fiskur- inn hefði verið soðinn eða steiktur er viðbúið að hann hefði aðeins dugað í eina máltíð. „Með því að drýgja matinn með eggi, mjólk og mjöli fæ ég tvær máltíðir en kaupi samt sem áður alveg jafnmikinn fisk," segir Erla. Erla taldi einnig mikilvægt að versla á réttum stöðum því verðmunur væri gífurlegur milli verslana.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.