Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 16. JANÚAR 1992 39 Bóhemar á PRESSUMYND/S.PÓR Meðal íbúa á Hótel Borg um þessar mundir eru tveir ungir reykvískir listamenn, þeir Júlíus Kemp kvikmynda- gerðarmaður og Jóhann Sig- marsson, handritshöfundur og listmálari. Þeir félagar eru nú að leggja síðustu hönd á kvikmynd sem þeir kalla Veggfóður og frumsýnd verð- ur með hækkandi sól. Það er engin nýlunda að ís- iendingar geri kvikmynd. Reyndar er sá draumur margra ísiendinga að verða þjóðfélagslegt vandamál. Ungir menn streyma í hrönn- um út í hinn stóra heim til að nema bíómyndagerð, — og það á námslánum. Það er þó óvenjulegt að svo ungir menn sem þeir Júlli (23 ára) og Jóhann (22 ára) hlaupi tií og búi til eins stóra og fyrir- ferðarmikla mynd og Vegg- fóður. Þeir félagar eru fulltrúar fyrir stóran hóp úr þeirri kyn- slóð, sem nú er að ryðja sér til rúms í menningar- og listalíf- inu. Ég hitti þá Júlla og Jonna á heimili þeirra; 5. hæð Hót- els Borgar, þar sem þeir snæða morgunverð kl. 1 e.h. á sunnudegi. Hvaö kemur til aö þiö búiö á Hótel Borg? Júlli: „Ég flutti hingað á hótelið af því að það var svo kalt í kjallaraíbúðinni minni á Vitastíg. Ég flúði og hefði bet- ur gert það fyrr, því þar var stanslaust partíhald, að mér forspurðum. Ég er nú reynd- ar fluttur út aftur. Jonni er tekinn við, því hann var orð- inn svo þreyttur á því að sofa í sófanum heima í stofu hjá mömmu sinni.“ nokkru sinni sýnd." Hvaö áttu viö? Júlli: „Kannski verður hún bönnuð, því í henni kemur fram erótík og smáofbeldi, en það er allt í lagi. Og þó, það er ekki allt í lagi. Myndin er fyrir alla fjölskylduna. Þetta er engin klámmynd, bara pínu- lítið erótísk. í henni birtast jafnmargir berir karlmenn og berar konur; hlutfallið er jafnt, sem ég tel mjög já- kvætt." Hvernig gekk aö fá fólk til aö koma nakiö fram? Júlli: „Ekkert mál. Leikari er leikari og þá er hann leik- ari. Ef leikari er allsber, þá er hann allsber leikari." Jonni: „Fólk heldur oft að fólk sé það sem það leikur. Segir til dæmis: „Vá, sérðu þessa, hún lék mellu, hún hlýtur að vera mella“.“ Er þessi mynd gerö ykkur til ánœgju, eöa eigiö þiö eitt- hvert erindi viö aöra? Jonni: „Myndin er skilaboð frá mér til Júlla. Líka skilaboð til almennings. En til að al- menningur fái skilaboðin og við peninga til að borga skuldir þarf almenningur að koma og sjá myndina, svona þrjátíu til fjörutíu þúsund stykki. Þá verðum við voða ánægðir." KLÁRAÐI ÁFENGISMEÐFERÐ ÁMETTÍMA Hvernig er tíöarandinn í Reykjavík í dag? Júlli: „Hann er fínn, þetta er góður fílingur." Jonni: „Það er þó þetta of- beldi, sem maður verður stundum var við. Það hefur JÚLLI í HENNI BIRTAST JAFN MARGIR BERIR KARLMENN OG BERAR KONUR; HLUTFALLIÐ ER JAFNT, SEM ÉG TEL MJÖG J Á K V Æ T T . Jonni: „Ég hef verið hálf- gerður útlagi undanfarið, bú- ið hér og þar. Nú hef ég fund- ið mér samastað hér meðal heimspekinga, listmálara, skálda og annarra slíkra." Pú málar Jonni, ekki satt? Jonni: „Ég hef dútlað við að mála. Ég er ólærður, en ætlaði að læra í Brussel. Þeg- ar þangað kom uppgötvaði ég að þeir tala frönsku og hana tala ég ekki. Þá ákvað ég að detta í það og fara til Mónakó. Ég endaði á sex vikna fylleríi, sem teygði anga sína vítt og breitt um Evrópu.“ Veggfóöur, hvers konar rrtynd er þaö? Jonni: „Þetta er mynd um ungt fólk í Reykjavík, tískuna, ástina og svoleiðis kjaftæði." Er hugmyndin ykkar beggja? Júlli: „Við sömdum hand- ritið báðir. Það er byggt upp á gömlu handriti sem Jonni gerði. Þetta er bæði hugar- fóstur og raunveruleiki. Allt í þessari mynd getur gerst, hef- ur gerst og er að gerast. Hún er stíluð upp á alla aldurs- hópa, konur og karla. Það er að segja ef hún verður farið vaxandi, en ég sneiði oftast hjá því. Svo er það drykkjan. Sjálfur drakk ég en geri það ekki lengur. Samt fer ég mikið út að skemmta mér og sé nú hlutina í nýju ljósi. Ekkert þykir mér skemmti- legra en að sjá dauðadrukkið fólk, því það er svo líkt sjálf- um mér, eins og ég var.“ Júlli: „Jonni fór í meðferð fyrir 11 vikum og kláraði hana á mettíma; var útskrif- aður eftir fjórar vikur af sex. Hann er svo fljótur að læra.“ Jonni: „Ég hef þó ekkert sótt fundi eftir meðferðina. Mér finnst leiðinlegt að tala um vandamál mín og hlusta á vandamál annarra, sem eru ekkert merkileg. Maður á að vinna úr sínum vandamálum sjálfur og treysta á sjálfan sig. Ég veitekki hvað maður ger- ir. Mig langar til að gerast klæðskiptingur, detta í það á frumsýningunni og verða „deitið" hans Júlla.“ Af hverju klœöskiptingur? Jonni: „Ég er að skrifa handrit um klæðskiptinga. Hugmyndin er fersk og súr, eins og vínber. Ég borða vín- ber, en drekk ekki vín.“ Er mikiö um klœöskiptinga á íslandi? Jonni: „Nei, þeir eru all- flestir fluttir út til að láta breyta sér, karlar í konur, og konur bíða eftir tippum. Það eru eiginlega bara svona „drag-hommar“ eftir; þeir hommar sem fara á samkom- ur hjá lesbíum og hommum og klæða sig upp sem konur til að skemmta sér og öðr- um.“ Júlli: „Það kom upp vanda- mál í sambandi við þetta handrit. Það átti fyrst að vera um venjulegan fjölskyldu- mann sem verður hrifinn af homma, breytist í klæðskipt- ing og flytur svo inn til hommans. Eftir vettvangs- rannsóknir kom svo í ljós að klæðskiptingar eru ekkert hrifnir af hommum heldur lesbíum. Þess vegna þurfti að endurskrifa handritið frá grunni. Við erum núna að grafast fyrir um venjur og lifnaðarhætti þessa fólks, og orðnir gegnsýrðir af lessum og klæðskiptingum." Af hverju mynd um klœö- skiptinga? Jonni: „Þetta er svo athygl- isvert efni og myndrænt. Vitneskja um þessi mál er líka almennt lítil. Það ríkja fordómar gagnvart öðruvísi fólki í þessu þjóðfélagi. Fólk má ekki sjá dökkan mann eða homma án þess að fá blóð í hnefann. I rauninni eru kynhvatir fólks öðrum óvið- komandi. Það er líka svo erf- itt fyrir homma að tala um einkalíf sitt. Til dæmis geta „venjulegir" menn endalaust íýst því þegar þeir fóru upp á konurnar sínar en hommi getur ekki sagt vinnufélögun- um bólfarasögur af ótta við að verða snúinn úr hálsliðn- um.“ FÓLK EKKI NÓGU KÆRULAUST Hvernig hugsar ungt fólk í dag? Jonni: „Fólk á okkar aldri er upptekið af að dreyma. Það er mikið talað og lítið gert." Júlli: „Ungt fólk í dag er líka ofsalega viðkvæmt fyrir gagnrýni. Það má ekki setja vill, í staðinn fyrir að gleyma öllu og lifa lífinu í dag. Eg geri það sem mér dettur í hug hverju sinni.“ Pú nefndir útlit, hvernig vill fólk líta út? Júlli: „Það er allt inni. Ekk- ert eitt sem er áberandi." Jonni: „Tímabilið í dag er í stíl við biblíuna. Manni sýnist annar hver maður líta út eins og Messías í dag; þú veist með sítt hár og skegg.“ Piö leggiö stund á listina. JONNI MIG LANGAR TIL AÐ GERAST KLÆÐSKIPTINGUR, DETTA í ÞAÐ Á FRUMSÝNINGUNNI O G VERÐA DEITIÐ HANS J Ú L L A 100011 út á neitt. Það er kannski þess vegna, sem fólk talar mikið, en gerir lítið. Svo eru allir svo forvitnir. Ef maður hlær að- eins, þá taka flestir það til sín og halda mann vera að hlæja að útliti þeirra. Allir eru svo litlir og þurfa að líta svo vel út; vera tipptopp." Jonni: „Fólk spáir mikið í stéttir og allir vilja vera lista- menn á kaffihúsum. í kring- um 1986 og 1987, þegar ríkið var ríkt, voru allir uppar. Núna eru allir sveppir." Júlli: „Fólk er ekki nógu kærulaust í dag. Það verða allir að klára stúdentspróf, fara í háskóla, læra eitthvað pottþétt og þá fyrst ætlar fólk að fara að gera það sem það Hvernig eiga listamenn aö vera? Jonni: „Þeir eiga að vera eins og við. Listamaður þarf ekki að drekka sig í hel til að vera listamaður." Júlli: „Þú hélst það nú einu sinni." Jonni: „Já, ég var nú bara ástsjúklingur sem dýrkaði P&rís. Ég held að maður eigi að gera það sem hjarta manns og hugur standa til, og það sem maður getur fram- kvæmt. Stundum hefur mað- ur sig ekki út í það af leti.“ Júlli: „Einar Örn sagöi fyrir 10 árum og líka í gær: „Það sem þú getur skiptir ekki máli, heldur það sem þú ger- ir.“ Þessi orð ættu menn að Júlíus Kemp Og Jóhann Sigmars- son eru aðstandendur Veggfóðurs, kvikmyndar sem kannski verður frumsýnd í haust. Þótt henni sé ekki lokið eru þeir farnir að leggja drögin að næstu mynd auk margs annars. ramma inn hjá sér, til dæmis þegar þeir gera plötu eða samninga við EB.“ Hugsiö þiö mikiö um stjórnmál? Júlli: „Ja, ég er í SUS.“ Jonni: „Ég seldi honum at- kvæðið mitt síðast fyrir tvö glös á barnum en það verður eitthvað öðruvísi næst, því nú er ég hættur að drekka." Júlli: „Rétt áður en ég fór að kjósa Dabba hitti ég Kobba (Jakob Magnússon) og hann bauðst til að kaupa af okkur bæði atkvæðin fyrir átta glös. Ég vildi ekki selja." Hvernig fannst ykkur bumbuslátturinn í London? Júlli: „Mér fannst hann rosalegur, geðveikislega snið- ugur. Kobbi er bara frábær. Toppmaður í toppstöðu." Jonni: „Jakob veit þó eitt- hvað um list, annað en stjórn- málamenn, sem eru bara í stjórnmálum. Hann er að vinna fyrir íslenska menn- ingu og þetta eru allar hliðar íslenskrar menningar sem hann sýnir þarna. Hann sýnir Börn náttúrunnar og bumbu- slátt. Þetta eru ólíkir hlutir.“ Júlli: „Jakob getur hjálpað öllum sem lenda í vandræð- um í London. Ef þú þarft að fá upplýsingar um hvaða lest þú eigir að taka geturðu hringt í Jakob og hann segir þér það eins og skot." Jonni: „Eftir eitt og hálft ár ætla ég að fara til London í skóla og slappa af á námslán- um, því ég hef verið í svo mörgu undanfarin ár.“ Eru námslán fyrir ungt fólk í endurhœfingu? Jonni: „Já, maður þarf svo litlar áhyggjur að hafa. Maður er á vernduðum stað í skóla. Þar getur maður gert mistök. Þau fara inn í kollinn á manni og koma manni í koll síðar." Hafiö þiö oröiö varir viö þennan svokallaöa bölmóö, sem á aö ríkja hér? Jonni: „Nei, við erum kátir ungir drengir, kannski eitt- hvað óheilbrigðir, en við eig- um okkur sömu drauma og annað fólk. Ef fólk er haldið bölmóði ætti það að taka sjálft sig til skoðunar. Enginn breytir heiminum nema hann byrji á sjálfum sér.“ Glúmur Baldvinsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.