Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 þótt þar sé helst að finna pen- ingavandamá! um þessar mundir. Það er sem sé fasteignin Laufásvegur 21, þinglýst eign sendiráðs Bandaríkjanna, sem nú er auglýst undir ham- arinn vegna skattskulda við Gjaldheimtuna í Reykjavík. Með öðrum orðum hafa út- sendarar George Bush hér á landi gleymt að standa skil á gjöldum sínum, kannski er það þó vegna niðurskurðar, enda hart í ári hjá Bush og fé- lögum að manni skilst. Varla verður þeim þó skotaskuld úr því að borga skuldina, því hún er ekki nema 54.452 krónur eða tæp- lega 1 þúsund dollarar. Siík- um hlægilegum upphæðum hlýtur að vera hægt að nurla saman með góðu móti áður en hamarshöggin dynja. Það er ekki á hverjum degi að sendiráð erlends ríkis er auglýst til nauðungarupp- boðs í Lögbirtingablaðinu, hvað þá þegar um er að ræða sendiráð mesta stórveldis heims. Það gerðist þó nú um áramótin og þar er ekki um að ræða fasteign Rússlands, ÞROTAMAÐUR LÆSIR FULLAN FÓGETA OG MENN HANS INNI Fyrir 25 árum ríkti kreppa hér á landi og gjaldþrotum og uppboðum kyngdi niður, líkt og þessi misseri. Snemma árs 1967 gerðist sá einstæði at- burður að þegar bjóða átti upp fasteign bílasala nokkurs tók sá sig til og læsti borgar- fógeta og fylgdarlið hans inni í litlu herbergi. Maðurinn var súr út í kerf- ið, taldi fógeta hafa sýnt sér óeðlilega óbilgirni í „tíma- bundnum fjárhagserfiðleik- um sínum“, auk þess sem hann taldi bersýnilegt að fóg- eti væri, til að bæta gráu ofan á svart, fullur við embættis- gjörðina. Krafðist hann þess að fógeti yrði fluttur til blóð- rannsóknar. Því var ekki sinnt og því greip þrotamað- urinn til sinna ráða. —- Davíd Oddsson kom hálf- undarlega fyrir þegar sást til hans um daginn sitja í borgarstjórn — sem óbreyttur borgarfulltrúi. Þar var hann mættur til að skamma bróður sinn í Þjón- ustubræðrareglunni, Berg Tómasson borgarendur- skoðanda, fyrir skýrsluna um Perluna. í reglunni, Tjæneste brödrenes orden (TBO), eru 86 af helstu og æðstu yfirmönnum borgar- innar. Auk Davíðs heiðurs- bróður og Bergs er þar að finna meðal annarra Jón G. Tómasson borgarritara, Gunnar Eydal, skrifstofu- stjóra borgarstjórncir, Krist- ján Kristjánsson fjárhags- áætlunarfulltrúa, Hjört Hjartarson, deildarstjóra innheimtudeildar, Jón G. Kristjánsson, starfsmanna- stjóra borgarinnar, Þórd Þ. Þorbjarnarson borgarverk- fræðing, Gunnar Sigurds- son byggingarfulltrúa, Þór- odd Th. Sigurðsson vatns- veitustjóra, Aðalstein Guð- johnsen rafmagnsstjóra, Svein Ragnarsson félags- málastjóra, Hannes Valdi- marsson hafnarstjóra, Sig- fás Jónsson, forstjóra Inn- kaupastofnunar Reykjavík- urborgar, og Guðmund Vigni Jósefsson gjald- heimtustjóra. Afar fáir af yfirmönnum borgarstofn- ana eru ekki í reglunni . . . — Allir vita hverjir urðu ís- lendingar ársins hjá hlust- endum Rásar tvö. Síðan liggur fyrir að íþróttafrétta- menn völdu Ragnheiði Runólfsdóttur sundkonu íþróttamann ársins, lesend- ur DV völdu Sigurð Einars- son spjótkastara íþrótta- mann ársins og Frjáls versl- un valdi Þorvald Guð- mundsson og Skála Þor- valdsson menn ársins í við- skiptum. Eitthvað nálægt 5 þúsund manns tjáði sig hjá Rás tvö og er athyglisvert að engin atkvæði féllu þar á þau Ragnheiði, Skúla eða Þorvald og Sigurður fékk aðeins tvö atkvæði. .. UNDIR HAMARINN? SENDIRAÐ STORVELDIS TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 27. HLUTI Enn sannar tvífarakeppnin aöinnrœti og útlit fara sam- an. Og í þetta sinn gott betur. Álit annars fólks markast sömuleiöis af útlitinu. Á sama tíma og Kristín Ástgeirs- dóttir er sökuð um kven-fasisma á Islandi má Magga í Smáfólki þola samskonar ásakanir frá blöðum ítalska kommúnistaflokksins. Kannski er það eitthvað við milli- sítt hár þeirra, kringlóttu augun, kringluleitt andlitið og lítinn munninn sem kallar á þessi viðbrögð. Eitt er víst: Ef þú kallar aðra þeirra fasista hefurðu myndað þér skoðun á þeim báðum. Svo líkar eru þœr. ELLUR ARIÐ 2009 ísland er eitt tiltölulega fárra landa þar sem sauðfé er fieira en fólk. Árið 1977 var sauðfé hér á landi 896.192 stykki en mannfólk 222.470. Innbyrðis skipting var því 80% sauðfé en 20% fólk. Árið 1990 var svo komið að sauðfé var 548.508 (hafði fækkað um nær 350 þúsund eða um 39%). Fólkið var hins vegar orðið 255.708 (hafði fjölgað um rúm 33 þúsund eðaum 15%). Innbyrðis skipt- ing var þá 68% sauðfé og 32% fólk. Reikna má með því, miðað við þróun síðustu ár, að sauð- fénu fækki um 12 þúsund að jafnaði næstu ár (væntanlega verður það þó aldrei leyft). Fólki hefur fjölgað um u.þ.b. 1,25% á ári að jafnaði. Þá fell- ur meirihluti sauðfjár nálægt árinu 2009, þegar féð er kom- ið niður í 320 þúsund en fólk- ið í 325 þúsund. ÞEGAR DENNI HAFNAÐI MILLJÓN DOLLURUM Fyrir rúmum áratug kom hingað til lands ungur banda- rískur læknir að nafni Chris Davey og bauðst til að gefa þjóðinni hálfa til eina milljón dollara. Gjöfinni var hafnað og fyrir því var ákveðin ástæða. Læknirinn að vestan bauðst nefnilega til að gefa aura þessa gegn því skilyrði að hvalveiðum yrði hætt, en annar iðnaður byggður upp í Hvalfirði í staðinn, t.d. laxa- rækt. Á núverandi gengi sam- svarar upphæðin 30 til 60 milljónum króna, en gengið er nú eins og það er; miðað við verðbólgu og vísitölur er nær að tala um 45 til 90 millj- ónir í dag. Til samanburðar má síðan nefna að sama ár, 1980, hljóðuðu almenn lán Byggðasjóðs upp á nálægt 1 milljarði króna. Davey hafði duglega milli- göngumenn innfædda með sér, þá Árna Waag kennara og Dagbjart Stígsson, og átti læknirinn viðræður við ýmsa ráðamenn „en undirtektir hafa þó verið litlar". Var þó mjög svo frjálslynd stjórn Gunnars Thoroddsen við völd og sjávarútvegsráðherra enginn annar en Steingrímur Hermannsson. Þess má geta að Davey læknir starfaði við rannsókn- arstöð á Key West í Flórída, m.a. við rannsóknir á tjá- skiptum höfrunga. Væntan- lega hafa þau tjáskipti gengið betur en tjáskiptin við Denna og félaga. 9 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍAÐ TAKA NAPÓLEON SÉR EKKI TIL FYRIRMYNDAR Sumt klikkað fólk telur sig vera Napóleon. Við hins veg- ar bendum fólki, sem áætlar að klikkast í framtíðinni, að velja sér ekki hlutverk Na- póleons, einkum ef það ætlar sér að feta í fótspor hans í per- sónulegum högum og hegð- an. Hér eru nokkrar ástæður: 1. Napóleon var lítill rindill. 2. Hann var háður kaffi, drakk heil ósköp. 3. Hann svaf að- eins þrjár til fjórar stundir á nóttu. 4. Hann gat ekki sofið hjá nema samfarirnar væru trylltar og hraðar. 5. Á brúð- kaupsnóttinni hélt hundur Jósefínu að hann væri að ráð- ast á sig og beit hann. 6. Tippi hans mældist aðeins 2,5 sentimetrar og líktist helst sæhesti. Átti samt heilan skara af hjákonum. 7. Smitað- ist af sýfilis. 8. í útlegðinni á eyjunni Sánkti Helenu var hann svo heillum horfinn að hann gerði lítið annað en leggja kapal. 9. Hann er dauður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.