Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 44

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Trúbador oft á við heila hljómsveit „Mér hefur ekki reynst erf- itt að koma mér á framfæri. Það bjóða það margir staðir upp á lifandi tónlist," segir Haraldur Reynisson trúba- dor. Hann hefur getið sér gott orð undanfarna mánuði fyrir tónlistarfiutning sinn og víða spiiað. Haraldur hefur ekki gefið út neitt efni enn sem komið er en hann spilaði á gítar og raddaði á plötu Harðar Torfa- sonar, Kveðju, sem út kom skömmu fyrir jól. Hann við- urkennir að draumurinn sé að gefa út plötu en þó ekki fyrr en eftir svona tvö ár. Hann á þó þegar töluvert af eigin efni í fórum sínum. „Hluti af prógramminu eru lög eftir mig og draumurinn er að ég geti sent þau ein- hvern tíma frá mér," segir hann. Haraldur segist hafa fengið ágæt viðbrögð við lagasmíð- um sínum frá þeim sem hann hefur spilað fyrir. En er ekki erfitt að standa á sviði einn og óstuddur og eiga að sjá kröfuhörðum gestum fyrir skemmtan? „Nei, mér finnst það ekki, ég hef það gaman af þessu. Vissulega koma tím- ar þegar þetta er erfitt. Mað- ur hefur ekki stuðning af neinum eins og er þegar tveir eða fleiri skemmta. En þá er bara að taka sér smápásu og tala aðeins við sjálfan sig,“ svarar Haraldur. Litlu pöbbarnir hafa oft ekki bolmagn eða aðstöðu til að bjóða upp á hljómsveit, en góður trúbador getur verið jafnmikils virði og heil hljóm- sveit. „Trúbador gerir oft sama gagn og hljómsveit" eru lokaorð Halla Reynis trúbadors. UppÁlHAlds VÍNÍð Þórir Þorvaröarson ráöningarstjóri Hagvangs „Uppáhaldsvínið mitt er Ber- inger, Cabernet Sauvignon frá Kaliforníu. Ég smakkadi það fyrst í júlí 1988 á veit- ingastaðnum J. Pauls i eldri hluta Georgetoum i Washing- ton DC." Simsvarinn Kristján Franklín Magnús leikari Þetta er hjá Kristjáni Franklín og Sirrí, við erum því miður ekki við sem stendur, en ef þú lest inn skilaboð eftir að ýltónninn heyrist, þá höfum við samband við fyrsta tækifæri. Þakka þér fyrir. Bless" Hitt húsið slær í gegn „Við teljum okkur vera að gera svolítið skemmtilega hluti fyrir unglinga frá fimm- tán ára aldri," segir Sveinn M Ottósson, starfsmaður í Hinu húsinu. Hitt húsið hefur nú verið starfrækt um nokkurt skeið og reynslan af starfseminni verið góð að sögn Sveins. Böll eru haldin hvert föstu- dagskvöld, hljómsveitir leika fyrir dansi annan hvern föstu- dag. Á morgun verður diskó- tek en föstudaginn sautjánda janúar stígur Ný dönsk á stokk. Krakkarnir hafa sýnt mik- inn áhuga á starfsemi Hins hússins og aðsóknin að dans- leikjunum verið góð. Sveinn segir framkomu þeirra að mestu hafa leyti verið til fyrir- myndar og vandræði vegna ölvunar sáralítil. En Hitt húsið er ekki ein- göngu ballstaður. „Húsið er ætlað ungu fólki sem er að föndra við sitthvað," segir Sveinn. Meiningin er að vera með námskeið fyrir táning- ana og má þar nefna leiklist, freestyle-dans, fjölmiðlanám- skeið og námskeið í gerð myndbanda. Á efstu hæðinni er æfingaaðstaða fyrir hljóm- sveitir sem er rekin í sam- starfi við rokkdeild Félags ís- lenskra hljómlistarmanna. Þar gefst bílskúrshljómsveit- um bæjarins kostur á að æfa í góðu og fullbúnu húsnæði. Fyrsta tækifærið opinberlega gefst svo ef til vill á hæðinni fyrir neðan á tónleikum eða dansleik. í mars verður reksturinn endurskoðaður og ákvörðun tekin um framhaldið. Von- andi setja ráðamenn þessari nauðsynlegu starfsemi ekki stólinn fyrir dyrnar því for- ráðamenn Hins hússins hafa ýmislegt skemmtilegt á prjónunum (og það ætti að vera í lagi að hvísla því að þeir hafa áhuga á að hafa jbfuuuna dituteb Sveinn Andri Sveinsson borgarfulltrúi og lögmaður PRESSAN fékk Svein Andra til að bjóða í ímyndað kvöldverðarboð þessa vikuna. Sveinn mátti að sjálfsögðu bjóða hverjum sem er og þetta eru gestir hans: Lenín hann fengi þá að heyra af því hvernig fór fyrir Sovét- ríkjunum og kommúnism- anum. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson þá fengi hann tækifærí til að útskýra fyrir Lenin hvers vegna. Margrét Thatcher mesti stjórnmálamaður okk- ar tíma gæti gefið ráð um innleiðingu thatcherisma á íslandi. Davíð Oddsson þannig að hann gæti orðið aðnjótandi þeirrar ráðgjafar. Jack Delors til að sannfæra viðstadda um nauðsyn EB-aðildar Is- lands. George Bush af því að hann hefur svo skemmtilega borðsiði. Pavarotti til að syngja á milli rétta. Nýfæddur sonur minn til að fá að heyra allt saman. lengur opið um helgar, en mörgum finnst of lítið að hafa bara opið til hálfeitt). „Ungt fólk, sem hefur skemmtilegar hugmyndir og langar til að framkvæma eitt- hvað sniðugt en vantar að- stöðu, ætti endilega að hafa samband við okkur og við finnum einhvern samstarfs- grundvöll," sagði Sveinn. Brennivinio drukkio úr ærhornum „Við erum með tvískiptan veitingastað, annars vegar Fjörukrána, sem býður upp á ljúfa píanótónlist og góðan mat af sérréttamatseðli, og hins vegar Fjörugarðinn, sem við erum nýbúin að opna á ný eftir miklar breytingar og er nú heilsárshús," segir Jó- hannes Vidar Bjarnason, veitingamaður í Hafnarfirði. Fjörugarðurinn er með vík- ingasniði og vígalegir, vopn- aðir víkingar taka á móti gestum. Framreiðslufólkið er heldur ekkert venjulegt því það syngur ættjarðarlög fyrir gesti meðan það þjónar til borðs. Fjörugarðurinn hefur hingað til aðallega verið stíl- aður á erlenda ferðamanna- hópa en íslendingar eru auð- vitað einnig velkomnir. Á þorranum verður að sjálf- sögðu þorramatur á boðstól- um og þá verður hákarl stýfð- ur úr hnefa og brennivínið drukkið úr ærhornum. Og ekki er úr vegi að geta þess í framhjáhlaupi að Johnny King er búinn að leggja hólk- unum og kúrekagallanum og færa sig aftur um nokkrar aldir. Hann er nú syngjandi ís- lenskur víkingur í Fjörugarð- inum. Á Fjörukránni leikur Jón Möller fyrir matargesti, sem snæða eitthvað af þeim ljúf- fengu réttum sem eru á mat- seðlinum. Fjörukráin er í elsta húsi Hafnarfjarðar og þar svífur notalegur andi yfir vötnum og umhverfi allt sér- lega vinalegt. Yfirmatreiðslu- maður er listakokkurinn Ás- björn Pólsson. Þegar kotnið er fram i miðjan mánuð er Almanak Þjóðvinafélagsins tnt'n bók. Ht'tn er eins og fjársjóðskort. Þar tná lesa sér til um þjóðhátíðardaga þeirra landa setti eru með sendiráð í Reykjavik, stórafmæli klúbba og félagasamtaka og margt fleira gagnlegt. Eina setn maður þarf að gera er að greiða sér, dusta flösuna af öxlunutti og mæta. Soulblóma verður einnig á ferðinni á Gauknum á laugar- dagskvöldið og þá ættu þeir að grípa tækifærið sem ekki geta barið hana augum á morgun. Og det-bandið heldur sinu striki á Dansbarnum á laugar- dagskvöld. Bjarni Ara ætlar líka að troða upp. Búlgörsku hnáturnar verða með Rottunni á 1929 á laugar- dagskvöldið og Rottueitrinu óspart dreift á svæðinu. NIRVANA NEVERMIND Þessi plata sló heldur betur í gegn síðustu dagana fyrir jól. Það er líklega vegna þess að hún var valin með bestu plötum ársins í flestum erlendum blöðum. Nirvana er ein af efnilegri amer- iskum hljómsveitum í dag. Er í stíl við Pixies með hratt grípandi rokk og sterkar popp- melódíur. Ágætisplata þrátt fyrir vinsældirnar og fær 7 af 10. Cuba Libre heldur áfram að skemmta gestum Gikksins á laugardagskvöldið, sem vænt- anlega drekka eingöngu romm í kók. Stutungar verða ennhjá vinun- um sínum báðum á laugar- dagskvöldið og slá ekki slöku við. Þessir drengir svíkja ekki vini sína, svo mikið er víst. VEITINGAHÚSIN Svarta pannan ÍTryggvagötu er skyndibitastaður af vondri teg- und. Þegar inn er komið mætir manni veggur af þéttri djúp- steikingarfýlu. Þegar komið er að afgreiðsluborðinu mæta manni hryssingslegar ung- lingsstúlkur sem hripa niður pöntun. Á bak við þær er tómur grillofn til sönnunar því að kjúk- lingurinn sem þú ert að fara að borða er örugglega ekki nýr. Þegar komið er að borðinu mæta manni sorp-skál og salts- taukur. Þegar maturinn er tilbú- inn sést unglingsdreng bregða fyrir. Það er kokkurinn. Þaö er hægt að borða matinn ef þess er gætt að hugsa um eitthvað annað á meðan. En hann skilur ekki eftir sig vellíðan. Maður hættir að vera svangur en fær hálfgerða magapínu í staðinn. LEIKHÚSIN Rómeó og Júlía verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudag og Himneskt er að lifa eftir Paul Osborn verður á fjölunum í kvöld og á sunnudagskvöldið. Á laugardagskvöldið er það Madame Butterfly eftir David Henry Hwang sem ræður ríkj- um. Á Litla sviðinu heldur Kæra Je- lena sínu striki, en sýningar verða í kvöld og á laugardags- og sunnudagskvöld. Jelena hefur heldur betur slegið í gegn og uppselt er á allar sýningar. Miða þarf að sækja viku fyrir sýningu, ella verða þeir seldir öðrum. Á sunnudag verður allra síð- asta sýning á Búkollu á Litla sviðinu. Þannig að ef þú ætlar með börnin í leikhús eru síð- ustu forvöð. Tvær síðustu sýningarnar verða á Töfraflautunni í Óper- unni um helgina, á föstudags- og sunnudagskvöld. Rugl í ríminu eftir Johann Ne- stroy verður í Borgarleikhúsinu á föstudag og sunnudag. Barnaleikritið Ævintýrið verður einnig sýnt um helgina, bæði á laugardag og sunnudag. í kvöld verður sýning á Ljóni í síðbux- um eftir Björn Th. Björnsson og einnig á laugardag. Þétting Sveinbjörns Baldvins- sonar verður á litla sviði Borg- arleikhússins á laugardags- kvöldið. Sýningum er mjög tek- ið að fækka. Leikfélag Akureyrar sýnir söng- leikinn Tjútt og trega eftir Val- geir Skagfjörð alla helgina, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 pest 6 dökka 11 mánuður 12 op 13 vatnafisk 15 deilur 17 skilningarvit 18 eiginkona 20 karlfugl 21 öxi 23 náttúruíar 24 Ijómi 25 fé 27 gráðugur 28 sundraðist 29 ófullkomið 32 veiðir 36 konunaín 37 stía 39 hjari 40 klóra 41 þyngsli 43 tónn 44 undirlagður 46 brúkaði 48 tornæm 49 ánægju 50 taminni 51 ber. LOÐRÉTT: 1 pjatla 2 minnkar 3 fóðri 4 hjálpar 5 lynggróður 6 smá- mælt 7 sofa 8 rifrildi 9 bátur 10 eðjan 14 dulu 16 eydd 19 bor 22 ójafna 24 biskupsdæmi 26 dá 27 þjóta 29 gæða 30 hrun 31 tilhneig- ing 33 fargaði 34 rykkornið 35 hækkaður 37 ásaki 38 hótun 41 flúð 42 aíkomenda 45 hagnað 47 verkur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.