Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 Á L I T DAVÍÐ Á . GUNNARSSON Er rétt að frysta laun starfsmanna hjá stofnunum sem virða ekki fjárlög? | SVANHILDUR KAABER, FORMAÐUR KENN- ! ARASAMBANDS ÍSLANDS „Það er með ólíkindum að hugmynd af þessu tagi hafi verið rædd — fólk sem fær ekki greidd launin sín skilvíslega á aðeins eitt svar: að leggja niður vinnu og leita réttar síns. Eða á reglan að gilda í báðar áttir? Er eðlilegt að vinna ekki vinnu sem greitt hefur verið fyrir?“ rr BRYNJÓLFUR BJARNASON, FORSTJÓRI GRANDA „Þetta er ágæt hugmynd að því leyti að það er eðlilegt að forstöðumenn fyrirtækja og stofn- ana beri ábyrgð á daglegum rekstri og geti ekki skotið sér undan henni. Hugmyndin er því allrar athygli verð." 4.4. SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, AÐSTOÐAR- MAÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA „Hafi þessi hugmynd einhvern tíma verið góð þá er búið að eyðileggja hana með framsetn- ingunni. Á sínum tíma var verið að þróa býsna viðamikið eftirlitskerfi í ráðuneytinu með það i huga að hægt væri að grípa til ráðstafana áður en í slíkt óefni væri komið. Ef þetta er hugmyndin nú, þá hefur kerfið brugð- ist.“ er forstjóri Ríkisspítal- anna. Heil- brigðisyfir- völd hafa falið honum það verkefni að spara 550 milljónir á þessu ári. Til þess duga ekki almenn- ar sparn- aðarráðstaf- anir og í vik- unni var tekin ákvörðun um að „Þeir sem bera pólitíska ábyrgð verða að ákveða hvaða starfsemi verður hætt," segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna. LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR, FRAMKVÆMDA- STJÓRI ASÍ „Fjármálaráðherra verður vitanlega að fara eftir lögum og kjarasamningum, það er ekki bara hægt að segja að fólk fái ekki launin sín. Ef yfirmaður stofnunar biður fólk að vinna meira en dagvinnuna, þá er stofnunin skuldbundin sam- kvæmt samningi til að greiða fyrir þá vinnu. Það liggur í hlut- arins eðli að ríkisstofnanir sem aðrir verða að standa við skuldbindingar sínar.“ rr KRISTJÁN JÓHANNSSON, REKSTRARHAG- FRÆÐINGUR HJÁ VSÍ ,,Það er löngu tímabært að gripið verði til að- gerða gagnvart þeim ríkisstofnunum sem hafa j komist upp með að fara fram úr áætlunum ár ! eftir ár. Ahrifaríkari leið til að taka á óráðsíu í opinberum rekstri væri hins vegar að beina aðgerðum að þeim sem bera ábyrgð á því að launakostnaður fer fram úr áætlun, þ.e. forstöðumönnum þessara stofnana. ítrekuð eyðsla um efni fram ætti að varða stöðumissi." Fjármálaráduneytid hefur látid dreifa minnisbladi þar sem leitað er leida til ad minnka launakostnad hjá rikinu, meðal annars meö þvi aó stödva launagreiðslur fari forstödu- menn stofnana fram úr ákveðnum mörkum. Stöðva allar afleysingar Ekki verður komist hjá því að leggja niður einhvetja starfsemi til frambúðar ,,Á fundi stjórnarnefndar Ríkisspítalanna á þriðjudag var tekin ákvörðun um að stöðva allar afleysingaráðn- ingar og endurnýja ekki þá samninga sem nú eru í gildi. Þetta gildir um lækna jafnt sem aðra, en þetta er erfið ákvörðun. Flest þetta fólk var ráðið vegna sérþekkingar sem það býr yfir með það í huga að bæta þjónustuna. Hún hlýtur því að minnka." Hvenœr kemur þessi úkvördun til framkvœmda? „Hún kemur til fram- kvæmda nú á fjárlagaárinu eftir þvi sem afleysingasamn- ingar renna út. Gildistími þeirra er frá nokkrum mán- uðum og upp í tvö ár, en það er erfitt að segja til um fjölda uppsagna eða áhrif þeirra á næstu mánuðum." Hvar á ad spara víðar? „Við höfum staðið í innri hagræðingu að minnsta kosti allan síðasta áratug. Það er lítið eftir af augljósum sparn- aði eftir þær aðgeröir. Þó er alltaf verið að reyna að skipu- leggja reksturinn betur, sem yfirleitt felst í því að afgreiða sjúklinga hraðar. En það er svo með spítala að því meiri sem framleiðslan er, því meiri peningum er maður að eyða. Það er til dæmis í dag ekki hagkvæmt að fjölga hjartaað- gerðum, þótt þörf sé á þeim og þær séu ódýrari hér en er- lendis. Hver aðgerð kostar um 300 þúsund í efniskostn- að, fyrir utan vinnulaun. Eitt af því sem við vorum gagn- rýndir fyrir á síðasta ári var einmitt að fjölga hjartaað- gerðum um fjörutíu á árinu umfram það sem fjárlög heimiluðu. Þetta þýddi vitan- lega aukinn kostnað. Það hef- ur staðið svolítið í okkur að draga úr þeim aftur, en Al- þingi vildi við fjárlagaaf- BÆTIFLÁKAR Teygöur lopinn ..Víkverja ersat}t, ad með- al þingmanna sé litid þann- /g á, ad af alþýdubanda- lagsmönnum flylji Stein- L’rimur.l. Sigfússun lengstur rædur um þessar mundir og finnist ýmsurn með ólik- indum, hve larigt lumn geti leygl lopann." Mbl. 22. janúar Steingríniur J. Sigfús- son alþingismaður: „Það er alveg rétt, í vissum tilvikum hef ég flutt langar ræður. Hér eru mikil mál á ferö þar sem mörgum efnisþátt- um er raðað saman í frumvarpsbálka, eins og í bandormsfrumvarp- inu. Því er ég allsendis ónæmur fyrir því þótt einhverjir liggi mér á hálsi fyrir að nýta mér þann rétt sem við þing- menn höfum til að segja hug okkar allan, til að veita ríkisstjórn aðhald. Ég vona að menn fari ekki falla í þá freistni að láta eins og þeir vilji tak- marka málfrelsi manna." Vonlaust rugl „Farsi þarfriast griöar- legrar nákvœmni ef hann á að ganga upp og skemmta áhorfandanum. Þessi sýn- ing var mjög ónákvœm og mér var hreint ekki skentmt." Súsanna Svavarsdottir um sýn- ingu LR a Ruglinu, en yfirskrift leikdómsins var „Vonlaust rugl" Sigurður Hróars- son, leikhússtjóri hjá LR: „Þeir áhorfendur sem við höfum fengið í húsið, á annað þúsund fyrir frumsýningu og á annað þúsund eftir hana, eru búnir að svara þessum orðum með jákvæðum viðtökum, hlátrasköll- um og öðru sem á að fylgja í farsa. Væntan- lega eiga mörg þúsund leikhúsgesta í viðbót eft- ir að svara á sama hátt." Hofmóður sorpumanna ,,Þaö er meira eri litið undarlegt þegar komið er með venjulegt hásasorp á gámastaöi Sorpu, að þá einmitt skuli þurfa að flokka það, en ekki þegar þaö er sóll heim. Þá er hof- móður afgreiðslumanna heldur hvimleiður og ekki til þess fallinn að hvetja fólk til þess að heimsœkja þessar gámastöðvar aftur." Mbl. 18. januar Ögmundur Einars- son, framkvæmda- stjóri Sorpu: „Hafi þetta verið venjulegt húsasorp, þá eru mín fyrstu viðbrögð að spyrja af hverju mað- urinn kom með það til okkar en setti það ekki í sína tunnu. Þannig finnst mér liggja á milli línanna að ekki sé alveg rétt sagt frá. Svo verð ég að vona að það sé orð- um aukið að starfsmenn okkar hafi verið óþarf- lega aðgangsharðir. Al- mennt hef ég ekki heyrt annað en að þeir taki vel á móti fólki. Ef annað kemur á daginn ber að harma það og biðjast velvirðingar." greiðslu ekki heimila fjölgun þeirra. Nú hefur ráðherra heimilað okkur að gera jafn- margar á þessu ári og í fyrra. Við gætum hugsanlega fjölg- að þeim ennþá meira ef pen- ingar væru til. Þessi vandi helgast af því að sjúkrahúsin hér fá greidda fasta upphæð á fjárlögum, en ekki samkvæmt afköstum eins og regian er meðal ná- grannaþjóðanna." Hvada fleiri úrrœöa á ad gripa til? „Onnur leið er að draga úr þjónustunni og reyna að dreifa því á eins mörg svið og deildir og kostur er. En það verður aldrei mögulegt án þess að það bitni á veiku fólki. Við getum aldrei sparað svona mikla peninga án þess að það komi niður á sjúkling- unum, það þarf enginn að blekkja sjálfan sig á því. Að auki sé ég ekki hvernig komist verður hjá því að loka einhverjum deildum og hreinlega hætta starfsemi þeirra." Hvad kemur til greina í því sambandi? „Það kemur ýmislegt til greina, en við vitum ekki enn hver niðurstaðan verður. Það er siðferðisleg spurning sem enginn getur svarað nema sá sem á að bera pólitíska ábyrgð á þessum málum. Við vitum að kostnaðar- aukningin á síðustu árum hefur einkum falist í hjarta- skurðaðgerðum, kransæða- útvíkkunum og bættri með- ferð fyrir krabbameinssjúk- linga. Líklega vill enginn láta snúa klukkunni við hvað þetta varðar. Þá er spurning- in hvað menn vilja skera nið- ur eða hætta við. Það er alls ekki einfalt mál í mínum huga. Siðfræðin í þessu máli er flókin og það hlýtur að vera pólitísk ákvörðun sem ræður niðurstöðunni."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.