Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 Sveitarfélög í skuldafeni Skulda allt að 300 kúsundum á hvern íbúa Þótt byrlegar blási nú fyrir sveitarfélög landsins búa mörg þeirra við mikinn for- tíðarvanda eftir gegndarlaus- ar framkvæmdir, þar sem óskir hafa verið uppfylltar með dýrum skammtímalán- um og'mannvirki reist langt umfram rekstrartekjur. Árið 1990 voru dæmi um sveitar- félög þar sem fjármagns- kostnaður nam 25 til 40 þús- und krónum á hvern einasta íbúa og var Suðureyri þar efst á blaði. Auk Suðureyrar áttu Ólafs- vík, Siglufjörður, Hveragerði og Tálknafjörður við slíka greiðslubyrði að stríða. Þar var brugðist við með stórlega skertum frámkvæmdum. Stykkishólmur, Flateyri, Bíldudalur og Þórshöfn áttu í stríði við álíka greiðslubyrði, en þar hélt framkvæmda- gleðin áfram að ríkja. Samhengið á milli mikilla framkvæmda, mikils fjár- magnskostnaðar og mikilla skammtímaskulda er aug- ljóst þegar fjármál sveitarfé- laga 1987 og 1990 eru borin saman. 113 ÞÚSUND KRÓNA VAXTASKATTURÁ HVERJA FJÖLSKYLDU Stykkishólmur, Sauðár- krókur, Siglufjörður, Suður- eyri, Þórshöfn, Hólmavík, Stokkseyri og Bíldudalur framkvæmdu og fjárfestu mikið 1989 til 1990 og söfn- uðu upp talsverðum skamm- tímaskuldum. Framkvæmdir hækkuðu úr að meðaltali 35.400 kr. á íbúa 1987 í 43.000 kr. árið 1990 og um leið hækkaði fjármagns- kostnaður úr 19.500 kr. í 28.200 kr. á íbúa að meðaltali eða um 45 prósent að raun- gildi. Þetta samsvarar því að hver fjögurra manna fjöl- skylda greiði 113 þúsund kr. í vexti af lánum sveitarfélag- anna. Á hinn bóginn eru Borgar- nes, Ólafsvík, Óiafsfjörður, Eskifjörður, Hveragerði, Búð- ardalur, Blönduós og Fá- skrúðsfjörður dæmi um sveit- arfélög þar sem miklar fram- kvæmdir áttu sér stað 1986 til 1987, en aðhalds gætt í kjöl- farið. Hjá þessum sveitarfé- lögum voru framkvæmdir á hvern íbúa 45.200 kr. að með- altali 1987, en aðeins 7.500 kr. 1990 og um leið lækkaði fjármagnskostnaður á íbúa úr 28.600 kr. í 18.300 kr. að meðaltali eða um 36 prósent. ÞÓRSHÖFN: 48 MILLJÓNA FRAMKVÆMDIR í 400 MANNA HREPPI Ein ástæðan fyrir miklum framkvæmdum felst í aukn- um kröfum íbúanna um þjón- ustu. Bæir með 1.000 til 2.000 íbúa eru verst settir, þurfa að veita þjónustu og að- Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar- stjóri í Stykkis- hólmi. „Skuldirnar hafa lítið lækkað og Ijóst að greiðsiu- byrðin verður mikil næstu fimm til sjö árin. Á næstu árum verður aðhalds gætt og sem betur fer sýnist mér fyrir- tækin pluma sig." Björn Valdimarsson, bæjarstjóri f Siglufirði. Með sölu orkufyrirtækj- anna tókst að lækka skammtíma- skuldir bæjarsjóðs úr nær 200 millj- ónum niður í 10 milljónir. „Staðan var orðin afar slæm eftir miklar framkvæmdir við íþróttamannvirki, stórátak í gatnagerð og fleira. stöðu á við stærri bæi, með hlutfallslega meiri kostnaði. Ella flýr fólkið einfaldlega. Til þessara framkvæmda fást alls ekki nægilegar tekjur frá íbú- unum sjálfum og fyrirtækjum þeirra. Dæmi um þungar fram- kvæmdir er að finna í Þórs- höfn 1990. Þá var fram- kvæmt og fjárfest fyrir 48 milljónir króna að núvirði. Á sama tíma voru rekstrartekj- ur umfram rekstrargjöld að- eins 8,4 milljónir. „Það var mikið framkvæmt við elli- heimili, skrifstofur bæjarins, leiguíbúðir, endurnýjun vatnsveitunnar og í gatna- gerð. Nú eru allir grunnþætt- irnir búnir. Hins vegar stopp- um við ekki, því verkefnin eru endalaus og greiðslu- byrðin er í raun ekki svo þung, því stór hluti skuld- anna eru húsnæðislán til langs tíma vegna leiguíbúða. Á síðasta ári var mikið unnið í að skuldbreyta lánum og dregið úr framkvæmdum. Okkur tókst að helminga skuldir á hvern íbúa, sem voru 252 þúsund árið 1990. Nú höfum við fulla ástæðu til að vera bjartsýnir um fram- haldið,“ sagði Reinhard Reyn- isson, sveitarstjóri á Þórs- höfn. STYKKISHÓLMUR: ÞUNG GREIÐSLUBYRÐI í 5 TIL 7 ÁR Framkvæmdagleði ríkti einnig á Stykkishólmi þetta sama ár. „Við vorum að klára íþróttahús, sem er þungur biti. En verulega minna var framkvæmt á síðasta ári og reyndar má segja að við sé- um búnir að framkvæma fyr- ir framtíðina; við erum með einsetinn grunnskóla, gatna- gerð er að mestu lokið og þannig mætti áfram telja. Á hinn bóginn hafa skuldirnar lítið lækkað og ljóst að greiðslubyrðin verður mikil næstu 5 til 7 árin. Á næstu ár- um verður aðhalds gætt og sem betur fer sýnist mér fyr- irtækin pluma sig,“ sagði Ol- afur Hilmar Sverrisson, bæj- arstjóri á Stykkishólmi. Önnur meginskýringin eru kröfur um þátttöku sveitarfé- lagsins í atvinnulífinu; með öðrum orðum að bjarga illa stöddum fyrirtækjum út úr ógöngum. Mörg sveitarfélög hafa þurft að leggja fram um- talsverðar fjárhæðir til að halda fyrirtækjum gangandi auk þess sem erfiðleikar fyr- irtækja hafa dregið úr skatt- tekjum og sveitarfélögin þurft að afskrifa kröfur. Þess eru og dæmi að opinberir sjóðir hafi gert það að skil- yrði fyrir fyrirgreiðslu að sveitarfélög auki þátttöku sína og stuðli þannig að enn -meiri skuldasöfnun og fjár- þröng hjá viðkomandi sveit- arfélagi. NEYDD TIL AÐ LEGGJA STÓRFÉ í FYRIRTÆKIN Nýlegasta dæmið er úr Bol- ungarvík og áður en Gletting- ur sameinaðist Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar hafði Stokkseyri lagt umtalsverða fjármuni í hraðfrystihúsið. Þórshöfn lagði árið 1990 um 12 milljónir í útgerðarfélag Stakfells og samsvarar hluta- fjárframlagið um 30 prósent- um af árstekjum sveitarfé- lagsins. Þá hefur Seyðisfjarð- arbær lagt fé í Dvergastein, sveitarfélaga. Fjármagns- gjöld voru 35 milljónir árið 1989 en 20 milljónir í fyrra. Staðan er því viðunandi og við bætist að skipin verða væntanlega seld,“ sagði Stef- án Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík. 200 MILLJÓNA NEYÐARLÁN ÚR LÁNASJÓÐI SVEITARFÉLAGA I öllum tilfellum þar sem rekstrartekjur duga ekki fyrir hinum mikíu framkvæmdum hafa sveitarfélögin farið út á hinn takmarkaða lánamark- að. Þau heppnu komast í feitt hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem býður upp á langtímalán með 5,5 prósenta vöxtum. í fleiri tilfellum hefur verið gripið til dýrra lána. Á tímum hárra vaxta og verðtrygging- ar hefur þetta í mörgum til- til lausnar opnast úr óvæntri átt. Rarik keypti á síðasta ári orkufyrirtæki Siglufjarðar fyrir 450 milljónir króna, keypti fyrir ári hitaveitu Hafnar í Hornafirði fyrir 108 milljónir og er að ljúka samn- ingum um kaup á dreifikerfi hitaveitu Seyðisfjarðar fyrir 76 milljónir. Þá eru í gangi þreifingar um kaup á hita- veitu Eyrarbakka og Stokks- eyrar. Ljóst er að um himnasend- ingu er að ræða fyrir Siglu- fjörð, þar sem staðan var orð- in ærið erfið. „Rarik tók yfir 350 milljóna skuldir orkufyr- irtækjanna og gátum við not- að afganginn til að lækka skammtímaskuldir bæjar- sjóðs úr nær 200 milljónum niður í 10 milljónir. Um leið lækkaði fjármagnskostnaður úr 56 milljónum í nánast ekki Skuldastaða Sveitarfélaga Borgarnes í Fínull og áfram mætti telja. Ólafsvík er í þessum hópi og hafði þó ekki úr miklum fjármunum að spila fyrir. „Við skuldum að vísu mikið og þar rnunar mest um hraðfrysti- húsið, þar sem bærinn tók á sig viðbótarskuldir upp á 110 milljónir. En þetta er hlutafé sem eignfærist á móti. Aðrar skuldir bæjarins lækkuðu hins vegar úr tæpum 200 í 158 milljónir á nýliðnu ári og við erum alls staðar í skilum. Skammtímaskuldir voru nán- ast engar nú um áramótin, en við fengum 25 milljóna skuld- breytingarlán frá Lánasjóði fellum leitt til þess að fjár- magnskostnaður hefur orðið mjög mikill. Lánasjóður sveitarfélaga lánaði áður fyrst og fremst til framkvæmda, en frá og með 1990 hefur stór hluti lánanna farið til fjárhagslegrar endur- skipulagningar, þ.e. sveitarfé- lögum hefur verið lánað á hagstæðum kjörum til langs tíma til að skuldbreyta dýrum skammtímalánum eða greiða þau upp. Á nýliðnu ári lánaði sjóðurinn alls 550 milljónir, en þar af fóru rúmar 200 milljónir til 16 sveitarfélaga. SELJA ORKUFYRIRTÆKIN FYRIR SKULDUM Auk lánasjóðsins hefur leið neitt. Staðan var orðin afar slæm eftir miklar fram- kvæmdir við íþróttamann- virki, stórátak í gatnagerð og fleira. Um mitt ár 1990 voru framkvæmdir nánast stöðv- aðar og við fengum skuld- breytingarlán úr Lánasjóði sveitarfélaga. Og síðasta ár kom ágætlega út. Við gætt- um aðhalds og höfðum fram- kvæmdir í algeru lágmarki. Nú getum við lagt út í fram- kvæmdir við leikskóla og haldið áfram framkvæmdum við dvalarheimilið og við gatna- og holræsagerð," sagði Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.