Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 13 Framkvœmda- gleði langt umfram rekstrartekjur og aðstoð við fyrirtœki leiddu mörg sveitarfélög landsins út í ógöngur. Eftir þvingaðar skuldbreyting- ar, stöðvun framkvœmda og sölu eigna rofar nú til. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn. „Það er mikið framkvæmt við eiliheimili, skrifstofur bæjarins, leiguíbúðir, endurnýjun vatns- veitunnar og í gatna- gerð. Á síðasta ári var mikið unnið í að skuldbreyta lánum og það var dregið úr framkvæmdum." Kristján Jónsson, forstjóri Rarik. Kaupin á orkufyrirtækjum Siglu- fjarðar björguðu bænum. Rarik hefur einnig keypt dreifikerfi Hafnar, er að ganga frá svipuðum kaupum á Seyðisfirði og þreifingar eru í gangi hjá hitaveitu Eyrarbakka og Stokkseyrar. HVERAGERÐI: SKULDASÖFNUN LEIDDI TIL STÖÐVUNAR FRAMKVÆMDA Þarna fara saman aðhald og himnasending. í Hvera- gerði var staðan orðin afar slæm þegar ákveðið var að skrúfa fyrir allar fram- kvæmdir og herða sultaról- ina. ,,Um mitt ár 1990 voru van- skilaskuldir Hveragerðis orðnar 120 milljónir króna, en við gerðum stífa áætlun um skuldbreytingar og van- skilin voru að mestu komin í skil fyrir árslok 1990. Á síð- asta ári var aðhaldssamri fjár- hagsáætlun fylgt eftir út 1 vstu æsar. Lausafjárstaðan hefur breyst mjög til batnað- ar, sem er ákafíega þýðingar- mikið. Þá sýnist mér að at- vinnufyrirtækin séu að kom- ast upp úr öldudalnum. Hluti fortíðarvandans er bygging grunnskólans og það er mik- ið eftir í uppbyggingu hans, álma sem á eftir að verða dýr. Þá þarf að bæta við leikskól- ann og mikið er ógert í hol- ræsakerfinu. Það væri auð- velt að kafsigla bæinn á ný, en það þarf að hugsa upp aðr- ar lausnir en tíðkast hafa svo víða. Nú er í gangi vinna við langtímastefnumótun um hvernig eigi að ráðstafa þeim fáu krónum sem berast. Með aðhaldssamri fjármálapólitík ættum við að vera komin út úr vandanum 1993,“ sagði Hallgrímur Gudmundsson, bæjarstjóri í Hveragerði. Friðrik Þór Guðmundsson Hallgrímur Guðmundsson, bæjarstjóri í Hveragerði. „Um mitt ár 1990 voru vanskilaskuldir Hveragerðis orðnar 120 milljónir króna, en við gerðum stífa áætlun um skuldbreytingar og vanskil voru að mestu komin í skil fyrir ársiok 1990." UNDIR ÖXINNI Elsa B. Þorkelsdóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI JAFNRÉTTISRÁÐS „Megum ekki virka forpokuð" — Finnst ykkur það hlutverk Jafnréttisráðs að fjalla um auglýsingar? „Við styðjumst þar bara við lög. Ef auglýsing, að mati ráðsins, er niðurlægjandi fyrir annað hvort kynið þá eigum við að fjalla um það. Okkur ber þá að gera athugasemdir." — Ykkur finnst ekki að auglýsingar séu best dæmdar af viðbrögðum viðskiptavina? „Nei, vegna þess að Jafnréttisráð hefur það hlut- verk að bæta stöðu kvenna og breyta hefðbundnum viðhorfum til kynja. Því er það að ef birtast auglýs- ingar, sérstaklega af mjög staðlaðri kvenímynd; konu sem kynveru, þá er það hlutverk ráðsins að gera at- hugasemdir. Hvað varðar þessa auglýsingu þá sagði Jafnréttisráð ekki að hún bryti í bága við jafnréttis- lögin heldur að ráðið hefði fengið allmargar ábend- ingar vegna þessarar auglýsingar — hún stuðaði — og ráðið í reynd taldi rétt að láta viðkomandi at- vinnurekanda vita." — Þið eruð þá bara að flytja skilaboð? „í sjálfu sér. Það er ekki um það að ræða að við teljum hana brjóta i bága við lögin. Við töldum hana bara ósmekklega." — Verslunareigandinn segist ekki verða var við nein neikvæð viðbrögð? „Það verður þá bara að hafa það — ég get ósköp lítið sagt við þvi." — í þessu tilviki er um að ræða „glaðlega brjóstamikla konu" eins og segir í bréfi ykkar — má ekki nota þær i auglýsingar? „Jú, jú, það má alveg nota þær í auglýsingar. Það sem er fyrst og fremst verið að tala um er að þarna er verið að beita konu sem kyntákni. Þetta er mjög staðlað viðhorf sem birtist í þessari mynd." — Hefðuð þið gert athugasemd við auglýsinguna ef þessi kona hefði ekki verið svona brjóstamikil? „Ekki ef það hefði verið birt mynd af konu þar sem ekki er verið að undirstrika hana sem kynveru." — Ef þetta hefði verið brjóstalítil kona í sömu stellingu og jafnglaðleg — hefði þá verið gerð at- hugasemd? „Það er erfitt að segja — ef birt er mynd af konu sem er skólaus og vantar skó á útsölu þá hefði tæp- ast verið gerð athugasemd." — Nú glímir Jafnréttisráð við margvíslega hluti. Eruð þið ekki að gengisfella ykkur með þvi að fjalla um hluti sem eru svona smásmugulegir? „Það er auðvitað mat ráðsins hverju sinni hvað flokkast undir að vera smásmugulegt. Það er alveg rétt að við höfum fengið ábendingar sem Jafnréttis- ráð hefur talið í reynd að væri smásmugulegt að gera athugasemdir út af. Við höfum þá sagt að við meg- um ekki virka forpokuð — en þetta er alltaf matsat- riði." Jafnréttisráð hefur sent Ólafi Sigmundssyni, sem rekur Skóverslun Reykjavikur, bréf þar sem gerð er athugasemd við auglýsingu frá versluninni. í auglýsing- unni sést „glaðleg brjóstamikil kona" og telur ráðið auglýsinguna ósmekklega og ekki til þess fallna að laða að viðskiptavini.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.