Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 23. JANÚAR 1992 15 LEYSI í VIBHALD Á LÆKNISBÚSTÖBUM Guðmundur Marinósson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á (safirði. Hann var tekinn á beinið fyrir að virða ekki fjárhagsáætlun. Gudmundur Marinósson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði, hefur verið víttur af stjórn spítalans fyrir að fara gróf- lega fram úr fjárhagsáætlun- um. Þetta staðfestir Fylkir Ágústsson, formaður stjórn- arinnar. Innan stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússins og Heilsu- gæslustöðvarinnar á ísafirði hafa verið átök vegna við- haldsframkvæmda á íbúðar- húsum í eigu spítalans og heilsugæslustöðvarinnar. Kostnaður vegna fram- kvæmdanna varð átta og hálfri milljón króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Það var Guðmundur Marin- ósson sem ákvað að ráðast í þessar framkvæmdir, þrátt fyrir að fjárveitingu skorti. Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið hefur aftekið með öllu að ráðuneytið taki þátt í þessum kostnaði. Aðallega var unnið við tvö hús, en alls var unnið við fimm hús. En þetta er ekki allt. Sjúkra- húsið hefur sótt um lóð undir einbýlishús, sem er ætlað að vera bústaður yfirlæknis. Lóðin hefur ekki gengið út til þessa, þar sem hún er óhent- ug til byggingar, sökum þess hversu djúpt er niður á fast. STJÓRNIN BER AF SÉR ÁBYRGÐ Á stjórnarfundi hjá sjúkra- húsinu og heilsugæslustöð- inni var þetta mál á dagskrá. Fyrir lá bréf frá ráðuneytinu dýr til byggingar þar sem óvenjudjúpt er niður á fast. Lóðinni hefur verið úthlutað fimm sinnum og allir sem hafa fengið hana hafa skilað henni inn aftur sökum þess. Þetta þykir skjóta skökku við þar sem alls staðar er ver- ið að leita leiða til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. „Það er rétt að tannlæknir- inn var búinn að fá þessa lóð. Hann boraði í hana og það kom í ljós að það yrði dýrt að byggja á henni. Við svo búið holufyllti hann hana aftur," sagði Fylkir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig hús verður byggt á lóðinni og þaðan af síður hvenær ráðist verður í framkvæmdir. Fylkir Ágústsson segir ekki til hús fyrir yfirlækni sjúkra- hússins og úr því verði að bæta. VALDDREIFING ÁN ÁBYRGÐAR „Þetta er dæmi um hvernig valddreifing án ábyrgðar virkar. Hundruð ríkisstarfs- manna hafa vald til að taka alls kyns ákvarðanir. Það vantar hins vegar alveg að þessir sömu starfsmenn þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sín- um. Þessu verður að breyta og þetta tilfelli á ísafirði er tal- andi dæmi þar um," sagði einn þeirra sem vinna að nið- urskurðartillögum í heil- brigðiskerfinu. Sigurjón Magnús Egilsson þar sem skýrt var kveðið á ræða' Það hafi hist þannig á um að ekki væri gert ráð fyrir að nýtt starfsfólk hafi verið að að verja peningum til þessara flytja í fimm hús og það hafi framkvæmda. Ráðuneytið kallað á ýmiskonar lagfær- kveður fast að og segist hafa ingar á þeim húsum öllum. gert ráð fyrir að stjórnin hafi samþykkt þessar fram- kvæmdir og beri því fulla ábyrgð á fjárskuldbindingun- um og öðru sem af þeim kann að leiða. Þegar hér var komið gerði einn stjórnarmanna, Kolbrún Halldórsdóttir, svohljóðandi bókun: „Vegna bréfs frá heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytinu vill undirritaður stjórnarmaður árétta að aldr- ei hafi verið borið upp né rætt í stjórn FSÍ og HSÍ um útgjöld umfram fjárhagsáætlun varð- andi viðhald læknabústaóa." Fylkir Ágústsson stjórnar- formaður sagði í samtali við PREISSUNA að Guðmundur Marinósson hefði fengið sín- ar skammir. Ekki er annað hægt en að greiða þann kostnað, sem féll vegna við- gerðanna, af rekstrarfé stofn- ananna. Það kemur væntan- lega niður á þjónustunni sem hægt er að veita. Fylkir segir það rétt hjá Kolbrúnu að stjórnin hafi aldrei samþykkt að fara fram úr áætlunum og því hafi mál- ið verið tekið upp og fram- kvæmdastjóranum veittar skammir fyrir. EKKI BRUÐL Fylkir Ágústsson segir að ekki hafi verið um bruðl að Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir. Næst verður byggt einbýlishús yfir Þorstein og fjölskyldu. Lítið hafi verið gert fyrir öll þessi hús síðustu átta eða níu ár. „Þetta er kannski ekki óeðiilegt. Það var pressa á okkur að gera við húsin," sagði hann. Fylkir sagði að langvarandi deilur milli lækna á sjúkra- húsinu væru nú leystar og þess vegna væri nýtt fólk að koma til starfa og svo ein- kennilega vildi til að fólk kom allt í sama mánuðinum. LÓÐAUMSÓKNIN Fjórðungssjúkrahúsið hef- ur sótt um að fá að byggja bú- stað fyrir yfirlækninn. Búið er að úthluta sjúkrahúsinu lóð á Urðarvegi 29. Þessi lóð hefur ekki gengið út, þrátt fyrir að margir hafi sýnt henni áhuga. Ástæða þess er sú að lóðin þykir mjög Kolbrún Halldórsdóttir. Hún lét bóka að stjórnin hefði ekki samþykkt að fara framúr fjárhagsáætlun. Fylkir Ágústsson stjórnarformaður. Hann segir stjórnina ekki hafa samþykkt að ráðast í þessar dýru framkvæmdir. Framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði hefur verið víttur af stjórn spítalans. Það var gert eftir að hann hafði farið 8,5 milljónum króna fram úr fjárhagsáætlun - og það aðeins á einum mánuði. Peningarnir fóru í viðhald á læknisbústöðum. Það var gert án samþykktar stjórnar spítalans. Heilbrigðisráðuneytið neitar að greiða reikninginn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.