Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 23. JANÚAR 1992 23 STJÓRNMÁL V I Ð S K I P T I Þjóðviljinn - in memoriam Það þýðir að þú átt að róa Þriggja ára ritstjóratíð mín á blaði öreiganna var stöðug glíma. Að lok- um gerðist ég saddur bardaga, og fór í aðra vist. Og nú höfum við báðir safnast til nýrri og betri heima, — ég kominn í Alþýðuflokkinn en Þjóðviij- inn orðinn þrotabú í umsjá Lands- bankans. Um skeið eyddum við nokkrir vask- ir félagar tíma og atgervi í að flytja Þjóðviljann fram í nútíðina. Ég var rit- stjóri. Oskar Guðmundsson, aðaleig- andi Þjóðlífs, stýrði herjum vorum til sjós og iands. Mörður Árnason mál- krókur var hinn ómissandi stílsnill- ingur, en hafði á þeim tíma ekki tekið út þann þroska frjálslyndis, sem ein- kennir hann í dag. Valþór Hiöðvers- son, sem nú er bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, barðist líka óvæginn gegn flokksstýringunni að ógleymdum Lúðvík Geirssyni, formanni blaða- mannafélagsins. Ekki má heldur gleyma hinum íslenska Byron lávarði, „BlaÖið eignaðist aftur eina skoðun, einn sannleika. Þjóðviljinn varð aftur að Prövdu.' Hrafni Jökulssyni, sem þá var ekki farinn að þvælast um Balkanskagann, en sat nítján vetra einsog barnsrass í framan, og skrifaði einsog hann ætti heiminn. Á fánann sem við negldum á mast- ur Þjóðviljans var letrað skýrum stöf- um: Burt með Flokkinn! Við höfnuðum afskiptum flokksfor- ystunnar og hentum með viðhöfn leiðurunum, sem Svavar og fleiri kappar af þeirri slekt voru stundum að senda. Við sögðum kjósendum Alþýðu- bandalagsins að Sigurjón Pétursson væri ónýtur borgarfulltrúi, sem útaf fyrir sig þóttu lítil tíðindi. Við upp- nefndum höfuðstöðvar ASÍ Grensás- deildina, og allir vissu að í því fólst sú skoðun að sérhver á þeim bæ þyrfti að fara í langa og stranga endurhæf- ingu. Við lögðum til atlögu gegn því sem við kölluðum Mundabandalagið, þeim Ásmundi og Guðmundi Joð, með því að leggja til endurnýjunar- reglu fyrir forystu verkalýðshreyfing- arinnar. Og við döðruðum opinberlega við Alþýðuflokkinn, og fórum á fjörur við sameiginleg framboð vinstriflokk- anna. Lifa strákarnir eða verður þeim slátrað? spurði Matthías Johannessen í afmælisgrein um aldinn skörung úr Sjálfstæðisflokki, sem fjallaði meira um okkur en kallinn. Við lifðum lengi dags. Og Þjóðvilj- inn dafnaði einsog fyrirburður í hita- kassa. Fitnaði og stækkaði. Opnun blaðsins fyrir öðru en skoðunum flokksskrifstofunnar leiddi til veru- legrar útbreiðslu. Á tímabili komum við inná fimmta hvert heimili í Reykjavík, og um stund tók Þjóðvilj- inn að skila rekstrarhagnaði. Þá þótti gamla liðinu skörin tekin að færast upp í frægan bekk. Það stýrði lítilli lukku, þegar Þjóðviljinn var ekki lengur rekinn með tapi. Allt var lagt í sölurnar til að loka aft- ur gáttum frelsisins. Við leituðum stuðnings hjá Ólafi Ragnari. En hann þorði ekki að taka slaginn með okkur, — og hopaði. Á þeim punkti hófst her- leiðingin sem endaði með því að fóstri vor gamall keypti frið við gömlu kommana með því að skipta um skoð- un á öllu sem máli skipti. Smám saman fórum við einn af öðr- um. Sumir að kenna uppi í háskóla, aðrir að stýra verkalýðsfélögum, tímaritum, fyrirtækjum, jafnvel heilu bæjarfélögunum. Og blaðið lokaðist utan um Árna Bergmann, sem skrif- aði af mannviti um allt, — nema styrj- öldina sem við háðum um frelsið til að segja það sem okkur fannst satt. Blað- ið eignaðist aftur eina skoðun, einn sannleika. Þjóðviljinn varð aftur að Prövdu. En við fórum ekki einir. Áskrifend- urnir fóru með okkur. Og nú er Þjóð- vilja Svavars Gestssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar daglega gefið súrefni á gjörgæslu Landsbankans, þar sem sjúkraliðinn á vakt heitir Sverrir Hermannsson. Höfundur er formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Ossur Skarphéðinsson Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ætlar sér að einkavæða mörg ríkisfyrirtæki. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem rík- isstjórn með sjálfstæðismenn í farar- broddi hefur uppi áform um einka- væðingu. Einkavæðingarslagorðin hafa heyrst áður án þess að verkin töl- uðu, fyrir utan að Sverrir Hermanns- son seldi Landssmiðjuna. Lítið annað gerðist, en nú bendir flest til að full al- vara sé á ferð og að fyrirtæki í eigu ríkisins verði mörg hver seld. Guðni Ágústsson, þingmaður Fram- sóknarflokks og formaður bankaráðs Búnaðarbankans, telur það hið versta óráð að breyta bankanum í hlutafé- iag, hvað þá að hefja sölu hlutabréfa á almennum markaði. Þetta viðhorf hans kemur auðvitað ekki á óvart, þar sem stjórnmálamenn sleppa ógjarnan því sem þeir hafa, skiptir litlu hvar í flokki þeir standa, enda á Guðni sér skoðanabræður jafnt í Sjálf- stæðisflokknum sem öðrum flokkum. Að sögn Guðna hafa hugmyndir um þessar breytingar valdið óróa og áhyggjum meðal viðskiptavina Bún- aðarbankans og virðist þá vera átt við að bankinn kunni að verða ótraustari en áður. Þetta viðhorf kemur á óvart þar sem Guðni Ágústsson hefur oftar en einu sinni kvartað yfir því hve sam- keppnisstaða ríkisbankanna og einkabanka sé ójöfn. Einkabankinn geti treyst eiginfjárstöðuna með því að auka hlutafé, en ríkisbankarnir verði alfarið að treysta á hagnað af rekstri til að byggja upp eiginfjár- stöðu. Það hlýtur því að vera annað en traustleiki bankans sem Guðni hefur í huga þegar hann leggst gegn því að Búnaðarbankanum sé breytt í hlutafé- l.ag! í viðtali á rás 2 síðastliðinn sunnu- dag hélt Guðni Ágústsson því fram að tímasetning á sölu Búnaðarbankans væri ekki rétt vegna stöðunnar á hlutabréfamarkaði. Benti hann á svo- kallað hrun á markaðinum síðastliðið haust (ég hef ekki enn skilið um hvað menn eru að tala þegar þeir tala um hrun á íslenskum hlutabréfamarkaði á liðnu ári). Sé það rétt að hlutabréfamarkaður- inn sé í lægð er einmitt rétti tíminn til að hefja sölu á hlutabréfum í vel reknu og stöndugu fyrirtæki eins og Búnaðarbankanum. Framboð á traustum hlutabréfum eykur, en dreg- ur ekki úr, eftirspurn eftir hlutabréf- um. Sala á hlutabréfum í Búnaðar- bankanum mundi með öðrum orðum virka sem vítamínsprauta fyrir ís- lenskan hlutabréfamarkað. Formaður bankaráðs Búnaðar- bankans á fleiri rök gegn breytingum á rekstrarformi bankans. Þar elur hann á ótta við sýnilega (og stundum ósýnilega) vofu fámenns hóps fjár- magnseigenda. Ég er einn þeirra sem óttast ekki áhrif fámenns hóps fjár- málamanna hér á landi, heldur miklu fremur að stjórnmálamenn styrki fá og stór innlend fyrirtæki enn frekar með því að koma í veg fyrir erlenda samkeppni og fjárfestingar útlend- inga hér á landi. En sé ótti Guðna á rökum reistur væri rétt að bjóða meirihluta hluta- bréfa í Búnaðarbankanum til sölu á erlendum markaði. Það er raunar svo að ólíklegt er að útlendingar bíði í röðum eftir því að fá að fjárfesta hér á landi, en þó gæti Búnaðarbankinn verið fýsilegur kostur fyrir erlenda banka. Þeir sem til þekkja eru sam- mála um að bankinn hafi um árabil verið vel rekinn og viðskiptaleg sjón- armið látin ráða. Bankastjórunum hafi tekist óvenju vel að sneiða fram- hjá þeim skerjum sem stjórnvöld hafa sett og setja á leið bankans. Þar hefur stjórnendum og starfsmönnum bank- ans tekist betur til en Landsbankan- um, sem er að sligast undan þeim skyldum sem stjórnmálamenn hafa gert bankanum að axia. Guðni Ágústsson hefur, þrátt fyrir allt, ekki svarað réttri spurningu: „Hvaða rök eru fyrir því að ríkið eigi og reki Búnaðarbankann?" Hann hef- ur hins vegar reynt að andmæla söl- unni með því að spyrja vitlausrar spurningar: „Hvers vegna þarf að selja Búnaðarbankann?" Á næstu mánuðum og misserum verður tekist á um sölu einstakra rík- isfyrirtækja og þeir sem harðast hafa barist fyrir einkavæðingu verða að vera tilbúnir til að kljást við sjónarmið eins og Guðna Ágústssonar. Það verð- ur erfiðast að fást við tilfinningar. Stjórnmálamenn sem óttast að missa áhrif og völd eru gjarnir á að höfða til tilfinninga og telja viðskiptavinum viðkomandi ríkisfyrirtækis trú um að þeir séu á sama báti. En þá ættu allir að hafa í huga varnaðarorð sænska rithöfundarins Vilhelms Moberg: „Þegar stjórnmálamaður segir að þið séuð á sama báti hafðu þá vara á þér. Það þýðir að þú átt að róa.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. FJÖLMIÐLAR Við hlið áróðursmeistara sérhagsmunahópa Það er ekki mikið um að konur skrifi í PRESSUNA. Þó er ein kona af þremur föstum dálkahöfundum blaðsins. Ein kona tekur þátt í hring- borðsumræðum blaðsins um efna- hagsmál, stjórnmál, viðskipti og er- lend málefni. Á móti henni skrifar heill her karla. Af tíu manna fastri rit- stjórn blaðsins eru tvær konur. Mjög reglulega er mér bent á rýran hlut kvenna í þessum hópi. Stundum er það gert góðlátlega, svipað og þeg- ar einhver bendir mér á að ég sé með opna buxnaklauf. Stundum liggur meiri þungi að baki, samskonar og var í höggi kunningja míns fyrir rúm- um áratug þegar hann lamdi mig á Mokka fyrir að ýja að því að stundum mætti rekja fátækt til annars en stöðu öreiganna gagnvart framleiðslutækj- unum. Eða það minnir mig að tilefnið hafi verið. Áð minnsta kosti var högg- ið þungt og það var sannfæringin sem gaf því kraftinn. Ég veit ekki hvort það reiknast mér til refsilækkunar í þessu máli að ég hef hafnað fleiri körlum um starf eða aðgang að blaðinu en konum. Þetta gildir bæði þegar miðað er við hausa- fjölda og hlutfali. Á bak við þann her karla sem kemur nálægt blaðinu er margfalt stærri hópur sem ekki komst að. Að baki þeim fáu konum sem vinna á og við blaðið eru aðeins fáein- ar sem hafa boðið fram krafta sína en verið hafnað. Hins vegar skal það viðurkennt að ég hef ekki sett aðrar kröfur gagnvart kvenkyns-dálkahöfundum en karl- kyns. Ég hef valið höfunda sem bæði hafa liðkað penna sína að einhverju marki og hert skráp sinn svo að þeir geti skrifað um menn og málefni út frá eigin brjósti. Ef það væri stefna blaðsins að kappkosta að hafa jafn- marga karla og konur við skriftir væri ekki hægt að beita bæði kynin sömu kröfum. Þær konur sem ég hef leitað til og beðið að skrifa greinar fyrir blaðið hafa gefið fjölbreytilegustu afsvör. Þó bera þau flest með sér eitthvað, og stundum fleira en eitt af eftirtöldu; tímaþröng vegna bús og barna, óframfærni og það „að vilja ekki trana sér fram“, hollustu gagnvart at- vinnurekanda sem gæti eitthvað haft við málið að athuga, lítillæti langt um- fram tilefni eða skort á sjálfstrausti. Svona er það. Það hefur jafnvel komið fyrir að sama konan hefur lýst yfir hneykslan með dræman hlut kvenna í blaðinu en jafnframt notað einhverja ofangreinda ástæðu þegar hún var sjálf beðin um grein. Það er því kannski ekki að furða þótt stundum finnist mér ég ekki bera einn sök á kvenmannsleysinu. Gunnar Smári Egilsson „Það virðist vera þarna vestan við Blöndu töluvert um að þeir vilji nota mykjuna til að láta á sér bera. “ Kolbeinn Eriendsson, bóndl og bílstjóri f Húnavatnssýslu. Táknrænl skitkast „Þetta mál snýst um almenna kurteisi. Með skítkastinu vildi ég láta í ljós óánægju mína meö þennan yfirgang og sýna að alvara væri í málinu.“ Sigurður Ingl Guðmundsson, annar bóndi f Húnavatnssýslu og skftkastari. Verðíð niður og flugvólarnar upp „Ég held að það sé til hagsbóta fyrir neytendur að ferðaskrifstofureksturinn þjappist saman í færri, stærri og öflugri fyrirtæki. Þannig næst verðið niður.“ Slgurður Helgason, forstjóri Fluglelða og ferðaskrlfstofufrömuður. Meira til af íslendingum en okkur grunar „Okkur virðist sem þau líffæri sem til falla hér á landi muni verða heldur fleiri en þörf er fyrir. Við munum því heldur leggja til með okkur þegar þar að kemur.“ Páll Ásmundsson, yflrtæknlr ð Landspítalanum. Fjörukjúklingur „Þetta var gert í bríaríi eftir að vart varð við salmonellu- sýkingu á næsta búi.“ Krlstlnn Gylfl Jónsson kjúkllngabóndl. Dásamleg óvissa „Ég hef ekki alveg ákveðið hvað þær þurfa að hafa til að bera og þá ekki ákveðið hvort þær þurfa endilega að hafa stór brjóst.“ Roberto Yeoman veitlngamaður. Pítsa með brjóstum „Mig langar ekki að fara þangað til að fá mér pítsu, það er alveg öruggt. Það getur vel verið að það séu til einhverjir Islendingar sem hafa áhuga á því.“ Elsa Þorkelsdóttlrjafnréttlskona. Batnandi manni er best að lifa „Við Iánum ekki gegn eindregnum andmælum og ráðleggingum." Sverrir Hermannsson bankastjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.