Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 24
24 ____FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992_ ERLENDAR FRÉTTIR S L Ú D U R Upp komast svik Lesendur bandaríska tímaritsins Parade telja stjörnufræðinginn Carl Sagan gáf- aðasta mann i Bandaríkjunum. í öðru sæti varð Norman Schwarzkopf hers- höfðingi. Sá Bandaríkjamanna sem hæst hefur fengið á gáfnaprófi, John Sununu, nýrekinn starfsmannastjóri Hvíta hússins, náði ekki inn á topp tutt- ugu. Meira að segja Madonna varö fyrir ofan hann. Kynórar frá A til Ö Og greindarstúlkan Madonna vinnur nú að dularfullu verkefni með hirðljós- myndara sínum, Steven Meisel. Ekkert er gefið upp um i hverju það felst, en kjaftasagan segir að þetta verði mynd- skreytt bók um kynóra stúlkunnar. Um- boðsmaður hennar vill ekki staðfesta þetta, en segir að það yrði þá að vera al- fræðiorðabók. Bókin verður betri Það á ekki af Marion Barry, fyrrum borgarstjóra í Washington, að ganga. Hann harðneitar enn ásökunum um að hafa notið ásta með konu í heimsóknar- herberginu í fangelsinu, þar sem hann afplánar nú sex mánaða dóm. Nú hefur Rasheeda Moore, sú sem tældi Barry til að reykja krakk fyrir framan myndavél- ar FBI, boðað útkomu bókar um sam- skipti þeirra í gegnum árin. Kannski kemur þá loks í Ijós hvað það var sem Barry var að sækjast eftir hjá henni á hótelherberginu, en hún vildi ekki leyfa honum. Stjörnufréttir Stjörnufræðingurinn Joan Quigley, sú sem Naricy Reagan reiddi sig á þegar mikið stóð til hjá eiginmanni hennar, er þegar farin að hrósa sigri vegna spá- dóma fyrir nýbyrjað ár. Hún spáði nefni- lega að George Bush mundi veikjast á ár- inu. Og þá er bara að biða eftir að hinir spádómarnir rætist: Eiísabet Taylor fer illa með nýja manninn sinn, Edward Kennedy lendir í fjármálahneyksli og helstu heimsviðburðir ársins verða á Kóreu, Kúbu og vitanlega Nýju Gíneu. Oss er ekki skemmt Við þurfum að bíða til ársins 1995 til að vita hvað Elísabetu Englandsdrottningu finnst eiginlega um dauðyflið manninn sinn. Þá kemur út bók eftir sögusmett- una Kitty Kelley, sem hefur sérhæft sig i safarikum ævisögum fólks á borð við Frank Sinatra, Jackie Kennedy Onassis og Nancy Reagan. Þeir mega fara að passa ruslatunnurnar í Bucking- Beta og Philip: Aldrei ham hö!l er friður. Barry: Ætlar hún að kjafta öllu? Nancy: Hún reyndist okkur vel. Marilyn: Við getum orðið forseti. Betri helmingurinn Þótt maðurinn hennar sé hvorki talandi né skrifandi hefur Marilyn Quayle nú gefið út skáldsögu.sem hún skrifar með systur sinni. Þar eru á ferð rússneskir heimsvaldasinnar og arabískir eitur- lyfjasalar sem vilja koma öðrum harð- stjóra til valda á Kúbu í stað Kastrós gamla. Inn á milli er svo kryddað með framhjáhaldi og spillingu aðamerískum hætti. Annars er Marilyn upptekin við að vinna að kjöri manns sins í forseta- embætti árið 1996, tlelöídjliiiglow fMt Enga Svínaflóaárás, takk Það er engin ástæða til að ætla að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í fyrirætlunum Kúbverjanna þriggja sem nýlega voru handteknir og dæmdir á Kúbu. Þó hafa kúbverskir útlagar í Bandaríkjunum notað tækifærið og hvatt til hernaðaraðgerða gegn Kastró og Kastró sjálfur hefur notað meinta aðild Banda- ríkjanna sem afsökun til að herða tökin heima fyrir. Það væri glapræði af Bandaríkjastjórn að breyta nú stefn- unni gagnvart Kúbu. Hrun Sovétríkjanna hefur lamað landið efnahagslega og lýðræðisþróun í rómönsku Ameríku einangr- að harðstjórann í Havana. Bandarísk íhlutun á borð við þá sem tíðkaðist snemma á sjöunda áratugnum væri vanhugsuð og yrði Kastró kærkomið áróðursvopn. Með íhlutun nú væru Bandaríkin að hlaða undir leifarnar af harðstjórninni á Kúbu og brjóta trúnað við kúbversku þjóðina — og alla aðra lýðræðissinna í álfunni. Ekkert annað fær frest- að falli Kastró-stjórnarinnar. Kjölfesta í ólgusjó íslams EFTIR TURGUT OZAL Nú eru tíu mánuðir liðnir frá því að Persaflóastyrjöld- inni lauk með frelsun Kúveits, en þrátt fyrir það hefur heimsmyndin verið fremur dökk fram til þessa. Óvissa einkennir ástandið í Miðaust- urlöndum, en hrun Sovétríkj- anna og stofnun nýrra lýð- velda í suðurhluta hins af- lagða heimsveldis hafa stækkað þetta óstöðuga svæði og ekki minnkar vand- inn við það. í írak er ástandið ekki til fyrirmyndar. íraksstjórn hef- ur ekki virt samþykkt Sam- einuðu þjóðanna nr. 687 um vopnahlésskilmálana og hef- ur þannig komið í veg fyrir að viðskiptabanninu á landinu verði aflétt og um leið fram- lengt þjáningar írösku þjóð- arinnar. Alvarlegast er þó lík- lega það, að þróun í átt til lýð- ræðis er ekki einu sinni hafin hvað þá meira. Og svo langt, sem þessi nágranni íraka fær séð, er ekki hægt að gera ráð fyrir að landið hangi saman öllu lengur verði ekki gripið til trúverðugra aðgerða í þá veru hið allra fyrsta. Ella er friður og stöðugleiki á þessu svæði úr sögunni líka. Það er rétt að hafa það hug- fast að Saddam Hussein kann að verða valdur að nýjum vanda, sem getur haft áhrif á önnur arabaríki og hinn ís- lamska heim allan. Ástandið í írak kann ekki einungis að hafa neikvæð áhrif á friðar- þróun í Miðausturlöndum heldur einnig að hvetja ís- lamska heittrúarmenn víðar. En burtséð frá ástandinu í írak velta margir fyrir sér hvort áhrif stríðsins hafi verið nokkur önnur en taumlaus eyðilegging og mannleg eymd. Er enginn vonarneisti í öskustó þessarar styrjaldar? Þrátt fyrir allt hafði stríðið óneitanlega nokkur jákvæð áhrif. í fyrsta lagi réðust írakar inn í Kúveit einmitt þegar menn sáu fram á að heims- veldið í austri væri að líða undir lok og hættan af út- þenslustefnu þess þar með. Þjóðir heims tóku höndum saman og gerðu bæði Sadd- am Hussein og öllum öðrum ljóst að slík ævintýra- mennska yrði ekki liðin í hinni nýju heimsmynd. í öðru lagi komst upp um gereyðingarvopn íraka og hvernig þeir höfðu komist yf- ir þau. Fyrir vikið hafa menn tekið á þeim málum af meiri alvöru en áður. í þriðja lagi hafa ríkin við Persaflóa áttað sig á því að meira þarf til að tryggja frið- inn en að kaupa sand af vopn- um og vona hið besta. Traust- vekjandi aðgerðir eru þegar hafnar og í því samhengi er ég sannfærður um að efna- hagssamvinna muni skila mestum árangri ti! langs tíma litið, jafnt á pólitíska sviðinu sem hinu efnahagslega. Síðast en ekki síst var stríð- Serbneska Popovic-fjöl- skyldan er nýflutt úr litlu íbúðinni sinni í Grubisno Polje á bóndabýli rétt fyrir ut- an Beli Manastir í þeim hluta Króatíu sem Serbar hafa her- tekið. Þau eru ekki sérlega ánægð með býttin. Þeim leið betur í íbúðinni og segjast ekki hafa mikil not fyrir hlöð- una og búpeninginn, enda hjónin bæði skrifstofufólk. Það er ekki langt síðan króatíska Gladovic-fjölskyld- an átti heima á þessum bóndabæ. Hún flúði þaðan í ágúst og skildi eftir allt sitt. ið mönnum áminning um að þar til sanngjörn málamiðlun er fundin á hinni djúpstæðu deilu araba og ísraela er frið- ar og ■ stöðugleika ekki að vænta í Miðausturlöndum. Persaflóastríðið gerði mönnum enn einu sinni ljóst hið brothætta eðli Miðaustur- landa, sem nú ganga auk þess í gegnum erfitt breytinga- skeið. Annars vegar spyrja menn sig áleitinna spurninga um lýðræðisþróun í araba- heiminum og hins vegar hafa Miðausturlönd allt í einu stækkað verulega, þegar við bætast fyrrum Sovétlýðveld- in. Frú Popovic notar leirtauið þeirra, en finnst eldhústækin í frumstæðara lagi. Annað af persónulegum munum Kró- atanna er geymt í einu her- bergi og frú Popovic segist munu skila því þegar eigend- urnir snúa aftur. En það er ekki líklegt að Króatarnir snúi aftur í bráð. Serbnesk yfirvöld hafa unnið kerfisbundið að því að breyta herteknum hlutum Króatíu í serbneskt land. Sautján þorp í kringum Beli Manastir hafa verið yfirgefin frá því Serbar lögðu landsvæðið undir sig. Innan hins íslamska heims er Tyrkland sem vin stöðug- leika og lýðræðis í eyðimörk óvissu og einræðis. Þjóðir hinna nýju sjálfstæðu ríkja, sem brotnuðu úr Sovétríkjun- um, gera sér miklar vonir um lýðræði, mannréttindi og at- hafnafrelsi. Við Tyrkir eigum sameiginlega sögu og menn- ingararfleifð með frændum okkar í Túrkmenistan, Kaz- akhstan, Kirgízistan og Úzbe- kistan. Við urðum fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálf- stæði þeirra og erum í þann veginn að opna þar sendiráð Hitt er svo annað mál, að það mun taka tíma að eyða áhrif- um áratugalangs einræðis og hugarfarsbreytingin verður ekki í einu vetfangi. Þróunin í átt að fjölflokka- lýðræði og markaðshagkerfi kann að vera tímafrekari en menn vildu. En þar líta menn til Tyrklands í leit að fyrir- mynd, eina ríkisins í Miðaust- urlöndum þar sem ríkið skiptir sér ekki af trúmálum, þar sem fjölflokkalýðræði ríkir og markaðshagkerfið dafnar. í þessu samhengi mun aukið samstarf Tyrkja við Vesturlönd gera okkur hæfari/til þess að vera kjöl- festa hinnar nýju heims- myndar í Miðausturlöndum með áorðnum viðauka. Við höfum fengið það hlutverk að brúa bilið milli tveggja heima á tímum breytinga og við erum undir það búnir. Höfundur er forseti Tyrklands. Þeir segjast hafa skorað á Króatana að snúa aftur, en þeir hafi ekki sinnt kaliinu. Það þurfi að huga að upp- skerunni og hlú að búpen- ingnum og því sé nauðsyn- legt af mannúðarástæðum að láta Serba setjast að í þorpun- um. Og þegar spurt er hvort þessi nýlenda verði nokkurn tíma aftur króatísk er svarið: „Framtíð þessa landsvæðis verður að ráðast í þjóðarat- kvæðagreiðslu íbúanna. En það verður að gerast seinna. Fyrst verða að komast á ró og friður." Mikligarður eða Istanbúl var hlið tveggja heima til forna. Turgut Ozal Tyrklandsforseti telur að svo muni verða á ný. Serbar nema land

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.