Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 1 Komdu of seint í vinnuna. Gerðu það oft og reglulega. Hafðu engar skýringar á því hvers vegna þú tafðist. Ef ein- hver spyr, svaraðu þá út í hött. 2 Mættu alls ekki í vinnuna. Láttu engan vita. Komdu af fjöllum ef yfirmenn þínir vilja fá skýringu. 3 Komdu of seint í vinnuna. Gerðu það oft og reglulega. Notaðu útþvældar afsakanir eða afsakanir sem enginn trúir. Segðu að bíllinn hafi bil- að, þú hafir misst af strætó eða að frændi þinn frá Kan- ada hafi komið óvænt í heim- sókn. Segðu að þú hafir dott- ið í það. 4 Mættu alls ekki í vinnuna. Stökktu upp á nef þér ef ein- hver vill fá skýringu. Segðu með þjósti að þú hafir orðið veðurtepptur á Hveravöllum, konan þín hafi verið flutt á fæðingardeildina eða húsið þitt hafi fokið í ofsaveðri. 5 Gerðu það að vana þínum að koma þér upp veikindum á mánudögum og föstudög- um. INGVI HRAFN JÓNSSON Hann gerði yfirboður- um sínum á Ríkisút- varpinu lífið leitt og vandaði þeim ekki alltaf söguna. Það er nokkuð góð aðferð til að missa vinnuna, enda var Ingvi Hrafn rekinn úr starfi fréttastjóra Sjónvarps. 6 Hættu að fara í bað. Sam- starfsfólk þitt tekur fljótt eftir því. 7 Gerðu mistök í starfi. Ját- aðu samt ekki á þig neina sök, heldur kenndu sam- starfsfólki um. aðferðir til að losna 8 Komdu þér upp illdeilu við einn eða fleiri starfsfé- laga. Gerðu þeim allt til miska. Láttu allt líf þitt í vinn- unni snúast um þessar deilur. Það er ótrúlegt hvað slíkt get- ur haft slæm áhrif á andrúms- loftið. STURLA KRISTJÁNSSON Hingað til hefur fáum dugað að fara fram úr fjárlögum til að hljóta brottrekstur; Sturla komst í þann útvalda hóp þegar Sverrir Her- mannsson rak hann úr embætti fræðslustjóra á Norðurlandi. 9 Baktalaðu vinnufélagana, alls staðar og alltaf þegar þú sérð færi á. 10 Bjóddu vinum þínum út að borða og drekka. Láttu skrifa það hjá fyrirtækinu. 11 Notaðu mikið af leigu- bílum. Láttu skrifa þá hjá fyr- irtækinu. 12 Dreifðu þeim orðrómi að fyrirtækið eigi í fjárhags- örðugleikum, rambi á barmi gjaldþrots. 13 Drekktu þig fullan í vinnunni. 14 Komdu beint í vinnuna úr fylleríspartíi, án þess að sofa. 15 Drekktu þig út úr á árs- hátíð fyrirtækisins. Abbastu upp á alla og vertu ekkert að fela þá skoðun þína að starf þitt sé ömurlegt, enda sé varla von á öðru í slíku hall- ærisfyrirtæki. 16 Komdu þér upp um- fangsmiklum bréfaskriftum. Notaðu alltaf bréfsefni fyrir- tækisins. 17 Hnuplaðu öllu smá- legu, bókum, blöðum, boll- um, myndum — öllu sem er nærri hendi. 18 Sláðu vinnufélagana um pening. Helst forstjórann líka. 19 Vertu alltaf að rella um að fá borgaðar smáupphæðir fyrirfram. Líka þegar þú ert nýbúinn að fá útborgað. 20 Hringdu út um allan bæ, talaðu hátt og vertu ekk- ert að fela að þú ert að slúðra við vini og kunningja. 21 Hringdu í frænda þinn í Kanada. 22 Dæstu og segðu að þú sért alveg upptekinn þegar forstjórinn biður þig að að- stoða sig. 23 Notaðu vinnutímann til að skipuleggja sumarfríið. 24 ■ Taktu engum framför- um. Vertu jafn utangátta og þú varst fyrsta daginn í vinn- unni. ÓNEFND SKÚRINGAKONA Atvinnurekendur líta það hornauga ef starfs- fólk liggur í prívatsím- tölum í vinnutíma. Davíð Oddsson rak umrædda skúringa- konu fyrir að nota símann á skrifstofu borgarstjóra til að hringja í fjölskyldu sína. 25 1 Týndu hlutum. Einkum og sérílagi mikilvægum skjöl- um sem þér hefur verið trúað fyrir. Mundu að frestur er á illu bestur. Sérstaklega þegar annars vegar eru mikilvæg verkefni sem þér hafa verið falin. Ranghvolfdu augunum PÉTURW. KRISTJÁNSSON Það varð stórmál í blöðum þegar Pétur poppari var rekinn úr hljómsveitinni Pelikan fyrir meira en fimmtán árum. Pétur átti þó ekki aðra sök en að félögum hans í hljómsveitinni fannst hann syngja frekar illa. ef þú ert beðinn að gera eitt- hvað sem er utan þíns venju- lega verksviðs. 28: 1 Segðu öllum að þú vild- ir í rauninni vera að gera eitt- hvað allt allt annað. 29 Meldaðu þig veikan þegar allir vita að þú ert í rauninni heima að mála íbúð- ina eða leggja parkett. 301 Gerðu engan greinar- mun á einkalífi þínu og lífi þínu í vinnutímanum. 31 Komdu með hundinn þinn í vinnuna, leyfðu honum að snuðra út um allt. 32 Komdu með börnin þín í vinnuna, leyfðu þeim að snuðra út um allt. 33 Komdu með konuna þína í vinnuna. Notaðu tæki- færið til að rífast við hana. 34 Líttu á vinnufélagana sem andstæðinga þína eða svarna óvini. 35 Vertu ófeiminn við að setja út á yfirmenn þína, helst í þeirra eyru. 36 1 Hlíttu engri leiðsögn, taktu ekki við skipunum. Gerðu það sem þér sýnist. 37 Dragðu ekki dul á að vinnan sé bara millibils- ástand, þangað til þú finnur eitthvað betra og skemmti- legra. 38: 1 Skrifaðu atvinnuum- sóknir í gríð og erg. Láttu þær liggja á glámbekk, í ljósritun- arvélinni, á kaffistofunni, á skrifborðinu. 39 Komdu þér upp góðu safni af tölvuleikjum. Láttu ekkert aftra þér frá að nota þá í vinnutímanum. 401 Farðu snemma í mat og komdu seint aftur. 2—3 tímar teljast hæfilegt matarhlé. 41 Gerðu öll innkaup í vinnutímanum. Láttu fulla plastpoka úr Hagkaup og rík- inu liggja á glámbekk. 42 Vafraðu um fyrirtækið. GUÐNI KOLBEINSSON Hroðvirknislegur frá- gangur, stafsetningar- villur og málvillur verða starfsfólki sjaldnast til álitsauka. Guðni rak sjálfan sig frá ríkisút- varpinu fyrir að segja „til læks" í þætti um daglegt mál. 43 Komdu með bók í vinn- una. Settu lappirnar upp á borð og sökktu þér í lestur- inn. Haltu við starfsmanna- stjórann. Þú verður varla langlífur í starfi þegar því æv- intýri líkur. LEIKARAR HJÁ ÞJÓÐLEIKHÚSINU Flest þetta fólk hafði ekki annað til saka unn- ið en að það fékk sama- sem ekkert að vera með í sýnjngum leikhússins. Aðrir voru með, en það fólk gat hvorki leikið né leikstýrt af viti að mati nýs þjóðleikhússtjóra. Samúð embættismanna, og reyndar stórs hluta þjóðarinnar, snerist hins vegar á sveif með hinu brottrekna leikhúsfólki og það var allt ráðið upp á nýtt. 45 Reyndu að halda við eins marga vinnufélaga og þú kemst yfir. Segðu öllum hvað þú sért frábær í rúminu. 46 Skipuleggðu öflugan hóp tippara á vinnustaðnum. Reyndu að láta allt lífið í vinnutímanum snúast um getraunir. 47 Vertu ekkert að fara í grafgötur með að þú teljir þig vera miklu betri, klárari og hæfari en yfirmaður þinn. 48 Brjóttu af þér. Láttu lögregluna gera fyrirspurnir um þig í vinnunni. 49 Vertu ekkert að berjast við að halda þér vakandi. Fundir eru mjög svæfandi. 50 Farðu á söngnámskeið. Æfðu þig að syngja í vinn- unni. 51 Reyndu að komast að því hvað vinnufélagar þínir fá

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.