Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 35 H E S T A R RÆKTANDINN Jón Sigurðsson í Skollagróf Mikil ANdAqiFr í skÍTNUM Frá Skollagróf í Hrunamanna- hreppi er komið frægt hestakyn, Skollagrófarkynið, undan hryssunni Hremsu, sem átti ættir að rekja til Brandsstaða í Blöndudal. Bóndinn og hrossaræktandinn í Skollagróf er Jón Sigurðsson, einatt nefndur Jón í Skollagróf. Hann er sagður hag- yrðingur mikill, manna skemmti- legastur heim að sækja, en þó nokk- uð sérvitur. Þeim sem til hans þekkja ber saman um að hann drekki helst aldrei annað en soðið vatn. „Ég hef fengist við hrossarækt með öðrum búgreinum hátt í hálfa öld eða frá því ég hóf búskap hér 20 ára gamall. Þetta byrjaði út af þess- ari einu hryssu, sem ég fékk norðan úr Brandsstöðum í Blöndudal, þriggja vetra gamla. Hún hét Hremsa, grá hryssa og þekkt gæð- ingshross. Ég bað eldri bróður minn að kaupa hryssu, áður en hann reið norður í Húnavatnssýslu. Sá stofn sem ég rækta er að mestum hluta til út frá þessari hryssu, auðvitað með íblöndu frá öðrum hestum. Árið 1970 var Neisti frá Skollagróf, sonur Hremsu, dæmdur besti hestur með afkvæmum á landsmóti. Það er nú það lengsta sem hægt er að komast á einni sýningu. Hann var númer 587. Þetta verður nú allt að vera með númerum fyrir þessa yngri hestamenn, því ef þeir heyra talað um hest, sem ekki er númeraður, halda þeir að hann sé í göngulagi eins og kýr." Jón var hálfdræmur í fyrstu þegar ég talaði við hann símleiðis, þannig að lítið fékkst upp úr honum. Þá var mér ekki Ijóst að hann átti eftir að sinna sínum daglega skítmokstri í hesthúsinu. Jón er nefnilega lítt við- ræðuhæfur fyrr en nægilega mikl- um skít hefur verið mokað. Þetta sagði hann mér þegar við rædd- umst við öðru sinni. Jón, nú ertu sagdur mikill hagyrö- ingur. Lumaröu ekki á einhverjum hestastökum? „Ja, ég yrki dálítið um skít, þó að hann sé ekkert bragðgóður. Én ég hef eytt ævinni svo mikið í að moka skít. Ég skal nú láta nokkrar flakka í þessu viðtali. Þetta er bara tilbreyt- ing, því það er yfirleitt ekkert verið með skít í svona viðtölum. Menn eru frekar með skít hver út í annan. Það er miklu verri skítur." Ekki þarf sköpum aö skipta skartsins kvein ég lit, því huganum hátt má lyfta þó hendurnar moki skit. Svo er önnur skítavísa, sem ég orti síðastliðið vor þegar ég var að skrifa kunningja mínum. Þá var ég að dást að sjálfum mér, hvað ég væri nú sprækur að geta ennþá mokað skít." Ef skíturinn er úr skepnu sem maður hefur gaman af. Það veltur á því. HESTAFLUTNINGAR Tek að mér hestqflutninga um land allt. Orugg og góð þjónusta. Eiríkur Hjaltason Sími 91-43026, bílasími 002-2006 ^ SISENZKA ^HESISINS <Á 20. ÖED Hœgt aö ósi feigöar flýt fátt ég um þaö skrifa, meöan ég get mokaö skít mun ég glaöur lifa. Svo er ég hérna með nýja stöku, sem ég orti áðan, þarna í skítnum, sko. Sitlhvaö reynt á lífsins leiö leiftraö gleöiblossi. unaö sótt í ýmsa reiö ekki sist á hrossi. VII. BINDI Þetta er lokabindið í hinu mikla ritverki um íslenska hestinn á 20. öld og einnig síðasti hluti starfssögu Gunnars. Sagt er frá útflutningi hrossa hin síðari ár og birt frásögn af hinni miklu þolkeppni á hestum yfir þver Bandaríkin, sem íslenskir hestar tóku þátt í árið 1976. Vakti sú keppni mikla athygli á íslandi og íslendingum, að ekki sé talað um hestana sjálfa. Þá er í þessu bindi lýsing á stóðhest- um og hryssum, sem hafa fengið dóma á árunum 1990 og 1991. Lýsing á stóðhestum frá nr. 1177 til 1233 og lýsing á hryssum frá nr. 8072 til 8836. Á annað hundrað myndir prýða bókina. Jónas Kristjánsson, ritstjóri, hefur búið ættartölur undir prentun. Verð kr. 5.500,00 Er mikil andagift í skítnum? „Já, það er það, ef skíturinn er úr skepnu sem maður hefur gaman af. Það veltur allt á því." BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR SÍMI 96-22500 . TRYGGVABRAUT 18-20 PÓSTHÓLF 558 602 AKUREYRI FAX 96-26251

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.