Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 H E S T A R SEUANDINN OG FERÐAMAÐURINN Einar Bollason hjá íshestum OviðRÁðANlEqASTÍ oq skEMIMTÍlEqASTÍ sjÚkdÓMUR sem mannkynið hefur verið blessað með frá þessu til að byrja með, en svo hefur þetta aukist dag frá degi. í dag mætti segja mér að við værum örugglega með stærstu fyrirtækjum þessarar tegundar í Evrópu. Ishestar eru að byrja með nýjung núna í vetur. Við erum með 23 hesta hús í Kópavog- inum og höfum verið þar að bjóða upp á vetrarferðir fyrir ráðstefnuhópa í tengslum við Flugleiðir og ferðaskrifstofur. Núna ætlum við að hleypa af stað alveg splunkunýrri hestaleiguþjónustu. Þú getur pantað hjá okkur tíma, eins oft og þú vilt, og við förum með þér í fyrsta sinn til að tryggja, að þú vitir hvað þú ert að gera. Við finnum fyrir þig hentugan hest. Síðan get- urðu haldið þeim hesti eða Utflutningurinn hefur vaxið hœgt og sígandi, en síðustu tvö ár hefur verið mikill vaxtar- broddur í þessu. Valur Valsson á ekki hesta og stundar ekki hesta- mennsku reglulega. Hann er einn af þeim sem einfaldlega hafa ekki tíma til þess. Valur hefur þó gaman af að bregða sér á bak. Síðustu tvö sumur hefur hann ásamt konu sinni farið í vikulangar hestaferðir um landið á vegum íshesta hf. ,,Við hjónin höfum haft mjög gaman af þessu. Ég hef ekki haft þann tíma sem greinilega þarf til að komast almennilega inn í hesta- mennskuna. Þó get ég vel hugsað mér að fara út í þetta af einhverjum krafti í framtíð- inni. Þetta er mjög skemmti- legt og ég skil mætavel þá sem hafa hellt sér út í þetta af lífi og sál. Það að eyða fríinu sínu í hestaferð út á land er mjög sérstakt. Við hjónin höfðum mjög gaman af þessu þrátt fyrir harðsperrur sem fylgdu í kaupbæti. Við ætlum þó aftur næsta sumar." Hafdirdu einhverja reynslu af hestum ádur en þú fórst í þessar ferÖir? ,,Ég hafði nú kynnst hest- um, þegar ég var strákur í sveit, en síðan fór ég ekki á bak í nokkra áratugi. Reynd- ar hef ég nú öðru hvoru farið á hestbak ásamt félaga mín- um, sem er mikill hestamað- ur og á mikið úrval af hest- um. Það er þægilegt fyrir okkur sem ekki höfum tíma né tækifæri til að eiga hesta sjálfir að hafa aðgang að hest- um og geta brugðið sér á bak endrum og eins.“ Nú er oft talad umad hesta- menn séu miklir gledimenn og finnist gott ad fá sér neðan í því. Kannastu við það? ,,Ja, sem betur fer hefur það verið mjög i hófi þar sem ég hef verið á ferð. Það fer sjaldnast saman að nota áfengi í óhófi og stunda hestamennsku, af skiljanleg- um ástæðum. Menn eru oft að ríða fjöll í óbyggðum og þá er eins gott að þeir séu alls- gáðir. Menn hafa þó oft pel- ann með og dreypa á þessu í kofa. Vissulega eru hesta- menn gleðimenn og útilífs- menn og gjarnan glatt á hjalla á hestamannamótum eða í löngum hestaferðum. Hestamenn þurfa ekki mikið á örvandi lyfjum að halda ef allt er með felldu. Það er næg ánægja að vera á góðum hækkað þig í gæðum, alit eft- ir þörfum. Til að geta boðið upp á nógu góða hesta verð- um við með söluhesta þarna líka. Á þennan hátt geta menn iðkað hestamennsku, alveg eins og þeir iðka heilsu- rækt." Hvencer get ég mœtt og hvað kostar þetta? ,,Við byrjum á laugardag- inn, 18. janúar. Þetta verður tveggja tíma prógramm hverju sinni, og kostar 1.500 á mann. Menn geta líka keypt sér 10 miða kort og þá er það 1.200 á mann." Er þessi hestabaktería al- veg ólœknandi? „Já, gjörsamlega. Þetta er einhver skemmtilegasti og óviðráðanlegasti sjúkdómur sem mannkynið hefur verið blessað með, ekki hrjáð." Einar Bollason er stjórnar- formaður SÍH, Sölusamtaka íslenskra hrossabænda, sem nýlega voru stofnuð. Að sögn Einars er þetta í raun eina út- flutningsfyrirtækið á hestum í dag. Hann hefur einnig, í fé- lagi við aðra, rekið fyrirtækið íshesta, sem skipuleggur hestaferðir vítt og breitt um landið. SIH, er það SIF hesta- manna? Einar hlær. ,,Já, það hafa margir verið að líkja þessu við það. Þetta er hlutafélag með um 130 ræktendum, bændum og áhugamönnum um allt land. Félagið er með á leigu búgarð í Kaufungen í Þýskalandi og annan í Eng- landi, en við munum leggja mikla áherslu á markaðssetn- ingu íslenska hestsins þar á næstunni. Við erum að þreifa fyrir okkur út um allt, ég nefni Bandaríkin og Holland sem dæmi." Eru miklir peningar í þessu? ,,Já, það getur orðið það. Við höfum verið sérstakiega ánægðir með verðið sem fengist hefur í Þýskaiandi. Meðalútsöluverð í Þýska- landi er svona 8.500 mörk á meðalhest, eða um 300 þús- und kr. Af þessu er kostnað- ur; flutningar og tollar, um 100 þúsund. Hins vegar skipta tölur fyrir gæðinga milljónum." Hvert er hœsta verð sem fengist hefur fyrir íslenskan hest? „Það veit náttúrlega eng- inn, því með þetta er farið eins og leyndarmál. En mér þykir ekki ólíklegt að topp- hestar, sem hafa verið með á Evrópumótum, fari á svona eina, eða eina og hálfa millj- ón kr.“ Er hrossaútflutningur vax- andi grein? „Útflutningur á hestum er enn innan við 2.000 stykki á ári. Hann er nýkomin upp í 17 til 18 hundruð í ár. Miðað við að í landinu eru um 70 til 80 þúsund hross, og að um 10 þúsund folöld fæðast á hverju ári, þá þurfum við að minnsta kosti að þrefalda þessa út- flutningstölu. Útflutningur- inn hefur vaxið hægt og síg- andi, en síðustu tvö ár hefur verið mikill vaxtarbroddur í þessu. Hagkvæmnin í því að AHUGAMAÐURINN Valur Valsson bankastóri vera með öflug sölusamtök, sem eru fjársterk, er að það auðveldar okkur að fara inn á nýjar brautir, sinna markaðs- málum og styðja útlenda menn til að setja upp sölu- stöðvar. Þetta gæti ég, sem einstaklingur, ekki gert. En þrátt fyrir þessi samtök hvetj- um við alla okkar félags- menn til að hika ekki við að selja sjálfir vöru sína, það er bara af hinu góða." Hvað með gjöld, sem stjórn- völd setja á hrossaútflutning? „Það eru lögð gjöld á þessa búgrein, þá á ég við sjóða- gjöld og ýmislegt annað. Auð- vitað eru þessir sjóðir nauð- synlegir og hafa verið notaðir í ýmsa gagnlega hluti, en það er spurning hvort hluti af þessum sjóðagjöldum sé ekki orðinn tímaskekkja. Það er náttúrlega dálítið grátlegt fyrir hrossaræktendur að á sama tíma og verið er að greiða niður útflutning ann- ars landbúnaðar eru lögð gjöld á þessa grein." Þú rekur fyrirtœkið íshesta, hvers konar fyrirtœki er það? „íshestar voru stofnaðir 1982 og sérhæfa sig í hesta- ferðaþjónustu um landið. Það má segja að Helgi Ágústsson, sendiherra í London, sé eigin- lega ábyrgur fyrir stofnun fyrirtækisins. Ég og kollega minn, Guðmundur Birkir Þorkelsson, fórum einu sinni með hann og yfirmenn á Keflavíkurflugvelli í útreiðar- túr austur fyrir fjali. Þetta var svona vinargreiði við Helga, því við erum náttúrlega KR-ingar og vinir til margra ára. I ferðinni fæddist þessi hugmynd; hví í andskotanum ekki að koma upp svona út- reiðarþjónustu fyrir ferða- menn? Ferðaskrifstofur og Flugleiðir höfðu kvartað und- an því að þessa þjónustu vantaði, svo við slógum til og stofnuðum fyrirtækið árið eftir. Við riðum ekki feitum hesti ÁHUGAMAÐURINN Steingrímur J. Sigfússon Hestamenn þuRÍA ekki Á ÖRVANdÍ lyfjuM AÖ hAldA Mjöq qAMAN þRÁTT fyRÍR hARÖspERRUR Steingrímur J. Sigfússon ólst upp meðal hesta á Gunn- arsstöðum í Þistilfirði í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Eftir að Steingrímur fór á þing hefur minna farið fyrir hesta- mennsku hjá honum. Hann á þó enn einn góðan reiðhest, sem hann fékk í fermingar- gjöf. Sá heitir Gammur og er orðinn vel tvítugur að aldri. „Tilveran er nú svo ósann- gjörn, eins og þú veist, að þótt ég sé nú sennilega minni hestamaður en þeir bræður mínir, þá vildi það nú svo til að ég eignaðist besta reið- hestinn." hestum og í góðum félags- skap. í mínu tilviki er hesta- mennska tengd smala- mennsku, ferðum inn á öræf- in og þess háttar. Ég tengi þetta líka oft útreiðartúrum síðsumars þegar farið er að dimma. Það er geysilega gaman að taka góðan klár til kostanna svona í kvöldhúm- inu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.