Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 H E S T A R MARKAÐURINN Orri frá Þúfu, Kveikur frá Miðsitju, Geysir frá Gerðum og önnur milljóna hross HvAÓ koSTA aILrA dýRUSTU hESTARNÍR? Uppgefið verð á hestum oft út í hött og stór hluti viðskiptanna er undir borðið Samkvæmt opinberum skýrslum viktar hrossarækt í landbúnaði ekki nema 2—3%, en allir vita að veltan er miklu meiri. Fram til þessa hafa stjórnvöld litið framhjá þessu og ekki talið þetta umtalsverða upp- hæð. í dag eru menn líklega að átta sig á að hér er ekki um neina smá- peninga að ræða. Lítið er vitað um hversu miklir þeir eru á meðan ekki er haldið utan um búgreinina af ein- hverju viti. Aðilum í hrossarækt er hollast að tölurnar fari upp á yfir- borðið og þessi grein lúti þeim kröf- um, sem gerðar eru til annarra at- vinnugreina. Vegna þess hversu erf- itt er að benda á háar tölur hefur gengið mjög illa að fá athygli og peninga í hrossaræktina. Sala á hestum hefúr aukist mjög undanfarin ár, jafnt innanlands sem og til útlanda. Peningarnir sem skipta um hendur hafa vaxið í sam- ræmi við það. Sumir halda því fram að þessi búgrein geti farið að skila okkur þjóðartekjum á við eitt stykki áiver. Allflestir, sem stunda hesta- mennsku að einhverju ráði, eru jafn- framt að selja hesta. Meðal hesta- manna hvílir mikil leynd yfir verð- inu, sem erlendir aðilar greiða fyrir íslenska gæðinga. Einn viðmæl- enda minna sagði mér, að hér á landi væri mikið af útlendum snuðr- urum í þeim tilgangi að kaupa alla gæðingsstóðhesta sem fréttist af í sveitum landsins. Vitað er að upp- hæðin fyrir einn hest getur skipt milljónum. íslendingar hafa for- kaupsrétt að hestunum, en þeir eru ekki margir hér, sem geta yfirboðið þessa erlendu aðila, sem eru aðal- lega Þjóðverjar. Þess vegna er tals- vert um að menn leggi saman í púkk. Sumir telja það þó tímaspurs- mál hvenær íslendingar hætta að geta keypt bestu hestana. Lág- marksverð fyrir útflutta hesta er sett af stjórnvöldum; ákvarðað einu sinni á ári. Lágmarksverð er mis- munandi og fer eftir aldri hestsins og hvort um er að ræða verðlauna- hest eða ekki. Flestir hestar sem seldir eru út eru skráðir á lágmarks- verði. Hins vegar er það bara á pappírnum, enda útflutningstollar háir og hækka í samræmi við verð- ið. Nokkrir toilflokkar gilda. Til dæmis er ákveðinn tollflokkur fyrir sýnd hross, fyrstuverðlauna-stóð- hestar eru í sérstökum tollflokki og svo framvegis. Vegna þessa kerfis sýna sumir ræktendur ekki efnileg kynbótahross, heldur bíða með það þangað til þau eru komin til út- landa, því þá þurfa menn að borga minni tolla af þeim. Einu afskipti ríkisins af þessari búgrein eru í formi tolla til að reyna að græða á henni. Þess vegna er uppgefið verð á útfluttum hestum alveg út í hött. Sama máli gegnir um innanlands- söluna, þ.e. tölur um verð liggja yfir- leitt ekki á lausu. Þó er ljóst að kyn- bótahrossin sem ganga kaupurri og sölum hér verða ekki keypt af nein- um meðaljóni. Dæmi eru um að heilu hlutafélögin séu stofnuð utan um einn hest. Menn geta lifað á því að eiga hlut í hesti ef hann er góður. Það var snemma á áttunda ára- tugnum að hross fóru að seljast á feiknalegu verði hér innanlands. Vitað er að Sörli frá Sauðárkróki fór á svimandi háu verði, þótt það hafi aldrei fengist uppgefið. Sigurbjörn í Klúbbnum keypti hann þegar veldi hans var sem mest. Sigurbjörn keypti líka Náttfíu-a, son Sörla, á álíka verði. Þær upphæðir sem þarna voru greiddar voru þó ekkert í námunda við þær, sem greiddar hafa verið eftir 1988. Þá varð tíma- mótasala á stóðhesti. Það var þegar Angi frá Laugarvatni seldist á tvær og hálfa milljón. Guðmundur Birkir Þorkelsson seldi þennan hest Hrossaræktarsambandi Suðurlands. Þetta var fyrsta háa salan sem gerð var kunn. Núna er verið að selja bestu ungu hestana, 4—5 vetra, á þetta 5—7 milljónir. Eftirfarandi er listi yfir nokkra dýrustu hesta, sem selst hafa innanlands: 1. Orri frá Þúfu seldist á 6,5 millj- ónir. Um hann var stofnað hlutafé- lag. Einstaklingar keyptu 100 þús- und króna hlut í honum. Seljandi var Indriði Ólafsson á Þúfu í Land- eyjum. 2. Kveikur frá Miðsitju seldist á sex milljónir. Hrossaræktarsam- band Suðurlands keypti hann af Jó- hanni Þorsteinssyni á Miðsitju. 3. Geysir frá Gerðum seldist á 5,8 milljónir. Hrossaræktarsamband Vesturlands keypti hann af Karli Benediktssyni. 4. Toppur frá Eyjólfsstöðum. Seld- ur var helmingurinn í honum. Verð er óþekkt, en sagt feikihátt. 5. Gassi frá Vorsabæ seldist á 5 milljónir. Hrossaræktarsamband Þingeyinga og Eyfirðinga keypti hann. Sjálfstillandi hitastrengur til aö frostverja vatns- lagnir innanhús og utan. Einnig í þakrennur. Animaltex Vatnshitari fyrir handlaugar, 220 volt. Enginn hitadunkur. Góður í kaffistofur, hesthús, mjólkurhús, sumarbústaði, vinnubúðir o.fl. Mjög góðir bólgueyðandi bakstrar. Einnig góðir á múkk. Smiðjuvegi 14, Sími 73233, Póstbox4324, 124 Reykjavík KAUPFELAG HERAÐSBUA Kaupvangi 6, Egilsstöðum Sími 97-11200 Hestakögglar Innihald: Hey 86,0% Maís 2,0% Fiskimjöl 4,0% Stewart 1,2% Sykur 4,0% Salt 0,5% Hveitiklíð 2,0% Þangmjöl 0,3% Margir góðir og gildir hestamenn, hrossaræktendur og atvinnumenn fóðrudu hross sín sl. vetur með hestakögglum, þar á meðal Sigurbjörn Bárðarson, Hafliði Halldórsson og Gunnar Arnarson. Þeirra orð eru þessi; Ekki ber á öðru en að þarna hafi vel tekist til með framleiðslu á íslensku hrossafóðri sem unnið er úr úrvals súgþurrk- uðu heyi og blandað ýmsum bæti-, snefil- og steinefnum. Prótín-innihald (eggjahvítuefni) er lágt, sem þýðir að múkk- sækni hrossa er í algjöru lágmarki. Hrossin hafa frábæra lyst og taka fóðri vel, fallegt hárafar og ganga snemma úr hárum á veturna. Fyrir utan þetta gera smekklegar, vel hentugar umbúðir, ásamt góðri innihaldslýsingu, HESTA- KÖGGLA að eftirsóknarverðu fóðri fyrir alla hesta. Framleitt af Kaupfélagi Héraðsbúa, Egilsstöðum, í samvinnu við Heyköggla hf. með leyfi Sauðfjárveikivarna, undir eftirliti Jóns Péturssonar héraðsdýralæknis. Umboðsmaður í Reykjavík: Hafliði Halldórsson. Sími: 91-671792, heimasími: 91-674737. KAUPFELAG HERAÐSBUA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.