Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 smaa letrið Menn missa hárið i nokkrum þrepum. Frá Richard Scobie til Ragnars Halldórssonar, stjórn- arformanns álversins í Straumsvik, eru ein sjö slík þrep. Fyrsta þrepið er Ingimar Ingimarsson fréttamaður. Koll- vikin hafa hækkað. Fleiri frétta- menn eru i þessu þrepi; til dæmis Helgi Már Arthursson og Sigmundur Bmir Rúnars- son. Annað þrepið er EyjóHur Kristjinsson. Það er i þessu þrepi sem menn átta sig á þvi að hausklútur er ekki svo galin flik. Eyjólfur bar einn slikan i Eurovision og þannig klút er Rubbi Morthens iðulega meö. Ast hans á slikum klútum bend- ir til að hann sé i þessu þrepi eða ofar. Þriðja þrepið er Jón Baldvin Hannibalsson. Kollvikin hafa hækkað og breikkað svo að litið sem ekkert er eftir af hárinu á miðju enninu. Ennið er auk þess á hraðleið upp eftir höfð- inu og stefnir aftur á hnakka. Fjórða þrepið er Steinar Birgisson handboltakappi. Kollvikin hafa hækkað enn og komið hreiður á hnakkann. Bar- áttan hefur færst á tvennar vig- stöðvar og harðnað til muna. 11A Fimmta þrepið er Egill Ólafs- son. Eftir hraðleið upp stigann virðist hann hafa stöðvast i þessu þrepi. Sjötta þrepið er Steingrimur J. Sigfússon. Til eru kenningar um að Steingrimur hafi fæðst svona. Önnur kenning segir að hann hafi verið með enn minna hár fyrir nokkrum árum — að hann eldist öfugt. Verði yngri með árunum. Annar í þessu þrepi er Ingólfur Guðbrands- son áður en hann fór í igræðslu. Eins og sjá má af þessum tveimur dæmum er þetta þrep nokkurs konar krossgötur. Hér verða menn að ikveða hvora leiðina þeir ætla; að snúa við eða halda áfram upp. Sjöunda þrppið er Omar Ragnarsson. Á þessu stigi er ekki lengur hægt að greiða yfir skallann. Slíkar tilraunir stríða einfaldlega gegn þyngdarlög- málinu. Eina ráðið er að gera það sama og Ómar gerði í Landslaginu. Klippa hárið snöggt. Það er ráðsem hægt er gripa til miklu fyrr. SnöggkHppt hár dregur ekki athyglina aö hárleysinu annars staðar á hausnum að sama skapi og sið- ara hár. Allt fyrirofan sjöunda þrep er fátt annað en Ragnar álskalli, Agnar Þórðarson og Sinéad O’Connor. Níð um náuneann Hvernig íslendingar hafa skammast í bundnu máli hver út í annan í gegnum tíðina Islendingar hafa löngum verið taldir hagmæltir, og víst eru þeir margir sem geta komist skemmti- lega að orði í bundnu máli. Vísur hafa iðulega verið notaðar til að senda mönnum tóninn og skammar- kvæði og níðvísur ýmiskonar margar hverjar orðið landsfrægar og borist víða. I þessum vísum er háðið oftast alisráðandi og þótt höfundarnir taki á stundum stórt upp í sig eru flest- ar vísurnar þess eðlis að lítil ástæða er til að taka þær allt of alvarlega. Yrkisefninu er þó oftast gefin heldur lág og háðuleg einkunn og jafnvel blótað í sand og ösku. Skulum við ætla að þetta sé allt sam- an meira til gamans gert. Við tókum saman nokkur kvæði frá ýmsum tím- um sem öll eiga það sammerkt að gera ómælt grín að yrkisefninu og lýsa því sem frekar auvirðilegu. Sigurdur rtokkur Skúlason samdi sögu Hafnar- fjarðar er út kom 1934. Sigurður taidi sig hafa kom- ist að því við heimildaöflun sína að Hafnfirðingar hefðu á sínum tíma flutt inn feiknmikið af tei. Síðar kom í ljós að þetta var alls ekki rétt heldur hafði Sig- urður ruglast á orðunum Tee (te) og Teer (tjara). Af þessu tilefni orti prófessor Jón Helgason. MANNLYSING Þú ert sveitar svívirðing, sótugi eldhús-raftur. Aftan og framan, allt í kring ekkert nema — kjaftur. Káinn kom eitt sinn til æskuvinkonu sinnar, þá orðinn roskinn maður, eilítið við skál. Vinkonan fór að fetta fingur út i það hvernig hann hefði hagað lífi sínu og gagnrýndi sérstaklega drykkjuskap Káins — en hann bar engan kala til víns. Einnig hélt hún fram að Bakkusi væri um að kenna að Káinn hefði aldrei kvænst né orðið barna auðið. Þá svaraði hann: Bakkus gamli gaf mér smakka, gæðin bestu öl og vín. Það á ég honum nú að þakka að þú ert ekki konan mín. Nú fyrir síðustu jól kom út kvæðabókin Grátt gaman. Hún inniheldur skopkvæði ýmiskonar eftir ýmsa höfunda en það var Ragnar Bödvarsson á Sel- Halldór Blöndal átti að stjórna aftöku á 55.000 rollum. „Víst skaltu mæta svo verðir þú skotinn líka," orti Starri í Garði til Jóns Baldvins. „Naga iður Össurar / ormar af mörgu tagi," kvað Starri um Ossur Skarphéðins. Amman í Grjótaþorpinu, Laufey, óskaði fyrrverandi vinnuveitanda vistar í neðra með vísu. Fyrst kom einn, sem breytti vatni í vín, og vann sér með því frægð sem aldrei dvín, en annar kom og breytti tjöru í te og tók að launum aðeins háð og spé. Jón Helgason orti um Jónas í Flatey, þann fræga mann, eftirfarandi vísu. Jónas sitt eista eitt illa fær hamið, annað er heilt og heitt en hitt er kramið. Fíflar þó fljóðin veil fremjandi glottin. Hefð'ann þau bæði heil hjálpi okkur drottinn. Jónas hafði orðið fyrir heldur neyðarlegu slysi en kvensemi hans, sem var viðbrugðið, hafði engan hnekki hlotið. Kristján Níels Jónsson, Káinn, er einn þekktasti hagyrðingur sem ísland hefur alið. Hann gat oft ver- ið meinhæðinn og hér á eftir koma nokkrar vísur hans, þar sem hann gefur mönnum einkunn eins og honum einum var lagið. ÁSGEIR BYRON Þar um hlýtur yrkja enn einn sem flesta níðir: Allt, sem lýtir aðra menn, Ásgeir Byron prýðir. UM GAMI.AN KUNNINGJA Braginn vanda hygg ei hót handa landanum: Það er andlegt ættarmót með Árna og fjandanum. fossi sem tók kvæðin saman. Nokkur næstu kvæði eru tekin úr þeirri bók. Einar Jónsson frá Litlu-Drageyri gekkst einu sinni undir þvagrásaraðgerð. Þegar hann vaknaði sá hann að hann var reifaður að neðan. Þá orti hann: Sjúkrahússtúlkunum seint mun ég gleyma, svolítið fór mig að langa í geim. Þær tjóðruðu Grána í túninu heima til þess hann færi ekki í blettinn hjá þeim. Eiríkur Eiríksson, bóndi í Dagverðargerði og síð- ar bókavörður á Alþingi, sendi Halldóri Kristjáns- syni á Kirkjubóli einu sinni eftirfarandi í Velvakanda Moggans: KVEÐJA TIL HALLDÓRS Á DRYKKJUBÓLI Drífa frá Drykkjubóli djarfmæltar greinar stæltar. Háðung og hroka settar heilræðalausur veilar. Fjúka með fúlar stökur, flatrímið snilli glatar. Skeiðtregur skáldfákur skokkar á höstu brokki. Sagan segir að séra Pétur Magnússon í Vallanesi hafi verið handtekinn árið 1950. Klerkur var þá staddur í Reykjavík og var honum t>efið að sök að hafa kíkt á glugga ungmeyjar við Oðinsgötu. Hon- um var sleppt eftir yfirheyrslu og kærði hann með- ferðina. Guömundur Sigurdsson, skrifstofumaður og bankafulltrúi í Reykjavík, orti mikinn kvæðabálk um þetta atvik sem hann kallaði Messað um mið- nætti. Þar er meðal annars eftirfarandi erindi: ,,Á Austfjörðum skilja þœr eðli manns og eins mun það vera hér sunnanlands,“ kvað prestur, svo kíkt’ann á gluggann. Ungfrúin skjótt honum eftir tók og ofboði lostin hnefa skók. Þá byssaði klerkur upp hálfgirta brók og hvarf inn í næturskuggann. í haust stóð tii að skera niður ærnar af miklum krafti. Alls átti að farga 55.000 rollum. Jón Baldvin Hannibalsson lét þess getið í viðtali að nú væri landbúnaðarstefnan hrunin og mundi endanlega hrynja þegar ærnar 55.000 yrðu skotnar og settar í gryfju. Sagðist hann ætla að vera viðstaddur í eigin persónu og gat þess að Halldór Blöndal mundi stjórna aftökusveitinni. Starra Björgvinssyni í Garði í Mývatnssveit rann í skap við þetta og fannst i meira lagi ógeðfellt. „Það hlakkaði í honum," segir Starri. „Hvern langar að vera viðstaddur slíka at- höfn? Mér fannst þetta ógeðfellt og lýsa skítslegu innræti og skepnuskap." Af þessu tilefni samdi Starri eftirfarandi skammarvísu til Jóns: Öllum er boðið á aftökuhátíð slíka, og eitthvað verður Dóri að herða sig. Víst skaltu mæta svo verðir þú skotinn líka, og vandlega kastað rekum yfir þig. Svo bar við á landsfundi Alþýðubandalagsins fyr- ir nokkrum árum að mikið var tekist á. Össur Skarphéðinsson var þá landsfundarfulltrúi. Þá um kvöldið tóku fjölmiðlar viðtal við Össur og sagði hann hundahreinsun hafa farið fram á fyrrnefndum fundi. Þótti Starra hér litlu smekklegar til orða tekið um starfsbræður sína og samdi eftirfarandi skamm- arvísu: Þörf er hundahreinsunar svo heilsan verði í lagi. Naga iður Össurar ormar af mörgu tagi. Eftir því sem best er vitað orti Loftur Gudmunds- son svo um Helga Benediktsson, útgerðarmann í Vestmannaeyjum: Víst mun hann Helgi vinsemd eiga fárra, virtur er hann lágt af sínum grönnum. Útlitið er innrætinu skárra, er hann þó með skuggalegri mönnum. Á þennan hátt var ort um Þingeying sem gerði mikið af því að skrifa minningargreinar: Hrós um dáið héraðslið, hamast sá að skrifa, sem er ávallt illa við, alla þá sem lifa. Sagt er að Laufey Jakobsdóttir, amman í Grjóta- þorpinu, hafi ort svo um fyrrverandi vinnuveitanda sinn þegar hún kvaddi hann í síðasta sinn: lllt er að vera aumur þræll, allra verstu hvata. Sá Gamli verður glaður og sæll, gangi þér vel að rata. Maður nokkur fékk svohljóðandi kveðju frá skólabróður sínum: Þig sköpuðu púkar úr skarni og aur, með skröltandi helvítis tækjum. Þú lifir á spikfeitum lúsum og saur, með lygum og prettum og klækjum. Bjartmar Hannesson, bóndi á Norður-Reykjum í Hálsahreppi, orti svo um ónefndan bónda í Borgar- firði, sem þótti kvensamur í meira lagi á yngri ár- um: Bóndans aukast axarsköptin, svo ekki sé nú meira sagt. Og mörg eru orðin meyjarhöftin, sem maðurinn hefur eyðilagt. Svo yrkir Bjartmar um John heitinn forseta Kennedy: Kennedy á sínu sviði, sig var talinn pluma flott. Þó hann Marilyn Monroe riði, meir en Jackie þótti gott. Haraldur Jónsson og Anna Har. Hamar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.