Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 43
______FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU 43 Brynhildur Magnúsdóttir starfsstúlka hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka. Hvað ætlar þú að gera um helgina, Bryn- hildur? „Ég er ekki búin ad ákueöa hvaö ég geri á morgun, en á laugardag- inn fer ég mjög líklega í Pjóöleikhúskjallarann. Á sunnudaginn fer ég ef til vill í bíó aö sjá Kroppa- skipti með Ellen Barkin." Simsvarinn Mathiesen þingmaður Fressmenn á Púlsinum. Þaer hafa vakið verðskuldaða at- hygli undanfarið fyrir frábæran flutning. Einnig kemur Red House fram en hún er eiginlega alþjóðleg, með Kanadamann, Færeying og íslendinga innan- borðs. Þetta verður gaman. Kántriband Viðars Jónssonar leikur í Borgarvirkinu. Það skipa Viðar sjálfur og Þórir Úlfarsson. Anna Vilhjálms og Bjarni Ara munu einnig syngja. Kórak (var það ekki sonur Tars- ans?) spilar á Staðið á öndinni á föstudagskvöld. Þetta er ný sveit og um hana vitum við ekki annað en að sonur Björgvins Halldórssonar er söngvarinn. Stonesvinafélagið með Vini Dóra ásamt Helga Björnssyni úr Síðan skein sól í fararbroddi leggur Tvo vini undir sig á föstudag. Tarna er eitthvað skemmtilegt fyrir rokkara. Á föstudagskvöldið kemur Undir tunglinu fram á Gaukn- um. Ekki vitum við gjörla hvaða fyrirbæri hér er á ferðinni. Mað- ur verður bara að fara og sjá. Hermann Ingi Hermannsson og Hermann Ingi Hermanns- Það sannast á Jóhönnu Sigurðardóttur að jafnvel hinir heilögu láta á sjá í hörðum heimi pólitískra hrossakaupa. Hin bjarta mey er orðin hörkuleg kona. Bjartsýnin og vammleysið hafa vikið fyrir einbeitni og útsjónarsemi. á laugardagskvöldið, frískari en nokkru sinni. Og ef Kórak var ekki sonur Tarsans þá er söngv- arinn að minnsta kosti sonur Bjögga Halldórs. Hemmarnir Ingarnir verða aft- urá Ljóninu á laugardagskvöld- ið. Crossroads og Fressmenn blúsa áfram á Púlsinum á laug- ardagskvöld. Crossroads skipa Tyrfingur Þórarinsson (Þórar- ins Tyrfingssonar), Astþór Hlöðversson, Hreiðar Júlíus- son, Svafar Sigurðsson, sem spilar á Hammondorgel, og einn efnilegasti söngvari sem fram hefur komið lengi og okk- ur minnir að heiti Páll. / VEITINGAHÚSIN Tu ósiðir á íslenskum veitinga- húsum: 1. Að setja konfektmol- ann á undirskálina til að heitt kaffið í bollanum bræði hann. 2. Að bera ekki fram strásykur, eins og fólk sjúgi enn sykur- mola með kaffinu. 3. Að bera fram innpakkaða sykurmola eins og í flugvélum og á ódýrari kaffiteríum. 4. Að setja óum- beðið ísmola og jafnvel sítrónu- sneið í sódavatn. 5. Að láta not- aðan öskubakka liggja á borð- inu á meðan gestirnir eru að borða. 6. Að bera fram eftirrétt án servéttu eða eftir að hún hefur verið fjarlægð. 7. Að hella vatni í glas í upphafi máltíðar en síðan ekki söguna meir, eins og vatnið sé einhver serímonía BARIR Það er athyglislegt, að þrátt fy r- ir að í Reykjavík og nágrenni séu tugir vínveitingahúsa er ekki einn einasti bar í bestu merkingu þess orðs. Vissulega eru til búllur, pöbbar, vínbarir, koníaksstofur að ógleymdum veitingastöðum og danshús- um. En það skortirtilfinnanlega hreinræktaðan bar. Með því er átt við stað sem helgast af löngu, löngu barborði með óteljandi víntegundum sér að baki; stað sem menn fara á til þess að drekka áfengi yfir- skynslaust. Þar á ekki að vera karaoke-keppni eða lifandi tón- list, ekki sautján kaffitegundir eða myndlistarsýning á veggj- um, ekki dúndrandi diskótek á hinni hæðinni eða „glæsileg tískusýning", heldur einungis bar, þar sem unnt er að drekka áfengi og barþjónninn er ekki vinalegur fyrr en á hann er yrt. Bandaríkjamönnum, sem eru þjóða lengst komnir í barmenn- ingu, hefur tekist þetta, en hér á skeri virðist bararfurinn allur kominn frá evrópskum lág- menningarsvæðum. Er ekki mál að eitthvað verði að gert? POPPIÐ Trúbadorinn fingrafimi Guð- mundur Valur spilar á Staðið á öndinni í kvöld bæði sín lög og annarra. Magnús og Jóhann spila á LA Café í kvöld. Án efa hafa ýmsir gaman af að rifja upp gömul kynni við þá, en í gamla daga áttu þeir marga perluna. Dimitri ætlar að trylla landann á Blúsbarnum í kvöld. Þessi ágæta sveit er frá Frakklandi og virðist bara ekkert ætla að fara þangað aftur. I kvöld verður Sálin hans Jóns mínsáGauká stöng. Þeirfélag- ar hafa oftar en ekki náð upp góðri stemmningu og gera það enn í kvöld. Á föstudagskvöld verða blús- sveitirnar Crossroads og * Blúsbræður* /á Borginni ^ „Boðskapur blúsbræðr- anna og tónlist þeirra höfða geysilega mikið til okkar og við viljum koma tónlistinni og boðskapnum á framfæri við þjóðina." það er Breki Karlsson, formaður leikhóps- ins „Milljónar", sem talar. Milljón frumsýnir á Hótel Borg næstkomandi fimmtu- dag sýninguna „Til heiðurs blúsbræðrum". Breki er ekki bara formaður því hann leik- stýrir einnig verkinu. Þessi hópur er sprottinn upp úr leikfélagi Menntaskól- ans við Hamrahlíð en að- standendur blúsbræðranna eru þeir sömu og stóðu að Rocky Horror, sem sýnt var við miklar vinsældir í fyrra. Sýningin er að mestu unnin upp úr hinni feikivinsælu kvikmynd „Bluesbrothers" þar sem John Belushi heitinn og Dan Aykroyd fóru með að- alhlutverkin. í fótspor þeirra ætla að fylgja Bergur Bern- burg (Belushi) og Jón Atli Jónasson (Aykroyd). Hljóm- sveitarstjóri verður Kristján Eldjárn en um tónlistarflutn- inginn sjá að mestu meðlimir hljómsveitarinnar „Soul- blóma" að viðbættri blásara- sveit. Sýnt verður á fimmtudags- og föstudagskvöidum og ein- hver laugardagskvöld. Á fimmtudögum verður barinn ekki opinn og því ekkert ald- urstakmark en hin kvöldin verður heljarinnar blús- bræðraball að lokinni sýn- ingu. Sem sagt; pottþétt tón- list og mikið gaman á Borg- inni næstu helgar. Árni „Þetta er sjálf- virkur símsvari hjá Árna M. Mathiesen. Það er ekki hægt að ná í mig í þessum síma þessa dagana en það er hægt að ná í mig í 2 39 47 og í vinnusíma 67 47 00 og bílasíma 985-2 08 41. Takk fyrir.“ son skemmta á Rauða Ijóninu á föstudaginn. Þess ber að geta að Hermann Ingi er sonur Her- manns Inga, en það geta nú all- ir sæmilega skynugir sagt sér sjálfir. KK-band verður á Hótel Borg á föstudagskvöld. Þar er valinn maður í hverju rúmi og á fáar ís- lenskar hljómsveitir er jafn- gaman að hlýða á tónleikum. Loðin rotta er komin frá Akur- eyri og verður á Tveimur vinum á laugardagskvöld. Það þarf ekkert að segja um hana, en við vorkennum þeim sem ekki hafa heyrt hana spila. Sú tunglsjúka hljómsveit Undir tunglinu verður aftur á Gaukn- um á laugardagskvöldið. Kántríbandið hans Viðars verður einnig í Borgarvirkinu á laugardagskvöldið. Borgarvirk- ið er orðið Mekka unnenda kántrítónlistar og þeir sem áhuga hafa á þeirri tegund tón- listar ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Kórak stendur áfram á öndinni ggÆöS ■ ■ HHHHI H mm mm „Hingað kemur fólk milli sjö og átta og fær sér að borða og fer ekki fyrr en þrjú,“ segir Jósteinn Krist- jánsson, veitingamaður á LA Café. LA Café er hvort tveggja mjög góður matsölustaður og ekki síður skemmtistaður. Þar getur fólk fengið frábær- an mat á góðu verði og dans- að og skemmt sér að lokinni máltíð. Og það eru engir auk- visar sem sjá um tónlistar- flutninginn, því næstu fimmtudagskvöld munu Magnús og Jóhann spila og á sunnudögum eru það Papar frá Vestmannaeyjum sem halda uppi írskri kráar- stemmningu. Jósteinn segir LA Café stíla upp á að fá til sín eldri hóp en er á mörgum öðrum stöðum. „Við stílum inn á fólk frá 23—24 ára,“ segir Jósteinn. Nýbúið er að taka í notkun nýjan matseðil og þar er að finna marga gómsæta rétti á mjög hóflegu verði. Það er sýnt að enginn ætti að verða svikinn af heimsókn á LA Café. Yfirmatreiðslumenn eru þeir Jón Þór Kvaran og Árni Stefánsson. Matur jaPfilF' VlÐ MÆLUM MEÐ Að rikió gefi eftir skatta einnar fjölskyldu á mánuði það er hægt að draga um hver verður sú heppna í beinni út- sendingu í sjónvarpinu. Þótt maður vinni aldrei getur mað- ur litið á skattana sína sem óheppni í stað óumflýjanlegra örlaga eins og nú Að Herópið fái að taka þátt í blús-keppni fjölmiðlanna herinn tæki sig vel út á sviðinu á Púlsinum og með Guðmund Pé á gítarnum það var gert á Akureyri í gamla daga. Hann festist ekki í tönnunum eins og helvítis poppið Að fleiri ferðaskrifstofur fari á hausinn það er búið að vera Kanarí- eyja-veður alveg frá því Veröld rúllaði ÍNNÍ Bolir. Undir jakkanum, vestinu eða fráhnepptri skyrtunni. Þeir komu um leið og bindið fór. Kannski fór það ekki en það er að minnsta kosti hægt að vera fullklæddur án þess að hnýta það um hálsinn. En hvað um það. Þegar karlatískan fyrir næsta vor er sýnd úir og grúir allt af bolum; einlitum, hvitum, gulum, rauðum og alla vega. Og ekki síður munstruðum; röndóttum, doppóttum og með munstri sem sótt er í listasög- una frá fyrri hluta þessarar ald- ar og fram á miðjan sjöunda áratuginn. Og skyrturnar. Þær eru með löngum kraga þar sem bindin eru komin inn í skáp. / ' * UTI Tvöfaldir ísskápar með inn- byggðri klakavél; bæði fyrir mola og mulinn ís. Það getur bara ekki verið svo flókið og erfitt að lifa að maður þurfi á þvílíku að halda. Og þó svo að það geti verið er ástæðulaust að láta það eftir sér — jafnvel þótt maður eigi fyrir því. Einn- ig: Sjónvarp með mynd í mynd og tuttugu og eitthvað rásum. Kaupið ykkur frekar stærra baðker, fleiri bækur eða eitt- hvað sem veitir vellíðan. Vellíð- an fylgir þvi til dæmis að taka klaka út úr frystinum, láta þá í viskastykki, vefja þétt utan um og berja síðan fast i borðplöt- una. Láta síðan mulinn ísinn í glasið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.