Pressan - 06.02.1992, Síða 38

Pressan - 06.02.1992, Síða 38
Jónu-opna 5.2.1992 10:38 Page 2 (Cyan piate) 38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 * A síðustu árum hefur áhugi á kvikmyndagerð aukist mikið og er fjöldi ungs fólks annað hvort í námi eða nýútskrifað. Markaðurinn sem þetta unga og oft bjartsýna fólk hefur hug á að sækja inn á er ekki bara lítill heldur nú þegar fullmettaður og rúmlega það. Það var upp úr 1984 sem kvikmyndagerð varð tískufag. Stúdentar pakka sokkum ofan í tösku, fljúga á vit skuldanna sem þeirra bíða í fjarlægum löndum og snúa svo aftur að nokkrum árum liðnum með baggann á bakinu á markað atvinnuleysis. En vernda þarf réttinn til náms og því halda stúdentarnir áfram að koma, ganga á milli fyrirtækja, ýta og pota, en lítið gengur. YUTS ATVINNULAUS Kvikmyndanám: Fjöldi 8t Fjármunir 20 0 s 1 989-90 £££££ jRMWWWíjWWjR Fjöldi nemenda ] ÁÆTLUD FRAMLÖG ÚR ] LIN aB,'S NAMSLAN 1990-1991 jSjPjP^j^jPjSPjFjS’j!? j5?jSjSj5’j5?j5?£jSj5?jS jPj??j5?jFj5?j??j5?j5?jFjP j5?j5?jPj5?j5?jPj??jPj5?j5? j5?j5?£j5W£j5?j5?£j5? Fjöldi nemenda 1991-1992 j^j5jSj?j?j5 j£j?j£j£j£j5?jFj£j£j5 j5?jPj5?j5?j5?j5?j5?j5?j5?j5? j?jPj?j^j?j?j5jPj5jP j5j!Pj5?j?j?j5?j?j?j?j? j5^j5?j5?j5?j5?j5?j5?j5?j5?^ jSWWWMWyWjfcP Fjöldi NEMENDA Það er orðið allt of algengt að sjá nýbakaða fræðinga í ýmsum fögum með próf úr þekktum, viðurkenndum skóium ganga um atvinnu- lausa eða þurfa að sætta sig við nánast hvaða starf sem er. Þannig fréttist af útlærðum ljósmyndara í næturvarðar- starfi í Kringlunni og kvik- myndagerðarmanni í máln- ingarvinnu. Annar ungur kvikmyndagerðarmaður, sem reyndi að koma sér á framfæri erlendis, hóf feril sinn sem samlokusmyrjari hjá kvikmyndaframleiðanda. Honum tókst smám saman að vinna sig upp og er nú að- stoðarkvikmyndatökumað- ur. í dag hefur hann tekið þátt í gerð Kók-auglýsinga og myndbanda með Madonnu. Markaður förðunarfræð- inga er fullmettaður en tölu- verður fjöldi kvenna hefur farið í eins árs nám í þeim fræðum erlendis. Nú er svo komið að Lánasjódur ís- lenskra námsmanna hefur tekið fyrir Jánveitingar til náms sem er styttra en eitt ár. Hjá LÍN liggja nú 66 lánsum- sóknir vegna kvikmynda- gerðarnáms á þessu ári. Þeir nýútskrifuðu kvik- myndagerðarmenn sem PRESSAN talaði við báðu um nafnleynd og var mikið í mun að ógerningur væri að rekja samtölin til þeirra. „Þegar maður er að byrja í þessu verður maður að fara var- lega, því þetta er svo fámenn- ur hópur," segir einn sem reynir að vinna sjálfstætt. ,,Það má helst ekki særa neinn." Við skulum kalla hann Ársœl Baldinnsson. Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar litið er á íslenska kvikmyndaiðnað- inn. Um 10 kvikmyndafélög eru skráð undir kvikmynda- gerð í símaskránni og þau sem samband var haft við höfðu öll fengið þó nokkrar fyrirspurnir frá nýútskrifuð- um, bæði í formi bréfa og heimsókna. Dæmi eru um að fólk í námi skrifi heim og kynni sig áður en námi lýkur. 57 MILLJÓNIR EKKI HÁ UPPHÆÐ íslenski kvikmyndaiðnað- urinn sem slíkur er frekar lít- ill en margir halda því fram að hann hafi þó vaxið mikið síðustu ár. Þegar að úthlutun úr Kvikmyndasjóði kemur gapir meðaljóninn með doll- aramerkin föst í augunum. „í fyrsta lagi finnst mér 57 millj- ónir ekki há upphæð. 20 milljónir í kvikmynd er að- eins brot af heildarkostnaði," segir Ársæll. „Þessi iðnaður hér á íslandi er voðalega lítill. Það er í raun og veru enginn kvik- myndaiðnaður hér á landi. Ef þú skoðar fyrirtækin sem gera kvikmyndir sérðu að framleiðnin er ein mynd á margra ára fresti. Tækniliðið er þess á milli í fullri vinnu hjá þessum fyrirtækjum við framleiðslu auglýsinga. Síðan þegar þessi eina og eina mynd er í framleiðslu hlaupa allir til. Það að komast áfram fer mikið eftir því hvernig menn eru staddir fjárhagslega. Ég held að ef íslensk kvik- myndagerð á að vera eitt- hvað annað en sumarhobbí fyrir þá sem fá hlut af þessum litlu peningum frá Kvik- myndasjóði þá sé full þörf á öllu þessu nýja fólki. Eina leiðin fyrir marga er að fá peninga einhvers staðar, vera leikstjórar sjálfir og búa til mynd. Ef þetta væri stærri iðnaður væri pláss fyrir fleiri," segir Ársæll. BÚINN AÐ GANGA í ÖLL FYRIRTÆKIN En hvað er til ráða? Setjum okkur í spor nýútskrifaðs kvikmyndagerðarmanns. Fyrst heimsækjum við kvik- myndafélögin eitt af öðru.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.