Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 9 Kristileg fjölmiðlun hf. lætur til sín taka í fjölmiðlaheiminum, hefur keypt Stjörn- una og hyggur á sjónvarpsútsendingar Kristileg fjölmiðlun hf. sem rekið hefur útvarpsstöðina Alfa undanfarin ár er nú að færa út kvíarnar. Þegar hefur verið gengið frá kaupum á út- varpsstöðinni Stjörnunni og í bígerð er að hefja útsending- ar á sjónvarpsþáttum. Þætt- irnir munu verða á sjónvarps- stöðinni Sýn sem samkvæmt áætlunum á að hefja útsend- ingar þann 21. mars næst- komandi. Hugmyndir eru uppi um að Kristileg fjölmiðlun verði með klukkutíma langan sjón- varpsþátt á hverjum sunnu- degi. Þættir þessir munu þó ekki hefja göngu sína um leið og Sýn fer í loftið en aðstand- endur Kristilegrar fjölmiðlun- ar vonast til að af þessu geti orðið með haustinu. Að Kristilegri fjölmiðlun standa Hjálpræðisherinn, Orð lífsins, Fíladelfía, Kross- inn og Vegurinn auk fjöl- margra einstaklinga. Allir þessir söfnuðir standa utan Þjóðkirkjunnar. VAXANDI HLUTI AF ÍSLENSKRI MENNINGU ..Sjónvarp er svo stórt mál að við eigum voðalega erfitt með að sjá þetta fyrir okkur. Og í Ijósi þess hvað þetta er stórt mál þá þarf að leggja í þetta mikla vinnu áður en teknar verða nokkrar endan- legar ákvarðanir. En í fram- tíðinni þá er það okkar mark- mið að vera í loftinu í sjón- varpi ekki síður en útvarpi með þann besta boðskap sem hægt er að bera á borð fyrir menn og konur," sagði Gunn- ar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins, er PRESSAN spurði hann um þessar hug- myndir. Hann kvað þetta allt saman vera enn á umræðust- igi og því ekkert hægt að segja til um það nákvæmlega hvað verður í þessum þátt- um. Hlustun á Alfa hefur vart verið merkjanleg, er hljóm- grunnur fyrir ykkur? Er ein- hver ástæða til að færa út kví- arnar? ,,Þó við höfum ekki hreyft kúrfu í könnunum þá vitum við að það eru nokkrar þúsundir sem hlýða reglu- bundið á þessa stöð. Það finn- um við fyrst og fremst á við- brögðum og við munum vinna stöðinni sess í tímans rás með batnandi dagskrá, ég hef því engar áhyggjur. Þetta á heima í íslensku samfélagi, er hluti af íslenskri menningu og verður vaxandi hluti í framtíðinni. Við erum í mjög mikilli sókn," svarar Gunnar. Gunnar sagði að ekki yrði horft sérstaklega til útlanda Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari: „Hef grun um aö innihald og áferð verði Þjóðkirkjunni ekki á skapi." með fyrirmyndir að þessum þáttum. ,,Ef af þessu verður þá verður þetta íslenskt, með íslenskum stíl. Og ef við erum sveitamenn þá kemur það í ljós," segir hann. Gunnar segist ekki hrædd- ur um að æðstu menn Þjóð- kirkjunnar muni líta þessa fjölmiðlun hornauga. Þvert á móti telur hann að þeir muni fagna þeim boðskap sep þarna mun koma fram. „Ég er alveg viss um að herra Ól- afur Skúlason fagnar þessu. Að menn skuli nota þessa miðla til að boða lifandi trú á Drottin Jesú Krist. Þeir eru bandamenn okkar í þessari baráttu." Hann segir ennfremur að tilgangur þeirra sé ekki sá að hvetja fólk til að yfirgefa Þjóðkirkjuna og ganga til liðs við aðra söfnuði. Ennfremur sagði hann Þjóðkirkjuna vel- komna til samtarfs í þessari fjölmiðlun. UNDUR OG STÓRMERKI í BEINNI ÚTSENDINGU Gísli Óskarsson, fréttamað- ur í Vestmannaeyjum, er einn þeirra sem nefndur er til sög- unnar sem hugsanlegur um- sjónarmaður þessara þátta. „Þetta er á umræðustigi," sagði Gísli er PRESSAN ræddi við hann. Gísli kvaðst hafa mikinn áhuga á þessum mál- um en hann segir áhuga á kristilegri fjölmiðlun hafa aukist mjög mikið út um allan heim undanfarin ár. Gísli sagðist vera með ákveðnar hugmyndir um það hvernig kristilegur íslenskur sjónvarpsþáttur ætti að vera. I fyrsta lagi færi þar fram kynning á söfnuðunum. Þeir eru nokkrir og ekki eins upp- byggðir. Með kynningu á "þeim öllum ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. I öðru lagi yrðu kynntir til sögunnar einstaklingar sem læknast hafa fyrir kraftaverk. „Þar yrði fjallað um það hvernig Guð mætir mannin- um,“ segir Gísli. Þá yrði e.innig fjallað um eitthvað úr umhverfinu og náttúrunni. Og fólki sýnt hversu snilldarleg hönnun Guðs á náttúrunni er. í fjórða lagi yrðu tekin fyrir efni sem efst væru á baugi hverju sinni. Fjallað yrði um einhver mál sem í umræð- unni eru, til dæmis sjálfs- morð, fíkniefni eða annað það sem brennur á fólki. Og spurt: Hvað segir Guð um málið og býr hann ef til vill yf- ir lausninni? Ennfremur talar Gísli um þá möguleika sem byðust ef um beinar útsendingar væri að ræða. Fólk gæti þá komið með spurningar og fengið svör og þeir sem vildu fyrir- bænir fengju þær. Ef krafta- verk myndu gerast fyrir kraft bænarinnar þá fengi fólk að sjá þau í beinni útsendingu. „Þegar undur og stórmerki fara að gerast í beinni útsend- ingu þá slær það allri annarri dagskrárgerð við," segir Gísli. INNIHALD OG ÁFERÐ ÞJÓÐKIRKJUNNI VARLA AÐ SKAPI „Á sínum tíma var Þjóð- kirkjunni boðið að vera þátt- takandi í Kristilegri fjölmiðl- un sem stóð að útvarpsstöð- inni Alfa. En það var afþakk- að,“ sagði Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari er hann var inntur eftir við- brögðum Þjóðkirkjunnar við áætlunum Kristlegrar fjöl- miðlunar. Hann sagðist eigin- lega undrandi á að söfnuðirn- ir hafi bolmagn til að kaupa útvarpsstöð eins og Stjörn- una. „Ég vildi óska að fjár- hagur Þjóðkirkjunnar og þjóðkirkjusafnaða væri þannig að þeir gætu gert eitt- hvað viðlíka," sagði Þorbjörn. „Sjálfsagt mun þarna vera á ferðinni í bland þokkalegt eða ágætt efni. En mig grun- ar þó að bæði innihald og áferð þess sem þarna verður á borð borið verði dálítið frá- brugðið því sem við þjóð- kirkjumenn myndum kjósa, enda höfum við aðrar skoð- anir á því hvað er heilnæmur kristindómur," sagði Þor- björn. Honum finnst sérstaklega slæmt að söfnuðurinn Orð lífsins skuli vera þarna innan- borðs. „Mér þykir slæmt að Orð lífsins skuli vera þarna í félagsskap með hinum söfn- uðunum og sérstaklega að hann skuli vera kominn í þá aðstöðu að geta útvarpað sín- um boðskap, þó vitaskuld sé öllum frjálst á Islandi að segja það sem þeim sýnist og boða það sem þeim sýnist innan skikkanlegra marka. Vegna þess að þessi söfnuður Orð lífsins hefur birt sig þannig að það er mikið vafamál hvort þarna sé um að ræða kristinn söfnuð," segir hann. „Kenning þeirra um lífs- hamingju gengur út á það að velþóknun Guðs birtist fyrst og fremst í efnalegri velmeg- un. Þetta er í grundvallarat- riðum kenning sem er í mót- sögn við kristinn boðskap. Vegna þessarar kenningar hafa margir komið út úr þess- um söfnuði illa farnir á sál- inni. Mörg dæmi eru um það í Svfþjóð. Þeir kenna líka að fátækir og vansælir séu að taka út refsingu Guðs. Þessu getur enginn kristinn maður samsinnt," heldur Þorbjörn áfram. Hann sagðist þó ekki sjá ástæðu fyrir kirkjunnar menn að bera sérstakan ugg í brjósti, þó að Kristileg fjöl- miðlun færi út kvíarnar. Hann sagði að nú stæði fyrir dyrum, innan Þjóðkirkjunn- ar, að endurskoða og fjalla rækilega um kristilegt efni í fjölmiðlum. Til tals hefði komið að ráða sérstakan fjöl- miðlafulltrúa sem þá sæi einnig um gerð kristilegs efn- is. Haraldur Jónsson PRESSUMYND/SPESSI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.