Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13.FEBRÚAR 1992 M E N N Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra Flóttamaðurinn Það getur verið andskotan- um erfiðara að fást við erfið verkefni. Þá er hætt við að menn sjái ekki fram úr þeim — missi jafnvel kjarkinn og „Hann snýr bara við þegar hann kemur að ráðu- neytinu og býr sér til erindi í annan bœjar- hluta. Eitthvert þar sem enginn bíður eftir ráð- herra og ekki þarfað spyrja hann neins. “ þurfi að berja hann í sig að nýju. En við þessu er svo sem ekkert annað að gera en halda áfram að kroppa. Það minnkar sem af er tekið. Ef mönnum tekst að halda sjón- um á markmiðinu og góðum dampi við verkið mun það klárast á endanum. En ef menn missa móðinn og grípa til þess ráðs að flýja vandann er fjandinn laus. Þó þeir loki augunum minnkar verkefnið ekki heldur vex það. Því lengur sem þeir draga að ráðast í það því stærra verður það. Loks ræn- ir það menn ölium friði. í stað þess að sofna með þá vissu að þeir hafi þó eitthvað náð að kroppa í vandann, rænir verkefnið þeim svefni. Það vofir yfir þeim dag og nótt. Því má gera ráð fyrir að Ól- afur G. Einarsson mennta- málaráðherra hafi ekki átt náðuga daga undanfarið. Þó hann mæti ekki á foreldra- og kennarafundi heldur sendi aðstoðarmenn sína og deild- arstjóra í sinn stað þá gleymir hann þeim ekki. Þó hann sé ekki á fundunum þá eru fund- irnir hjá honum. Og þó hann taki símann af eftir fundina til að fréttamenn geti ekki lagt fyrir hann spurningar funda- manna þá fær hann ekki frið. Þó fréttamenn nái ekki tali að honum þá eru þeir í huga hans. Svona hefur óttinn við embættisverkin náð tökum á Ólafi. Þeir segja það í menntamálaráðuneytinu að hann sjáist þar ekki mikið. Og þegar hann kemur þá kvartar hann yfir hvað biðlistinn eftir ráðherraviðtali sé langur. Hann sinnir honum ekki. Hann strokar ekki yfir hann. Hann snýr bara við þegar hann kemur að ráðuneytinu og býr sér til erindi í annan bæjarhluta. Eitthvert þar sem enginn bíður eftir ráðherra og ekki þarf að spyrja hann neins. Eftir útreiðina sem aðstoð- armaður hans, Ólafur Arn- arsson, fékk á foreldrafundin- um um daginn er ekki von til þess að Ólafur G. gangist við embættisverkum sínum. Ekki nema hann fái Davíð Oddsson til að mæta með sér á fundi, eins og um daginn. Ráðherra sem flýr einkavið- töl í ráðuneytinu hlýtur að óttast samtal við 700 manna sal meira en tárum taki. Hann mun halda áfram á flóttanum eins og einhenti maðurinn. Og hann veit að í hvert sinh sem hann heldur sig vera sloppinn mun ein- hver standa upp, benda á hann og spyrja: „Afsakið, en eruð þér ekki menntamála- ráðherrann?" Þá er friðurinn úti. ÁS Þjóðleikhúsið FENGII Þjóðleikhússtjóri hefur á nýjan leik sagt upp níu starfsmönnum leikhússins, Þetta er sami hópur og Stefán Baldursson sagði upp í fyrra. Þá voru uppsagnirnar taldar ólögmætar. Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri hefur öðru sinni sagt upp níu starfsmönnum leikhússins, að þessu sinni frá og með 1. mars, en uppsagn- irnar taka gildi við upphaf næsta leikárs, 1. september næstkomandi. Nímenningarnir fengu sent uppsagnarbréf í hrað- og ábyrgðarpósti síðastliðinn laugardag. Þetta eru leik- stjórarnir Brynja Benedikts- dóttir, Benedikt Árnason og Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir, leikararnir Helga Jónsdótt- ir, Jón S. Gunnarsson, Hákon Waage, Lilja Þórisdóttir og Edda Þórarinsdóttir, ásamt Agnesi Löue píanóleikara. Eins og kunnugt er sendi Stefán Baldursson sama hópi uppsagnarbréf um svipað leyti árs í fyrra og áttu þær að taka gildi við upphaf þessa leikárs, 1. september síðast- liðinn. Eftir það mögnuðust miklar deilur innan Þjóðleik- hússins og utan um réttmæti uppsagnanna. Var deilt um framlag nímenninganna til leikhússins, listræna stefnu og um atvinnuöryggi lista- fólks. Þó var ekki síst álitamál hvernig staðið var að upp- sögnunum. Stefán var þá ekki enn tekinn formlega við embætti þjóðleikhússtjóra, en vildi senda uppsagnirnar í tæka tíð til að þær tækju gildi á nýju leikári. Lögfræðinga greindi á, en ríkislögmaður úrskurðaði að uppsagnirnar væru óréttmætar. Lyktirnar urðu þær að Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra og Gísli Alfredsson, þáverandi Þjóðleikhússtjóri, ákváðu að dragj^þær til baka. *Þeir sem tala máli nímenn- inganna hafa fundið að því að nú komi uppsagnirnar á ein- kennilegum tíma. Nýlega hafi verið tilnefnt í nýtt þjóð- leikhúsráð sem komi saman á næstunni og eðlilegt hefði verið að það fjallaði um mál- ið. Litlar breytingar verða þó á þjóðleikhúsráði. Guðrún Helgadóttir alþingismaður sest þangað inn í stað Guð- rúnar Stephensen leikkonu, en eftir sem áður sitja þar Þurídur Pálsdóttir söngkona, Haraldur Olafsson dósent og leikararnir Pálmi Gestsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Heimildamaður PRESS- UNNAR benti á að Stefán hefði hugsanlega viljað hafa hraðann á áður en Guðrún Helgadóttir settist í ráðið, enda væri hugsanlegt að hún fyndi þessari ákvörðun ýmis- iegt til foráttu. I samtali við PRESSUNA sagði Stefán Baldursson að þetta væri í raun sama ákvörðun og hann tók í fyrra, henni hefði hann aldrei breytt. Það hefði legið á að uppsagnirnar kæmust út til að þær tækju gildi 1. sept- ember. Þjóðleikhúsráð hefði ítrekað að það hefði ekki breytt afstöðu sinni i þessu máli og hann teldi ekki að nýtt ráð breytti neinu þar um. Stefán hefur einnig legið undir ámæli fyrir að hafa ekki nýtt starfskrafta ní- menningana á þessu leikári. Þeir hafi verið samnings- bundnir og á föstum launum hjá leikhúsinu, en í raun ekk- ert fengið að gera þar innan í raun sama ákvörðun tekin var í fyrra, segir Stefán Baldursson dyra. Vegna samnings við Þjóðleikhúsið hafi þeim þó á sama tíma ekki verið kieift að taka að sér stór verkefni á öðrum vettvangi. Stefán Baldursson telur þetta ekki óeðlilegt. Hann hafi ekki gert ráð fyrir starfs- krafti þessa hóps þegar hann lagði drög að yfirstandandi leikári snemma í fyrra. Ekki hefði heldur verið stætt á því að setja þau í ýmis smáverk- efni og smáhlutverk, enda hefðu beinlínis komið tilmæli þess efnis frá menntamála- ráðuneyti. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hafa nímenn- ingarnir, eða hluti þeirra, í hyggju að ræða við mennta- málaráðherra um uppsagn- irnar. UPPSAGNARBRÉF í HRABPÚSTI 'Ráðuneytin búin að jafna sig eftir Magnúsarárið Keyptu áfengi fyrir 44 milljónir króna Risna á vegum ríkisins árið 1990 var tæplega 160milljón- ir króna á verðlagi dagsins í dag samkvæmt upplýsingum úr reikningum ríkisstofnana. Um var að ræða 1,5 prósent raunaukningu frá árinu 1989 en nýrri tölur liggja ekki fyrir. 15,6 prósent risnunnar flokk- ast sem föst risna en 84,4 pró- sent fellur undir annað. Meginhluti annars risnu- kostnaðar er vegna reikninga frá veitingahúsum og A.T.V.R. Oft er þetta í tengslum við op- inberar heimsóknir eða við- skiptaheimsóknir en einnig er oft um að ræða hóf fyrir starfsfólk ráðuneyta og stofn- ana. Eftir því sem komist verður næst þá er um 30 prósent reikninga frá veitingahúsum vegna áfengiskaupa. Við- skipti ráðuneytanna við Á.T.V.R. á árinu 1990 námu 9,5 milljónum króna og höfðu aukist um 32 prósent að raungildi frá árinu 1989. Þar sem viðskipti við ráðu- neytin eru færð á kostnaðar- verð þá verður að umreikna þau til útsöluverðs til að fá hugmynd um verðlag ef al- menningur hefði gert þessi sömu viðskipti. Lætur nærri að útsöluverð áfengis sem ríkið keypti sé nálægt 44 milljónum króna. Þessi 32 prósent aukning frá 1989, sem var árið þegar mál Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara komst í hámæli en í kjölfarið hrundu áfengisúttektir hins opin- bera, jafngildir 10,6 milljóna króna raunaukningu í kaup- um. Ef gert er ráð fyrir að jafnaðarverð hverrar áfengis- flösku sé um 2000 krónur, þá er þetta aukning upp á 5335 flöskur. Fyrir 44 milljónir má fá 22.000 flöskur eða um 60 flöskur á dag. Það lætur því Eftirfall i áfengisneyslu á veg- um rikisins í kjölfar máls Magnusar Thoroddsen þá virðist allt vera komið i samt horf. nærri að árið 1990 hafi verið drukkin tvær og hálf flaska af áfengi á klukkustund.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.