Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 Ölögleg neysla á steralyfjum I kjölfar þess að Hjalti Úrsus Árnason kraftlyftingamaður féll á lyfjaprófi hafa vangaveltur vaknað um hve mikil neysla slíkra lyfja sé á íslandi. Það er álit margra þeirra sem málin hafa skoðað að * fjöldi Islendinga noti þessi lyf vegna íþróttaiðkunar. Læknar hafa upplýsingar sem benda til þess auk þess sem upplýsingar erlendis frá sýna að þessi lyf eru mikið notuð af fólki utan hefbundinn- ar íþróttastarfsemi. Lyfjaeftirlitsnefnd íþrótta- sambands íslands hefur síðan í október lyfjaprófað um 20 íþróttamenn til að athuga hvort einhverjir þeirra hafa neytt ólöglegra lyfja. Voru meðal annars allir íslensku þátttakendurnir á Ólympíu- leikunum í Albertville pró- faðir. Engin þessara íþrótta- manna hefur fallið. Auk þess er ætlunin að prófa um 50 íþróttamenn fram að Ólympíuleikunum í Barcelóna á Spáni. Þetta eru mun fleiri prófanir en lyfja- nefnd hefur gert að undan- förnu. Hingað til hafa aðeins verið framkvæmd á milli 20 og 30 próf á ári, mest var það 47 próf eitt árið en minnst 9 próf. Samkvæmt upplýsing- um frá lyfjaeftirlitsnefnd þá hefur helsta ástæða þessara fáu prófa verið sú að ekki hef- ur verið til fjármagn fyrir fleiri en hvert próf kostar á milii 15 og 20 þúsund krónur. Prófunum verður skipt á milli íþróttagreina og verða íþróttamennirnir prófaðir á því tímabili sem líklegast að þeir noti lyf á — þ.e.a.s. í miðri æfingatörninni. HUNDRUÐ ÍSLENDINGA Á ÞESSU „Ég efast ekki um að það eru nokkur hundruð íslend- inga í þessu. Það er einróma álit þeirra sem þekkja vel til að þetta sé mjög algengt í tveim greinum, kraftlyfting- um og vaxtarrækt. — En alls ekki að það sé einskorðað við þær. Þau gögn sem ég hef Ólafur Ólafsso- landlæknir: Ýmislegt sem bendir til að þetta sé algengara en talið 7 undir höndum fjalla nánast öll um einstaklinga í kraftlyft- ingum og vaxtarrækt," sagði Pélur Pétursson læknir á Ak- ureyri þegar hann var beðinn að meta umfang ólöglegrar lyfjaneyslu meðal íþrótta- manna á íslandi. Pétur vakti reyndar athygli á síðasta ári þegar hann lét frá sér fara óvenju kjarnyrtar yfirlýsingar um lyfjaneyslu íþróttamanna og áhrif þess á Pétur Pétursson læknir: Elna ráðið er að gera þessa karla hlægllega. kyngetu þeirra. Pétur sagði að ástæða þess hvernig hann hefði talað hefði verið sú að hann teldi eitt af þeim ráðum sem duga til að berjast við þetta vera það að gera við- komandi hlægilega. Pétur var kærður til siða- nefndar lækna og landlæknis fyrir ummæli sin og þar að auki er nú rekið meiðyrða- mál á hendur honum fyrir héraðsdómi Akureyrar. Það var Ólafur Sigurgeirsson. lög- maður og talsmaður kraft- lyftingamanna, sem kærði Pétur fyrir hönd 35 vaxtar- ræktarmanna. Þess má geta að nafn Hjalta er ekki meðal kærenda. HEFUR REKIST Á EINSTAKLINGA SEM NOTA STERA — Hefur þú í starfi þínu sem læknir rekist á einstakl- inga sem hafa notað þessi lyf? „Já, það hef ég náttúrlega gert og ég heyri meira af þessu nú orðið. Ég held þó að notkunin hafi verið drjúg mikil síðustu áratugi." í kjölfar málsóknar á hend- ur Pétri var gerð athugun á vegum landlæknisembættis- ins. Læknum var sent dreifi- bréf þar sem þeir áttu að segja frá því hvort og hvernig þeir hefðu orðið varir við neyslu stera. Lyfseðlar voru hins vegar ekki skoðaðir enda mikið mál. Þess má geta að PRESSAN hefur heimildir fyrir því að í kring um jólin hafi úttekt steralyfja verið það mikil í einu apóteka höfuðborgar- innar að það vakti athygli meðal starfsfólks. Athuga- semdir munu þó ekki hafa verið gerðar en slíkt mun þó hafa komið fyrir. Snemma á síðasta áratug gerði Sjúkra- samlag Akureyrar athuga- semd vegna útskriftar á stera- lyfi og neitaði að greiða lyf- seðil vegna þess. Að sögn Ölafs Ólafssonar landlæknis þá mun á vegum embættisins koma fljótlega út bæklingur þar sem finna má upplýsingar um út- breiðslu lyfja í íþróttum. Ólaf- ur sagðist að svo stöddu lítið vilja tjá sig um niðurstöðurn- ar en staðfesti að útbreiðslan virtist vera víðtækari en menn hefðu áttað sig á hing- að til. HJALTI SJÖTTI Aldrei hefur iþróttamaður fallið vegna lyfjaprófanna hér á landi. Hjalti er hins veg- ar sjötti íslenski íþróttamað- urinn sem fellur á lyfjaprófi erlendis. Hinir eru fuar Hauksson vaxtarræktarmað- ur sem féll á prófi í Malasiu í lok árs 1990, Gylfi Gíslason lyftingamaður sem nú er bú- settur í Svíþjóð og Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþrótta- maður sem féll eftir Ólympíu- leikana i Los Angeles 1984. Jón Páll Sigmarsson og Vík- ingur Traustason voru úr- skurðaðir fallnir á lyfjaprófi eftir að hafa neitað að koma í próf. Jón Páli var sagt að koma í próf 25. mars 1985 en Víkingi 15. september sama ár eftir að hafa keppt á Norð- urlandameistaramóti í kraft- lyftingum. Þeir neituðu báðir á þeim forsendum að þeir væru ekki í ÍSÍ en skömmu áður höfðu kraftlyftinga- menn sagt skilið við sam- bandið. Auðvitaðværi rétt að nefna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.