Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 Tíúnaðarmál hverjir eru hluthafar í Vatnsberanum TVEIR FULLTÚAR 8TÚRKAUPMANNA í EINUM STÚL í STJÚRN LÍFEYRISSJÚRSINS Stórkaupmenn segja hagsmunaárekstra gera Jóhann J. Olafsson vanhæfan til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Jóhann neitar að víkja. Vatnsútflutningsfyrirtækið Vatnsberinn stendur í við- ræðum við flutningsfyrir- tæki, önnur fyrirtæki og fjár- sterka einstaklinga um aukið framkvæmdafé félagsins, en nýverið lauk útboði hlutafjár, þar sem ýmsir aðilar skráðu sig fyrir 60 milljónum króna alls. Þótt verið sé að leita að fleiri hluthöfum segir Þór- hallur Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri og stjórnarfor- maður Vatnsberans að það sé trúnaðarmál hverjir leggi fram 60 milljónirnar. Vatnsberinn hefur gert samning við bandaríska fyr- irtækið United Gulf Trading um mánaðarlega sölu á 10 milljón flöskum af vatni á 44 til 48 sent stykkið. Samning- urinn er því upp á 250 til 275 milljónir á mánuði eða allt að 3,3 milljarða á ári. Bara þetta myndi gera fyrirtækið að ná- lægt 30. umsvifamesta fyrir- tæki landsins og því næst stærsta í Hafnarfirði. Fyrir- tækið hefur gert samning við Hafnarfjarðarbæ um vatns- töku og lagnir. Fyrirtækið hefur gert leigu- samning til 10 ára um fast- eignina Hjallahraun 2 í Hafn- arfirði og samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR er leig- an 9 milljónir á ári. Eigandi hússins er Páll G. Jónsson í Pólaris, en fasteignin hefur ,,Ég er núna að kynna Neytendasamtökunum þetta mál,“ sagði Björn Gudmund- ur Björnsson í Öxarfirði í samtali við PRESSUNA. Björn hefur staðið í stappi við bílasölu á Akureyri vegna bílaviðskipta er fram fóru ár- ið 1988. Björn vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtæki þarna væri um að ræða en samkvæmt öruggum heimildum PRESS- UNNAR er þarna um að ræða fyrirtækið Höld hf. sem bræðurnir Birgir, Vilhelm og Skúli Agústsynir reka, eða Kennedybræðurnir svoköll- uðu. 1988fór Björn til Akureyrar þeirra erinda að selja Mitsu- bishi Colt bifreið sína. Björn seldi bílinn í gegnum bílasölu og fékk greitt með 600 þús- und króna skuldabréfi, á verðlagi ársins 1988, tveir starfsmenn Hölds vottuðu bréfið. Síðar sama dag keypti Björn Mitsubishi Lancer og greiddi hann með skuldabréf- inu og skrifaði upp á það. Þremur mánuðum síðar fékk Björn stefnu til greiðslu skuldabréfsins en þá hafði komið í Ijós að undirskriftir Orðrómur hefur verið uppi um að Páll sé allt að helm- ings hluthafi í Vatnsber- anum. lengi verið í uppboðsmeðferð og er veðsett langt upp fyrir markaðsvirði. Þrálátur orð- rómur hefur verið uppi um að Páll sé um leið allt að helm- ings hluthafi í Vatnsberanum, en því neitar Þórhallur. ,,Páll er ekki hluthafi í Vatnsberan- um. Og ég sé ekki fram á það í dag að svo verði. Það er ver- tð að ganga frá nýjum sam- þykktum og það á eftir að kjósa nýja stjórn og á meðan er hluthafaskrá trúnaðar- mál." ábyrgðarmanna voru falsað- ar. Björn vill að Höldur verði látinn sæta ábyrgð því starfs- menn hennar vottuðu um rétt nöfn ábyrgðarmanna og fjárræði útgefenda. Hér er um prófmál að ræða og snýst í raun um hvort vott- ar á skuldabréfum bera ein- hverja ábyrgð. ,,Það sagði mér bankastjóri sem ég talaði við að vottar væru ekki veð- hæfir. Og þá spurði ég hann til hvers þeir væru þarna og hann sagði að það væri von ég spyrði," segir Björn. Björn leitaði til tveggja lög- fræðinga á Akureyri vegna þessa máls og báðir sögðu honum að hann væri þarna með unnið mál í höndunum. En kváðust jafnframt ekki geta tekið málið að sér vegna tímaskorts. Birni finnst skjóta skökku við að þeir vilji ekki sinna unnu máli og ályktar sem svo að þeir þori ekki að sækja mál gegn Höldi. Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum vildi ekkert tjá sig um málið. Hann sagðist enn engin gögn hafa fengið um það og því ekkert geta um það sagt hvort sam- tökin myndu reka málið. Enn eru óútkljáðar deilur um hver telst réttmætur full- trúi Félags íslenskra stór- kaupmanna (FÍS) í stjórn Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. Fulltrúi FÍS í áraraðir hefur verið Jóhann J. Olafsson, en snemma í febrúar ákvað stjórn FÍS að afturkalla um- boð hans til setu í stjórninni og fela varamanni hans, Ein- ari Birni, að taka við sætinu þar til stjórnarskipti verða. Jóhann neitar að víkja og segir ákvörðun stjórnarinnar ólöglega. Áætlað er að halda fund í stjórn sjóðsins eftir helgina. Að óbreyttu lítur út fyrir að bæði Jóhann og Ein- ar mæti þar sem fulltrúar FÍS. KLOFNINGUR MEÐAL VERSLUNARMANNA í stjórn lífeyrissjóðsins sitja sex manns, þrír tilnefndir af launþegum og þrír af vinnu- veitendum, allir á sama tíma á þriggja ára fresti. Vinnu- veitenda megin skiptast þeir þannig að FIS tilnefnir einn, einn kemur frá Kaupmanna- samtökum Islands og sá þriðji frá Vinnuveitendasamband- inu og Félagi íslenskra iðn- rekenda sameiginlega. Af sögulegum ástæðum og sam- kvæmt samningi frá 1958 veitir Verslunarráð íslands álit sitt á tilnefningum FÍS og Kaupmannasamtakanna. Stjórn lífeyrissjóðsins er því ekki kjörin á aðalfundi eins og tíðkast í mörgum félögum, heldur tilnefna aðildarfélögin til hennar á þennan hátt. FÍS og Verslunarráð greinir hins vegar á um hvprt álit ráðsins á tilnefningu FÍS sé bindandi, þ.e. hvort samþykki ráðsins þurfi til að tilnefningin sé staðfest. Deilurnar um fulltrúa FÍS í stjórn sjóðsins eru einn angi harðra átaka sem hafa staðið innan viðskiptalífsins undan- farna mánuði. Slitnað hefur upp úr samstarfi á milli Versl- unarráðs íslands og Félags ís- lenskra stórkaupmanna, en þau ráku saman Skrifstofu viðskiptalífsins. FÍS hefur myndað ný samtök, ísienska Birgir Rafn Jónsson, for- maður FÍS. Tilnefndur til stjórnar Lífeyrissjóðs versl- unarmanna. verslun, ásamt Kaupmanna- samtökunum og Bílgreina- sambandinu, í reynd í fullum fjandskap við Verslunarráðið. FORMAÐUR VERSLUNARRÁÐS FULLTRÚI FÍS Jóhann J. Ólafsson er í þeirri sérstöku aðstöðu að vera fulltrúi FÍS í stjórn lífeyr- issjóðsins, en jafnframt for- maður Verslunarráðs íslands. Stjórn FÍS hafði ákveðið að skipta um fulltrúa sinn í stjórn sjóðsins við stjórnar- skipti í byrjun mars og til- nefna í stað Jóhanns Birgi Rafn Jónsson, formann FIS. Þriðja janúar sl. sendi Jóhann bréf fyrir hönd Verslunarráðs til stjórnar sjóðsins og til- kynnti að ráðið myndi leggj- ast gegn hinni nýju tilnefn- ingu. Við þetta varð „trúnaðar- brestur" á milli Jóhanns og stjórnar FÍS, en stjórnin að- hafðist ekkert um sinn. í byrj- un febrúar skrifaði Jóhann stjórn sjóðsins annað bréf, aftur sem formaður Verslun- arráðsins, og bað um að stjórnin fjallaði um hvernig standa skyldi að kjöri fulltrúa í stjórnina ef ekki tækist sam- staða á milli hagsmunaaðila um tilnefningu. I kjölfar þess Jóhann J. Ólafsson, for- maður Verslunarráðs. Full- trúi tveggja andstæðra fylk- inga. Neitar að víkja úr stjórninni. ákvað stjórn FÍS að afturkalla umboð Jóhanns til setu í stjórn sjóðsins og bar við van- hæfni hans til að fjaila um málið, þar sem hann gætti þar hagsmuna Verslunarráðs- ins, en ekki FÍS. LÖGFRÆÐILEGA FLÓKIÐ MÁL Málsatvik svipuð þessum hafa ekki komið upp við val á stjórn Lífeyrissjóðsins áður og eru uppi ýmsar lagatúlk- anir, sérstaklega hvað varðar ákvæði í reglugerðum sjóðs- ins og í áðurnefndum samn- ingi frá 1958. í reglugerðinni, sem staðfest er af ráðherra, eru ákvæði um hlutfallskosn- ingu til stjórnar ef samkomu- lag tekst ekki um tilnefningu. Á þetta hefur aldrei reynt, en væntanlega myndu fyrirtæk- in, sem í hagsmunafélögun- um eru, greiða atkvæði í hlut- falli við framlag sitt í sjóðinn. Ljóst er þó að ekki verður unnt að koma við slíkri hlut- fallskosningu í tæka tíð fyrir áformuð stjórnarskipti í byrj- un mars. Annað álitamál tengist að- gerð stjórnar FÍS, „afturköll- un á umboði". og hvort hún stenst reglur félagaréttar. Lögmenn, sem PRESSAN Guðmundur H. Garðarsson, formaður sjóðsstjórnar. Lögfræðingarnir verða að leysa þetta. ræddi við, töldu líklegt að svo væri, sérstaklega með vísan til þess fyrirkomulags, að stjórn sjóðsins er ekki kjörin á aðalfundi, heldur tilnefnt í hana. Það fyrirkomulag veltur þó á friði um samninginn sem gerður var 1958. Ólíklegt hlýtur að teljast að Verslunar- ráð íslands gefi eftir áhrif sín á tilnefningar í sjóðsstjórn átakalaust og þá getur komið til uppsagnar samkomulags- ins. VANDAMÁL VINNUVEITENDA Guömundur H. Garöars- son, formaður stjórnar lífeyr- issjóðsins, sagði í samtali við PRESSUNA að lögfræðingar FÍS og sjóðsins hefðu það verkefni að skera úr um hver telst réttmætur fulltrúi FÍS í stjórninni. Hann sagði að stjórnin sem slík gæti ekki tekið á þessu máli að öðru leyti en því að gæta þess að fara með réttindi sín og skyld- ur eins og reglugerð segir til um. Þetta væri fyrst og fremst vandamál þeirra samtaka at- vinnurekenda sem hlut ættu að málinu. Karl Th. Birgisson Starfsmenn Hölds vott- uðu falsað skuldabréf

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.