Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 27 Nú þegar Sovétríkin hafa liðast í sundur opnast nýir ferðamöguleik- ar þar eystra. Ferðaskrifsstofan Úr- val-Útsýn hefur ákveðið að bjóða ís- lendingum í sérferð til Eystrasalts- landanna 29. júní næstkomandi. Árni G. Stefánsson, kennari við Kennaraháskólann mun stýra ferð- inni. Einnig verður farið til Sankti Pétursborgar, áður Leníngrad, og Helsinki í Finnlandi. Ferðin mun taka tvær vikur. Samvinnuferðir bjóða upp á tjald- ferðir um Bandaríkin fyrir ungt, hraust fólk á öllum aldri. Farið er í litlum rútum um þver og endilöng Bandaríkin. Hópurinn getur saman- staðið af allt að þrettán þjóðernum. Á leiðinni verður nóg við að vera. Menn geta farið í hestaferðir eða á gúmmíbátum niður fljót, svo dæmi séu nefnd. Hægt er að velja um ýms- ar leiðir innan Bandaríkjanna og ferðirnar eru mismunandi langar. fkemiti' Ráðherrar á ferð og flugi er vin- sæll blaðamatur hér um slóðir. Lík- lega eru fáar þjóðir í heiminum sem hafa jafn gaman af því að fylgjast með ferðum ráðherra sinna og við íslendingar. Svo mjög er okkur annt um þessar ferðir og reikningana sem sigla í kjölfarið að fjölmiðlarnir keppast um að upplýsa þjóðina um hótelkostnað, ferðamáta og matseð- il ráðherra og maka á hverjum stað. Erindagjörðirnar skipta minna máli. Að vísu má deila um hvort ráð- herrarnir hafi erindi sem erfiði á ferðum sínum eða hvort að um erf- iði hafi verið að ræða. Sumir vilja trúa því að ráðherra og forsetaferð- irnar séu þjóðinni til gagns. Það kann þó að vera að þeir hinir sömu klóri sér í hausnum og spyrji sjálfa sig hvað íslendingar græði á því að samgönguráðherrann fari til Eg- yptalands, eða menntamálaráð- herrann til Kýpur. Vel má vera að þessar ferðir borgi sig þegar til lengri tíma er litið. Og svo má spyrja, þarf allt alltaf að borga sig? Má enginn fara eitt né neitt án þess að það þurfi að borga sig? Hvað sem þessum vangaveltum líður er eitt víst, margur ráðherrann hefur farið víða og séð margt. Því er ekki úr vegi nýta sér þekkingu þeirra og forvitnast um lönd sem landsmönnum eru framandi og hul- in ævintýraljóma. Hér gildir hið fornkveðna, eins og annars staðar: (Ef þú hefur ekki efni á því, slepptu því, og spurðu ráðherrann). Með þessi orð að leiðarljósi var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver- andi iandbúnaðar- og samgöngu- ráðherra, fenginn til að segja okkur allt um Egyptaland. Þar var hann á ferð fyrir þremur árum og synti til dæmis í Níl eins og frægt er orðið. „Egyptaland hefur geysilegt að- dráttarafl út á menninguna og sög- una. sem er að mörgu leyti einstæð. Þarna eru, jú. nokkur af undrum veraldar. Þó maður hefði háleitar hugmyndir um það hversu mikil- fenglegar sumar þessara fornminja væru, þá varð maður síður en svo fyrir vonbrigðum. Ég hafði alltaf ímyndað mér að pýramídarnir væru það tilkomumesta af þessu, en satt best að segja fannst mér þeir fölna nokkuð í samanburði við hofin í Luxór. Egyptar hafa undanfarið verið að gera átak í ferðamálum. Þeir eru að draga afþreyingarmöguleikana inn í ferðamennskuna, sem áður var mjög vanþróað hjá þeim. Fólk kom þangað fyrst og fremst til að skoða fornminjarnar. Nú eru þeir að bjóða upp á svona samsetta ferð. Þannig getur þú farið til Egyptalands, verið í Kairó í nokkra daga, farið þaðan að skoða fornminjarnar og síðan eytt viku við Rauðahafið. Þar er verið að byggja upp baðstrandaaðstöðu á heimsmælikvarða." Hver var tilgangur þessarar ferö- ar? „Það var að einhverju leyti til að koma á tengslum milli egypskra ferðamálayfirvalda annars vegar og Flugleiða og Ferðamálaráðs hins vegar. Tíu manna hópi var boðið til vikuferðar og úr varð að ég fór í for- ystu fyrir þeim hópi sem samgöngu- ráðherra. Þetta var þó ekki venjuleg ráðherraheimsókn. Samsetningin á hópnum var allt öðruvísi en þegar um venjulegar ráðherraheimsóknir er að ræða. Þetta var gott þversnið af, annars vegar ferðageiranum og hins vegar fjölmiðlaheiminum." ■tfættutediit Lítið hefur verið um ferðir héðan til ísrael. Úrval-Útsýn ætlar að opna landsmönnum leið þangað næst- komandi nóvember. Þetta verður tveggja vikna sérferð og farið verð- ur um biblíuslóðir undir fararstjórn fróðra manna. Samvinnuferðir bjóða landsmönn- um á villidýraslóðir í Kenýa, í Afr- íku. Villidýrin ganga laus en ferða- langar keyra um í opnum jeppum, þó sæmilega girtum. Gist er í ný- tísku skálum eða tjöldum og heyra má einkennileg hljóð í dýrunum í næturkyrrðinni. Svartari nótt mun vart finnast á öðrum slóðum, enda er Kenýa rétt sunnan við miðbaug. Frá villidýraslóðum er hægt að bregða sér í næstu strandborg, sem skartár hvítum stórum baðströnd- um. Þar er líka auðvelt að blanda geði við hina ýmsu ættbálka og fá sér afró-greiðslu. tií Jjuu>- mmckcm íslenskar fjallaferðir ætla á næst- unni að bjóða landsmönnum upp í snjósleðaferðir. Ekið verður með hópa úr bænum að Sigöldu og það- an farið á snjósleðum til Land- mannalauga. Þar bíður manna upp- hitaður skáli Ferðafélags íslands og laugin í næsta nágrenni. Boðið verður upp á helgarferðir og mun pakkinn kosta 25 þúsund krónur. í verðinu er innifalið ásamt sleða- ferðinni, akstur úr bænum, gisting og fararstjórn. Auk þessa verða einnig í boði styttri sleðaferðir frá Lyngdalsheiði og Hellisheiði. í sumar er fyrirhug- að að fara upp á Mýrdalsjökul og þaðan á sleðum yfir Kötlu. Þar ku vera stórgott skíðafæri. Áhuga- menn um skíði og sleða geta þá slegið tvær flugur í einu höggi. I kjölfar hinnar frægu Egyptalands- ferðar þáverandi landbúnaðarog samgönguráðherra okkar, Stein- gríms J. Sigfússonar, stendur ís- lensku alþýðufólki nú til boða að fara þangað á vegum Samvinnu- ferða. Þar geta menn baðað sig í Níl- arfljóti að hætti Steingríms, eða not- að sér lúxus snekkju og siglt niður fljótið, stoppað á merkum stöðum og tekið í nefið. hótet SELFOSS Eyrarvegi 2, sfmi 98-22500 Leigjum út, allt að 400 manna sali fyrir ráðstefnur, fundi og árshátíðir. Aðstaðan er fyrsta flokks og við leggjum metnað okkar í góðan mat og Iipra þjónustu. Einstæð náttúra landsins laðar að sér erlenda ferðamenn. Ferðamálaráð hvetur íslendinga til að ferðast um eigið land - allan ársins hring

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.