Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 'WtMÍcl dettcci fafiát l JíeefVi fici úecfwi tHÍKH&t 4f<« Töffara Steinunn Halldórsdóttir stjórnmálafræðispekúlant og söngnemi „Svona gœja...þú veist dömuhúkkara, á stór- um amerískum bíl. “ Stefán Jónsson leikari „Mér detta í hugýmsir töffarar og þá sérstak- lega Bobby Harrison. “ Helga Stefánsdóttir leikmynda- og búningahönnuður „Mér dettur t hug svona hallœrisleg týpa. “ Eyþór Amalds tónlistarmaður „John Wayne. Ása Björk Ólafsdóttir alvegaðverða myndlistarkona „Það eru svona hljóm- sveitagœjar sem þurfa að vera voðalega kaldir út á við...yfirleitt karlmaður sem má ekki sýna tilfinningar. “ Steingrímur Másson kvikmyndagerðarmaður „Sólgleraugu og leður- jakki. “ Ingibjörg Gréta Gísladóttir leikkona „George Michael. “ Alfreð Gíslason handknattleiksmaður „Fyrst og fremst ein- hver sem þykist vera eitthvað annað en hann er. “ Berglind Jónsdóttir módel „Dóttir mín...hún er töffarinn minn. “ HJÁTRÚ & ^ HRAKFALLABÁLKAR í LEIKARASTÉTT KLUKKAN TIFAR, FIMM MÍNÚTNA KALL AFST/CÐIÐ. LEIKARARNIR ERU BÚNIR AÐ UNDIRBÚA SIG í NOKKURN TÍMA. HJÁTRÚ OG SKRÍTNIR SIÐIR ERU OFTSINNIS HLUTI AF UNDIRBÚNINGI HINNA EIN- STÖKU LEIKARA OG MÁ ÞAR NEFNA ÓNEFNDU LEIKKONUNA SEM HAFÐI ÞAÐ FYRIR SIÐ AÐ FARA ALLTAFÁ KLÓSETTIÐ FYRIR SÝNINGAR OG TAKA NOKKRAR ERRRR ÆFINGAR. STUTTU SÍÐAR ER LEIK- URUM SAGT AÐ FARA Á SVIÐ. TÍMI UNDIRBÚNINGS ER AFSTAÐINN. Ónefndur leikari uppgötv- aöi það einn daginn að tösku- tuðra ein hafði alltaf legið í aftursæti bílsins hans á með- an á sýningum stóð. Hann var sannfærður um að hér væri á ferðinni lukkumerki mikið. Svo fór einn dag þegar leikar- inn var mættur rétt fyrir sýn- ingu að hann man skyndilega að taskan er horfin úr aftur- sætinu. Nú voru góð ráð dýr. Ekki var um annað að ræða en að bruna heim, sækja tuðruna og leggja hana í aft- ursætið, hvar hún og lá á meðan á sýningu stóð. Ætli það hafi reddað sýningunni? Það er viss hætta sem felst í því að vera hjátrúarfullur, því þegar eitthvað ber út af getur allt farið í vaskinn. Steinn Ármann Magnússon lenti í því óláni á 13. sýningu Gledispilsins að slasast. í skylmingasenu milli Krist- Sögur fara af því aö Gísll Al- freösson taki slg stundum mátulega hátíðlegan jáns Franklín og Steins verð- ur Kristjáni það á að höggva til Steins og hæfa vísifingur- inn. Tókst ekki betur til en svo, að höggvin var í sundur sin í fingri Steins. Síðan þá hefur hann ekki þorað að breyta því í hvaða röð hann klæðir sig eða gengur frá búningnum eftir sýningu. Fleiri leikarar hafa orðið fyrir óhöppum á sýningum og virðast þeir velflestir þrauka til enda þó slasaðir séu. Jóhann Sigurdarson fékk eitt sinn sverð í höfuðið í lokaatriði á Guörúnu eftir Þórunni Siguröardóttur. Jó- hann og Jón Hjartarson skylmast með þeim afleiðing- um að Jóhann fær þungt vík- ingasverðið í höfuðið og foss- blæðir. Að sýningu lokinni þurfti að sauma ein átta spor. Jóhanni tókst þó ekki betur til en svo á námsárum sínum í Leiklistarskólanum að hlaupa eitt sinn í gegnum dyr, sem skrúfa stóð niður úr, og rotast. Sagan segir að kallað hafi verið á sjúkrabíl í það skiptið. Óg enn meira af Jóhanni. Þroskahefti drengurinn í Jóa eftir Kjartan Ragnarsson er ein af minnisstæðari persón- um sem Jóhann hefur leikið. Leikhópurinn fór eitt sinn í pláss úti á landi með sýning- una og gisti Jóhann hjá vina- fólki sínu. Daginn eftir sýn- ingu kemur nágrannakona í heimsókn og þurfti mikið að tjá sig um leikritrið og flokk- inn. I lokin segir hún að það „Lelkari þarf aö kunna textann slnn og ganga ekki á húsgögn," segir Erllngur Gfslason Jón Hjartarson haettl ekki fyrr en Jóhann Sigurðarson var komlnn meö gat á höfuöiö og fossblæddl úr hljóti að vera óskaplega erfitt fyrir leikflokkinn að hafa svona þroskaheftan mann með í hópnum. KJÓLLINN ER VESTAST í VESTURBÆNUM Þegar stutt er í sýningu er oft lítill tími til að bjarga hlut- unum. Njáls saga var sýnd undir berum himni í Rauðhól- um þegar Bryndísi Petru Bragadóttur varð það á gleyma kjólnum sínum vest- ast í Vesturbænum. Bryndís var á gamalli Polones Fiat-bif- reið sem hafði aldrei komist upp úr 60. Ekki fyrr en þenn- an umrædda dag. Klaufaleg atvik sem þessi koma alltaf upp annað veifið. Það er líka sagt að sumir leik- arar séu með eindæmum miklar brussur og leiklistar- nemendur gæddir þessum Bryndís Petra Bragadóttir. Kjóll- Inn er vestast í Vesturbænum eiginleika eru gjarnan kallað- ir tjaldariðlar. Þeir eiga það til að ganga á leikmyndina þeg- ar læðst er baksviðs meðan á sýningu stendur. Þórarinn Eyfjörö var tjaldariðillinn í sínum bekk og Olafur Guö- mundsson fékk sömu nafn- bót á sínum skólaárum. í þessu sambandi á Erlingur Gíslason að hafa sagt við nemendur sína í Leiklistar- skólanum að tvennt væri það sem þeir þyrftu að kunna. í fyrsta lagi textann og í öðru lagi að ganga ekki á húsgögn. Þegar Bílaverkstœöi Badda var sýnt í Valaskjálf á Egilsstöðum að viðstöddum menntamálaráðherra og fyr- Eggert Þorleifsson skrúfaði og skrúfaöi frá vatninu en án ár- angurs Krlstján Franklín hjó I sundur sin á vísifingrl Steins Ármanns Magnússonar irfólki sveitarinnar lét Jó- hann sér ekki nægja að rek- ast utan í húsgögn heldur ein- faldlega eyðilagði sviðs- myndina. Undir lok leiksins kemur Jóhann askvaðandi inn á svið og er í miklum ham, ræðst að Arnari Jóns- syni og hyggst drepa hann með dempara. Arnar snýr sér snöggt við, Jóhann fellur í Steinn Ármann Magnússon segist vera orðinn hjátrúarfullur eftir að hann slasaðist á 13. sýningu Gleðispilsins gólfið og lemur af öllu afli með demparanum. Leik- myndin gaf sig og fór alveg niður í miðjunni. ÞEGAR TAUGARNAR KITLA BLÖÐRUNA Klaufalegu atvikin eru oft stutt frá því að vera neyðar- leg. A einni sýningu Sumar- daga í Skemmunni á liðnu ári hittast tveir leikarar á bað- strönd. Allt í einu berst ógur- legur hávaði inn á svið og er sem eitthvað leki. Laus vegg- ur skildi að sviðið og klósett leikaranna, en einmitt þar sat Bára Lyngdal Magnúsdóttir og var henni þessi ósköpin öll mál að pissa. Svona er þegar taugarnar kitla blöðruna. At- höfnin tók langan tíma, glumdi vel inni í sal og heyrð- ist greinilega hvað var um að vera. Á hinn bóginn lenti Eggert Þorleifsson í því í Stldin kem- ur, síldin fer, í Skemmunni, að vatnsleysi kom honum í vanda. Eggert átti að skola síld af miklum krafti en ekk- ert vatn kemur úr slöngunni. Hann skrúfar og skrúfar frá krananum en ekki kemur svo mikið sem einn dropi. Tækni- menn átta sig á því að farist hefur fyrir að skrúfa frá krana baksviðs og hlaupa til. í sömu svifum snýr Eggert sér við með slönguna í hendinni og vill ekki betur til en svo að vatnið gusast þá af miklum krafti úr slöngunni yfir leikar- ana og á áhorfendur. Það fer minna fyrir senu- þjófum í íslensku leikhúsi í dag en áður var. Má segja að slíkt hafi eiginlega verið Taliö er að Gísli Halldórsson hafi aldrei veitt blaðaviötal íþrótt sumra leikara og við- gekkst þá oft mikill prakkara- skapur. Pétur Einarsson dó eitt sinn á sviði og lá hann í sannfærandi stellingu fremst á sviðinu. Sex meðleikarar röðuðu sér í kringum hann og settu upp á axlir sér mjög virðulega, þrír hvorum meg- in, og báru hann upp allt svið- ið, þannig að höfuðið vísaði aftur á bak í salinn. Þá tók einn þeirra þéttingsfast innan á lærið á honum, kleip fast og sneri mjög hægt og rólega upp á svona rétt til að vita hvað Pétur þyldi. Pétur var náttúrlega steindauður og mátti engin viðbrögð sýna. Sagan segir að um leið og af sviðinu var komið hafi Pétur gjörsamlega brjálast. REYKT OG HRÓPAÐ „LIFI KONUNGURINN” Það er alltaf spaugilegt að Á námsárunum hljóp Jóhann Sigurðarson á skrúfu og rotaö- ist heyra sögur af leikurum sem taka sig mátulega hátíðlega. Eitt sinn þegar Gísli Alfreös- son lék smáhlutverk var sagt að hann hafi átt það til að standa við tjöldin, og stund- um hafi hann teygt sig aftur og íengið sér smók úr sígar- ettu sem hann geymdi þar. Þess á milli var hann frammi og hrópaði: „Lifi konungur- inn". „Já, þetta er fyndið," að hætti Klemens Jónssonar Önnur saga hermir að sum- ir gamli leikarar eigi erfitt með að sætta sig við hvað þeir eru orðnir gamlir. Þann- ig leika þér „upp fyrir sig“ þegar þeir leika gamalmenni, reyna að sýnast ennþá eldri en þeir eru, þó svo að þeir séu í raun að leika jafnaldra sína. Umtalað dæmi er Gísli Hall- dórsson og göngulagið hans í Börnum náttúrunnar. Gísli er um sjötugt og leikur því mann á sínu reki, en gengur eins og hann sé níræður. Af öðru er Gísli þekktur meðal blaðamanna, því talið er að hann hafi aldrei veitt blaða- viðtöl. Oftsinnis hefur verið hringt í hann, en hann alltaf sagt nei. Pétur Einarsson hefur há sárs- aukamörk sem dauður maður Og ein saga í lokin. Árni Tryggvason og Klemens Jónsson skemmtu oftlega saman hér á árum áður. Kle- mens var frægur fyrir að hafa skrítinn og lítinn húmor og átti til að segja hugsi þegar honum var sagður brandari: „Já, þetta er fyndið" í stað þess að hlæja. Klemens hittir eitt sinn Flosa Ólafsson á hestamannamóti í Skagafirði og spyr sá síðarnefndi hvert erindið sé. Klemens segir þá Árna hafa verið fengna til að kynna. „Ha, rasskinnar?" segir þá Flosi. Þetta þótti Kle- mens fyndið og ákveður að nota brandarann í opnunar- ræðu sinni. Klemens stígur í pontu og býður gesti vel- komna á hestamannamótið. Síðan bætir hann við: „Við Árni Tryggvason höfum ver- ið fengnir til að vera rassþul- ir". Anna Har. Hamar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.