Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 37 ✓ I upphafi marsmánaðar mun skýr- ast hvort ríkisstjórnin þarf að grípa til svokallaðra tilsjónarmanna. Er ætlunin að svipta þá forstöðumenn ríkisstofnanna fjárráðum sem ekki halda sig innan fjárlaga. Innan ríkis- stjórnarinnar mun vera mikill vilji til að beita þessu ráði umsvifalaust og því gætu ráðherranir fengið tækifæri fljótlega ... s k-Ftíf fundahöld hafa að undan- förnu verið hjá Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra út af niður- skurðinum. Það hef- ur vakið athygli að Svavar Gestsson, fyrrverandi mennta- máiaráðherra, hefur sótt flesta þessa fundi. Á fundinum í Kópavogi fyrr í vik- unni var einnig Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi fjármálaráð- herra mættur þannig að augljóst er að þeir félagar fylgjast vel með mál- um nema að þeir eigi svona mikið af börnum en þetta voru foreldrafund- ir... Vantar kraftmikil sölubörn í hin ýmsu hverfi Reykjavíkur og nágrennis. GÓÐ SÖLULAUN Upplýsingar í síma 62-13-13 Þann 1. febrúar sl. gengu í gildi breytingar á lögum um almannatryggingar sem varða grunnlífeyri elli- og örorkulífeyrisþega. Stærstur hluti lífeyrisþega, eða um 90% þeirra, verður ekki fyrir neinni skerðingu. Lífeyrisgreiðslur þeirra haldast óbreyttar. Skerðing grunnlífeyris á sér einungis stað ef atvinnutekjur eru umfram 66 þúsund krónur á mánuði. F>á skerðist grunnlífeyririnn um 250 krónur fyrir hverjar 1000 krónur í atvinnutekjum umfram 66 þúsund krónur á mánuði. Greiðslur úr lífeyrissjóðum og almannatryggingum hafa ekld áhrif til lækkunar. Slíkar greiðslur skerða ekld grunnlífeyrinn. Við mat á atvinnutekjum er miðað við síðasta skattframtal, þ.e. framtaldar tekjur ársins 1990. Hafi atvinnutekjur elli- og örorkulífeyrisþega lækkað frá atvinnutekjunum árið 1990 getur lífeyrisþegi átt rétt á hækkun grunnlífeyris hafi grunnlífeyrir verið skertur þann 1. febrúar sl. Upplýsingar þar um má fá hjá Tryggingastofnun ríkisins og umboðsskrifstofum hennar. Þeir, sem þurfa á frekari upplýsingum að halda um þessar breytingar, vinsamlega snúi sér til ráðuneytisins í síma 91-609700 eða til Tryggingastofnunar ríkisins í síma 91-604400. Reykjavík, 4. febrúar 1992 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið SET SNJÓBRÆÐSLURÖR Fullnýtum orku heita vatnsins meö SET - snjóbræöslurörum undir stéttar og plön. SET - snjóbræðslurör eru gerð úr fjölliöa poly propelyne plastefni af viðurkenndri gerö. Hita- og þrýstiþol í sérflokki. SET - snjóbræöslurör og hitaþolin vatnsrör eru framleidd í eftirfarandi stæröum 20 mm, 25 mm, 32 mm og 40mm. EYRAVEGI 43 • 800 SELFOSSI Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.