Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 — Fyrir skömmu var Dauíö Scheuing Thorsteinsson iðn- rekandi staddur á fundi hjá Félagi matvörukaupmanna og hélt þar tölu, þar sem hann kom inn á hina hörðu samkeppni í búðabransan- um. Davíð var ekkert að skafa af þvf og líkti kaup- mönnum við æsina í Val- höll, sem börðust um á blóðugum vígvöllum allan daginn, féllu en risu upp aftur að kveldi, átu, drukku og skemmtu sér til morg- uns, en héldu þá út á víg- völlinn að nýju . . . — Árið 1976 kostaði sígar- ettupakki 220 krónur og nú kostar hann 229 krónur. Árið 1976 kostaði mjólkur- lítrinn 61 krónu en nú kost- ar hann 68 krónur. Fyrir þessar tvær vörutegundir voru því greiddar álíka há- ar upphæðir þótt 16 ár séu þarna á milli. Hitt er annað mál að krónan í dag er allt önnur en krónan þá og nægir aö nefna niöurskurö- inn á núllunum foröum. Kf þessi núllaniðurskurður hefði ekki komiö til má til gamans nefna að sigarettu- pakkinn mundi kosta tæp- lega 22 þúsund krónur, hálft kíló af samlokubrauöi tæplega 14 þúsund, kílóið af smjöri yfir 55 þúsund og lítil kókflaska tæplega 7 þúsund. Og meðalstór íbúð seldist á um hálfan milljarð króna . . . Ríkisskip hafa nú verið seld og hafa þannig alveg óvart orðið fyrsti liðurinn í einkavæðingu ríkisstjórnarinnar Fyrirtækið var vafalaust hið mesta þarfaþing, en samt er eins og enginn sakni þess nema starfsmennirnir. Þeir vissu auðvitað best hve nauðsynlegt það var og vildu ólmir kaupa eigin ríkisskip. En það var hægara um að ræða en í að komast. Þeir þurftu nefnilega að hugsa sig um. Alveg voðalega lengi. Jón Olafsson í Skífunni hefði líklega keypt fyrirtækið 20 sinnum á þessum tíma, en á meðan voru starfsmennirnir enn að velta fyrir sér tilgangi og „hvaða hlutverki félagið hefur gegnt í strandsiglingum hér við land...“ (Og fyrst þeir höfðu ekki svör á reiðum höndum geta menn ímyndað sér hvemig öðrum hefði gengiðf) — Svona á ekki að kaupa fyrirtæki og úr þessu Ríkisskipaspilið. Sá tapar, sem eignast fyrirtækið! IPASPIUÐ s DS Þú ræSir viS Eykon um móliö og bíður tvo leiki. S*£eoen,b' kur filbopvOr 21 OldóSer ^lesennber 'er 'h°nustnafnor>'9nir 'rQr- °sfu. Is° m \° »\aW 'nin9i é - JólohótíS dynur óvænt yfir! BíSio í tvo leiki. Desember 1 9et'° ' o9 sWsO' •V Íunnóvemb ráðfferma9arhíftið , verða viiÍa k°upas,ZínQmenn, í '°PPuna oa U \vera í frið »er ! Þ,ð c>fhatamniíier kióstnnirnir Undirb \öno' irrvrv'OQ 'Unin9snefnd \ Þú hittir Halldór Blöndal á götu og missir úr leik. 5e^^°ðber / 30. deS®5netÍd Und'rb0"'a^ar og .fl ykkar svor .\bo&ið\ \úf°\fdesember HO deSe4t> i 1 KS,n °9 se'l° eitt skip 11 \Z. \° oí»ar t>,b Jai 14. janúar Ráðherra svarar og segir ykkur a& gleyma þessari vitleysu 5. janúar , Þið skrifiS bréf og spyriib hvermg strandsiglingar veröi niburgreiadar HAMRINUM SLEGIÐ í HAFFJARÐARÁ? Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hefur auglýst til nauðungarupp- hoðs hina umtöluðu Haffjarð- ará í Kolbeinsstaðahreppi og fjölda jarða við ána. Þetta eru eignir erfingja Richards Thors, síldarkóngsins í Kveld- úlfi. Skráðir eigendur eru Helga Kr., Jóna I., Þóröur og Richard R. Thors. Uppboðin eiga að fara fram vegna papp- TVÍFARARNIR TVÍFARAKEPPNl PRESSUNNAR - 31. HLUTI Enn sannar tvífarakeppni PRESSUNNAR að þegar menn eru líkir í útliti eru þeir líka tvíburar í andanum. Hér eru tveir tónlistarmenn; Vemharður Linnet og El- ton John, eins og steyptir í sama mót. Báðir búlduleit- ir með prakkarasvip og báðir með gleraugu. Gleraug- un hans Eltons em að sjálfsögðu flottari, enda þarf hann ekki að draga fram lífið á launum dagskrárgerð- armanna Ríkisútvarpsins. Og báðir em þeir í tónlist- inni á fullu; Elton uppi á sviði en Venni á bak við tjöld- in. Og ef Elton væri ekki svona háður peningunum léti hann sveifluna sjálfsagt eftir sér. EinsogVenni. íra upp á 62 milljóna króna skuldir, fyrir utan vexti og kostnað. Thorsarar hafa á umliðnum árum átt í miklu stríði við bændur á svæðinu og dóm- stólar haft nóg að gera af þessum sökum. Leiguliðar ættarinnar hafa yfirgefið býl- in hvert á fætur öðru og hús flest í niðurníðslu. En lax- veiðiáin er gjöful og fyrir nokkrum árum voru tvö til- boð í veiðiréttindin í gangi, upp á 100 til 115 milljónir króna að núvirði, og þá tald- ist hreinn arður af ánni vera nálægt 12 milljónum króna á sumri. Annars vegar voru út- lendingum boðin réttindin, hins vegar buðu í þau Sigurd- ur Helgason eldri í Flugleið- um, bróðir hans Gunnar og fleiri aðilar. Einnig ríktu erjur milli heimamanna í A-Húnavatns- sýslu og Ingimundar Sigfús- sonar í Heklu vegna hins forna höfuðbóls Þingeyra í Sveinsstaðahreppi. Jörðin er í eigu Heklufjölskyldunnar og sömuleiðis Sigríðarstaðir við Vestur-Hóp og þessum eignum fylgja dýrmæt lax- og silungsveiðiréttindi í Vatns- dalsá, Víðidalsá og í Sigríðar- staðaósi og gefa þau umtals- verðar tekjur. I tilfelli Þing- eyra er lax- og silungsveiði metin í fasteignamati á 43 milljónir. RONUM ÚTHÝST ÚR RÍKINU í síðustu viku lukust upp, í fyrsta sinn, gáttir hins nýja ríkis, Austurríkis svokallaðs, í Austurstræti. Um sama leyti var í hinsta sinn lokað ríkinu sem um árabil hefur verið við Lindargötuna, og varla mikil eftirsjá að því. Líklega hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að sett væri upp brennivíns- verslun við sjálfa höfuðgötu Reykjavíkur og það án þess að bindindispostular mót- mæltu nema lítillega. Ekki þar fyrir að stundum hafi ekki verið nógu sukksamt við vesturenda Austurstrætis. Þar stóð til dæmis kippkorn frá á síðari hluta nítjándu ald- ar búlla sem í daglegu tali gekk undir nafninu Svínastí- an og var athvarf mestu drykkjurúta bæjarins. Ein höfuðástæðan fyrir því að ríkið er sett upp er sú að nú á að gera úrslitatilraun til að blása lífi í verslun í Kvos- inni, sem virðist í andarslitr- unum. Þá er bara spurningin hvort ríkið laði að sér „rétta” fólkið. Drykkjumenn, úti- gangsfólk og rónar verða varla mikil féþúfa fyrir kaup- menn í nágrenninu. Þetta er hins vegar fólk sem þarf að fá sína þjónustu í ríkinu, rétt eins og aðrir landsmenn og kannski miklu heldur. Því er hálfpínlegt að sjá Bóbó á Holtinu'og öðrum þekktum útigangsmönnum úthýst úr ríkinu á föstudegi, líklega vegna þess hversu fínt er þar HVAÐAN KOMU BÚNINGARNIR? Við Islendingar ætlum okk- ur ekki stóra hluti á Ólympíu- leikunum í Albertville, en við ætlum að vera með. Það skiptir höfuðmáli. Þátttaka okkar á leikunum virðist líka ætla að vera með snurðulaus- ari hætti en í Calgary fyrir fjórum árum. Og þó. Fátt er meira umtalað þessa dagana en búningarnir sem íslenska skíðaliðið klæddist við setn- ingarathöfnina. Menn spyrja í forundran: Hvaðan komu þessar flíkur, og þá ekki síst fötin sem Ásta Halldórsdóttir fánaberi var látin klæðast, þessi frísklega og hraustlega stúlka? Þarf að fara fram op- HOLL, HVAMMUR OG VOÐMÚLASTAÐAMIÐHJÁLEIGA Fimm algengustu nöfn á sveitabæjum land$ins eru í réttri röð Hóll, Hvammur, Grund, Hof og Gröf. Að minnsta kosti 110 bæir bera eitthvert af þessum nöfnum. Skammt á eftir koma bæjar- nöfnin Bakki, Hlíð, Brekka, Holt, Höfði, Múli, Bær, Fell, Hraun og Garður. Eitthvað um 250 virk býli bera éitt- hvert af ofangreindum nöfn- um. Það er því ekki hægt að segja að bændur og landeig- endur landsins hafi almennt látið frumlegheitin ríkja þeg- ar vatni var ausið á bæina. Þeir hafa margir einfaldlega litið á næsta kennileiti, séð hólinn, hlíðina eða brekk- una, og látið gott heita. En ekki eru eða voru allir svona ófrumlegir. Við drúp- um höfði í virðingarskyni við þann sem nefndi bæinn sinn Voðmúlastaðamiðhjáleigu ( í A-Landeyjahreppi í Rangár- vallasýslu). Meðal djarfra bæjarnafna eru einnig Brak- andi, Dunkur, Egg, Einbúi, Gaul, Glóra. Hægindi, Kast- ali, Komma, Kökkur, Pula, Punktur, Sarpur, Skip, Skjálg, Sperðill og Vaðall. Við getum hins vegar ekki séð að nokk- ur bær heiti Hrútspungur. inber rannsókn til að komast að því? Vinsæl kenning er sú að Flugleiðir hafi hlaupið undir bagga með skíðamönnum. Flugleiðamenn hafi kafað djúpt ofan í kjallara og fundið þar tuttugu ára gamla flug- freyjubúninga sem þeir hafi af rausnarskap gefið Skíða- sambandinu . . . HANDBOLTA- HETJUR KANNA HEILBRIGÐIS- MÁLIN Morgunblaðið hefur birt niðurstöður skoðanakönnun- ar um afstöðu manna til heil- brigðismála, hvort eigi að einkavæða á þvi sviði, hvort menn vilji borga aukalega fyrir aukaþjónustu og svo framvegis. Framkvæmdaraðili könn- unarinnar er markaðsþjón- ustufyrirtæki sem heitir ís- lenskar markaðsrannsóknir hf. Eigendur hlutafélagsins eru m.a. hressar handbolta- hetjur úr Garðabænum. Gunnsteinn Skúlason versl- unarmaður og sonur hans úr Stjörnunni Skúli Gunnsteins- son viðskiptafræðingur. Þess má í gamni geta að kaup- staða á milli verja fáir eða engir eins litlu fé til heilbrigð- ismála og Garðabær.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.