Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 13. FEBRÚAR 1992 43 LÍFIÐ EFTIR VINNU Kristín Jóhannesdóttir starfstúlka á Blúsbarnum og þjónn á Pétursklaustri Hvað ætlar þú að gera um helgina, Kristín? ,,Á föstudagskuöldid verd ég að vinna á Péturs- klaustri en á laugardags- kvöldið fer ég í fertugsaf- mœli. Ogégvœntiþessað það verði mjög gaman. Sunnudeginum œtla ég síðan að eyða heima við með barninu mínu.“ Margrét; kannsk! skki stóra breikið og stórlaxa frá útlöndum. Pað er dá- lítið kátlegt að sjá svona lið una sér hið besta í þeim frjálslega og intíma andblee mussuáranna sem ríkir í þessu gamla timburhúsi, innan um svolítið hrörlegar antíkmublur, út- saumsmyndir og bróderaða dúka. Staðinn vantar nefnilega öll form- legheit sem yfirleitt eru ríkjandi á svo dýrum veitingahúsum, það er baeði kostur hans og löstur. Viðmót þjónustufólksins er alllíkt þvi sem tiðkaðist í grasaeldhúsum hippa- timans, alúðlegt og óþvingað. Kokk- arnir koma fram og kikja yfir öxlina á gestunum. Þetta getur náttúrlega verið skemmtilegt, en samt er eins og staðurinn verði hálf losaralegur fyrir vikið. Rúnar Marvinsson er óvefengdur meistari i eldhúsinu, frumkvöðull i fiskáti á Islandi; samt hefur maður á tilfinningunni að þetta sé orðið einum of auðvelt fyrir hann, að það sé ekki sama kapps- mál fyrir hann og áður að maturinn sé nýstárlegur og æsandi — að hann sé svolitið staðnaður. LEIKHÚS • Ljón i síðbuxum & Rugliö. Leik- félag Reykjavíkur stendur dálítið höllum fæti í samkeppninni við Þjóðleikhúsið þessa dagana. Þessi tvö verk, Ljón i siðbuxum eftir Björn Th. Björnsson, og Ruglið eftir Jo- hann Nestroy, hafa notið mátulegrar hylli leikhúsgesta og eru bæði á út- leið af fjölunum. Af þvi tilefni verða miðar á þau seldir á hálfvirði, litlar 800 krónur. Ljón i siðbuxum fim. & lau, Ruglið fös. & sun. kl. 20. • Óþelló. Þótt Garðar Cortes hafi máski aldrei verið fullkominn dram- atískur tenór á ítalska visu þykir hann vinna nokkurn sigur í þessu meistarastykki Verdis. Keith Reed í HALFHRÆDD Vlf> EVRÓVI51 „Ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta stóra breikið en þetta gefur manni náttúrlega gott tækifæri," segir Margrét Eir Hjartardóttir, sem syngur lagið „Þú mátt mig engu leyná1 í Evróvisjónkeppn- inni. Margrét Eir er frekar lítt kunn söngkona en hún nem- ur söng í Tónlistarskóla Reykjavíkur og á síðasta ári vann hún söngkeppni fram- haldsskólanna. En er ekki lítt reynd söng- kona dauðhrædd við að láta þjóðina vega sig og meta í svona keppni? „Jú, maður er auðvitað hálfhræddur við þetta, en ég er alls ekki feim- in við að koma fram. Ég er upp með mér af því að hafa verið valin til að syngja í keppninni hérna heima og finnst það heiður," svarar hún. Margrét .Eir segir að sér finnist persónulega að ungir listamenn eigi að fá að reyna sig í keppni eins og Evróvi- sjón. Það sé engin ástæða til að láta sömu listamennina keppa ár eftir ár. Það iýsi líka kjarki höfundanna að þeir þori að fá til liðs við sig unga og efnilega listamenn en séu ekki alltaf með gömlu refina. En er þetta gott lag sem hún syngur? „Já, þetta er hresst, skemmtilegt og gríp- andi lag. Það þarf kannski að hlusta á það nokkrum sinn- um,“ er svarið. AF LIFI OC SAL Helmingur krakkanna í þungarokkinu, hinir í hipp-hopp og house. ACNAR SELUR HÚFUR BARIR • Þótt næturlíf Reykjavíkur sé að sumu leyti Ijósárum á eftir þeim borgum, sem við miðum helst við á þeim vettvangi (New York og Bang- kok), hefur það þó ótvírætt tekið stakkaskiptum til hins betra síðast- liðin ár. Fyrir tíu árum hefði það til að mynda verið óhugsandi að fara á bar í miðri viku án þess að vera stimplaður drykkjusjúklingur, sjó- maður eða námsmaður. Eftir að fyrstu pöbbarnir voru opnaðir og seldu illa spækaðan pilsner fylltist allt í miðri viku, en það var ekki alveg að marka. Þeir gestir hefðu eins sótt kirkjubingó, ef einhver hefði borið út að þau væru „inni" og lagt eins og einum BMW fyrir utan. Nú er öldin önnur. Það er hægt að fara á bari á borð við 22 og fá sér einn koníak, setjast niður og róa taugarnar eftir daginn. Og fólkið er fjölbreyttara: Gyðja nýkomin á lögaldur, Ijóðskáld Hallgrímur Thorsteinsson útvarpsmaður „Þetta er á Krókum hjá Helgu Bjartmars og Halla ThorsL Skiljið eftir nafn og númer, en ekkert endilega heimilisfang eða kennitölu, eftirpípið. Thisisat Krókar home of Helga Bjartmars and Halli Thorst. Pleaseleavea message." lítillega viö skál, starfsmaður Mork- inskinnu (er þaö pkki sólbaösstofa?), Jói Motorhead, margræöar lista- konur, aö ógleymdum yðar einlæg- um, sem ætlar aftur á tvo tvo um helgina. POPPIÐ • Undir fálkanum er nýleg sveit sem telur hvorki meira né minna en átta manns. Hún spilar á Staðið á öndinni í kvöld, fimmtudagskvöld. Við vitum ekki hvaða fálki þetta er eða hvað allt þetta fólk er að gera undir hans verndarvæng en hitt vit- um að í bandinu er maður sem spil- ar á saxófón. • Sálin hans Jóns míns birtist Hafnfirðingum á föstudagskvöldið og verður í Firðinum. Sálina er að sjálfsögðu óþarft að kynna í löngu máli. En við ætlum að segja frá þvi að Atli Örvarsson hljómborðsleikari er á leið til Bandaríkjanna. Hann ætl- ar að nema við hin virta Berkeley skóla í Boston. Þetta vissuð þið ör- ugglega ekki. • Smellir með Ragga Bjarna I far- arbroddi ásamt Evu Ásrúnu Al- bertsdóttur verða í Danshúsinu Glæsibæföstudags- og laugardags- kvöld. Spili þessi hljómsveit smelli þá hljóta Eva og Raggi að taka Hit „Já, ég held að það sé alveg ástæða fyrir fólk að koma og hlusta á okkur," segir Sig- mundur Sigurgeirsson, með- limur í soulog brassbandinu „Af lífi og sál". Hann er að svara þeirri spurningu hvort Af lífi og sál sé góð hljóm- sveit. Af lífi og sál kemur fram í fyrsta skipti opinberlega á fimmtudagskvöldið á Tveim- ur vinum. Þetta er splunku- nýtt fyrirbæri og það ekki af minni gerðinni, því sveitar- meðlimir eru átta talsins. Tónlistin er úr ýmsum áttum, en meðal annars flytja þau iög úr kvikmyndinni Comm- itments eftir Alan Parker. í sveitinni eru, auk Sig- munds, Tómas Malmberg, Osvaldur Freyr Guðjónsson, Kristjana Ólafsdóttir, Bent Marinósson, Árni Björnsson og þeir Birgir Jónsson og Skúli Thoroddsen. Sigmundur segir Af lífi og sál ekki neitt stundarfyrir- brigði heldur ætli þau sér að vera mikið á ferðinni og láta Sykurmolanna. Og eins og segir í ódauðlegum dægurlagatexta: „Mér þætti gaman að sjá það." • Guömundur Valur er trúbador einn hinn mesti. Hann spilar á Feita dvergnum við Gullinbrú alveg stöð- ugt um helgina. Nú ef það klikkar eitthvað þá er það huggun harmi gegn að stór bjór kostar bara 450 krónur hjá þeim feita. Og annað skiptir i raun sáralitlu máli. • Loðin rotta tryllir lýðinn á Tveim vinum föstudags- og laugardags- til sín taka í tónlistinni. Hljómsveitin flytur kraft- mikla soul- og rokktónlist í anda Joe Cocker og James Brown. Brown á mörg lög sem verða að teljast klassísk og forvitnilegt að heyra hvernig Af lífi og sál tekst til við spiliríið. Fyrirfram lofar þetta nokkuð góðu og við veðjum á að þetta verði gott kvöld. Svolftið líkt The Commitments. kvöld. Siggi Gröndal átti afmæli um daginn og af tómum kvikindisskap ætlum við að Ijóstra þvi upp að drengurinn varð 33 ára. Ekki það að það sé neitt slæmur aldur og strák- urinn veldur ennþá gítarnum flest- um betur. En eðli fjölmiðla er að upplýsa og fræða og allt það. Og við bættum um betur, Siggi heitir nefni- lega ekki bara Sigurður heldur Sig- urður Ólafur. Jæja, þá er búið að striða honum nóg. • Blautir dropar standa á Öndinni alla helgina. Kjærnested söngvari segir þá komna með nýtt og betra prógramm. Svo eru þeir líka byrjaðir að semja sjálfir drengirnir og kveða þá væntanlega blautlegar vísur við tónsmiðarnar. Annars er Kjærne- sted úr Búðardal og vinnur í mjólk- ursamlaginu. Þetta kemur auðvitað engum við í sjálfu sér en það er aftur þetta með eðli fjölmiðlanna. • The Amishes er nýtt fyrirbaeri í tónlistarlifinu. Frumraun þeirra verður á Blúsbarnum á laugardags- kvöldið. Ef förum í dulitla sögustund þá er Amish-fólkið einskonar trúar- hópur sem lifir algjörlega utan við eril nútimans og vill bara sem minnst af honum vita (sáuð þið ekki Vitnið?). Nu nú, í sveitinni er Mr. Diddi, séra Jón Atli, Stefán Streng- ur, Kristján, Addi Jójó og séra Kristján bænaþulur. Allt saman hógværir og strangtrúaðir drengir sem spila gospeltónlist og fleira skemmtilegt. VEITINGAHÚS • Andi hippatímans svífur yfir vötnunum á veitingahúsinu Við tjörnina, í dálítið undarlegri mót- sögn við þá prúðbúnu og háborg- aralegu gesti sem staðinn sækja; bankastjóra, sægreifa, embættis- menn og virðulega kaupsýslumenn Fyrri myndin er frá þeim tíma þegar menn undruðust að Thorsættin væri farin að yrkja. Sú síðari frá þeim tíma þegar menn fóru að verðlauna Thorsættina fyrir yrkingamar. Ekkert hefur breyst nema tíminn hefur lið- ið. Hárin eru orðin grá. En stíllinn er sá sami (kennara- skeggið og úfið hárið) og augun jafnhvöss. Þessi saman- burður segir því kannski meira um mennina en Thor. OC HART HOU5E „Svona helmingur krakk- anna í bænum er í þunga- rokkinu, hinir eru í hipp- hopp eða house," sagði ungur viðskiptavinur í versluninni Undirgöngunum í Þingholts- stræti í samtali við PRESS- UNA. Það er varla spurning hvorum megin hryggjar kúnn- arnir í Undirgöngunum eru; þeir eru á aldrinum 13 til 20 og sanntrúaðir hipp-hoppar- ar eða housarar, eins og sjá má á áprentuðu bolunum og hornaboltahúfunum sem eru einkennistákn þeirra. „Upphaflega voru þetta mikið til vörur fyrir hjóla- brettakrakka, en nú eru þær orðnar hátískuvörur í Lond- on,“ segir eigandi búðarinnar sem ætti svosem að þekkja sinn markhóp, því Agnar Gunnar Agnarsson er ekki nema 19 ára. „Þetta eru svona draumór- ar sem urðu að raunveru- leika," segir hann um búðina sem hann hefur rekið í um hálft ár. Hann selur líka plöt- ur með bæði harðri og mjúkri house-músík og kvartar ekki að marki yfir viðskiptunúm: „Þegar nýjar plötur koma eru oft um þrjátíu krakkar hér inni að slást um sendinguna." Vt> MÆLUM MEÐ Að Jóhannes í Bónus fái fálkaorðuna það er honum að þakka að ís- lenski meðaljóninn þarf að borga næstum heimingi minna fyrir papriku og tómata en í fyrra Að Einar Þór Jónsson fái líka fálkaorðuna fyrir að ganga hnarreistur fram og segja opinskátt frá því að hann sé smitaður af alnæmi, öðrum til hjálpar og varnaðar Að Bifreiðaskoðun íslands verði lðgð niður á morgun og helst þyrfti að flengja pólit- íkusana sem stóðu fyrir þeirri vitleysu opinberlega Að Visa og Euro hætti að umgangast korthafana sína eins og skitapakk gylliboðin um greiðsluskiptingu frá þvi fyrir jól voru ekkert annað en plat og dulbúið vaxtaokur INNI Eftar. Einu sinni voru hippar, svo voru uppar, nú eru eftar, ný kynslóð með nýtt nafn. Auðvit- að er heitið komið frá Amer- íku, þetta er fólkið sem er að vaxa úr grasi á sama tíma og öllu því sem hefur þótt mark- verðast á öldinni er að ljúka. Þetta er semsagt eftir-kalda- stríðskynslóðin, eftir-barna- sprengjukynslóðin, eftir-Sovét- ríkjakynslóðin og eftir-eftir- stríðsárakynslóðin. Hins vegar er þetta varla svona einfalt. Hljóta þeir ekki að fara villur vegar sem halda að mannkyns- sagan staðnæmist þótt kalda stríðið hafi runnið sitt skeið og eftirstríðsárin kannski líka. Tuttugustu öldinni er ekki lok- ið. Því er kannski nær lagi að efjarnir séu „ef“-tar, ungt fólk sem segir „ef“ og jafnvel „en ef“; sumsé fólk sem efast um allt milli himins og jarðar, allan stórasannleik og allar lausnir hvort sem þær eru stórar eða patent. Sjálft hefur það hins vegar engar lausnir í staðinn. Það efast um þær lika. ÚTI Ungliðasamtök stjórnmála- flokka. Og reyndar stjórnmála- flokkar og stjórnmálamenn yf- irleitt ef marka má skoðana- könnun í PRESSUNNI í dag (að ógleymdum blaðamönnum). Ef við höldum okkur við skilgrein- inguna um eftana, hina nýju kynslóð, er fráleitt að hugsa sér að svoleiðis fólk gangi í ung- liðahreyfingu stjórnmálaflokks. Það gengur um eins og stórt spurningarmerki, fullt af efa- semdum um allt og alla. Og þegar allir eru farnir að efast um allt er stutt í að komi upp hreyfingar sem ganga út á það að senda þjóðfélaginu tóninn, gefa öllum stofnunum þess langt nef. Því hlýtur að vera óhætt að spá því að ekki líði á löngu áður en pönkbylgjan verður rifjuð upp, gefum þvf svona eitt til tvö ár. Á svona tímum ganga engir í ung- mennafélög sjórnmálaflokka nema börn stjórnmálamanna, frændur þeirra og frænkur, og svo framapotarar af hallæris- legustu sort.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.