Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 FYRSTAfFREMST júlíus sólnes. Hann mætti á þorrablót hjá Alþýöubandalaginu. BJÖRN bjarnason. Hann er búinn aö týna hlutabréfi sínu í Granda. JÚLÍUS BLÓTAÐI MEÐ ALLA- BÖLLUM Það vakti athygli að á þorrablóti Alþýðubandalags- ins í Kópavogi var einn gest- anna þekktur fyrir allt annað en vera alþýðubandalags- maður eða stuðningsmaður þess, en það var Júlíus Sól- nes, fyrrum umhverfisráð- herra og formaður Borgara- flokksins og Frjálslyndra. Júlíus hefur hins vegar starf- að talsvert með þeim hjónum Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu K. Þorbergs- dóttur; með Ólafi sat Júlíus í ríkisstjórn og í bæjarstjórn Seltjarnarness með Guðrúnu. STEFNIR í ÁTÖK UM FORSETA ÍÞRÓTTA- SAMBANDSINS Þing íþróttasambands ís- lands verður í haust. Allt bendir til að til kosninga komi um forseta sambands- ins. Júlíus Hafstein borgar- fulltrúi er að íhuga að bjóða sig fram gegn Ellert B. Schram, núverandi forseta. Reyndar neitar Júlíus að hann sé að undirbúa kosning- ar og segist ánægður með samstarfið við Ellert. Hitt er vitað að innan sérsamband- anna eru menn þegar farnir að ræða hvorn þeir styðji þegar þar að kemur. Ellert virðist hafa sterka stöðu. Hann er vinsæll mað- ur og eins þykir þeim sem eru ekki hans dyggustu stuðn- ingsmenn að alltof snemmt sé að dæma hann af verkun- um, þar sem hann hefur að- eins verið forseti í fáeina mánuði. Júlíus beið lægri hlut gegn Ellert þegar varaforseti var kjörinn á síðasta þingi íþróttasambandsins. BJÖRN TÝNDI BRÉFINU SÍNU í GRANDA Það er mikið að gera hjá Birni Bjarnasyni þing- manni og áreiðanlega erfitt að henda reiður á öllum sköpuðum hlutum. 21. októ- ber sl., eða fyrir aðeins fjór- um mánuðum, var gefið út á hans nafni hlutabréf í Granda hf., bréfið D-584 að nafnvirði 28 þúsund krónur (nær 80 þúsund á markaðsverði). Nú hefur Björn hins vegar neyðst til að höfða ógilding- armál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að hann er búinn að týna bréfinu og var heimild til ógildingarstefnu veitt 27. janúar síðastliðinn. Það tók því Björn innan við þrjá mán- uði að týna bréfinu góða. Yf- irborgardómarinn í Reykja- vík stefnir því „hverjum þeim, sem kynni að hafa framanskráð hlutabréf undir höndum eða telur til réttar því" að mæta í bæjarþingið 30. apríl og sanna rétt sinn til bréfsins, en að öðrum kosti verður það dæmt ógilt og nýtt bréf gefið út til handa Birni. ANDREA ÆÐARKOLLA „Æðarkollan hefur brætt hjörtu allra sem hafa komist í tæri við hana eða horft í litlu perlurnar í augunum á henni," segir Kristján Karls- son, sem ásamt vini sínum, Steingrími Eyfjörð, fann iemstraða æðarkollu í fjör- unni við Gróttu. Þeir færðu fuglinn, sem fengið hefur nafnið Andrea, á Dýraspítal- ann, en þar var gert að sárum hans. Húsdýragarðurinn hef- ur skotið skjólshúsi yfir Andr- eu og er í bígerð að koma þar á fót athvarfi fyrir villt dýr. „Það kom okkur mikið á óvart að fólki fannst eðlileg- ast að lóga henni," sagði Steingrímur. „Við höfum því ákveðið að stofna félag sem verður kallað Vináttufélag ís- lenskra dýra og er markmið- ið að hlú að villtum dýrum sem hafa lent í ógöngum." „Hugmyndir fólks um líf Andreu eru táknrænar fyrir kaldranalegt hugarfar í þjóð- félaginu. Niðurskurður í heil- brigðisgeiranum ber líka vitni um það," sagði Kristján. Þeir vinir telja að hér sé á ferðinni verðugt verkefni fyr- ir heimspekideild Háskólans að glíma við. „Við gætum komið með Andreu í heim- sókn þegar hún er orðin hressari," bætti Kristján við. Steingrími og Kristjáni finnst dýrategundum veru- lega mismunað, ekki sama hvort um villt dýr eða húsdýr er að ræða. „Hví skyldu poodle-hundar vera rétt- hærri en æðarkollur?" spyr Kristján um leið og hann hvetur fólk til að skrifa félag- inu, pósthólf 3246, 123 Reykjavík. GUNNAR VILDI EKKI SEGJA AÐ BÚFÉÐ YRÐI AFLÍFAÐ Nýverið samþykkti bæjar- stjórn Kópavogs reglur um búfjárhald í bænum. í reglu- gerðardrögunum var vita- skuld gert ráð fyrir viðurlög- um vegna brota og ítrekaðra brota. Fyrirliggjandi tillaga var hins vegar ekki samþykkt' óbreytt. Drögin gerðu ráð fyrir að ákvæði um ítrekuð brot væri á þá leið að gripir yrðu aflíf- aðir. Þetta þótti bæjarstjórn- armönnum nokkuð fráhrind- andi orðalag. Gunnar J. Birgisson lagði því fram breytingartillögu, sem sam- þykkt var samhljóða, um að í staðinn kæmi að gripunum yrði „ráðstafað samkvæmt 11. grein laga um búfjárhald". Þetta hljómar vitaskuld miklu betur í eyrum við- kvæmra sálna. Breytingin er hins vegar engin; 11. greinin kveður á um aflifun gripa við ítrekuð brot. Það bara mátti ekki segja þetta á manna- máli. LANDLÆKNIR MEÐ 8,3 PRÓSENT í RISNU Útgjöld Ólafs Ólafssonar landlæknis vegna risnu emb- ættisins á árinu 1990 voru 823 þúsund krónur, eða rúm 900 þúsund á verðlagi dags- ins í dag. Þetta eru 8,3 pró- sent af öllum útgjöldum á því ári. Ástæða þessarar háu risnu skýrist meðal annars af heim- sókn færeyska landlæknisins og starfsmanna hans. Land- læknir fékk fleiri erlenda gesti á þessu ári. Eitt verður að hafa í huga. Allt áfengi sem landlæknir veitti gestum sínum er fært á kostnaðarverði og því hefði upphæðin orðið til muna hærri hefði áfengið verið fært á því verði sem við hin verðum að greiða fyrir það. Á árinu 1990 var landlækn- ir það embætti sem eyddi hæstu hlutfalli útgjalda sinna til risnu. Önnur embætti sem eyddu háu hlutfalli útgjalda til veisluhalda eru; Flugmála- stjórn, sem var með 2,4 millj- ónir í risnu, eða 2,6 milljónir á núverandi verðlagi, Vega- gerðin var með rúmar tvær milljónir og skipulagsstjóri 900 þúsund krónur á árinu 1990. ólafur ragnar GRlMSsoN. Hann var á þorrablóti með Júlíusi Sólnes. ellert b. schram. Hann er forseti íþróttasambandsins og á von á að þurfa að berjast fyrir að halda embættinu. júlíushafstein. Hann segist ekki ætla að berjast við Ellert. Samt er kosningabarátta milli þeirra hafin. gunnar j.birgisson lagði fram breytingartillögu sem breytti engu. ólafurólafsson. Hann var risnukóngurársins 1990. pétureinars- son. Hann eyddi líka miklum peningum til veisluhalda. Ámundi, hefur Alþýðu blaðið verið með áskriftarherferð í ísrael? ,,Nei, en við munum íhuga það gaumgœfilega í kjölfar vinsœlda forsœt- isráðherrans okkar í þvt landi Alþýðublaðið er sá íslenskra fjölmiðla sem mest hefur ver- ið vitnað í í ísrael vegna máls Eðvalds Hinrikssonar. Ámundi Ámundason er framkvæmda- stjóri Alþýðublaðsins. L í T I L R Æ Ð I af plokkfisklist FLOSI ÓLAFSSON Þessa dagana finnst mér ég oft hafa ærna ástæðu til að lofa guð almáttugan fyrir það að vera ekki þjakaður af lauslætisfíkn. Þessi hugsun ásækir mig einmitt um þessar mundir þegar heimsfréttirnar flytja okkur hvern harmleikinn af öðrum útaf ástarlífi afreks- manna sem skara framúr að gáfum, mannkostum og lik- amsburðum og gætu orðið mannkyninu til heilla ef þetta góða fólk væri ekki sí- fellt að álpast uppá vitlausar hjásvæfur. Því ber að fagna að fjöl- miðlar skuli halda vöku sinni og flytja okkur reglu- lega fregnir af stóðlífi for- setaframbjóðenda og þjóð- skörunga, sem sífellt eru að hnjóta um tippið á sér. Óg ekki er minna um vert að fá regiulega fréttir af uppáferðum bardagatrölla og fegurðardísa. Vekur mann til umhugs- unar um að eyðing ósonlags- ins og búvörusamningurinn eru ekki einu vandamálin sem mannkynið á við að striða í dag. Það er ef til vill ekkert erf- iðara í dag helduren í gamla daga að koma sér upp kven- manni og lenda í ástarævin- týrum, en ég sé ekki betur en leikreglurnar séu að verða svo flóknar að það sé aðeins á færi lögfræðinga að stíga í vænginn við kven- mann, hvaðþá þegar farið er að gera do-do. Þá dugir ekk- ert minna en að vera sifja- réttarfræðingur, svo tryggt sé að farið sé úr buxunum með lögformlegum hætti. Þess vegna setur mig hljóðan þegar fjölmiðlar gefa blaðrými, eða sjónvarp- ið hlé á íþróttafréttum, til að tíunda kvennafar hnefa- leikakappans Tysons og þær hörmungar sem af því hafa hlotist. Allur hinn siðmenntaði heimur er afar sleginn. Guð veit að ekki vildi ég sofa hjá Mike Tyson boxara, jafnvel þó ég væri kvenmað- ur, en smekkurinn er jafn margvíslegur og kynverurn- ar, og víst er um það að kon- ur hafa hingaðtil ekki verið frábitnar því að sænga með þessu hormónatrölli. Hitt er svo annað að jafn margreyndur kvennamaður og þessi boxari hefði átt að sjá í hendi sér að fegurðar- drottningin, ungfrú Desiree Washington, var siðprúð stúlka og hrein mey þeirrar gerðar sem ekki gerir do-do fyrr en á brúðkaupsnóttina. Harmleikurinn skeði svo þegar boxarinn og ungfrú Washington voru berrössuð uppá hótelherbergi 606 á Canterbury-hótelinu og box- aranum fannst kringum- stæðurnar gefa til kynna að ástæða væri að láta til skarar skríða. Ég held að þessi harmleik- ur, sem um þessar mundir skekur alla heimsbyggðina, ætti að verða okkur karl- mönnum viðvörun um það að „eigi er sopið kálið þó í ausuna sé komið". Fram kom í réttarhöldun- um að boxarinn hefði spurt ungfrúna, í vitna viðurvist, hvort hann mætti sofa hjá henni og hún svaraði: — Hvenær sem þú vilt. Þá bað hann hana að fækka fötum og hitta sig sem best undirbúna til ástar- leikja, sem hún og gerði, fór uppá hótelherbergi sitt og kom til baka að vörmu spori í „samræðisklæðum" sem stundum eru kölluð „fljót- ræðisdress", en þar sem ekki vannst tími til að gera do-do í límúsínu boxarans var ekið á hótel, eftir æsilega ástar- leiki, sem jafnvel gætu kom- ið Jónu kynlífsfræðingi til að roðna. Á herbergi 606 héldu þau svo áfram ástarleikjum sem ekki verða tíundaðir í þessu blaði, nema á kynlífssíð- unni, og þá er einsog boxar- inn hafi fengið hormóna- sjokk, misst dómgreindina og fengið þá ranghugmynd að daman væri til í tuskið. Leikslokin hafa svo fjöl- miðlar séð um að tíunda fyr- ir hinum siðmenntaða heimi. Að dómi felldum varpaði boxarinn fram lítilli limru: Á hátindi frægðar og frama mín freistaði bústin dama Hún lét stinga mér inn þvi ég stakk honum inn en mér stóð bara ekki — á sama.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.