Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 9 Eiginfjárstaða Hagvirkis er neikvæð um rúman hálfan millj- arð króna, sem þýðir að fyr- irtækið skuldar hálfan milljarð umfram eignir. Lausafjárstaða fyr- irtækisins er slæm og stjórnend- urnir hafa gripið til þess ráðs að samnirTgavfðíæðunumog selja eignir til að fleyta fyrirtækinu afieitri stöðu Hagvirkis frá mánuði til mánaðar. Hagvirkis- fyrst fjolmiðla, .. ° 30. janúar menn treysta á að Islenskir aðal- síðastliðinn. , . , .... . . , . verktakar vilji samemast þeim og bjarga fyrirtækinu þannig frá því að verða gjaldþrota. HUVIRKI SMUMR Í'/ÍMILLJÖNIR UMFRAM HGMIt Hagvirki. Iðnlánasjóður vildi að húsið yrði selt á nauðungaruppboði. Hagvirki seldi hlutabréf sín í Marel hf. til að gera upp við sjóðinn og koma í veg fyrir uppboðið. Hagvirki skuldar fimm hundruð milljónir króna um- fram eignir, sem þýðir að fyr- irtækið er í raun gjaldþrota. Forsvarsmenn fyrirtækisins treysta á að sameining við ís- lenska aðalverktaka verði tii að bjarga þeim frá rekstrar- stöðvun. Við blasir að það þarf mjög stóra aðgerð til að bjarga fyrirtæki sem er svo illa sett. PRESSAN, fyrst fjölmiðla, greindi frá viðræðum um hugsanlega sameiningu Hag- virkis og íslenskra aðalverk- taka. Þegar rætt er um að skuldirnar séu 500 milljónum króna meiri en eignirnar seg- ir það reyndar ekki alla sög- una. Skuldirnar eru stað- reynd en það er ekki þannig að allar eignir Hagvirkis séu seljanlegar, að minnsta kosti ekki á stuttum tíma. í því sambandi má nefna lóðir i Smárahvammslandi í Kópa- vogi. Lóðirnar eru metnar á 520 milljónir króna en óvíst verður að telja að markaðs- verð þeirra sé svo hátt. Lóða- sala hefur gengið treglega á höfuðborgarsvæðinu að und- anförnu. Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, segist ekki vilja tjá sig frekar um sameiningarmálið að sinni. ,.Ég vil hvorki neita því né játa," sagði Stefán Fridfinns- son, forstjóri íslenskra aðal- verktaka, þegar hann var spurður hvort fyrirtækið ætti í viðræðum við forsvarsmenn Hagvirkis um sameiningu fyrirtækjanna. Fridrik Sophusson fjár- málaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hafa báðir lýst því yfir að sameining þessara fyrir- tækja komi til greina. PRESSAN hefur heimildir Jóhann G. Bergþórsson. Hann er þess fullviss að tak- ast megi að bjarga Hagvirkl. Eignir hafa verið seldar til að mæta erfiðri lausafjár- stöðu. fyrir því að slíkar viðræður séu skammt á veg komnar og áhugi innan íslenskra aðal- verktaka sé ekki mikill. Við blasir að verulega mik- ið þarf að breytast til að bjarga megi þessum risa á verktakamarkaðinum frá falli. Ef fyrirtækinu verður ekki bjargað munu margir líða fyrir, þar sem áhrif gjald- þrots Hagvirkis verða mikil. SAMRUNI EÐA STÖÐVUN? Eitt af því sem Hagvirkis- menn hafa að bjóða er upp- safnað tap. Til að það nýtist verður að selja fyrirtækið og kaupandinn getur með því nýtt tapið til frádráttar frá skatti. Það hlýtur að vera mikið álitaefni hvort Aðal- verktakar geta nýtt sér þetta tap. í fyrsta lagi yrði að breyta Aðalverktökum í hlutafélag, en það er ekki allt. Ríkissjóður á fimmtíu og tvö prósent í Aðalverktökum og þar með meirihluta. Það verður því að telja ósennilegt að ríkið kaupi Hagvirki til að skerða skattgreiðslur til sjálfs sín. „Það þarf enginn að halda að verklegar framkvæmdir leggist af ef Hagvirki hættir," sagði forstjóri stórs verktaka- fyrirtækis. „Verkin verða ekki til vegna fyrirtækjanna, heldur öfugt. Það getur fjöldi íslenskra fyrirtækja tekið að sér stórframkvæmdir," sagði sami maður. Hann nefndi að fimm fyrir- tæki, auk Hagvirkis, hefðu boðið í framkvæmdir við Fjótsdalsvirkjun. Hann bætti við: „Hagvirki skiptir í raun engu máli í þessari atvinnu- grein. Tökum sem dæmi virkjanir. Það hefur sýnt sig að það eru nánast alltaf sömu mennirnir sem vinna við þessar framkvæmdir. Ég get ekki séð að það skipti þá mestu máli hvort þeir eru á launaskrá hjá Hagvirki, Foss- virki eða einhverjum öðrum." VERKEFNIN EKKI BUNDIN HAGVIRKI Pálmi Krfstinsson, fram- kvæmdastjóri Verktakasam- bandsins, segir það því miður rangar fullyrðingar hjá Jó- hanni G. Bergþórssyni að tvö islensk fyrirtæki séu nógu stór til að taka að sér öll þau verk sem hugsanlega þurfi að vinna hér á landi. Fari svo ad Hagvirki veröi aö hætta, kemur þad þá til med ad hafa mikil áhrif í þessari atvinnugrein? „Sjálfsagt mun það hafa einhver áhrif. En hvers eðlis þau verða vil ég ekki skera úr um á þessu stigi. Þeir eru ekki með mikil verkefni í dag. Ég vil líka benda á að verkefni og vinna hlaupa ekki í burtu þótt einstakir launagreiðend- ur eða samningsaðilar falli frá. Verkefnin eru til ef kaup- endur hafa þörf fyrir verkin. Þannig aö ég bendi á að það hefur út af fyrir sig engin áhrif á vinnuframboð eða annað þó að fyrirtæki komi og fari.“ Jóhann G. Bergþórsson hefur sagt að Hagvirki og Istak séu einu fyrirtœkin sem geti tekið að sér allra stœrstu verkin. „Það er því miður rangt hjá honum. Það sýndi sig í síð- asta útboði á stóru verki að ekkert íslenskt fyrirtæki var nógu stórt. Ég hef aldrei dreg- ið í efa að fyrirtækin geti ráð- ist í þessi verk tæknilega og faglega. Þetta er spurning um peninga þegar þarf að leggja fram tryggingar upp á tugi milljóna króna. Stærð fyrir- tækja er afstæð. Þetta breytir engu um hvort Hagvirki lifir eða lifir ekki, ekki eins og fyr- irtækið er statt í dag, að minnsta kosti.” SÖLUSKATTSMÁLIN Höfuðstöðvar Hagvirkis voru innsiglaðar á árinu 1989. Ástæða þess var van- greiddur söluskattur upp á 108 milljónir króna, sem eru um 170 milljónir að núvirði. Þessi söluskattur var vegna áranna 1982 til 1984. Nú ligg- ur fyrir krafa vegna áranna 1985 og 1986 og innan skamms kemur úrskurður vegna áranna 1987, 1988 og 1989. Hagvirki hefur verið gert að greiða nærri 100 milljónum króna vegna 1985 og 1986. Það bætist við þær 108 milljónir sem áður er get- ið. Hagvirki tapaði málinu í undirrétti. Fyrsta málið er fyrir Hæstarétti og það er lífs- spursmál fyrir Hagvirki að vinna málið, það er að segja ef Hagvirki lifir þá endalok málsins. En var ekki erfitt fyrir aðra að keppa við Hagvirki þegar þeir greiddu ekki söluskatt á sama tíma og aðrir gerðu það? „Það skal viðurkennt að þetta var óþolandi hvað varð- aði samkeppni milli fyrir- tækja og það var vitað, allan síðasta áratug, að uppi voru skiptar skoðanir um þetta. Án þess að ég sé að kasta rýrð á túlkun einstakra manna, þá var þetta óþol- andi,“ sagði Pálmi Kristins- son. Jóhann G. Bergþórsson hefur sagt að munur á þessu sé aðeins þrjú til fimm pró- sent og því geti það eitt ekki skýrt hversu oft Hagvirki hef- ur verið með lægri tilboð en aðrir. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.