Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JANÚAR 1992 13 5 AALLRA VITQRBI í EISIUNDI Eftirgrennslan PRESSUNNAR hefur leitt í ljós að ásakanir þær, sem Simon Wiesen- thal-stofnunin í Jerúsalem hefur borið fram á hendur Evald Mikson, öðru nafni Eðvald Hinrikssyni, eru á almannavit- orði í Eistlandi. Þær eru að hluta byggðar á áður framkomnum skjölum og bókum, einkum dómskjölum, en einnig á upplýsingum sem ekki hafa fund- ist áður. Mikson neitar staðfast- lega öllum ásökunum, en Wie- senthal-stofnunin telur þetta með áreiðanlegustu málum sem hún hefur rannsakað í Eystrasaltslöndunum. Upphaf þessa málarekstrar nú má rekja til viðtals sem birtist við Evald Mikson í eist- neska dagblaðinu Eesti Eks- press 20. október sl. Eistnesk- ur gyðingur, Yakov Kaplan að nafni, bar kennsl á Mikson af mynd sem birtist í blaðinu. Kaplan flúði frá Eistlandi skömmu eftir að Þjóðverjar hertóku landið 1941, en lenti seinna í Sovét-gúlagi í Sverd- lovsk-héraði þar sem honum var haldið í fjórtán ár. Hann býr nú i ísrael og í samtali hans við PRESSUNA kom fram að ólíkt flestum Eistum hefði Mikson ekki tekið þátt í baráttunni gegn ,,þeim rauðu og þeim svörtu", heldur hreiðrað um sig hjá lögregl- unni í Tallinn. Þar hafi hann gefið fyrirskipanir um morð og sjálfur drepið og nauðgað og ekki eingöngu gyðingum. Aðspurður um heimildir sagði Kaplan að í Eistlandi væri orðstír Miksons slæmur og illvirki hans á allra vörum. ,,Það vita allir um Mikson í Eistlandi," sagði Kaplan. Sjónarvotta, ef einhverjir voru, taldi Kaplan alla látna. Eigin heimildir gat hann eng- ar nefnt aðrar en bækur og blaðagreinar sem hann hefði lesið. Kaplan vakti athygli starfs- manna Simon Wiesenthal- stofnunarinnar á viðtalinu við Mikson og veitti þeim þær upplýsingar sem hann hafði um manninn. Að því er PRESSAN kemst næst var það í fyrsta sinn sem nafn Miksons kom upp á borð á skrifstofunni í ísrael, en höf- uðstöðvar stofnunarinnar eru í Los Angeles. Efraim Zuroff forstjóri og starfslið hans hófust þegar handa við að afla frekari upp- lýsinga. Þegar þeim þótti málið nægilega vel undir- byggt, og höfðu sannfærst um að Mikson væri á lífi með símtali til hans, var haft sam- band við konsúl íslands í Tel Aviv og honum gerð grein fyrir málavöxtum. Hann sýndi málinu engan áhuga og neitaði að taka við bréfi og skjölum frá stofnuninni. Þá sneri Zuroff sér til íraelska ut- anríkisráðuneytisins og bað það að koma pappírunum á framfæri. EKKERT MÁL í ÍSRAEL Embættismenn þar brugð- ust vel við, enda alvanalegur framgangsmáti að sögn heimilda PRESSUNNAR í ísrael. Þetta olli sprengingu hér á íslandi og var ályktað sem svo að ríkisstjórn Israels sýndi íslenska forsætisráð- herranum fádæma óvirðingu með þessu. „Við vorum bara sendlar," sögðu ísraelskir embættismenn í samtölum við PRESSUNA, enda kom ríkisstjórnin formlega hvergi að málinu og það var ekki rætt á fundum embættis- manna með Davíð Oddssyni. Forseti þingsins vakti hins vegar máls á því og hafði fyr- ir því persónulegar ástæður, enda sjálfur einn af þeim sem sluppu lifandi úr fangabúðum nasista. í ísrael fékk málið enga um- fjöllun í fjölmiðlum, ef undan er skilin lítil frétt í Jerusalem Post. Þar felldi blaðamaður það inn í almenna frásögn af heimsókn Davíðs, sem féll reyndar í skuggann af tveim- ur flokksþingum og stríði í Líbanon þessa vikuna. NÝJAR HEIMILDIR OG GAMLAR Ekki hefur fengist staðfest nákvæmlega hvaða gögn Wiesenthal-stofnunin styðst við. Að uppistöðu eru það lík- lega vitnisburður og önnur dómskjöl sem urðu til í réttar- höldum yfir stríðsglæpa- mönnum í Tallinn árið 1961. Nafn Miksons var ítrekað nefnt í þeim réttarsal í tengsl- um við starfsemi þeirra sem störfuðu með nasistum á her- námsárum þeirra í Eistlandi. Hluti þessara upplýsinga birt- ist sem útdráttur úr bók í Þjóðviljanum í mars það sama ár, en fleiri bækur fylgdu í kjölfarið, meðal ann- ars PEOPLE, BE WATCH- FUL!, sú sem vitnað er ýtar- lega til annars staðar í PRESS- UNNI. Eftir því sem PRESSAN kemst næst er höfundur bók- arinnar Eisti að nafni Martin- son. Peeter Puide, eistneskur rithöfundur búsettur í Sví- þjóð, sagði að sér væri kunn- ugt um þessa bók, en hann hefði ekki séð hana. Hann sagði að þótt vissulega yrði að taka fullyrðingar hennar með varúð væri ekki hægt að ganga framhjá því sem hún segir um framgöngu Mik- sons. Hann sagðist sjálfur ekki hafa rekist á neitt um Mikson í sínum rannsóknum, en hann hefði heyrt af fólki sem þekkti til hans og bar honum slæmt orð. Rannsókn- ir hans hafa einmitt verið um það sem gerðist í Eistlandi á tímabilinu 1941 til 1943. Starfsmenn Wiesenthal- stofnunarinnar og fleiri sem málinu tengjast fullyrtu í samtölum við PRESSUNA að nú væru einnig komin fram skjöl sem ekki hefðu sést áð- ur. Þar er hugsanlega um að ræða gögn sem fengist hafa við eftirgrennslan í Eystra- saltsríkjunum og Sovétríkjun- um, en þar hafa ýmsar skjala- geymslur verið að opnast síð- ustu árin. Það vekur einnig athygli að þeir, sem ásaka Mikson, gera ekki lítið úr upplýsingum sem fengnar eru frá sovéskum yfirvöldum. Þvert á móti eru þær taldar mjög áreiðanlegar. Ásakanir um samstarf Mik- sons við nasista komu fyrst fram í Svíþjóð árið 1946, skömmu eftir að hann flúði Eistland. RUBIN-FEÐGININ Mikson er sakaður um að bera ábyrgð á margs konar voðaverkum, en einnig að vera persónulega valdur að dauða að minnsta kosti tveggja manna, Alexanders Rubin og fjórtán ára dóttur hans, Ruth. Haldið er fram að Mikson hafi barið Alexander Rubin til bana, en nauðgað stúlkunni áður en hann drap hana. Sex manns til viðbótar eru nafngreindir og er fjallað um suma þeirra nokkuð ýtar- lega í áðurnefndri Þjóðvilja- grein. I blaðaviðtölum segist Mik- son ekki vita neitt um þetta fólk, utan hvað hann muni eftir nafni stúlkunnar úr Þjóð- viljanum. Hún er nefnd þar í upptalningu á meintum fórn- arlömbum hans. Dr. Einar Sanden, sá sem skráði ævi- minningar Miksons árið 1988 og nú búsettur í Englandi, sagði við PRESSUNA að þess- ar ásakanir um tengsl við Rubin-málið væru algerlega nýjar, eftir því sem hann best vissi. Hann segist ekki hafa neinar efasemdir um sakleysi Miksons. Áðurnefndur Puide segist vita til þess að tveir þeirra, sem Mikson er sagður hafa handtekið og látið drepa, Michael Gelb og Sal- omon Katz, hafi látist í Aðal- fangelsinu í Tallinn, þar sem Rubin-feðginin létust einnig. EISTNESKIR GYÐINGAR ÞEKKJA TIL MIKSONS PRESSAN hafði samband við American Conference on Soviet Jewry í Washington og fékk uppgefin nöfn á eist- neskum gyðingum sem þar kynnu að vera á skrá. Þeir sem á annað borð gátu gert sig skiljanlega á ensku könn- uðust allir við nafn Miksons og af slæmu einu. Gennady Gromberg í Tall- inn, formaður eistneskra gyðingasamtaka, kannaðist vel við nafnið og orðspor Miksons, en vildi ekki tjá sig frekar við PRESSUNA. Evg- enía Loov, varaformaður sörnu samtaka, einnig í Tall- inn, sagðist vera vel fróð um ásakanir á hendur Mikson. Hún undraðist hins vegar að þetta mál væri komið upp á yfirborðið nú; hún hefði hald- ið að það væri orðið svo gam- alt að ekkert myndi verða gert í því héðan af. Hún sagði að Þjóðverjar hefðu fangels- að Mikson á sínum tíma vegna þjófnaðar. Loov lét einnig í Ijós efasemdir um hvaða tilgangi það þjónaði að sækja mál á hendur svo öldr- uðum manni sem Mikson. Moshe Michelson í Tartú, fæðingarborg Miksons, sagði á mjög bjagaðri ensku að Mikson væri afar vondur maður, hann væri morðingi og hefði spilað knattspyrnu í Tartú. Enginn viðmælenda PRESSUNNAR kannaðist við málarekstur Zuroffs og hans manna í Jerúsalem. 400 DREPNIR í TARTÚ Mjög misjafnar tölur hafa heyrst af hversu margir gyð- ingar létu lífið í ofsóknum í Eistlandi á stríðsárunum. Vit- að er að þeir voru upphaflega 4.500, en mörgum tókst að flýja land áður en þýski her- inn hertók það. Fullyrt er að af þeim þúsund sem eftir urðu hafi aðeins örfáir slopp- ið lifandi. Evald Mikson er sakaður um að hafa tekið þátt í þess- um ofsóknum sem félagi í Omakaitse, þjóðernissinnuð- um samtökum sem störfuðu með Þjóðverjum. Hann neit- ar að hafa verið liðsmaður þar. í viðtali við Alþýðublaðið á þriðjudag segir hann engar gyðingaofsóknir hafa verið í Eistlandi. Það er að öllum lík- indum rangt haft eftir, en í Morgunblaðinu sama dag segir hann þær ekki hafa haf- ist fyrr en 1942, ensjálfur hafi hann verið fangelsaður í des- ember 1941. Þjóðverjar her- tóku landið í júlí og ágúst 1941, en allir þeir glæpir, sem Mikson er sakaður um, eru sagðir hafa átt sér stað fyrir nóvember það ár. Mikson er gefið að sök að hafa starfað í útrýmingarbúð- um í Tartú, en þar munu um 400 gyðingar hafa látið lífið. Hann neitar þeim sakargift- um einnig. Eistneski læknir- inn Harald Keland taldi að þarna hefðu fjögur til fimm hundruð gyðingar látið lífið. Hann kannaðist ekki við Mik- son og eru þeir þó frá sömu borg, Tartú. Yfirmanni þessara búða, Karl Linnas, var vísað úr landi í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum þegar upp komst um athafnir hans. Hann var sagður bera ábyrgð á dauða um 12 þúsund manna. Ekki er hægt að sækja stríðsglæpamenn nas- ista til saka í Bandaríkjunum, en Linnas var sendur til Sov- étríkjanna fyrir að hafa sagt ósatt um fortíð sína þegar hann kom til Bandaríkjanna eftir stríð. ÍSLENSK STJÓRNVÖLD ÁKVEÐA FRAMHALDIÐ íslensk stjórnvöld hafa enga afstöðu tekið enn til beiðni Wiesenthal-stofnunar- innar um að réttað verði yfir Mikson hér á landi. Lögfræði- leg álitamál því tengd eru reifuð annars staðar í blað- inu, en eistneski rithöfundur- inn Peeter Puide taldi það vilja sumra hjá Wiesenthal- stofnuninni að fá fram réttar- höld þar sem viðkomandi yrði kallaður fyrir sem ,,vitni“ og látinn tjá sig um at- vik og lýsa atburðum. Það þætti þeim nægileg refsing þegar svo aldraður maður ætti í hlut. Kari Th. Birgisson Sigurður Már Jónsson ásamt Haraldi Jónssyni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.