Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 Edda Sigrún enn á flakkl Mál Eddu Sigrúnar Ólafs- dóttur lögmanns er enn á flakki í kerfinu. Nú er komið vel á annað ár frá því það kom fyrst til kasta rannsókn- arlögreglu og saksóknara. Rannsóknarlögreglan hef- ur fengið málið þrisvar til meðferðar, saksóknari jafn- oft og nú er dómsmálaráðu- neytið með málið í annað sinn. Er þetta ekki langur tími sem þetta mál hefur veriö til medferdar? „Það veit ég ekki. Það hef- ur verið unnið mikið við mál- ið, hæði hér og eins hjá rann- sóknarlögreglunni," sagði Hallvaröur Einvarösson rík- issaksóknari í samtali við PRESSUNA. Verða að yfirgefa Hólel Stefanlu Ingunn Árnadóttir, eigin- kona Stefáns Sigurdssonar, eiganda Hótels Stefaníu, tap- aði málinu gegn Ferðamála- sjóði og Framkvæmdasjóði og verður að yfirgefa hótelið um næstu mánaðamót. Eftir að Hótel Stefanía varð gjald- þrota lögðu þau hjónin fram leigusamning þar sem Ing- unn tók hótelið á leigu. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður sjóðanna, krafðist þess að Ingunn yrði borin út af hótelinu. Nú er dómur fall- inn á þann veg að Ingunn þarf út. Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis. Einar vanhæfur Gaukur Jörundsson, um- boðsmaður Alþingis, hefur skilað áliti sínu á setu Einars Magnússonar, deildarstjóra í heilbrigðismálaráðuneytinu, í lyfjaverðlagsnefnd. Gaukur álítur að Einar sé vanhæfur til setu í nefndinni vegna starfa sinna í ráðuneytinu, en þar gegnir hann meðal ann- ars starfi lyfjamálastjóra. Gaukur kemst að þeirri nið- urstöðu að óeðlilegt sé að í nefndinni sitji sá maður sem annast lyfjamál innan ráðu- neytisins fyrir hönd ráðherra. Þarna sé um hagsmuníi- árekstra að ræða. 50 bankastarfs- menn án vinnu Hagræðingin í bankakerf- inu er farin að skila sér í auknu atvinnuleysi meðal bankastarfsmanna — en fram að þessu hefur þessi stétt bú- ið við hvað mest atvinnuör- yg£i á vinnumarkaðinum. I nóvember sl. var í fyrsta skipti gripið til hópuppsagna er Islandsbanki sagði upp 17 manns. í janúar höfðu 22 bankamenn látið skrá sig at- vinnulausa og spáir SIB því að í vor verði þeir orðnir á milli 40 og 50. Býst samband- ið við viðvarandi atvinnu- leysi í stéttinni upp á 1 til 1,5 prósent. FELAGSDOMS SÍB sakar bankann um vísvitandi tilraun til að skerða áunnin lífeyrisréttindi starfsmanna sinna. Eftir 20 ára starfsaldur er munurinn á eftirlaunum ríkisbanka- manns og manns í Lífeyrissjóði verslunarmanna um 19 þúsund á mánuði. Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ og bankaráðs- maður í íslandsbanka. Er bankinn vísvitandi að skerða lífeyrisréttindi eða forða sér undan lífeyris- réttindum sem eru langt umfram það sem flestir launþegar búa við? Islandsbanki hefur stefnt Sambandi bankamanna (SÍB) fyrir félagsdóm til að fá því hnekkt að starfsmenn bank- ans njóti sömu lífeyrisrétt- inda og starfsmenn ríkis- bankanna. Islandsbanki held- ur því fram að ákvæði í kjara- samningi eigi aðeins við að einkabankar tryggi sambæri- lega verðtryggingu á lífeyri og hjá ríkisbankamönnum, en ekki að það tryggi sömu réttindi og í eftirlaunasjóðum starfsmanna ríkisbankanna. SÍB telur að íslandsbanki vilji með þessu svifta starfs- menn einkabankanna um- talsverðum lífeyrisréttindum. Þá þykir málið enn mikilvæg- ara þar sem til stendur að einkavæða ríkisbankana. í því samhengi er ljóst að tekist er á um tug ef ekki hundruð milljóna króna útgjöld banka- kerfisins á næstu áratugum. Deilt er um túlkun á ákvæði sem kom inn í samn- inga 1980 — eftir fjögurra daga verkfall — þar sem seg- ir: „Aðrir bankar með 8 starfsmenn eða fleiri tryggi áfram sambærileg réttindi og bætur til handa sínum starfs- mönnum og starfsmenn ríkis- bankanna njóta." „VÍSVITANDI TILRAUN TIL AÐ SKERÐA ÁUNNIN RÉTTINDI" íslandsbanki lagði fram til- boð um að greitt yrði 10 pró- senta iðgjald til Lífeyrissjóðs verslunarmanna af öllum launum og auk þess yrði ótil- tekin prósenta greidd í sjóð Verðbréfamarkaðar íslands- banka, sem myndaði séreign á nafni hvers starfsmanns. SÍB hafnaði því alfarið að greiða í LV „vegna þess fortíð- arvanda sem sá sjóður býr við og hugsanlegrar réttinda- skerðingar í framtíðinni", enda lífeyriskjör í LV „til muna lakari en lífeyriskjör í ríkisbönkunum". Islandsbanki svaraði þessu með því að telja lífeyrisrétt- indi fyrrum starfsmanna Al- þýðubanka og Verslunar- banka ákveðin í kjarasamn- ingi frá 1974 og réttindi fyrr- um starfsmanna Iðnaðar- banka miðuðust við reglur frá 1985 — og bauð réttindi samkvæmt Iðnaðarbankafor- skriftinni. SÍB lýsti yfir furðu sinni og undrun á afstöðu íslands- banka og í bréfi Sveins Sveinssonar, lögfræðings SÍB, sagði að bankaráð íslands- banka væri „vísvitandi að gera tilraun til að skerða áunninn lífeyrisrétt viðkom- andi starfsmanna. Breytir þar í engu þessari skoðun sam- bandsins þó á sömu stundu séu einhliða boðin meiri rétt- indi“, segir Sveinn og á þar við tilboðið um séreignasjóð- inn. MUNAR ALLT AÐ 53 ÞÚSUNDUM Á MÁNUÐI FYRIR MEÐALMANNINN SÍB bendir á að eftir samn- ingana 1980 hafi allir einka- bankarnir gert ráðstafanir tii að mæta auknum skyldum og komi það skýrt fram í árs- reikningum þeirra. Þegar fyrstu starfsmenn þeirra hafi farið á lífeyrisgreiðslur hafi þeir fengið greiðslur í sam- ræmi við breyttan kjara- samning. Munurinn á réttindum sam- kvæmt eftirlaunasjóðum rík- isbankanna annars vegar og LV hins vegar er talsverður. Nefna má að ríkisbanka- menn fá fullan lífeyri strax við 65 ára aldur og viðbótar- réttindi ef starfað er áfram til 70 ára aldurs, allt að 85 pró- senta hámarki. LV-fólk fær ekki full réttindi fyrr en við 70 ára aldur. SÍB hefur reikn- að það út að meðallauna- maður með 109 þúsund á mánuði muni, miðað við 1 prósent launaskrið á ári, fá eftir 40 ára starfsaldur eftir- laun upp á 93 þúsund á mán- uði samkvæmt reglum Eftir- launasjóðs Landsbanka og Seðlabanka, en aðeins rúm- lega 39 þúsund eftir reglum LV. Miðað við 20 ára starfsald- ur fáer bankamaðurinn um 44 þúsund en LV-maðurinn 25 þúsund. Að Islandsbanki skuli vera sakaður um að vilja skerða lífeyrisréttindi þessa launa- fólks vekur athygli í ljósi eign- araðildar lífeyrissjóða verka- lýðshreyfingarinnar að ís- landsbanka. Á hinn bóginn njóta starfsmenn ríkisbank- anna verulegra réttinda um- fram almennt launafólk. Friðrik Þór Guðmundsson D E B E T „Hann er gífurlega áhugasamur og fljótur að vinna," segir Einar Karl Haraldsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans. „Hann hrífur fólk með sér með hressileika og dugnaði og er fljótur að taka ákvarðanir. Hann vakti mikla athygli og var afskaplega þarfur maður á litlu blaði eins og Þjóðviljanum. Gerði allt fljótt, hratt og vel. Hann er geysilega jákvæður, víðsýnn, mjög hug- myndaríkur og skemmtilegur," segir Kristján Friðriksson sjónvarpsauglýsingaleikstjóri. „í fyrsta lagi er maðurinn afar frjór, skemmtileg- ur, ákveðinn og þorir að hafa skoðun á hlutun- um, jafnvel þótt hann viti að það falli viðskipta- vininum ekki alveg í geð. Svo er hann mikill húmoristi," segir Orn Gústafsson, markaðs- stjóri VÍS. „Hann er réttiátur, bráðskemmtileg- ur vinnuveitandi og stendur með sínu fólki gegnum þykkt og þunnt. Hann er óhræddur, horfir jafnan fram á við og hundleiðist „status quo“ og leggur því líka ávallt eitthvað af mörk- um. Hann er óhræddur við að segja hluti hreint út þegar hann vill og hann kann manna best að bjarga sér út úr klípu þannig að allir sjá í gegn- um málið en eru samt sáttir við það,“ segir Ólöf Þorvaldsdóttir hjá auglýsingastofunni Hér og nú. „Hann er fyrst og fremst hæfileikaríkur auglýsingamaður og nýtur sín best í stjórnun og útfærslu á auglýsingaherferðum. Hann er traustur og skemmtilegur félagi, og vinur vina sinna," segir Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Plastprents og félagi Gunn- ars. Gunnar Steinn Pálsson K R E D I T „Þegar menn vinna svona hratt horfa þeir ekki alltaf á smáatriðin. Ef áhuginn ber get- una ofurliði er það sú áhætta sem menn taka,“ segir Einar. „Snilld hans getur snúist gegn honum svo öryggi hans getur orkað neikvætt á vissum stundum. En það fer nú bara eftir því hver er með honum,“ segir Kristján. „Hann vill vera með í öllu og hefur oft ekki nægan tíma, það eru því svolítið víðar á honum ermarnar sem veldur því að hann lofar svolítið upp í þær." segir Örn. „Hann er stundum of áfjáður í sviðsljósið og vill helst vera þar einn. Ég gruna hann um að vilja frekar vinna með körlum en konum þegar um vinnu á jafnréttisgrund- velli er að ræða. Svo getur hann klúðrað málum meistaralega!“ segir Ólöf. „Hann er svolítið orðhvatur og oft of fljótur að draga ályktanir. Vinnubrögðin gætu því stundum verið nákvæmari,“ segir Eysteinn. Mikil umræöa hefur staöiö um Gunnar Stein F’álsson vegna viöskipta fyrirtækis hans viö fjármálaráöuneytiö og Alþýöubandalagiö.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.