Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395 (601054), tæknideild 620055, slúöurlína 621373. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Gjaldþrota fyrírtæki á að fara til fógeta en ekkiráðherra V I K A N SÁLGREINING VIKUNNAR Þótt enginn sé dómari í sjáifs sín sök, þá er athyglisvert aö lesa palladóma Óiafs Ragnars Grímssonar um sjálfan sig á blað- siðu 4 í PRESSUNNI í dag. Þar fjallar Ólafur Ragnar fyrir fjór- um árum um Ólaf Ragnar fyrir einu ári og er sérstaklega gam- an að lesa þá dóma með augum Ólafs Ragnars dagsins í dag. Eins og kunnugt er greindi Ól- afur Ragnar skitlegteðli Davíðs Oddssonar eftir að Davíð sagði það sérstaklega óvarlegt af Ólafi Ragnari að kaupa þjónustu af Hvíta húsinu sem formaður Al- þýðubandalagsins á sama tíma og.Hvíta húsið var í stórfelldum viðskiptum við Ólaf Ragnar sem fjármálaráðherra. Fyrir fjórum árum skrifaði Ólafur Ragnar um Jón Baldvin Hannibalsson og Kátu maskinuna út frá sömu forsendum og líkast til rekinn áfram af samskonar eðli. Hann tók meira að segja dýpra i árinni en Davið og talaði um pólitíska spiliingu. Miðað við sjónarmið Ólafs Ragnars í dag hlýtur Ólafur Ragnar fyrir fjórum árum að hafa haft enn skitlegra eðli en Davíð í dag. Af ummælum Ólafs Ragnars fyrir fjórum árum og svo aftur i dag má sjá að hann hefur vandað til sálgreininga sinna. Eins og Sigmund Freud byggir Ólafur áínar kenningar á eigin reynslu. DEILA VIKUNNAR Skemmtilegasta deila vikunn- ar var á milli Landssambands lögreglumanna og Róberts H V E R N I G Trausta Árnasonar sendiherra. Lögreglumennirnir vilja láta Jón Baldvin Hannibalsson reka Ró- bert TraUsta, að því er virðist fyr- ir afleitan tónlistarsmekk. Hann sendi lögreglumönnum kveðju með laginu „Money, money, money“ með Abba í þætti á Bylgjunni um daginn. Þótt Abba sé umdeild hljómsveit finnst flestum þetta sjálfsagt full- harkaleg viðbrögð hjá löggunni. Að minnsta kosti er Ijóst að það verður bið á því að löggan fái aft- ur kveðjur í óskalagaþáttum. HAGFRÆÐIKENNING VIKUNNAR í vikunni sagði Svavar Gests- son, fyrrum menntamálaráð- herra, að tillögur núverandi menntamálaráðherra um út- I PRESSUNNI í dag er fjallað um verktakafyrirtæk- ið Hagvirki. Þetta fyrirtæki er í dag í raun rekið gjald- þrota. Eigið fé þess er neikvætt um hálfan milljarð króna. Það á því ekki fyrir þeim skuldbindingum sem það stofnar til með rekstrinum. Forsvarsmenn fyrir- tækisins ættu fyrir löngu að vera farnir til fógeta og óska annaðhvort eftir greiðslustöðvun eða gjald- þrotameðferð. Á þeim hvílir sú lagaskylda að gera það. En þeir eru ekki á þeim buxunum. Þess í stað hafa þeir snúið sér til ráðherra ríkisstjórnarinnar. í fyrsta lagi óska þeir eftir því að eign almennings í íslenskum aðalverktökum verði notuð til að laga eiginfjárstöðu fyrirtækis síns. Þeir eru með öðrum orðum að fara fram á að hálfum milljarði af eignum almennings að minnsta kosti verði varið til að laga þá stöðu sem þeir komu fyrirtæki sínu í. Þeir vilja búa til nýtt Álafossmál. Þeir óska eftir því að illa reknu fyrirtæki verði haldið á floti fyrir fé almenn- ings. Slík beiðni er fáránleg og það er líka fáránlegt að ráðherrar skuli Ijá máls á henni. í öðru lagi vilja þeir að ríkissjóður leyfi þeim að greiða skattsvikaskuldir sínar með fríðu. Eins og kunnugt er greiddi Hagvirki ekki söluskatt til margra ára af ákveðnum þáttum starfsemi sinnar þó svo önnur verktakafyrirtæki gerðu það. í ljósi þessa er því kannski ekki að furða að fyrirtækinu skyldi tak- ast að bjóða lægra í verk en öðrum. Þessi ósk for- svarsmanna fyrirtækisins er álíka fáránleg og sú fyrri. Hún er jafn vitlaus og ef venjulegur skattsvikari byðist til þess að mæta með hamar og meitil um helg- ar og leggja fram vinnu við gerð Vestfjarðaganga. Slíkt yrði aldrei tekið í mál. Menn hafa einfaldlega ekki sjálfsvald um með hvaða hætti þeir borga skatta sína. Þessar óskir forsvarsmanna Hagvirkis eru eins og raddir úr fortíðinni. Ef Hagvirki er gjaldþrota á það að fara til meðferðar hjá fógeta en ekki ráðherrum. Þótt fyrirtækið gefi upp öndina glatast ekki þekking starfsfólksins. Eftir sem áður munu hús verða byggð og vegir lagðir. Tilraunir ráðherra til að bjarga allskyns illa rekn- um fyrirtækjum frá gjaldþroti hafa skilið eftir sig ör út um allt þjóðfélagið. Núverandi ríkisstjórn hefur lát- ið í veðri vaka að hún hygðist snúa af þeirri braut. Við það verður hún að standa. Er hœgt að höfða mál fyrir íslenskum dóm- stólum vegna ásakana Wiesenthal-stofnunar- innar á hendur Eðvald Hinrikssyni? MAGNÚS THORODDSEN HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR SVARAR „í upphafi vil ég taka fram að samkvæmt íslenskum lög- um og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna er þessi maður saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Eg veit ekki hvaða stöðu þessi Wiesenthal-stofnun hef- ur en þetta mál verður að fara eftir opinberum leiðum. Það yrði þá Ísrealsríki í gegnum utanríkisráðuneyti sitt sem mundi vísa þessu til utanríkis- ráðuneytis Islands. Síðan yrði utanríkisráðuneytið að vísa þessu máli til dómsmálaráðu- neytisins. Það mundi, ef það teldi ástæðu til, vísa þessu til rikissaksóknara. Hann mundi síðan kanna málið og ef hann teldi ástæðu til mundi hann vísa málinu til Rann- sóknarlögreglu ríkisins til rannsóknar. Þegar sú rann- sókn væri komin til baka mundi hann taka ákvörðun um hvort rétt væri að ákæra eða ekki. Hann gæti tekið þá ákvörðun að engin ástæða væri til að halda áfram með þetta mál. Þar með væri það búið. Ef hann teldi ástæðu til að ákæra þá væru það dóm- stólarnir og endanlega Hæstiréttur sem mundi dæma í þessu rnáli." En kemur til greina ad rík- issaksóknari ákœri vegna máls sem átti sér stað í Eist- landi fyrir um fimmtíu árum? ,,Eg vil ekkert segja um hvað ríkissaksóknari telur rétt að gera. Það getur vel verið að hann telji alltof langt um liðið. En það fer náttúr- lega eftir því hvað er sannað í málinu, þvi sakir fyrnast á mismunandi löngum tíma eftir því hvað afbrotið er al- varlegt." lána- og innheimtureglur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna jafn- giltu því að 8 prósenta skattur væri lagður á fólk með háskóla- menntun. Það sem liggur að baki er að greiðslubyrði lántakenda hjá sjóðnum getur numið 8 pró- sentum af tekjum. Það er hins vegar nýtt í umræðunni að líta svo á að það sé skattlagning ef lántakandi er krafinn um endur- greiðslu á láni. Á sama hátt mætti líta á Húsnæðisstofnun sem innheimtustofnun skatta, — að ekki sé talað um banka og sparisjóði. Og þá er spurning hvort stórskuldugir menn eins og Jóhann Bergþórsson og Hag- virki séu ekki skattakóngar frekar en vandaðir bissness- menn á borð við Þorvald í Síld og fisk. Það yrði þá Israelsríki í gegnum utan- ríkisráðuneyti sitt sem mundi uísa þessu til utanríkis- ráðuneytis íslands. u JiBE>í Horf Hcrrr Horn HJAlP SLAPPUR. ER KOMiNN Á S-Lob>\R 'AsatriXarkvennahrevfíngarínnar GEt’MKRiSTuR ER. NiX h LEÍÐ TiiJ/tföðd ÁSAfAT nÖRG-þÁSiAND KyN&bHM NmnNUM f FLJÚGANDÍ DíSKiAKÍ Vi£> VERbUAA AP VSRA ViDþÚNAR /Jf £NDWA.KPM|AN/Vij 0 HiKLA AUDUMUA GEFpiA OKKUR ST/RK T>1 At> Ste/PA ÓGNAfi STjrgRN EiVARS AQ.MAR OCr SAf4EiNAi>A Þl^KA ^.SkKÍMSLÍSíNS 0& SÍGRASJ ^ ÖUUM KAUL REMBlATAoiAR&tó6I)iAN\ i ödfj# Æ" ENDUEReísuf H?f> FoRMA XSLENSkA ÁV^ÐPAVELpj { LyKíLoRSif^ ÁSTARPUN&- URÍNV MiMN J ALLT i LA&i KöMDuÍNN EH JAAA'tt g EH NERWS tiBfi þETTA HLVW AÐ PASSÁl þETFA £F ADRESSAlV 1 SE/A é& FÉKK HXÁ 4 DR HELGA PJETUWS

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.