Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 23 S K O Ð U N Ráðdeild eða óráðsía STJÓRNMÁL BIRGIR ÁRNASON Sjálfstæðis- flokkurinn og miðjumoðið STJÓRNMÁL ÓU BJÖRN KÁRASON Stjórnarandstaðan kyrjar nú sam- einuð þann söng að ríkisstjórnin standi fyrir aðför að velferð fólksins í landinu — og það af skepnuskap ein- um saman. Auðvitað er þetta fjarri öllu iagi. Sá er helstur munur á ríkis- stjórninni og stjórnarandstöðunni um „Langvarandi uerðbólgu og erlenda skuldasöfnun má beinlínis rekja til þess að óvarlega hefur verið farið með fjármuni, eytt hefur verið umfram efni og ráðist hefur verið í vitlausa fjárfestingu." þessar mundir að í stjórnarflokkun- um hefur sjónarmið ráðdeildar orðið ofan á en stjórnarandstöðuflokkarnir boða allir sem einn að áframhaldandi óráðsía sé allra meina bót. Óráðsía í fjármálum hefur verið eitt megineinkenni íslensks stjórnarfars síðustu tvo áratugi.. Langvarandi verðbólgu og erlenda skuldasöfnun má beinlínis rekja til þess að óvarlega hefur verið farið með fjármuni, eytt hefur verið umfram efni og ráðist hef- ur verið í vitlausa fjárfestingu. Það er engin tilviljun að Framsókn- arflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn nánast samfleytt þessa tvo áratugi. Það er heldur engin tilviljun að í þau tvö skipti sem keyrði um þverbak á þessu tímabili — í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971—1974 og ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen 1979—1983 — höfðu Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag í samein- ingu tögl og hagldir í ríkisstjórn. Kvennalistinn hefur að sönnu aldrei setið í ríkisstjórn en af málflutningi hans fyrr og nú að dæma sver hann sig langsamlega mest í ætt við óráð- síuflokkana tvo. í þessum flokkum gerist yfirleitt annað af tvennu að staðreyndum er neitað eða heildar- hagsmunum er fórnað fyrir sérhags- muni. Það ríkir kreppa í íslensku efna- hagslífi. Að sumu leyti er hún vonandi stundarfyrirbrigði en hinu má ekki gleyma að hún á sér einnig rætur í hagþróun síðustu ára og áratuga. Sem dæmi má taka að vaxtagreiðslur af er- lendum lánum íslendinga á þessu ári svara til þess að lagður sé skattur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu sem nemur tæplega þrjú hundruð þúsund krónum. Harla lítið fæst þó fyrir þennan skatt því ekki er óvarlegt að ætla að jafnvirði erlendu skuldanna hafi verið sólundað á um- ræddum tíma. Þetta er hinn uppsafn- aði vandi sem ríkisstjórnin glímir við á meðan stjórnarandstaðan boðar meira af því sama. Það er fyrir löngu orðið tímabært að óráðsían víki fyrir ráðdeild í opin- berum fjármálum. Viðleitni til að draga úr viðvarandi hallarekstri ríkis- sjóðs verður aldrei vinsæl, síst af öllu á samdráttartímum. Hugsanlega er það þó eingöngu þegar svo háttar að tækifæri gefst til að taka á grundvall- arveilum í ríkisfjármálunum. Á upp- gangstímum er nauðsynin ekki eins brýn. Ríkisstjórnin á lof skilið fyrir viðleitni sína en spyrja verður hvort í raun hafi nóg verið að gert. Nær það til dæmis nokkurri átt að auka útgjöld til landbúnaðar á sama tíma og út- gjöld til heilbrigðismála eru skorin niður? Hvað sem því líður leikur ekki vafi á því aö við megum þakka fyrir að nú fer með völd ráðdeildarstjórn og að óráðsíuflokkarnir eru í stjórnarand- stöðu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFTA i Genf. Eitt af því versta sem stjórnmála- menn gera er að nota orð og hugtök þannig að fáir eða engir skilja. Fátt er mikilvægara en að þeir tali skýrt og greinilega. Það hefur auðvitað Iengi verið hátt- ur þeirra sem sækjast eftir hylli al- mennings, hvort heldur þeir eru stjórnmálamenn eður ei, að misnota orð, leika sér að hugtökum og snúa út úr og jafnvel reyna að breyta merk- ingu orða. Þannig vilja margir kalla sig frjálslynda og sumir stjórnmála- flokkar telja best að kenna sig við sama orð. Framsóknarflokkurinn hef- ur skreytt sig fjöðrum frjálslyndis, eins og sumir sjálfstæðismenn, og síð- ast sagðist Borgaraflokkurinn sálugi vera boðberi frjálslyndis. Annað dæmi er tilraun Ólafs Ragn- ars Grímssonar til að eigna Alþýðu- bandalaginu orðið jafnaðarmanna- flokkur, sem fram til þessa hafði verið óáreitt í eigu Alþýðuflokksins. Og þannig má lengi halda áfram að ræða um misnotkun á orðum, og hvernig stjórnmálamenn nota sömu orð með mismunandi hætti, með mis- munandi merkingu. Er nema von að margir séu hættir að gera greinarmun á stefnu stjórnmálaflokkanna? Þó bregður manni við þegar samherjar og forystumenn í sama stjórnmála- flokki nota orð með mismunandi hætti. Annar hrópar húrra, en hinn segir nei. Samkvæmt frásögn Morg- unblaðsins af aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var um miðjan janúar, fæ ég ekki betur séð en að Markús Örn Ant- onsson borgarstjóri sé miðjumoðs- maður. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og forveri Markúsar Arnar í borgarstjórastóli, er hins vegar harð- snúinn andstæðingur miðjumoðs, eins og fram kemur í viðtali við hann í nýju tölublaði Stefnis. Morgunblaðið segir að Markús Örn telji að styrk Sjálfstæðisflokksins megi rekja til þess að hugmyndafræði hans eigi rætur í íslenskum raunveru- leika, en einstaklingshyggja og frelsis- þrá væru sterkasti strengurinn í eðli Islendinga. Vissulega mættust ólíkir hagsmunir innan stofnana flokksins en innan þeirra«væri ávallt reynt að ná ásættaniegum og farsælum niður- stöðum fyrir þjóðarheildina. „Þetta hafa sumir kallað miðjumoð," hefur Morgunblaðið eftir borgarstjóra. „Eg segi: Húrra fyrir miðjumoðinu, ef það er stimpillinn sem einhverjir vilja setja á gróna hefð í Sjálfstæðisflokkn- um, að leita málamiðlana og jafnvæg- is til að tryggja í senn gróskumikinn og ábatasaman atvinnurekstur í land- inu og almenna velferð borgaranna, hvar í stétt eða þjóðfélagsstiganum, sem þeir eru staddir." í áðurnefndu viðtali við Stefni segir Davíð Oddsson hins vegar: „En miðjumoðið er jú andstöðuafl Sjálf- stæðisflokksins og við sjáum það víða að það er áskorun um að það sé rétt að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar í stjórnmálum. Þau sjónarmið eru runnin undan rifjum þeirra stjórn- málaafla sem sitja á sakamannabekk sögunnar með allt niður um sig póli- tískt séð en þykjast þannig geta talað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvergi hvikað frá stefnu sinni og sú stefna er skýr.“ Er nema von að ég og fleiri spyrji: Hver er miðjumoðsmaður og hver ekki? Er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn miðjumoðsflokkur eða eru miðju- moðsmenn andstæðingar flokksins? Það er auðvitað rétt að innan Sjálf- stæðisflokksins eru samankomin öfl og hagsmunir sem eru ólík, en eiga meira sameiginlegt heldur en það sem sundrar. Þannig er alltaf þegar einstaklingar taka höndum saman, hvort heldur er í íþróttafélögum, stjórnmálaflokkum eða verkalýðsfé- lögum. Það hefur þó ekkert með miðjumoð að gera þegar einstakling- ar taka sig saman, mynda stjórnmála- flokk og komast að sameiginlegri stefnu sem hlýtur alltaf að vera mála- miðlun af einhverju tagi. Ég held aö það sé rétt hjá mér að orðið miðjumoð hafi fyrst heyrst hér á landi árið 1980 þegar Friedrich Hayek, nóbelsverðlaunahafi í hag- fræði, var hér á landi. Hayek notaði þetta orð um breska íhaldsmenn sem voru tilbúnir til að gefa eftir grund- vallarhugsjónir sínar til að ná fram málamiðlun. Fram til þessa hef ég skilið miðjumoð með þessum hætti, og yfirfært á Sjálfstæðisflokkinn: Sjálfstæðismenn sem eru tilbúnir til að leggja til hliðar grundvallarhug- sjónir flokksins, til þess að ná mála- miðlun við andstæðinga sína. Það kann því að vekja ugg í brjósti ein- hverra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum, að borgar- stjóri og oddviti flokksins skuli hrópa húrra fyrir miðjumoðinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins FJÖLMIÐLAR Afmatfrekum börnum I síðasta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins var grein eftir tvær blaðakonur um framfærslukostn- að heimilanna. Niðurstaða grein- arinnar er sú að fjögurra manna fjölskyldu vanti tæpar 650 þúsund krónur til að endar nái saman. Einstæða móður með tvö börn á sama aldri og í hinni fjölskyldunni vantar hins vegar rúmar 840 þús- und krónur til að ná þessum sömu endum saman. Þessi niðurstaða er sjálfsagt lík því sem flestir mundu búast við. Undanfarna áratugi hefur þess verið gætt við hverjar efnahags- ráðstafanir að bæta hag einstæðra foreldra. Það er almennt talið að þeir hafi það bágara en hjónafólk. Ef útreikningar blaðakvenn- anna eru skoðaðir kemur hins vegar í Ijós að ástæða er til að ve- fengja niðurstöðu þeirra. I dæmi þeirra er meðal annars gert ráð fyrir að matarreikningur einstæðu móðurinnar og barna hennar sé upp á 405.800 krónur á ári. Matar- reikningur hjónanna og barna þeirra er hins vegar 487.000 krón- ur. Samkvæmt því borðar viðbótin í hjónafjölskyldunni, það er karl- inn. fyrir 81.200 krónur. Ef gert er ráð fyrir að einstæða móðirin borði álíka mikið þá borða börnin hennar tvö fyrir 324.600 krónur á ári eða fyrir 162.300 krónur hvort. Það er um helmingi dýrara fæði en móðir þeirra neytir. Svipaða sögu er að segja af ýms- um öðrum breytilegum útgjalda- flokkum. Ótrúlega lítill munur er á kostnaði einstæðu móðurinnar og hjónanna. Það er skiljanlegt að lít- ill munur sé á föstum útgjaldalið- um, eins og húsnæði, rafmagni, hita og öðru slíku, en ekki breyti- legum kostnaði, eins og fötum, mat og drykk. Mér finnst nokkuð augljóst af þessu að eitthvað er bogið við for- sendur útreikninganna. Ég þekki að minnsta kosti ekki börn sem borða á við tvo fullorðna. Og ef eitthvað er bogið við forsendurnar þá er niðurstaðan líkast til einnig röng. Ég hef nokkrum sinnum skrifað greinar og fréttir um tilraunir stjórnvalda til að draga úr afkomu- mismun einstæðra foreldra og hjóna. Mínir útreikningar hafa alltaf leitt í-ljós að fyrir mörgum árum hafi þessi aðstöðumunur jafnast með greiðslum úr Trygg- ingastofnun, frá skattinum og með niðurgreiddri barnagæslu. Eftir að þessar greinar hafa birst hefur fólk haft samband við mig til að tjá mér að það geti ekki trúað þessum niðurstöðum. Það er þess fullvisst að aðstæður einstæðra foreldra séu lakari en hjóna. Ég held að sama fullvissa liggi að baki niðurstöðu blaðakvennanna á Mogganum. Að minnsta kosti hef- ur hún truflað þær í að skoða út- reikninga sína betur. Gunnar Smári Egilsson „Hinn Ijóngáfaði og vel klœddi stjórnmálamaður Ólafur Ragnar Grímsson hefur enn einu sinni sýnt og sannað yfirburði sína í ís- lenskum stjórn- málum. “ Ólafur Hauksson, óróðursfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Næst fer hann að heyra raddir „Það hringja viðvörunarbjöll- ur um allt þjóðfélagið.“ Einar Oddur Kristjánsson bjargvættur. Ólympiuleikar timbraðra „Á morgun man enginn hver gerði hvað.“ Tamara Moskvina skautaþjálfarí. Svona eru islenskar konur „En það er furðulegt að stúlk- ur skuli meiðast í Noregi en karlar á Islandi." Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari. Ofureðiilegt „Þetta sýnir skítlegt eðli for- sætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson, auglýsingafulltrúl og alþingismaður. Ég bara ulla á hann „Ég ætla ekki að ræða orð- bragð Ólafs Ragnars, þar er um uppeldisvandamál hans sjálfs að ræða." Davíð Oddsson Viðeyjarkóngur. Ekki eins og ég „Sighvat vantar þá þjálfun, yf- irvegun og athyglisgáfu sem kemur annaðhvórt af því að hafa farið f gegnum langvar- andi háskólamenntun eða vinnu að alvarlegum og erfið- um verkefnum utan vettvangs stjórnmálanna." Ólafur Ragnar Grfmsson, skapgerðarrýnlr og alþlnglsmaður. Við þökkum fyrir það „Kennararnir voru hjálplegir en þeir æstu okkur ekki upp í neitt." Hrönn Þrálnsdóttlr, formaöur nemendafélags Réttartioltsskóla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.