Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 28
28 FlMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 B fi L A R Talað er um að sumir bílar hafi sál. Þá er átt við gömlu bílana sem liðu um göturnar þegar Reykjavík var annar bær og Ólafur Thors, Bjarni Ben og fleiri stjórnuðu landinu. í þá daga var auðvelt að greina bíltegundir í sundur, _ öðruvísi en nú á dögum þegar allir bílar virðast steyptir í sama mót. PRESSAN fór á stúfana og fann bifreið með sál. Bifreið sem enn líður um götur Reykjavíkur. Það er Volvo Amazon, nú í eigu leikaréms Valdimars Arnar Flygenring. VOIV $ACA AMA KEYPTUR AF GUNNARI SMÁRA ÞOR- STEINSSYNI FRÁ UMBOÐINU1. APRÍL 1966 Fyrsti eigandi að þessum Volvo var Gunncir Smári Þor- steinsson trésmiður. Hann fékk bflinn í hendumar 1. aprfl 1966 á 224 þúsund gamlar krónur. „Þetta var mikill gæfubfll fyr- ir okkur hjónin, enda áttum við hann lengi. Hann skilaði okkur alltaf heilum heim. Það var mjög þægiiegt að ferðast í þessu. Stólamir þóttu mjög góðir á þessum tíma og maður varð aldrei þreyttur á að sitja í honum. Amazon-gerðin var mjög vel lukkuð. Þetta var klassísk- ur bfll og stóð mjög framarlega á þessum tíma. Það var margt í honum sem var þá ekki ak mennt komið í bíla, eins og stólamir, sem hægt var að stilia eftir hentugleika, hnakka- púðar og öryggisbelti. Þessi týpa af Volvo var þriggja gíra og I því lá eini galli hans að mínu mati. Maður varð að lalia í fyrsta gír í löng- um bröttum brekkum. Stund- um komst ég upp Kambana í öðrum gír ef vegurinn var frír. Vélin hefði kannski mátt vera stærri, en hún var mjög þýð og endingargóð. Þær endast ekki margar svo vel nú á dög- um. Það má segja um þennan bfl að meðan ég átti hann þurfti aldrei neitt að gera við hann, nema kannski skipta um brémsuborða, kerti og platín- ur. Það er eitt sem ég man eftir við þennan bfl, að það var allt- af sami kúplingsdiskurinn f honum meðan ég átti hann. Það var búið að keyra hann yf- ir 200 þúsund kflómetra, þaiin- ig að þú sérð hvað þetta end- ist.“ Þekkirðu bflinn aftur í um- ferðinni? „Ég sá hann í síðustu viku fyrir tilviljun. Ég tók eftir hon- um af því ég þekki númerið á honum. Mér þótti vænt um að sjá að _það er vel hugsað um hann. Eg gat ekki séð annað.“ VOLVOINN SELDUR JÓNI BJARNA6UNN- ARSSYNI 30. NÓVEMBER 1983. KAUPVERÐIÐ ER Á HULDU „Volvoinn reyndist mér frá- bærlega vel að öllu leyti. Fljótlega eftir að ég fékk hann var hann gerður alveg upp. Ég skipti um boddí að stórum hluta, ryðbætti hann, tók upp vélina, boraði hana út og endumýjaði allan undir- vagninn. Að þessu loknu var bfllinn eins og nýr,“ segir Jón Bjami Gunnarsson. Vakti bfllinn ekki athygli? Jú, jú, vissulega. Það eru ekki margir svona bflar á göt- unum í dag.“ Hverjir eru helstu kostir þessa bfls? „Þetta var mjög sterkur bíll og klikkaði aldrei. Hann var bam síns tíma og hafði þvf sín- ar takmarkanir miðað við nýja bíla í dag. Það var til dæmis bara þriggja gíra kassi í þessu, þannig að það þurfti stundum að keyra hann í fyrsta gír úti á vegum og í brekkum." VOLVOINN SELDUR CUD- JÓNI ÁOÚSTI KRISTINSSYNI 17. JÚNÍ1989 „Ég keypti bflinn sumarið ‘89 fyrir 200 þúsund krónur. Þetta var fyrsti bfllinn minn. Ég keypti hann í þeirri trú að hann væri í toppstandi, eins og nýr. Því varð ég hálfsvekkt- ur þegar í ljós kom að vélin var að gefa sig, rafallinn og ann- að,“ segir þriðji eigandinn, Guð- jón Agúst Kristinsson. ,Annars var mjög gott að keyra bflinn, hann var mjúkur og þægilegur og maður fann ekki fyrir hraðanum. Hann leið áfram eins og í draumi. Bfllinn reyndist mér mjög vel á malar- vegum, það sannaðist þegar ég fór á honum til Sauðár- króks. Að vísu rispaðist lakkið nokkuð illa og það vakti upp grunsemdir hjá mér að hann hefði verið illa sprautaður af fyrri eiganda Gömul músík fór bflnum mjög vel. Ég var vanur að spila gamlan djass þegar ég fór á rúntinn og við það skap- aðist mjög sérstök stemmning í bflnum. Flestir vina minna voru sammála því. Fyrri eigandi hafði skipt um öll áklæði í bflnum og fannst mér það miður. Það er nauð- synlegt að bflar haldi sem mest upprunalegum einkenn- um. Annars finnst mér að svona gamlir bflar eigi best heima hjá bfladellumönnum, sem hafa tíma og þekkingu til að sinna þessu. Það er alltaf eitthvað sem þarf að gera við. Ég seldi bílinn á 110 þúsund. Það var allt of lágt, ég veit það. Ég var eiginlega undir áhrifum þegar ég samþykkti kaupin, svo á Ingólfur, sá sem keypti hann af mér, sama afmælisdag ogég.“ INCÓLFUR 5IÚ- URDSSON TROMMULEIK- ARI KAUPIR VOLVOINN 1. APRÍL 1990 (i ANNAÐ SINN SEM BÍLLINN VAR KEYPTUR Á ÞESSUM DEGI ÁRSINS) „Þetta er stórkostlegt farar- tæki. Bfllinn er ótrúlega falleg- ur og frábærlega vel með far- inn. Allt er nýuppgert að innan og utan,“ segir Ingólfur Sig- urðsson, fjórði eigandinn. Ég keypti bflinn á slikk, 100 þúsund kall. Það var alveg út í hött. Startarinn bilaði hjá ná- unganum sem átti bflinn á undan mér og sá dreif sig ekk- ert í að gera við þetta. Eg lét gera við startarann, það var ekkert mál.“ Sá sem seldi þér hann sagð- ist hafa verið undir áhrifum áfengis þegar kaupsamningar tókust? „Það er rétt. Ég var náttúr- lega algjör skepna og notfærði mér það. Við eigum sama af- mælisdag og héldum sameig- inlegaveislu. Það var þá sem ég bauð í bíl- inn.“ Af hverju seldirðu bflinn? „Ég var orðinn dálítið leiður á honum. Mig langaði í nýjan bfl, það er að segja bfl með nú- tímaþægindum eins og við Is- lendingar sækjumst svo mjög eftir. Bfllinn bilaði nokkrum sinnum og ég er enginn maður til að standa í slíku. Viðgerðcikostnaður var kominn upp í 100 þúsund krónur þegar ég seldi hann eft- ir ár. Hann seldist á 250 þús- und á borðið.“ VALDIMAR ÖRN FLYCENRINC LEIKARI EICN- AST VOLVOINN 25. JÚLÍ1991: KAUPVERÐ 250 ÞÚSUND. Valdimar talar um bflinn líkt og um ástkæra eiginkonu sína væri að ræða: „Ég dái allt sem fagurt er og gamlir hlutir hafa miklu meira vægi en nýir yfir- leitt, bæði í sambandi við efni og efniskennd." Hverjir eru kostir þessa bfls? „Maður er öruggari en and- skotinn inni í honum. Að íerð- ast í þessum bfl er ekki spum- ing um að fara á milli A og B heldur er leiðin á milli A og B miklu meira virði en A og B.“ En vantar ekki græjur í hann sem þykja nauðsynlegar í dag? „Nei, nei, elskcin mín. Það er bara eins og þegar menn eru orðnir fullorðnir, þá eru þeir með skurði á puttunum. Lífið er margbreytilegt, skilurðu mig. Það er hægt að segja marga hluti um þennan bfl, en ekkert sem verður notað gegn honum. Einu vandræðin í sambandi við bflinn, og það er ekki honum að kenna, er að hann er tvennra dyra og við erum komin með eitt bam og stundum verður manni hugs- að til þriðju hurðarinnar. Eg mundi ekki láta hann í hend- umar nema á einhverjum pottþéttum manni. Þegar bílar em orðnir svona virðulegir og skemmtilegir og hcifa staðið sig svona vel, þessi í 25 ár og á mildð eftir, lætur maður þá ekki fyrir eitthvert slikk. Menn verða að borga fyrir að fá að eiga svona merki- legan hlut. Og hann er ekld neinn hlutur, þú heyrir hvem- ig ég tala um hann. Það er sál í þessum bfl.“ Glúmur Balclvinsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.