Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 31 Al.lt sem maður gerir verður að SATT OG EINLÆGT, ANNARS ER ÞAÐ VERA EKKI Gleðigjafar. Þau eru hópur leikara sem hafa skemmt á árshátíðum og þorrablótum undanfarnar vikur. Blaða- maður fór á þorrablót um síð- ustu helgi þar sem þau skemmtu fólki konunglega. En þau eru öll með hlutverk í leikhúsunum um þessar mundir. Ólafía Hrönn Jóns- dóttir í ísbjörgu, Kjartan Bjargmundsson í Ruglinu og Þór Tuliníus leikur í M. Butt- erfly og í Rómeó og Júlíu. Það gengur svolítið erfiðlega að byrja viðtalið fyrir hlátri. En hyernig vildi það til að þau fóru útí skemmtanabrans- ann? Fæddist þessi hugmynd uppá einhverju fjalli? K: Það var sjúklegt peninga- sjónarmið. L: Ussnei, láttu ekki svona. Þór var beðinn að koma fram á árshátíð. Svo datt okkur í hug að halda áfram og feng- um fleiri tilboð. Þ: Mér fannst alltílagi að prófa þessa hugmynd. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki gert áður. L: Við erum eiginlega fjögur. Edda Björgvins leikstýrði. K: Svo frumsýndum við á Sel- fossi á þorrablóti í Inghóli, það var fyrr en við ætluðum. Það var hringt í þau grínhjón- in Eddu og Gísla Rúnar og við vorum alltíeinu komin af stað. L: Það var mikið frumsýning- arstress en við fórum sæl og glöð heim yfir heiðina. Þ: Það eru heilmiklar pæling- ar að koma saman svona skemmtidagskrá. Við veltum því fyrir okkur hvað væri fyndið, hvað virkar og hvað gleður fólk. Við fundum út að við gátum skipt því í þrennt til að byrja með, í fyrsta lagi er það ,,lókal“ húmor, við reynum þá að koma með spaug eða atriði þar sem er komið inná þann húmor sem hugsanlega ríkir á hverjum stað, í öðru lagi er það „dæg- urmálapólitískur" húmor, semsagt að gera grín að því sem efst er á baugi og stjórn- málamönnum. í þriðja lagi er það „tvíræður" húmor, og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá fellur þannig húmor í kramið hjá þorra fólks. Við prófuðum ýmsa hluti, stundum vorum við ef- ins hvort tiltekið atriði gengi upp og hvort það væri of gróft. Svo kemur í Ijós að 75% fólks líkar það sem öðrum finnst of langt gengið. Það fer líka eftir aldri hvað fólki finnst fyndið. K: Svo er líka til kenning. Þ: Já, einmitt. Það er til kenn- ing. L: Eigum við eitthvað að vera að tala um hana? Blm.: Hvaða kenning? K: Því menntaðra sem fólk er, því erfiðara er að skemmta því. Þ: Ég veit það ekki, en kannski er hægt að segja að það sé annar húmor í gangi. L: Við viljum skemmta venju- legu fólki. Blm.: Er það ekki bara þann- ig að menntað fólk lætur það ekki eftir sér að hlæja að ein- hverju sem er stimplað tví- rætt og á þá að vera lágkúru- legra. Eg hef oft verið á frum- sýningum. Það kom mér ein- mitt á óvart hvað er alltaf hlegið mikið að neðanbeltis- bröndurunum. Og margir í svona fínum fötum sem má varla hlæja í. L: En við vorum ákveðin að við vildum ekki hafa neitt klám. Ekkert sem væri of dónalegt og gæti sært fólk. K: Við erum öll að leika í leik- ritum og fólk hlær mest að þessum svokölluðu tvíræðu bröndurum. Blm.: Hefur fólk þá þörf fyrir tvíræða brandara? Þ: Þetta er ennþá feimnismál. L: Það er líka fyndið, að nefna hlutina ekki berum orðum. K: Ég held að við höfum þörf fyrir að geta séð það broslega í hverju sem er. Líka í því sem er falið dagsdaglega og það sem fólk talar venjulega ekki um. Þ: Fyndnin lyftir þessu á ann- að plan. Við fáum annað sjón- arhorn á hlutina með þvi að nota kímnigáfuna. Blm.: Stríðið gegn hvers- dagsleikanum. Brosið er til að gráta ekki. Ég hef heyrt að líkhúsahúmor sé ansi skugga- legur. L: Já, ég veit líka að fatlað fólk segir sjálft kvikindislega brandara um fatlað fólk. K: Við verðum að geta gert grín að sjálfum okkur. Blm.: Af hverju er Páll Skúla- son ekki búinn að skrifa heimspeki fyndninnar? K: En það er gott að skemmta á árshátíðum vegna þess að það er auðveldara að fá við- brögð þar sem allir þekkjast. L: Það verður meiri stemmn- ing. Þá er hlegið að því þegar við tökum einhvern útúr hópnum, einhvern sem allir þekkja, og fáum hann uppá svið í leikinn til okkar. K: Svo fá skemmtikraftar jafnvel- viðbrögð sem þeir skilja ekkert í. Stundum er hlegið að því sem maður hélt að væri ekkert fyndið. Svo er hitt sem gerist líka í leikhús- inu að maður gerir sama hlut- inn alveg nákvæmlega eins og kvöldið áður. Það bara virkar samt ekki og enginn hlær þótt salurinn hafi legið úr hlátri kvöldið áður. Þ: Þetta getur verið algjör martröð. Við höfum t.d. lent í því í eitt skipti að fá engin við- brögð. Ég hef rætt við skemmtikrafta sem hafa lent í þessari martröð. Þeir eru að koma fram til þess að vekja hlátur og gleði en mæta fyrir- litningu og vorkunn. Það er ekkert eins ömurlegt og að reyna að vera fyndinn og tak- ast það ekki. Þá er eitthvað sem klikkar og það getur ver- ið erfitt að festa hendur á því hvað það er. En jafnvel okkar færustu og þekktustu skemmtikraftar, sem hafa verið mörg ár í bransanum, kannast við þetta og hafa upplifað það. Enda eru líka mjög margir sem gefast upp og hætta. Það eru ekki nema þeir alhörðustu sem geta brynjað sig gegn svona áföll- um og haldið áfram. K: Það er mikilvægt ef tekst að skapa „karakter". Þú setur upp hatt og sólgleraugu og ert kominn með persónu. Þá má semja brandara eða grín- þátt handa þessari persónu. L: Já, þegar fólk er farið að þekkja ákveðna „karaktera", þá geta þessir karakterar gert ýmislegt. Maður þarf oft að venjast þeim, en þá geta margir þeirra gert nánast hvað sem er og verið fyndnir. Steve Martin til dæmis, hann getur gert ótrúlega hluti sem myndu virka afkáralega hjá öðrum. K: Það hefur fáum hér tekist að skapa svona karakter. En þeir eru til; Laddi, Edda og Siggi Sigurjóns. Þau eru nán- ast alltaf í einhverju gervi. Svo er það Ómar, hann er allt- af bara í jakkafötunum. L: Það er gott að vera í bún- ingi. Þ: En þetta er mjög þakklátt starf. Fólk er þakklátt þeim sem skemmtir því. Og leikar- ar eru líka þakklátir ef þeir fá að leika fyndnar persónur. Þeir fá mestu viðbrögðin. Leikari í grínhlutverki fær stundum miklu meira klapp en leikari í alvarlegu hlut- verki sem hefur kannski leik- ið betur það sama kvöld. Fólk vill hlátur. K: En það sem við höfum kynnst af þessum skemmt- anabransa er hörkuvinna og reynsla sem maður getur nýtt sér. L: Maður nær allt öðru vísi sambandi við áhorfendur. K: En Gísli Rúnar hefur sagt að leikhúsið sé einsog vernd- aður vinnustaður miðað við skemmtibransann. Fólk er stundum púað út og suður ef því tekst ekki vel upp. Þ: Það eru afdráttarlausar kröfur. Þetta á að vera fyndið. Og stundum er maður í þann- ig skapi að maður hlær að öllu. Blm.: Hvernig er með goð- sögnina sem hljóðar svo að leikari vill frekar vera viður- kenndur sem dramatískur leikari og það sé ómerkilegra að vera grínleikari? L: Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð að þessu. K: Það er erfiðara að vera gamanleikari. Þú verður að fá viðbrögð strax. Þ: Hættulegra, miklu hættu- legra. K: Góðir leikarar geta hvort tveggja. Þess vegna er Þór orðinn skemmtikraftur. Þ: Kjartan er bara svo af- brýðisamur. K: En við erum stöðugt að endurskoða dagskrána hjá okkur, við erum alltaf að breyta og finna eitthvað nýtt. L: Svo komumst við að því að við höfum ekki sama húmor- inn. En það er virkilega gam- an að prófa þetta. Mikil reynsla. K: Og við höfum víðast hvar fengið góðar viðtökur. Þ: Eg hef komist að því að flestir eldri leikara hafa reynt fyrir sér sem skemmtikraftar. Rúrik sagði mér það. K: Bessi sagði mér líka að oft væri fólk búið að hlæja og skemmta sér konunglega en kæmi svo út af sýningu og segði: „Ósköp var þetta nú þunnt.“ Og skammaðist sín jafnvel fyrir að hafa verið að hlæja. Blm.: En hvar hafið þið lært þetta? í leiklistarskólanum? K: Hver hefði átt að kenna okkur það þar? Þ: Maður veit aldrei alveg hvar maður notar hvað. L: Jæja, ég er að fara á æf- ingu. Ég er í kvennahijóm- sveit. K: Við settum upp grínþátt í leiklistarskólanum þegar ég var þar og ákváðum svo að taka gamanleik, til að kynn- ast gamanleikjaforminu. En það gekk ekki upp. Ef menn eru að rembast við að vera fyndnir gengur það ekki. Þ: Stundum er þetta allt óvart. Blm.: Að lokum. Kemur gleð- in að innan? L: Já, allt sem maður gerir verður að vera satt og ein- lægt — annars er það ekki fyndið. Þ: Það er alveg satt. Elísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.