Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PWESSAN 20. FEBRÚAR1992 Ú T L Ö N D JFK kominn til íslands Sannfærandi sögufalsanir JFK er stórgóð og áhrifarík bíómynd. I henni eru hins vegar svo marg- ar sögufalsanir og blekkingar að nálgast móðgun við áhorfandann. Jackie Kennedy flýr undan skothríðinni. JFK er dauður. Lyndon B. Johnson sver embættiseiðinn með Jackie sér við hlið í flugvélinni á leið til Washington. Hann var samsekur, segir Stone. Þegar Pauline Kael, kvik- myndagagnrýnandi tímaritsins The New Yorker, lét af störfum eftir langan feril, sagðist hún ekki myndu þola að horfa á enn eina bíómynd eftir Oliver Stone. Og hún var ekki einu sinni búin að sjá The Doors. Þessi ummæli verða skiljan- legri þegar horft er á nýjustu mynd Stones, JFK. Þar notar Stone einfaldan sannleik til að segja tvenns konar lygi: sú fyrri er uppistaða myndarinnar, að saksóknarinn Jim Garrison (Kevin Costner) sé hetja sem heimsbyggðin standi í þakkar- skuld við fyrir djarfan fram- gang í lausn gátunnar um hver myrti John F. Kennedy í Dallas 22. nóvember 1963. Hin lygin er stærri og ósvífnari: CIA, FBl, herinn og vopnaframleið- endur skipulögðu morðið á Kennedy af því að forsetinn ætlaði að kalla heim bandarískt herlið frá Víetnam. Forseti hæstaréttar, Lyndon B. John- son forseti og valdakerfið allt eru meðsek í yfirhylmingu glæpsins. Til að renna stoðum undir þetta blandar Stone saman á ógnarhraða staðreyndum og skáldskap, nýjum og gömlum svart-hvftum myndum, lætur sögupersónur fara með játning- ar sem aldrei voru gerðar, leið- ir hjá sér veigamiklar stað- reyndir sem myndu gera sögu- þráðinn hlægilegan og Ijær samsærisblæ atriðum sem fyrir löngu hefur fundist eðlileg skýring á. Sem bíómynd er JFK mjög góð. Efnislega er hún sagn- fræðileg sjálfsfróun — þokka- leg friðþæging sálarinnar um stundarsakir, en stenst ekki samanburð við raunveruleik- ann. KLÚÐUR WARREN- NEFNDARINNAR Sannleikurinn, sem JFK byggir á, er að Warren-nefndin, sem upphaflega var fengin til að rannsaka morðið, klúðraði málinu — komst að niðurstöðu sem er ekki hægt að taka alvar- lega. Nefndin var undir forsæti Earls Warren, þáverandi for- seta Hæstaréttar, og stóð fyrir mjög viðamikilli rannsókn, en lagði ofurkapp á að afgreiða málið sem fyrst. Nefndin skil- aði skýrslu upp á mörg þúsund blaðsíður, en komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki við morðið. Samkvæmt seinni tíma rannsóknum voru byssumennimir að minnsta kosti tveir. Þetta er ekki uppgötvun sem Stone eða Jim Garrison gerðu. Nefnd á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings komst að þessari niðurstöðu í skýrslu ár- ið 1979. Jim Garrison vissi eðlilega ekki af niðurstöðu nefndarinnar tíu ámm áður, en hún er samt sannasti hluti ræðu sem Stone lætur hann halda fyrir kviðdóm í myndinni árið 1969. KROSSFERÐ GARRISONS Jim Garrison er heldur ekki sá maður sem Stone býr til í mynd sinni. Hann heitir réttu nafni Earling Carothers Garri- son og hefur verið nteð morðið á Kennedy á heilanum í aldar- fjórðung. (Honum bregður fyr- ir í hlutverki Earls Warren í myndinni.) Hann var saksókn- ari í New Orleans á þessum tíma og hóf rannsókn málsins af því að Oswald hafði dvalið í New Orleans sumarið 1963. Málsókn hans var byggð á sandi. Hún byggðist á meintum tengslum Oswalds við Guy Banister (Ed Asner), hægri- sinnaðan einkaspæjara sem tók þátt í andróðri gegn Kastró. Næsti „tengiir var furðufugl- inn David Ferrie (sem Joe Pesci leikur stórkostlega í myndinni), fyrmrn flugmaður og hommi sem fór í ferðalag til Houston með tveimur „vinum“ sínum daginn sem Kennedy var myrtur. Fjórði hlekkurinn var sá sem loks var sóttur til saka, Clay Shaw (Tommy Lee Jones), virtur kaupsýslumaður og lfka hommi. Garrison tókst ekki einu sinni að sýna fram á að þessir menn þekktust, hvað þá að þeir hefðu lagt á ráðin um samsæri. Honum tókst hins vegar að gera Feny' og Shaw tví- og þrí- saga um athafnir sínar, enda höfðu þeir engan áhuga á að ýmislegt í einkalífi þeirra yrði opinbert. En Garrison hafði engar sannanir og vitnin sem hann leiddi fram voru hvert öðm ótrúverðugra. Heimildarmynd frá NBC (sem Stone sýnir brotabrot úr sem vísbendingu urn samsekt fjölmiðla í yfir- hylmingunni) sýnir svo ekki verður um villst að Garrison og félagar mútuðu og hótuðu vitn- um, sem lugu svo fyrir rétti. ,Játningin“, sem Ferry gerir í myndinni skömmu áður en hann er drepinn, var aldrei til. Þrátt fyrir nákvæma yfirferð á sönnunargögnunum tekst Stone heldur ekki að sannfæra bíógesti um sekt Shaws. Það tók kviðdóminn ekki nema klukkustund að sýkna Shaw af öllum ákærum. A það er ekki minnst í myndinni. ENN STÆRRI BLEKKINGAR Hin stóra blekkingin í JFK er að Kennedy forseti hafi ætlað að kalla heim herinn frá Víet- nam og því hafi stríðsæsinga- menn ákveðið að drepa hann. Myndin byrjar á hinum frægu vamaðarorðum Eisenho- wers forseta um hættuna sem bandarísku lýðræði geti stafað af áhrifum hersins og vopna- framleiðenda. Næst sjáum við viðtal sem Walter Cronkite tók við Kennedy sumarið 1963. Þar segir forsetinn: „Þegar allt kemur tíl alls eru það þeir [Suð- ur-Víetnamar] sem verða að vinna þetta stríð eða tapa því.“ Aha, hugsum við — Kennedy vill kalla heim þá 16.500 bandarísku „ráðgjafa" sem þá voru komnir til Víetnam. Stone sleppir hins vegar að sýna okkur næstu setningu for- setans í þessu sama viðtali: GWamerBros. Hinn raunverulegi Jim Garri- son í hlutverki Earls Warren, forseta Hæstaréttar, í mynd- inni. „En ég er ekki sammála þeim sem vilja að við köllum herinn heim. Það væru mikil mistök.“ Og forsetinn heldur áfram og lýsir trú sinni á dóm- ínó-kenninguna, sem fólst í því að ef eitt ríki félli í hendur kommúnista þá myndu ná- grannaríkin fljótt fylgja í kjöl- farið. Næsta sönnunargagn er minnisblað, National Security Action Memorandum 263, sem Kennedy undirritaði 10. nóv- ember 1963, tólf dögum fyrir dauða sinn. I því kveður á um frekari þjálfun suður- víet- namska hersins og brottför eitt þúsund Bandaríkjamanna fyrir árslok. Rétt, svo langt sem það nær. Næst sjáum við Johnson forseta undirrita annað minnis- blað, númer 273, 26. nóvemb- er. í því felst „fráhvarf frá stefnu Kennedys, að sögn sögumanns, enda eru þar áætl- aðar leynilegar aðgerðir gegn Norður-Víetnam sem seinna leiddu til átakanna á Tonkin- flóa. Þarf frekari sannana við? Heldur betur. Stone lætur ósagt að seinna minnisblaðið var skrifað 21. nóvember, daginn áður en Kennedy var myrtur og stóð til að hann undirritaði það. í því fólst engin stefnubreyting, heldur árétting og frekari út- færsla fyrri stefnu. „Leynilegu aðgerðinar" voru í báðum minnisblöðunum og heimkall rágjafanna þúsund sömuleiðis. Hvort tveggja var í fullu samræmi við stefnu Kennedys og Johnsons í Víetnam. Banda- ríkjastjóm var á þessum tíma ágætlega bjartsýn á stríðsrekst- urinn, en hafði lengi haft uppi þrýsting á Ngo Dinh Diem for- seta um pólitískar umbætur í landinu og meiri hörku í barátt- unni gegn kommúnistum. Þeg- ar bróðir forsetans varð uppvís að leynilegum samningum við kommúnista og forsetinn sjálf- ur makkaði ekki rétt voru þeir báðir drepnir í valdaráni sem Bandaríkjastjórn studdi. Þetta var 1. nóvember 1963. Minnis- blöðin eru undirrituð skömmu seinna og sendiráðinu í Saigon var uppálagt að skilja þau sem áréttingu fyrri stefnu, til að halda nýjum harðstjórum við efnið. „ÞEIR HAFA DREPIÐ HANN LÍKA“ Staðreyndin er sú að ekkert bendir til þess að Kennedy hafi ætlað að láta Víetnam falla í hendurnar á kommúnistum. Þvert á móti benda ummæli hans, opinberlega og við ráð- gjafa sína, öll í hina áttina. Kennedy var nefnilega ekki rómantíski stórhuginn sem goðsagan hefur búið tíl og Stone ýkir fram úr öllu hófí í mynd sinni. Hann var valda- pólitíkus sem laug blákalt til um yftrburði Sovétríkjanna í eldflaugaeign, jók hemaðarút- gjöld verulega og hrinti af stað vígbúnaðarkapphlaupi sem næstum endaði með ósköpum í Kúbudeilunni. Kennedy var þess vegna barn hinna „myrku afla“ sem Stone eru svo hug- leikin, ef einhver var það. Hann bar hins vegar með sér Töfrakúlan, sem Warren- nefndin sagöi að hefði valdið ótal sárum á JFK og Conn- ally fylkisstjóra, sem sat í framsætinu. nýjan anda inn í bandarísk stjórnmál eftir deyfðina sem einkenndi stjómarár Eisenho- wers. Það ásamt sviplegum dauða hans hefur búið til ímyndina af unga eldhuganum sem ekki hefur fallið skuggi á fyrr en hin síðari ár. Sú lýsing á miklu betur við annan Kennedy-bróður, Ro- bert, en morðið á honum er enn ein fantasían sem Stone mat- reiðir fyrir áhorfendur sína. Gamlir og nýir myndrammar Clay Shaw, sem söguhetjan Garrison sótti til saka. Sýknaður af öllum ákærum. eru klipptir þannig saman að ætla má að Robert hafi verið skotinn til bana á leið ofan af sviðinu þar sem hann fagnaði sigri í prófkjöri í Kalifomíu ár- ið 1968. Jim Ganison horfir á þetta t' beinni útsendingu í sjón- varpinu og verður að orði: „Þeir hafa drepið hann lfka. Nú er ég fyrst virkilega hræddur." Hið rétta er að Robert Lee Harvey Oswald. Hann er gerður að saklausum blóra- böggli. Kennedy var á leið í gegnum eldhúsið á hótelinu þegar hann var skotinn og dó ekki fyrr en kvöldið eftir. Sjónvarpsvélar urðu ekki vitni að atburðinum. OF FJÖRUGT ÍMYNDUNARAFL I þessari þriggja tíma bíó- mynd em á annað hundrað fals- anir, sem allar hníga að sömu niðurstöðu: stríðsæsingamenn drápu Kennedy til að geta hald- ið áfram stríðsrekstri í Víetnam og fengu í lið með sér öfga- sinna og kúbverska útlaga sem skelltu skuldinni á Oswald. Öllu þessu hefur valdakerf- inu — með dyggri aðstoð fjöl- miðla — tekist að leyna í þrjá- tíu ár án þess að neitt kæmist upp öðmvísi en fyrir klaufa- skap hommanna í New Orleans og árvekni Garrisons saksókn- ara. Oliver Stone er náttúrlega leyfilegt að trúa því sem hann vill. En það þarf sérstaka teg- und af ofsóknaræði til að trúa að Warren-nefndin hafi, fyrir hönd ódæðismannanna, kennt Oswald um glæp sem hann framdi ekki og í leiðinni falið vandlega spor hinna íjölmörgu seku án þess að neitt læki út. Ósannindin og dylgjumar sent Stone notast við benda líka til þess að hann skilji að þessi kenning verði ekki rökstudd með vísan til raunveruleikans. I myndinni er gefið í skyn að Garrison hafi fyrst efast um sannleiksgildi skýrslu Warren- nefndarinnar þegar hann sat við hliðina á Russel Long öldunga- deildarþingmanni (Walter Matthau) í flugvél á leið til Washington. Það ætti einhver að benda Oliver Stone á að pabbi þingmannsins, Huey „Kingfish“ Long, var ráðinn af dögum árið 1935 án þess að fullnægjandi skýring sé enn fundin. En þá var CIA náttúrlega ekki orðið til, kalda stríðið ekki byrjað og J. Edgar Hoover að- eins tiltölulega nýfarinn að hreiðra um sig sem forstjóri FBI. Karl Th. Birgisson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.