Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 41
♦ FIMMTUDAGUR PRCSSAN 20. FEBRÚAR 1992 41 SJ&UjtfÁ — Dagblaðið Tíminn hefur á undanförnum misserum barist hatrammlega fyrir upptöku skammstöfunar- innar BNA þegar Bandarík- in eru á annað borð til um- fjöllunar. Enginn annar hef- ur sýnt skilning og tekið þennan sið upp. Hvernig skyldi standa á því?. . . — Ferðalög ráðherra til út- landa eru alltaf af og til i sviðsljósinu. í öllu samn- ingafarganinu vegna Evr- ópska efnahagssvæðisins hefur utanrikisráðherra vor, Jón Baldvin Hannibalsson. mikiö gist útlönd og nú er Dauió Oddsson meira að segja kominn til ísraels, ýmsum stjórnarandstöðu- þingmönnum til mikillar skapraunar. Það er hins vegar ekki nýtt af nálinni að ráðherrar landsins séu að ílækjast í útlöndum og flest árin fara allir ráðherr- arnir eitthvað út fyrir land- steinana. Eins og gefur að skilja er það utanríkisráð- herra á hverjum tima sem ferðast mest, en á þessu er mikilvæg undantekning. Árið 1981 kostaði það rikis- sjóð 2,4 milljónir að nú- virði að ferja Hjörleif Gutt- ormsson iðnaðarráðherra um útlönd. Misminni okkur ekki hefur Hjörleifur þá verið að eltast við hækkun i hafi á áli frá Ástralíu til ál- furstanna í Sviss. Olafur Jó- hannesson heitinn, þáver- andi utanríkisráðherra, eyddi ekki nema tæpum 2 milljónum í ferðaiög til út- landa . . . — I næsta mánuði verða liðin 5 ár frá þeim einstæða atburði er Albert Guð- mundsson var frammi fyrir alþjóð píndur til að segja af sér ráðherraembætti vegna Hafskipsmálsins. Áður hafði Albert reyndar verið lækkaður i tign þegar Þor- steinn Pálsson tók stól fjár- málaráðherra og flutti Al- bert í iðnaðarráðuneytið. Þegar Þorsteinn tók við var það eitt af fyrstu embættis- verkum hans sem fjármála- ráðherra að selja Eimskipa- félaginu eignir Hafskips. þrjú flutningaskip, gáma. lyftara og ýmis önnur verð- mæti á samtals um 750 milljónir að núvirði. Þar af taldist helmingur kaup- verðsins í íslenskum krón- um. verðtryggðar en vaxta- lausar... RÍI03IPI3 30 -% af heildartekjum ríkissjóðs 25 20 15 10 05 05 05 05 CM co co y 1-O LO p p t^ t- 00 05 ó ** 1 LO ó " i LO ó Ó ó ih ó *' i io ó * i LO co co LO lO <p p r- 0° 00 DREKKUM FIMM SINNUM MEIRA FYRIR FRIKKA Frikki Sóf og aðrir fjár- málaráðherrar á undan hon- um hafa glaðst yfir því að fá drjúgan pening í formi sprútt- ágóða, þ.e. hagnað af einka- sölu ÁTVR. í ár ætlar ríkis- stjórnin að hala inn í ríkissjóð 6,7 milljarða með brennivíns- og tóbakseinkasölu. Þetta er sextánda hver króna sem ríkið aflar sér eða 6,3 prósent. Sú var tíðin að ríkissjóður fékk tæplega 30 prósent tekna sinna af hagn- aði ÁTVR — á árunum upp úr síðari heimsstyrjöldinni. Met- ið var slegið árið 1947 með 29 prósentum og hinn sæli fjármálaráðherra þess árs var Jóhann Þ. Jósefsson úr Sjálf- stæðisflokki. En svo liðu tímar og hlutfall sukksins af ríkissjóðstekjum lækkaði óðfluga. Þegar Al- bert Guömundsson fjármála- ráðherra ákvað 1983 að skera allt sem hægt var að skera, þar á meðal laun, hrundi hagnaður ÁTVR úr 5 milljörðum að núvirði niður í 3.4 milljarða. Þetta var^aug- Ijóslega hefnd fólksins; Úr því að þið skerðið launin þá minnkum við bara drykkj- una! Sukkhlutfallið fór niður í 4.4 prósent það árið. Síðan hefur örlítið rofað til. Hins vegar er ansi langt í land fyrir virkar kynslóðir nútím- ans að standa eins vel undir ríkissjóði og virku kynslóð- irnar 1944 til 1949. Til að brúa bilið þyrfti í ár að kaupa brennivín og tóbak fyrir 30 milljarða en ekki tæpa 7 millj- arða — hver maður þyrfti að djúsa og smóka fjórum til fimm sinnum meira en hann gerir nú. En þá þyrfti ekki heldur að skera niður velferð- arkerfið, eða hvað? NU ERUIGLUGGANUM KROSSINN OG STJARNAN Hann geystist á vettvang í „heilagri" uppreisn gegn kerfinu. 20. apríl 1970 tóku 11 íslenskir stúdentar sendi- ráð Islands í Stokkhólmi, drógu upp rauðan fána og hvöttu til sósíalískrar bylting- ar og hér á landi var hann í fararbroddi 26. apríl, þegar herkvaðningunni frá Stokk- hólmi var svarað með yfir- TVÍFARARNIR TVÍFARAKEPP,\I PRESSUNNAR - 32. HLUTI Hér koma tvífarar úr sjóbissnissnum. Ólafur Jó- hann Ólafsson, rithöfundur og forstjóri eins af fyrirtækjum Sony-samsteypunnar, og Meryl Stre- ep leikkona. Bæði eru langleit með há kinnbein og beint og langt nef. Og bæði eru helst til of listræn fyrir sitt fag. Meryl kvartar mikið yfir að fá eintóm kjánahlutverk og sjaldan nokkuð al- mennilegt að moða úr. Og á meðan aðrir for- stjórar lesa hagtölur og efnahagsreikninga á ferðalögum stelst Ólafur Jóhann til að skrifa skáldsögur. Gunnar Þorsteinsson, hinn róttæki mótmælandi, lætur sér fétt um flnnast þegar lögregluþjónn fjarlægir rauðan bylt- ingarfána úr glugga menntamálaráðuneytisins, meðan Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri fylgist þungbúinn með. töku á menntamálaráðuneyti Gylfa Þ. Gtslasonar. Gunnar Þorsteinsson lét ekki, eins og Freyr Þórarins- son og fleiri, duga að setjast á ganga ráðuneytisins og stríða þar Bjarka Elíassyni, heldur ruddist inn á skrifstofu Birgis Thorlaciu's ráðuneytisstjóra og hengdi rauðan fána í gluggann, til áréttingar rót- tækum kröfum. Hann var innblásinn af vor- inu í París, eins og Finnur Torfi Slefánsson, Sueinn Rún- ar Hauksson, Gunnar Eydal, Sighoatur Björguinsson og fleiri, sem höfðu ástæðu til að spyrja: „Ertu með svartan blett á tungunni Gylfi?" í MR stjórnaði Dauíö Odds- son nokkur allsherjar setu- verkfalli og hvatti áfram Ög- mund Jónasson sem vildi fara hægar í sakirnar. Þröstur Ólafsson vakti mikla athygli með skeleggri framkomu í fjölmiðlum. Gunnar Þorsteinsson fána- beri hefur á þessum tíma vafalaust tekið sér orð Marx í munn, um að trúarbrögðin væru ópíum fólksins. Nú hef- ur margt breyst hjá honum, eins og öðrum upptöldum að ofan. Nú er hann forstöðu- maður trúfélagsins Krossins, hvers starf er m.a. fjármagn- að með opinberum styrkjum samkvæmt ákvæðum laga um sóknar- og kirkjugarðs- gjöld. Og með tíund af safn- aðarmeðlimum. Og búinn, ásamt meðbræðrum, að kaupa heila útvarpsstöð, Stjörnuna. Með vottorð frá menntamálaráðuneytinu upp á vasann. \ OMMELETTA A LA GAGGÓ GARÐABÆJAR HANDA ÓLA DRJÓLA Unglingar löbbuðu sig í síð- ustu viku niður Laugaveginn og að Lækjartorgi til að skamma Ólaf Garöar Einars- son menntamálaráðherra. Hápunktur útifundarins var þegar óprúttin hrekkjusvín köstuðu eggjum í ráðherr- ann, þegar hann var einmitt að þakka fyrir prúðmannlega framkomu. Nú hefur komið í ljós að tvö hinna óprúttnu ungmenna voru nemendur í Garðaskóla í heimabæ ráðherrans. Gunn- laugur Sigurösson skólastjóri brást ekki ráðherra sínum og rak ungmennin úr skólanum á stundinni. Ólafur er enda enginn venjulegur maður í Garðabænum; ráðherra, þingmaður, sveitarstjóri hreppsins 1960 til 1972, í hreppsnefnd/bæjarstjórn 1966 til 1978 og meira að segja oddviti 1972 til 1976 og forseti bæjarstjórnar til 1978. Hann var með öðrum orðum æðsti prestur Garðabæjar þegar viðkomandi unglingar fæddust. Þau mega heita heppin að sleppa með brott- rekstur! Það var annars greinilegt á unglingunum að umrædd mótmæli voru umfram allt skemmtan og alvarlega ásjónu var ekki að sjá. Á mót- mælaspjöldunum var og að finna fremur ófrumlega frasa, eins og „Kúkum á kerfið", „Burt með Óla — meiri skóla", „Dabbi drulla", ,,Ólaf- ur Gé farðu í hlé" og „Óli var einn í heiminum — ekki leng- ur.“ Hér áður fyrr hefði ekki dugað minna en að leggja menntamálaráðuneytið und- ir sig. TISKUGJOF NÝALDAR SINNA FUNDIN Tækið á meðfylgjandi mynd hlýtur að verða nýald- arsinnum ómissandi. Það kallast á enskri tungu „INST- ANT MEDITATION I.Q. COM- PUTER", sem við treystum okkur ekki til að þýða ná- kvæmlega, en gæti þó út- lagst: Skyndi-hugleiðslu- greindarfars-tölva. Tækið sendir ALPHA- THETA-DELTA-heilabylgjur og stuðlar með því að ofur- námsgetu, djúpri afslöppun, mikilli sköpunargáfu, sjálfs- styrkingu og umturnun hug- ans. Fyrir aðeins 5.699 krón- ur er hægt að fá tækið sent ásamt 299 króna póstburðar- gjaldi. Frá dáleiðslumeðferð- arstofnun Tilley í Bandaríkj- unum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.