Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 45 6REIFINN ORÐINN LEIKARI „Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri eitthvað þessu líkt og þetta er mjög gaman. Það er afar skemmtilegt að vinna með þessum hópi. Ég hef allt- af borið mikla virðingu fyrir þessum leikklúbbi, sem nú er orðinn fimmtán ára, og er glaður að frumraun mín sem leikstjóri skuli vera hjá þeim,“ segir Felix Bergsson leikari. Hópurinn sem hann ræðir um er leikklúbburinn Saga á Akureyri, sem í kvöld, 20 febrúar, frumsýnir „Tíu litla negrastráka" eftir Agöthu Christie í Dynheimum. Saga er sem kunnugt er unglinga- leikhús, en Kolbrún Halldórs- dóttir og Ágúst Pétursson hafa gert leikgerð sem tekur tillit til þess. Sjálfsagt muna flestir eftir Felix sem söngvara Greif- anna, en sú hljómsveit átti töluverðum vinsældum að fagna fyrir nokkrum árum. Undanfarin þrjú ár hefur hann verið við leiklistarnám í Skotlandi og er útskrifaður þaðan sem leikari. Eftir heim- komuna lá leiðin til Leikfé- lags Akureyrar. Þar þreytir hann frumraun sína sem leik- húsmaður í atvinnuleikhúsi. Nú leikur hann í „Tjútti og trega" og framundan er krefj- andi hlutverk Magnúsar í Bræðratungu í íslandsklukk- unni. En popparinn Felix, er hann enn til? „Nei, ef ég fer aftur í tónlistina þá verður það á mínum eigin forsend- um. Mig langar til að syngja djass eða blúsaða tónlist — ekki popp eða rokk,“ er svar- ið. verið grútleiðinlegt. En á fimmtu- dagsmorgnum klukkan hálfellefu aesast oft leikar, því þá er fyrir- spurnatími og á stundum er ýmis- legt látið flakka. En fimmtudags- morgnarnir jafnast ekki á við þriðju- dagseftirmiðdagana, þá er nefni- lega það sem heitir frjáls fyrir- spurnatimi. Pingmenn spyrja þá ráðherra að öllu milli himins og jarð- feóJziti ALEC GUINNESS LÁN í ÓLÁNI Enn erum við að eltast við útsölubækur enda ekki vanþörf á til að lifa þjóðarsáttina af. Þessi fæst meðal ann- ars í Máli og menn- ingu og kostar 250 krónur. Leikarinn frægi lítur yfir farinn veg og segir skemmti- lega frá. Skiptir litlu þó áð bókin sé sex ára _ sérstaklega ef gamli maðurlnn fær Oskar- inn í mars. í sjálfsævi- söguflokknum fær hún 8 af 10. LÍFIÐ eftir vinnu VERK JÓHÖNNU KRISTÍNAR I Jóhanna útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans 1976. Hún fór í framhaldsnám til Hol- lands, sem á þessum tíma var Mekka íslenskra myndlistar- manna, og dvaldi einn vetur í Haag en nam síðar við Rijks- akademie Van Beeldende Kunsten til ársins 1980. Myndlist Jóhönnu vakti mikla aðdáun og þótti hún einn efnilegasti myndlistar- maður er fram á sjónarsviðið hafði komið lengi. í listsköp- un sinni leitaði hún á mið til- finninganna og vann ekki út frá fastmótaðri hugmynda- fræði heldur birta verk henn- úr persónulegri upplifun lista- ar einlæga tjáningu sprottna mannsins. Á KJARVALSSTÖÐUM Á laugardaginn klukkan fjögur verður opnuð á Kjar- valsstöðum sýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngva- dóttur. Jóhanna lést langt fyr- ir aldur fram í mars 1991 að- eins 37 ára, en hún átti löng- um við vanheilsu að stríða. CRÍNKAIUARÁ BERLÍN „Það mætti heiil herskari síðasta fimmtudagskvöld og sagði sögur og brandara," segir Ari Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Berlín. Þeir hafa tekið upp á því að vera með það sem kallað er á enskunni „Stand up Comedi- an“. Þetta fyrirbæri er svo til óþekkt hér á landi en erlend- is hafa margir gert garðinn frægan í þessu hlutverki. Nægir þar að nefna menn eins og Eddie Murphy, Billy Cristal og Arsenio Hall að ógleymdum sjálfum snill- ingnum Dave Allen. En nú gefst fólki sem sagt langþráð tækifæri til að grín- ast á sviði. Hver sem er fær tækifæri til að reyna sig og koma áhorfendum til að hlæja, þeir bestu verða vaidir úr og stefnan er sú að koma saman prógrammi með þeim. Steinn Ármann Magnússon leikari hefur veg og vanda af þessu öllu saman og okkur er sagt að hann grínist líka smá- vegis. Það skyldi þó ekki vera að við íslendingar færum að eignast okkar eigin spéfugla sem láta móðan mása á sviði meðan áhorfendur veltast um af hlátri? BÍÓIN HUNDAHEPPNI Pure Luck LAUGARÁSBÍÓI Gamanmynd fyrirþá sem geta hvergi oröid sér úti um hlátur nema íbíói. Flest- ir munu hins vegar geta hlegið meira og betur í venjulegum kaffitíma. JFK SÖGUBÍÓI * Oliver Stone er sá meistari áróðursmyndanna sem Göbbels þráði alltaf en fékk ekki. JFK er ótrúlega áhrifamikil. Svo áhrifamikil að áhorfandinn fær á til- finninguna að enginn noti þessi áhrifameðul nema sá sem þarf að Ijúga eða hylma yfir eitthvað. í þessu tilfelli er það hæpin samsæriskenning. ★★ ar og þeir þurfa aö svara spontant. Þeir fá sem sagt ekki aö undirbúa svarið eins og oftast er. Góð skemmtan fyrir hreint ekki neitt. SJÓNVARP • Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lögin hafa verið kynnt, eins og þar segir, nú er komið að úrslitastund- inni. Við spáum því að sigurvegar- inn verði Toyota. Sjónvarpid lau. kt. 20.40. • Listahátíð i Hafnarfirði. Listahá- tiðin þeirra Gaflara var gott framtak og skemmtilegt, enda ekkert lögmál að Reykvíkingar hafi einkarétt á al- þjóðlegum listahátiðum. Hérverður stiklað á helstu atriðum hátiðarinn- ar, til að mynda þungarokkstónleik- um i Kaplakrika og höggmynda- vinnustofu i Straumi. Sjónvarpid sun. kl. 21.25. • Vetrarólympíuleikarnir. Þá er þessu lokið, lokaathöfnin er sem betur fer á sunnudagskvöld, en skelfileg tilhugsun að næstu leikar verða ekki eftir fjögur ár eins og venjulega, heldur bara tvö. Og það i Noregi. Sjónvarpið sun. kl. 22.10. • Um-mynd. Þjóðarsálin fór ham- förum yfir videóverki Finnboga Pét- urssonar sem sýnt var i fyrsta hluta þessarar þáttaraðar. Nú er komið að Þorvaldi Þorsteinssyni að sýna hvers hann er megnugur á þessu sviði. Við spáum því að þjóðarsálin verði ekki fyrir vonbrigðum. Sjón- varpið sun. kl. 23.10. • Eltumrefinn. Gamanmyndirsem gerðar voru á sjöunda áratugnum, á þeim tima sem á ensku heitir „the swinging sixties", hafa yfir sér dálit- ið framandlegan andblæ græsku- leysis, líkt og heimurinn hafi þá ekki ennþá verið orðinn fullorðinn. Hörðnuðu nútimafólki finnst þær kannski ekkert ákaflega hlægilegar, en á einhvern hátt virka þær eins og Ijúf og brosleg bernskuminning. Italski meistarinn de Sica gerði vissulega betri myndir, en Peter Sellers er fyndinn sem lánlaus bófi og karlmennið Victor Mature gerir grín að sjálfum sér. Stöð 2 lau. kl. 13.15. • Frumsýningarkvöld. John heit- inn Cassavetes þráði að verða eins konar Bergman Ameríku og naut talsverðrar hylli i Evrópu, en lítillar í heimalandinu. Mörgum finnst að honum hafi tekist þetta með ágæt- um, öðrum finnst hann ferlega leið- inlegur. Hér leikstýrir hann eins og endranær konu sinni, Genu Row- lands; hún er í hlutverki miðaldra leikkonu sem á í tilvistarkreppu. Stöð 2 lau. kl. 21.45 LÍKA í BÍÓ BÍÓBORGIN: Svikráð** Löggan á háu hælunum* Biily Bathgate** BÍÓHÖLLIN: Læti i Litlu-Tókýó* Kroppaskipti** Thelma & Lou- ise*** Svikahrappurinn** Flug- ásar** HÁSKÓLABÍÓ: Dularfullt stefnumót** Hasar í Harlem** Brellubrögö 2* Mál Henrys** Ad- dams-fjölskyldan** Af fingrum fram** Tvöfalt líf Veroníku*** The Commitments**** LAUGAR- ÁSBÍÓ: Hundaheppni** Hróp* Glæpagengið** Barton Fink*** REGNBOGINN: Bakslag** Morð- deildin* Fjörkálfar** Náin kynni0 Fuglastríðið*** Homo Faber**** SÖGUBÍÓ: Svikráð** Stóri skúrkur- inn* STJÖRNUBÍÓ: Ingaló* Bilun í beinni útsendingu*** Tortimand- inn2**** Börn náttúrunnar***. ... fær Ólafur Ragn- ar Grímsson. I fyrsta lagi fyrir ný- yrðið skítlegur. Það má nota það undir vissum kringum- stæðurn. Og í öðru lagi fyrir að brydda á umræðum í þing- inu um eðli þing- manna. Ef sú um- ræða fær að þrosk- ast geturhún orðið dásamlega skemmtileg. VUbi/ifuí ... að þær 22.000 áfengis- flöskur sem ríkið veitti í veislum sínum á árinu 1990 jafngilda rétt rúmlega einum tvöföldum á hvert mannsbam í landinu. Þetta magn jafngildir einnig því að ríkið hafi boðið upp á 60 flöskur á dag. hvem dag ársins. Eða 2 flöskur og hálfflösku til á hverj- um klukkutíma. allan sólarhring- inn. Eða einn einfaldan á hverrí mínútu árið um kring. ... að ráðherrafrú fær 8.210 krónur í vasapening frá ríkinu ef ráðherrann hennar tekur hana með í fcrðalag til Noregs eða Svíþjóðar. Þessir vasapeningar jafngilda 246.300 krónum á mánuði. það er ef ferðalagið stendur svona lengi. ... að ef andvirði fiðlunnar sem Sigrún Eðvaldsdóttir vill kaupa. 9 milljónir króna. væri skipt niður á alla íslendinga kæmu 34 krónur og 61 aur í hlut hvers. Ef andvirðinu væri hins vegar skipt niður á meðal áheyrendahóps Sinfóníuhljóm- sveitar fslands (um 60 prósent sætanýting í Háskólabíói) kæmu 15 þúsund krónur í hlut hvers. VinsazlGstu myndböndin 1. Naked Gun 2Vi 2. A Kiss before Dying 3. Once around 4. Hrói höttur 5. The Russia House 6. State of Grace 7. Mermaids 8. L.A. Story 9. Perfect Weapon 10. Murder 101 FRlAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ GrensAsvogl 10 - þjónar þér allan sólartiringinn Léttur þægilegur matseðill Pizzur eins og þær eiga að vera Laugavegi 126,sími 16566 - tekurþér opnum örmum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.