Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 46

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 46
Davíð Oddsson forsætisráðherra FÉKK AÐ FARA í OPINBERAN HEFNDAR- LEIÐANGUR TIL LÍBANON Þetta eru alvörumenn, - sagöi Davíð um fylgdar- sveina sína í feröinni til Líb- anon. Skemmtileg lífsreynsla sem ekki er hægt að öðlast í opin- berum heimsóknum til annarra landa, - segir Davíð Fjármálaráðuneytið KEYPTI AUGLÝSINGU Á BÍL EIGIN- KONU ÓLAFS RAGNARS Fáránlegt að gera athugasemdir við þetta, - segir Ólafur Ólafur Ragnar segir fáránlegt að haida því fram að eiginkona hans hafi veriö tilbúin að aka með aug- lýsinguna á bíln- um án þess að fá borgað fyrir það. Ungur sjómaður á ísafirði FÉKK EKKI BÆTUR VEGNA MEIÐSLA SEM HANN HLAUT VÍÐ BJÖRGUN FÉLAGA SÍNS ívar Ragnarsson fær ekki slysabætur þar sem hann varö þess vald- andi að tryggingafélagið þurfti að greiða slíkar bætur til félaga hans í stað mun lægri dánarbóta. 7. TOLUBLAÐ 3. ARGANGUR FIMMTUDAGURINN 20. FEBRUAR 1992 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Islensku keppendurnir í Evrópukeppninni í sundi ÞURFTU AÐ GANGA SIÐASTA SPOLINN Búið að afhenda verðlaunin, slökkva ljósin og tæma laugina áður en þeir komu í mark Kári Tryggvason tók sund- tökin um leið og hann gekk að bakkan- um í tómri lauginni. Du8seidgií,.gaJa!aa!ar ,Auðvitað vissi ég af ís- lensku keppendunum. Ég nennti bara ekki að bíða lengur eför þeim,“ sagði Gunther Kemp, húsvörður í sundhöllinni í Dusseldorf, en islensku keppendumir á Evr- ópumótinu þurftu að ganga síðasta spölinn þar sem Kemp hafðihleypt úr laug- inni áður en þeir komust í mark. „Ég þekki ekki reglur Al- þjóðasundsambandsins, en ég þorði ekki annað en taka sundtökin þegar ég gekk í átt að bakkanum," sagði Kári Tryggvason sundmaður, sem keppti í flugsundi. Guðmar Halldórsson leigubílstjóri BÚINN AÐ FINNA DRAUMABÍLINN Ég sá hann í ferð um London og hann kostar ekki nema níu milljónir, - segir Guðmar Lfijidanl9.,(alaniaf „Þetta er dásamlegur bíll og hann uppfyllir allar kröfur mínar,“ sagði Guö- mar Halldórsson leigubíl- stjóri, sem hefúr verið að leita sér að nýjum leigubíl en gengið illa að finna bfi við sitt hæfi. Þar til nú. „Þetta er svakaleg skruggukerra," sagði Guð- mar. „Hann er með allar græjur og ég get vart beðið eftir að aka honum um göt- ur Reykjavíkur." Guðmar sagðist vonast til þess að þjóðin hlypi undir bagga með sér til að hann eignaðist bflinn. „Það hlýtur að vera þjóð- inni kappsmál að maður eignist almennilegan bfl,“ sagði Guðmar. Guflmar hefur loks fundið bíl vifl hæfi. Salome mun pípa á dónaskapinn. Dónaskapur þingmanna SALOME MUN PÍPA YFIR DÓNASKAPINN Alþingi keypti sérstakt hávaðatæki frá sænska sjónvarpinu RevKjavík. 19. tebrtiar „Ég var að æfa mig á tækið og mér fannst Jretta bara gaman,“ sagði Salome Þor- ketsdóttir, forseti Alþingis, en hún mun í framtiðinni stjóma sérstöku píptæki sem ætlað er að yfirgnæfa dóna- skapinn í þingmönnum. Tækið, sem keypt er hjá sænska sjónvarpinu, fram- leiðir hávært og hvellt píp. Sjónvarpsáhorfendur kannast við hljóðið úr sambærilegum tækjum, en þau hafa verið notuð frá því stuttu eftir seinna stríð til að yfirgnæfa dónaskap í skemmtikröftum og öðrum þeim sem koma fram í sjónvarpi og gæta ekki orðasinna. „Við verðum að taka tillit til þess að bæði böm og við- kvæmt fólk fylgjast með þing- störfum,“ segir Salome. Ef píptækið hefði verið í notkun í síðustu viku hefði ræða Ólafs Ragnars Gríms- sonar hljómað svona í eyrum gesta á þingpöllum: „Ég hélt satt að segja ekki, og ég vona að mér fyrirgefist að segja það, að svona (þíp)legt eðli væri inni í hæstvirtum for- sætisráðherra en það kom nú greinilega hér fram.“ Frammíkall: „Hvað sagði ræðumaður?“ „Ég sagði svona (píp)legt eðli, sagði ég.“ Hægri fótur Kjartans Bárðarsonar er nú 10 sentimetrum lengri en sá vinstri. KRAFIAVERK í BEINNI ÚTSENDINGU • • A STJORNUNNI Fótur á manni með mislanga fætur lengdist Revkpvlk. 20. febrúar „Eg fann kraftinn í fyrir- bænunumhríslastummig. Það var eins og ég stæði undir heitri sturtu af vel- vfija,“ sagði Kjartan Bárð- arson, trésmiður frá BoÞ ungarvík, sem varð fyrir kraftaverid í beinni í út- sendingu á Stjömunni í gærkvöldi. „Það er dásamlegt að byrja útsendingar með þessum hætti,“ sagði Gunn- ar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins, í samtali við GULU PRESSUNA „Við höfðum voneist eftir j>essu og beðið fyrir því að eitt- hvað þessu Iíkt gerðist. Og að það skyldi rætast sýnir að Guð er með þessari út- varpsstöð. Hann er stilltur á Stjömuna." Kjartan Bárðarson hefur verið með mislanga fætur frá því hann lenti í slysi á unga aldri. Áður en hann mætti í beina útsendingu var hægri fóturinn um 5 sentimetrum lengri en sá vinstri. Eftir kraftaverkið er hægri fóturinn 10 senti- metrum lengri en sá vinstri. Jú, það er rétt að jietta fór kannsld ekld alveg eins og við vildum. Einhverjir jaeirra sem báðust fýrir virðast ekki hafa verið viss- ir um hvom fótinn átti að lengja,“ sagði Gunnar Þor- steinsson. „Svona lagað hefur gerst á Boigarspítalanum og því er kannski ekki furða þó að jietta komi fyrir hjá okkur í fyrstu útsendingu. En við ætlum að reyna aftur að lengja vinstri fótinn á Kjart- ani í næstu viku og munum þá biðja helmingi heitar.“ cordala Cordata CS7100 hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur undanfarna mánuði. Á meðan birgðir endast seljum við þessar áreiðanlegu tölvurá sama baneitraða tilboðsverðinu. Nú er lag að að eignast 386 tölvu á 386SX tölva á aðeins 99.900 krónur! 80386-16 örgjörvi 1Mb minni (8Mb möguleg) 42Mb diskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa lykiaborð sannkölluðu þjóðarsáttarverði. Genius mús Windows 3.0a MS-DOS 5.0 Tilbúin til notkunar straxl • • MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.