Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 900 milljóna þrotabú Endurtryggingarfélags Samvinnutryggínga enn I skiptum eftir 8 ár Þrotabú Endurtryggingarfé- lags Samvinnutrygginga er enn í skiptum, nær 8 árum eft- ir að félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Eiríks Tómassonar bústjóra tekur langan tíma að gera upp bú endurtryggingarfélaga vegna eðlis viðskiptanna og miðað við gang sambærilegra mála erlendis sé árangurinn viðun- ardi. ES var úrskurðað til skipta 1984 og árið eftir lágu fyrir kröfur í búið frá tæplega 200 aðilum upp á milli 800 og 900 milljónir króna að núvirði. Mestur hluti krafnanna er í er- lendri mynt og gengistryggð- ur. Upp undir helmingur kröfuhafanna tók á sínum tíma tilboði um að fá ákveðið hlut- fall krafna greitt gegn aftur- köllun. Fyrir tveimur árum fór fram fyrsta úthlutun úr búinu og að sögn Eiríks fer nnur út- hlutun fram á næstu dögum. Eiríkur segir að búast megi við að kröfuhafar fái alls upp und- ir 200 milljónir upp í kröfur sínar og reikna megi með því að málinu ljúki að mestu eftir um 3 ár. Eiríkur Tómasson bústjóri „Það er mjög flókið að gera upp svona mál og kostar mikla vinnu. Endurtryggingarfélög dreifa áhættu frumtryggingar- félaga með viðskiptum við er- lend félög, sem endurtryggja sig áfram og að lokum snertír málið jafnvel þúsundir aðila. Kröfur í búið eru enn að berast og á móti erum við að endur- krefja. Ég tel að miðað við allt hafi gengið vel að innheimta útistandandi kröfur,“ sagði Ei- ríkur. Viðskipti Einkatölvunnar og Hljómsbæjar hjá rannsóknarlögreglunni HðFDUIO MILLJÓNIR AF HLJÚMBÆ Fjfildi starfsmanna hættir hjá Asiaco Að undanfömu hefur hópur lykilmanna í fyrirtækinu Asi- aco sagt upp eða verið látinn hætta. Nýlega var sagt frá því að Evjólfi Karlssyni í rekstrar- vörudeildinni hefði verið sagt upp störfum eftir ágreining við forstjóra fyrirtækisins, Gunn- ar Oskarsson. 1 kjölfar þess sögðu þrír aðrir starfsmenn deildarinnar upp og hófu störf í fyrirtæki Eyjólfs, Möndli. Það fyrirtæki hefur yfirtekið Að selja 30 þúsund króna viðskiptavíxil til 30 daga í Landsbankanum hefur í för með sér kostnað, sem svarar til 4,18 prósenta eða sem nemur tæplega 50 prósenta vöxtum á ársgrundvelli. Landsbankinn er langtum dýrari en Búnaðar- bankinn, því samsvarandi við- skiptavíxill þar kostar sem nemur 33 prósentum í vöxtum. Landsbankinn auglýsir nú 17 prósenta vexti af viðskipta- víxlum, en Búnaðarbankinn 15 prósent. Þegar slíkir víxlar eru seldir dragast frá kostriað- ur, sem bankinn reiknar sér, og stimpilgjöld, sem renna í ríkis- sjóð. Kostnaður bankans fer eitt af betri umboðum Asiaco, Tork- rekstrarvörur, en velta þess vörumerkis innan Asiaco var um 50 til 60 milljónir á ári. Nú hafa tveir af lykilmönn- um útgerðarvörudeildar, þeir Páll Gestsson og Jón Leóssón, sagt upp og eru að stofna eigið fyrirtæki með veiðarfæri og sjávarútvegsvörur. Að hluta til verða þeir því í samkeppni við sitt gamla fyrirtæki. ekki niður fyrir ákveðið lág- mark og er því hlutfallslega hærri eftir því scm víxilupp- hæðin er lægri. Af 30 þúsund króna víxlinum í Landsbank- anum eru vextimir ekki nema 425 krónur, en með kostnaðin- um fer þessi tala upp í 1.204 krónur og viðskiptavinurinn fær aðeins tæplega 28.800 krónur í hendumar. Það sam- svarar 48.2 prósenta ársvöxt- um. Miðað við 50 þúsunþ króna víxil í 30 daga samsvar- ar heildarkostnaðurinn 37.1 prósents ársvöxtum og miðað við 100 þúsund króna víxil til sama tíma samsvarar kostnað- urinn 31,2 prósenta ársvöxt- um. Allt að 50 prósenta vextir af víxlum hjá Landsbankanum Hljómbær hf. hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Rannsóknarlögreglan hefur verið beðin að rannsaka viðskipti fyrirtækisins og Einkatölvunnar hf. Því er haldið fram að eigendur Einkatölvunnar hafi haft hátt í tíu milljónir af Hljómbæ á aðeins rúmu halfu ári. Bæði fyrirtækin eru til gjaldþrotaskipta. Forráðamenn Hljómbæjar hf. hafa óskað eftir opinberri rannsókn á viðskiptum Hljóm- bæjar og Einkatölvunnar hf. Samþykkt hefur verið krafa Hljómbæjar í þrotabú Einka- tölvunnar fyrir nærri tíu millj- ónum króna. Eigendur fyrir- tækjanna gerðu með sér sam- starfssamning, sem aðeins var f gildi í fáeina mánuði. A þeim skamma tíma stofnaði Einka- tölvan til milljónaskulda við Hljómbæ. Eftir að upp úr samstarfinu slitnaði hætti Hljómbærrekstri og verslanir félagsins voru seldar tveimur nýstofnuðum hlutafélögum, Versluninni Hljómbæ hf. og Skrifbæ hf. Nú hefur Hljómbær verið tek- inn til gjaldþrotaskipta. Kröfurnar eru þegar komnar yflr 30 milljónir króna. Gjald- heimtan er stærsti kröfuhafinn. með rúmlega 20 milljóna króna kröfu. sem er meðal annars vegna áætlana, þar sem skattframtali var ekki skilað. Kröfur í þrotabú Einkatölv- unnar eru tæpar tuttugu millj- ónir króna. Eins og fyrr sagði er Hljómbær með nærri tíu milljóna króna kröfu og þar með stærsti kröfuhafinn. Einkatölvan er eignalaus og svo virðist sem líkt sé á komið fyrir Hljómbæ. skipti Hljómbæ upp eftir að hann tapaði verulega á við- sklptum við Einkatölvuna. Hljómbæjarhúsið við Hverfisgötu. Búið er að úrskurða Hljómbæ gjaldþrota. Reksturinn hefur verið seldur tveimur fyrirtækjum, Versluninni Hljómbæ og Skrifbæ. EINKATÖLVAN GEFST UPP Það var seint á árinu 1989 að Einkatölvan. undir stjóm Geirs Þorsteinssonar, og Hljómbær. undir stjóm Bjarna Stefánssonar. geröu með sér samstarfssamning. í honum lölst að Einkatölvan tæki að scr rekstur hluta Hljómbæjar. það er þann hluta sem sélur ljósritunarvélar og annan bún- að á skrifstofur. Hljómbær og Bjami Stef- ánsson hf. sáu um innllutning og seldu Einkatölvunni. Sam- starfið entist ekki nema í fá- eina mánuði. í ágúst 1990 var svo komið að Einkatölvan hætti rekstri án þess að gera upp við Bjarna og Hljómbæ. Þetta kom Hljómbæ mjög illa og varð til þess að leita varð nýrra hluthafa. Það varð til þess að Þórarinn Friðjóns- son og Maris Gilsfjiirð gengu til liðs við Bjama. Stofnuð vom tvö ný hlutafélög. Skrif- bær. þar sem Maris er fram- kvæmdastjóri. og Verslunin Hljótnbær. þar sem Þórarinn er framkvæmdastjóri. Bjami Stefánsson persónulega og Bjami Stefánsson hf. eru með- eigendur í báðum fvrirtækjum. Nýju fyrirtækin keyptu verslanir Hljómbæjar. Skrif- bærtók.við þar sem Einkatölv- an hætti og Verslunin Hljóm- bær keypli þann hluta verslun- arinnar sem selur sjónvarps- tæki. hljómflutningstæki og fieira. Skömtnu síðar ke\ pti Versl- unin Hljómbær Hljómbæjar- nafnið. Þá var nafni gamla Hljómbæjar breytt í Omco hf. Það fyrirtæki cr nú gjaldþrota. líkt og Einkatölvan. LÖGHALDIÐ DL’GÐI EKKI Lögmaður Bjiuna Steláns- sonar \ ildi gera löghald í þeini vömm scnt Einkatölvan hafði fengið án þess að greiöa fyrir. Málið fór fyrir dóm og var þar í nokkra mánuði. Eftir að lög- haldið var loks staðfest var Einkatölvan eignalaus. eða svo gott sem. þar sem aðeins voru til um fimm hundmð þúsund krónur. Þcgar það varð Ijóst var fyrirtækið knúið í gjaldþrot af lögmanni Bjarna. Gjald- þrotameöferð gamla Hljóm- bæjar er skemmra á veg kom- in. Búið er að iýsa eftir kröfum. Eins og áður sagði hafa þegar borist kröt'ur á fjórða tug millj- óna króna. Eftir scm áður em starfandi tvær versianir á Hverfisgötu 103. Bjarni Stefánsson vildi lítið um þetta ræða þegæ- PRESS- AN leitaði til hans. Hann sagði gjaldþrotiö \era misskilning. Bústjóri í þrotabúi Hljóm- bæjar. Halldór Biryisson lög- maður. á eftir að skoða samn- inga þá sem geröir \ oru þegar Verslunin Hljómbær og Skrif- bær tóku við verslununum. Ekki er ljóst hvort samning- amir eru þrotabúi Hljómbæjar hagstæðir eða ekki. Ef þeir reynast óhagstæðir geta eig- endur fyrirtækjanna átt á hættu að bústjórinn vilji rifta þeim. Flest bendir til að um viðskipti skyidra aðila hafi verið að ræða. þar sem Bjami Stetáns- son persónulega og Bjarni Stefánsson hf. em eignaraðilar í öllum fvrirtækjunum. Sigurjón 'Magnus Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.