Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 ASTA Halldórsdóttir og félagar hennar fóru í sleðaferð til Albertville eins og kunnugt er. Margt hefur gerst hjá ís- Iensku íþróttamönnunum. 1 fyrsta lagi sló að Astu við opnunarathöfnina því hún hafði ekki klætt sig nógu vel. Þá lenti félagi hennar, Haukur Eiríksson, í þeim hremmingum að það fraus undir skíðunum hans af því hann hafði ekki borið á rétt- an áburð. Kom fyrir lítið þó að landsliðsþjálfarinn væri sérfræðingur í skíðaáburði. Á meðan dunduðu alpa- greinamennimir við að leita sér að mótum annars staðar en á Ólympíuleikunum. Það hafði einnig gleymst að skrá göngumennina í 50 km göngu, en þeir fengu að lok- um að vera með gegn því að þeir yrðu ekki fyrir. En það var KRISTINN Bjömsson sem varð heims- frægur fyrir glæslegt fall þar sem hann sópaði einhverj- um starfsmönnum með. Fallið var sýnt aftur og aflur í sjónvarpsstöðvum út um allan heim og við íslending- ar munum væntanlega gleyma því að „hetjan fall- andi“ hafði gleymt skíðun- um st'num. Nú er hins vegar ljóst að gleðin verður tæpast endurtekin, því þátttökuskil- yrði fyrir næstu Ólympíu- leika verða mun strangari. En einn maður ætti þó að gleðjast þrátt fyrir það því INGÓLFUR Hannesson, íþróttafrétta- maður ríkisútvarpsins, hefur undanfarið lært að fagna með Norðmönnum. Ingólfur er menntaður í norsku trimmi og getur sagt „hoja Norge" án þess að fipast. Það hefur hann sýnt undan- farið og er víst óhætt að segja að fögnuður hans hafi verið tryllingslegur þegar Norðmenn voru að sópa til sín verðlaununum. Það er verst að pistlum hans var út- varpað til Islands en ekki Noregs. En þrætupúkar vik- unnar eru margir, meðal annars ÞRÖSTUR Ólafsson og Steingrímur Hermannsson, sem rífast um það hvor haft veri skað- legri fyrir íslenskt efnahags- líf. Þá vegast þeir Páll Magnússon og Heimir Steinsson á með stílvopninu og liggur Edda Andrésdóttir í valnum. Þá eru Jón H. Sveinsson sjóliðsforingi og Gunnar Bergsteinsson enn á ný búnir að blása lífi í „landhelgisdeiluna". TUGMILLJONA KRÖFIIR í GÖMUL ÞROTABU BRUNNU UPP í SKÚFFU SKIPTARÁBANDANS Unnsteini Beck lögfræðingi var falið að klára mál 20 þrota- og dánarbúa árið 1979. Bunkinn kláraðist loks á síðasta ári og voru einstök bú allt að 20 árum í skiptum - á meðan verðbólgan rýrði kröfurnar um allt að 98 prósentum. Af 20 þrota- og dánarbúum, sem Unnsteini Beck var falið að Ijúka árið 1979, kláraðist það síðasta ekki fyrr en á síð- asta ári. Voru sum mál þá búin að vera 15 til 20 ár í skipta- meðferð hjá Unnsteini. Kröfur brunnu upp í verðbólgu og þegar loks kom að uppgjöri fékkst allt niður í 2 prósent af raungildi krafna greitt. Þannig voru kröfur í þrotabú Byggingarfélagsins Brúar um 51 milljón að núvirði, en eftir 19 ára skiptameðferð voru kröfuhöfum greiddar 1,3 millj- ónir og fyrirtækið aldrei gert gjaldþrota - og nýverið tók það á móti 40 milljóna króna úthlutun frá Sameinuðum verktökum. Þrotabú Vátrygg- ingarfélagsins var 20 ár í með- ferð hjá Unnsteini. Þar voru upphaflegar kröfur 94 milljón- ir að núvirði en þegar upp var staðið fengust tæpar 2 milljón- ir króna greiddar. Unnsteinn var skiptaráðandi hjá borgarfógeta, en lét af störfum í desember 1979. Þá var hann skipaður setuskipta- ráðandi í 20 málum sem hann hafði haft með höndum. Um þetta var gefin út sérstök um- boðsskrá. PRESSAN leitaði ítrekað eftir því hjá dómsmála- ráðuneytinu að fá afrit af skrá þessari, en ráðuneytið komst loks að þeirri niðurstöðu að hún yrði ekki afhent. BRÚ: EFTIR 19 ÁR GREIDDUST 2,5 PRÓ- SENT AF KRÓFUM Brú var tekin til gjaldþrota- skipta 20. september 1967, en það var ekki fyrr en 22. apríl 1986 að skiptum lauk á skrif- stofu Unnsteins Beck - tæpum 19 árum síðar. Fyrst tafðist málið þegar upp kom ágrein- ingur um gildi veðsetningar á hlutabréfum Brúar í Samein- uðum verktökum, vegna skulda í Iðnaðarbankanum. Svo fór að lokum að þessar skuldir voru greiddar. Lýstar kröfur frá 1967 námu 168 þúsund krónum eða um 93 milljónum króna að núvirði. Þar af var krafa Iðnaðarbank- ans um 42 milljónir, en bank- inn féll frá kröfunni er veð- skuldimar voru greiddar. Eftir stóðu þá kröfur upp á 51 millj- ón að núvirði. Höfuðstóllinn frá 1967 hljóðaði upp á tæplega 92 þús- und krónur og engin verð- Unnsteinn Beck setuskipta- ráðandi. „Það er vissulega í verkahring skiptaráðanda að reyna að flýta slíkum málum, en fyrr á árum voru oft mikl- ar annir og ekki hægt að velta málunum yfir á bú- stjóra eins og nú er gert.“ trygging í gildi. Með dráttar- vöxtum hækkaði þetta í 560 þúsund krónur, sem er að nú- virði 1,3 milljónir króna. Eftir nær 19 ára skiptameðferð fengu kröfuhafar því 2,5 pró- sent af raungildi upphaflegra krafna sinna. Má nefna að Gjaldheimtan í Reykjavík fékk 320 þúsund krónur að núvirði upp í kröfu sem að raungildi var um 12,7 milljónir. Aðal- eigandi Brúar var Þorbjörn Jó- hannesson heitinn í Borg. VÁTRYGGINGARFÉLAG- IÐ: KRÖFUR RÝRNUÐU UM 98 PRÓSENT Allan tímann meðan Brú var í skiptameðferð rann til félags- ins arður frá Sameinuðum og nýverið fékk félagið sinn skammt af 900 milljóna króna úthlutun SV, liðlega 40 millj- ónir. „Brú varð aldrei gjaldþrota. Eg leit svo á að ekki væri hægt að fá meira úr búinu, jafnvel þótt eitthvað væri umfram af eignum, enda aðeins hægt að miða við lögbundna dráttar- vexti,“ segir Unnsteinn. Þrotabú Vátryggingarfé- lagsins hf. var yfir 20 ár í með- ferð hjá Unnsteini, en skiptum lauk loks á síðasta ári. Það var úrskurðað til skipta í mars 1970 og skömmu síðar lágu fyrir samþykktar kröfur sem jafngilda í dag um 94 milljón- um króna. Þar af átti íslensk endurtrygging kröfu upp á sem svarar 25 milljónum og Sam- ábyrgð Islands á fiskiskipum kröfu upp á 21 milljón. íslensk endurtrygging fékk eftir 20 ára þolinmæði greiddar 480 þús- und krónur og Samábyrgðin fékk um 410 þúsund. Kröfuhafar fengu því nálægt 2 prósentum af raungildi upp- haflegra krafna. Félagið var stofnað árið 1953 og tók þá yfir tvö önnur félög, Trolle & Roth hf. og Carl D. Tulinius og co. hf. Síð- asta stjóm Vátryggingarfé- lagsins var skipuð Stefáni O. Magnússyni, Kristni Hallssyni og Ölafi Finsen. BREIÐHOL HF: 9 ÁR AÐ SKIPTA EIGNALAUSU BÚI Breiðholt hf. var stærsta verktakafyrirtæki landsins á sínum ti'ma, blómlegt og öfl- ugt. Upprunalegir aðaleigend- ur voru Guðmundur Einarsson verkfræðingur, kenndur við Gimli, Björn Emilsson tækni- fræðingur og Páll Friðriksson, en síðar gerðist aðaleigandi Sigurður Jónsson og meðeig- andi Hafsteinn Baldvinsson lögfræðingur. Fyrirtækið fór á hausinn í ársbyrjun 1979 eftir að hafa byggt á þriðja þúsund íbúðir á 10 árum. Banabiti fyr- irtækisins var að stjórn verka- mannabústaða í Reykjavík svipti það verkefnum, þegar ljóst þótti að fyrirtækið stóð illa. Kröfur í búið voru 330 tals- ins. Einna stærstar kröfur munu hafa komið frá Gjald- heimtunni í Reykjavík, 24 milljónir að núvirði, og frá Tollstjóranum í Reykjavík, 17 milljónir. Unnsteinn Beck segir að skiptalok hafi farið fram í október 1987, en um það fannst ekkert í gögnum Hluta- félagaskrár. „Eg man ekki hversu kröfurnar voru háar, en búið var eignalaust og það fékkst ekkert upp í kröfur. Það litla sem fannst, um 7 þúsund krónur að mig minnir, fór upp í ójafnaðan reikning hjá fógeta- embættinu." KLÚBBURINN, HLJÓM- TÆKI OG T. HANNES- SON HF. Klúbburinn hf., félag Hilmars Björgvinssonar og fleiri, var tekinn til gjaldþrotaskipta í september 1970 og námu for- gangskröfur að núvirði um 3,5 milljónum og almennu kröf- umar rúmum 4 milljónum. Bú- ið var loks gert upp í septem- ber 1981, eftir 11 ára meðferð. Fengust þá greiddar um 316 þúsund krónur að núvirði. Greiddust því um 9 prósent af raunvirði forgangskrafna, en upp í almennar kröfur greidd- ist ekkert. Hljómtæki hf., félag Björgvins Hermannssonar, Arnórs Hannessonar og fleiri, var tekið til skipta vegna slita á félaginu í nóvember 1972. Ekki tókst betur til en svo, að skiptum lauk loks í maí 1981, hátt í áratug síðar. Kröfur í bú- ið voru upphaflega um 3,2 milljónirað núvirði. Kröfurnar greiddust og 52 prósent til við- bótar í vexti, samtals 17.070 eða um 225 þúsund að núvirði. Til skipta komu því um 7 pró- sent af raunvirði upphaflegra krafna. T. Hannesson hf., félag Torfa Bryngeirssonar, Tryggva Hannessonar og fleiri, var tekið til gjaldþrota- skipta í nóvember 1976. Kröf- ur voru um 5,5 milljónir króna að núvirði. Skiptum lauk ekki fyrr en í september 1983 og tók það skiptaráðanda 7 ár að komast að þeirri endanlegu niðurstöðu að engar eignir hefðu fundist upp í kröfurnar. „TAFIR VEGNA ANNA OG LANGVARANDI MÁLAFERLA“ Loks má nefna þrotabú Frið- riks Jörgensen, sem rak um- fangsmikla útflutningsverslun í eigin nafni en varð gjaldþrota 1967. Kröfur sem bárust hljóð- uðu upp á um 300 milljónir að núvirði en í kjölfarið fylgdu margra ára málaferli fyrir dómstólum. Sjálfstætt fyrir- tæki, Friðrik Jörgensen hf., var tekið til skipta í október 1970 og að sögn Unnsteins lauk því ntáli árið 1985 eða nær 15 ár- unt síðar, án þess að nokkuð greiddist upp í kröfur. „Mál Vátryggingarfélagsins var það síðasta sem lauk af þessum málum. Ástæðurnar fyrir því að mál dragast með þessum hætti eru ýmsar, oftast er verið að reyna að ná inn kröfum, sem síðan reynast kannski ónýtar þegar til kemur. Það er vissulega í verkahring skipta- ráðanda að reyna að flýta slík- um málum, en fyrr á árurn voru oft miklar annir og ekki hægt að velta málunum yfir á bústjóra eins og nú er gert. Að vísu var heimild til að fá að- stoð, en þegar bú eru eignalítil er hætta á að eignir étist upp ef borga þarf fyrir slíka aðstoð. En mál sem þessi töfðust ekki síst vegna langvarandi mála- ferla og koma mér í því sam- bandi einkum í huga mál Vá- tryggingafélagsins og Friðriks Jörgensen," sagði Unnsteinn. Hann sagði það vissulega rétt að raungildi krafna hefði í slíkum málum rýmað á þess- um árum, enda engin verð- trygging. „Slík verðtrygging var hreinlega bönnuð og ekki hægt að krefjast meira en lögbundn- ir dráttarvextir buðu.“ Friörik Þór Guðmundsson Einar Þorbjörnsson viö upphaf fundar Brúar, þar sem 40 millj- ónum af 900 milljóna úthlutun Sameinaöra verktaka var skipt upp á milli hluthafa. Brú vartekin til skipta 1967 og laukskipt- um 1986 án þess að félagið væri gert gjaldþrota. 50 milljóna kröfur „greiddust að fullu“ - með liðlega 1 milljón króna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.