Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5 .MARS 1992
43
JOYCE
VILDI
GERA
MIÍSÍK
Ent ekki alveg óteljandi nú-
ansar í bókinni?
,Jú, alveg svakalegt. Ég hef
haft toppmenn til að fara yfir
þetta. Það sem hjálpaði mér
mest var bók sem var gerð úti í
Kalifomíu fyrir nokkrum árum,
en sú bók er jafnþykk og skáld-
sagan sjálf. Þar er hver einasti
referens og öll skrítin orð skýrð
nákvæmlega. Maðurinn var
nefnilega með alveg ótrúlegt
minni. Hann notaði orð úr írsku.
slangi. slögurum. hann notaði
bókstaflega allt. Síðan hef ég
haft hjá mér þýska, danska og
sænska þýðingu en sumar af
þeim em mjög vitlaust þýddar.
Sú danska er hreint ömurleg."
Hafa ekki verið uppi deilur
um hinn endanlega rétla te.xta
Ulysses?
..Það var Þjóðveiji sem gaf út
bók fyrir nokkrum árum þar
sem hann taldi sig hafa fundið
hinn endanlega texta bókarinn-
ar.
Þá reis upp einhver karl í
Bandaríkjunum sem sagðist
hafa sannanir fyrir því að hægt
væri að gefa út annan texta.
Þetta verður náttúrlega enda-
laust. James Joyce sagði héma í
gamla daga að hann ætlaði að
láta prófessora í heiminurn vera
upptekna af sér næstu aldimar.
Ég hef ekki látið þessar deilur
hafa áhrif á mig því annars
myndu menn alveg hætta að
þýða yfirlein. Það verður haldið
áfram að rífast um þetta til ei-
lífðamóns.“
Er þetta ekki eitt erfiðasta
þýðingarverk sem hægt er að
takasl á hendur?
..Ég held að það sé nú alveg
ömggt mál, ef frá er talin Fin-
negan's Wake.“
Hefiirðu lesið hana?
..Það getur nú enginn maður
með fullu viti komist í gegnum
hana. Anthony Burges gaf út
stutta útgáfú af henni með skýr-
ingum. Þá fyrst fór ég aðeins að
skilja hana. Ég á írskan vin sem
er giftur íslenskri konu og kem-
ur hér oft. Hann er snillingur og
kann Finnegan's Wake utan að.
Ég hef oft verið með honum f
partíum og þá fer hann með
hana alveg hreint reiprennandi
og með kommentum og öllu.
Hann sendi mér spólu fyrir
tveimur ámm þar sem hann les
þetta Þá skilur maður allt í einu
að Finnegan's Wake er tónverk
rpiklu frekar en bókmenntaverk.
Ég nýt hennar miklu betur sem
tónverks. Þetta er fyrst og
fremst músík. James langaði
alltaf til að gera málið að mús-
ík."
Þetta er eitthvað sem eifitt er
að ná utan uin.
..Já. maður nær þessu ekki.
Hann bjó til alveg nýtt má! sem
er byggt á ensku. Draumur hans
var að búa til sitt eigið mál og
nálgast tónlist eins mikið og
hægt var.“
Það er sem sagt alveg vita
vonlaust að ætla að þvða þá
bók?
,Já, það held ég. Fyrir utan
Finnegan’s Wake held ég að
Ulysses sé langsamlega erfið-
asta verk sem skrifað hefur ver-
ið. að minnsta kosti á síðustu
lOOámrn."
Ertu byrjaður á seinna bind-
inu?
,J'Iei, ég er að skrifa bók um
Grikkland. Þetta var svo svaka-
legt álag og mikill þrældómur
að það var eins og að vera leyst-
ur úr álögurn þegar fyrra bindið
var í höfn. Ég byija aftur í apríl
á Joyce og verð að því árið út.
Þetta er hreinn þrældómur og ég
hef aldrei lagt eins hart að mér á
ævinni.“
Anna Har. Hamar
„Fyrir utan Finnegan's
Wake held ég að Ulysses sé
langsamlega erfiöasta verk
sem skrifað hefur verið, að
minnsta kosti á sfðustu 100
árum,“ segir Sigurður A.
Magnússon rithöfundur.
Fyrra bindi þýðingar Sigurð-
ar A. Magnússonar á Ulyss-
es eftir James Joyce kemur
út á þessu ári. Það getur
varla verið öfundsvert að
ráðast í þann þrældóm sem
þýðing af þessu tagi hlýtur
að vera, því James Joyce er
þekktur fyrir allt annað en
að vera auðlesinn. Ef eitt-
hvað er þá er eiginlega ekki
hægt að lesa hann nema
skýringabók fylgi með. Sig-
urður telur sig aldrei hafa
lent í öðrum eins þrældómi.
Bókin er 900 síður.
9ít)jor
ídlcitölutr
fijóðSögur
Lyginn Skagstrendingur
réð sig einu sinni á
vertíðarbát sem gerður var
út frá verstöð við
Breiðafjörð. Skipstjórinn á
bátnum, en hann hét Pétur,
var Skagstrendingur rétt
eins og sá lygni.
Skagstrendingurinn hafði
ekki verið lengi um borð
þegar hann fór að segja
ótrúlegustu sögur úr
heimabyggð sinni. Oft á
tíðum vom sögumar virki-
lega lygilegar, vægast sagt.
w
tf
Ein þeirra var eitthvað á
þessa leið: ,J>að er stelpa
heima sem er ekki með
rifuna í klofinu eins og
flestar aðrar konur, heldur í
handarkrikanum. Þegar
hún pissar þarfhúnað
klæða sig úr að ofan og
lyfta handleggnum, þetta
er alveg satt.“
Þessu trúðu skipsfélagamir
ekki, þrátt fyrir
áherslu sögumanns um
sannleiksgildi sögunnar.
Pétur skipstjóri, og
sveitungi sögumanns, var
ekki í borðsalnum þegar
sagan var sögð.
Til að eyða öllum vafa
sagði Skagstrendingurinn:
„Spyijið bara Pétur, hann
var með henni.“
(úr öfgalygarasögum)
i
R I M S í R A M S
Inntak Alafossúlpunnar
Álafossúlpan er komin aftur.
Ámm saman hefur hún hangið
úti í kompu meðan við klædd-
umst einhverjum for-
smánarflíkum: hinum júdasar-
lega rykfrakka. hinni lúðalegu
dúnúlpu eða þaðan af viðrin-
islegri yfirhöfnum - árum
saman höfum við eigrað
ráðvillt um göturnar og ekki
vitað hvað við hétum. hver við
vomm. hveiju við klæddumst.
hvað við áttum að halda um
okkur sjálf. sumir okkar fóm
jafnvel að ganga um með
bindi...
En ídentítetskrísan er
afstaðin. Álafossúlpan er
komin aftur og við getum
haldið aftur til fúndar við sjálf
okkur. klæðst þessari flík þeimt
réttlátu og munað allt sem var
svo rétt og allt hitt sem Vaf svo
kolrangt; okkur getur aftur
farið að finnast eitthvað svo
mikið. við getum jafnvel aftur
farið að finna til. Eða er það
ekki annars?
Ég veit það ekki.
Hver var merking Álafos-
súlpunnar? Hún var kufl.
Skilaboðin sem hún gaf vom
meinlæti, munkslífi, látleysi,
tildursleysi, íhygli, sigur
andans yfir efninu - strangleiki
sem jaðraði við þvergirð-
ingshátt. Hún var falleg í
sniðinu. ólíkt Belgjagerðar-
úlpunni sem sumir aðhylltust
og töldu hugmyndafræðilega
hreinni - Álafossúlpan var að
vísu ákaflega hrein og bein og
umfram allt einföld, en um leið
vom á henni þessar tölur sem
vom svo evrópskar í laginu,
óvenjulegar án þess að vitna
um sundurgerð, mettningar-
legar og grónar, gáfulegar.
Hettan var eiginlega höttur og
gaf þeim sem hana setti upp
svipmót alþýðusinnans; í
þessari úlpu mættust
háskólaborgarinn fjölmenntaði
og hróihötturinn ástríðufulli í
órofa einingu. Þetta var ein-
kenniskufl þeirrar kynslóðar
alþýðufólks sem fékk að ganga
menntaveginn en vildi ekki
gleyma alþýðiegum uppmna
sínum um leið og það áfelldist
foreldra sína stórlega fyrir
bflaeign, sjónvarpsgláp og -
auðvitað - fatakaup. í þessum
Hver var merking Álafossúlpunnar?
Hún var kufl. Skilaboðin sem hún
gaf voru meinlæti, munkslífi, lát-
leysi, tildursleysi, íhygli, sigúr
andans yfir efninu
«IW9MSI)aKiniM«M
búningi sameinuðust þeir sem
vom í Fylkingunni og mynda
nú öflugasta flokk Evrópusinna
og svo hinir sem voru í hinu
norska heimatrúboði maó-
ismans og skipa sér nú í raðir
Landvamarsinna. Það að láta
sjá sig í þessari flík jafngilti
yfirlýsingunni: ég hef skoðun,
éger alvömgefinn.
Og nú er Álafossúlpan
komin aftur. Jibbf. Út um allan
Laugaveg kjögum við glöð og
ánægð í kuflunum - en hafa.
þeir sömu merkingu? Nei, því
að þegar sagan endurtekur sig
þá skiljast viðburðirnir ævin-
lega við sitt gamla inntak, fá
nýtt, eða jafnvel ekki neitt. Nú
em Álafossúlpumar nefnilega
bæði dýrar og - útlenskar. Þær
eru bara smartar útgáfur á
þessari úlpu og heita duffins-
coat eða eitthvað svoleiðis. Og
við emm ekki fólk í Álafos-
súlpum, heldur lítum við bara
út eins og fólk í Álafossúlpum.
Og okkur finnst ekkert, heldur
lítum við bara út eins og fólk
sem finnst eitthvað.
Talandi dæmi um lánleysi
Álafoss og íslensks iðnaðar. En
ég sem sé fram í tímann og
greini trendin á undan hinum
íslensku iðnjöfmm: ég heiti á
Belgjagerðarmenn, finnist þeir
einhvers staðar, að vera nú
viðbúnir með nýja og smarta
útgáfu á Belgjagerðarúlpum,
því þær komast næst í tísku.