Pressan - 05.03.1992, Side 47

Pressan - 05.03.1992, Side 47
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 47 LÍFIÐ EFTIR VINNU BARIR Púlsinn er einn af þessum stööum, sem maður er aldrei viss um hvort maður eigi að sækja eða ekki. Að minnsta kosti er sá, sem þetta skrifar, alltaf dauðhræddur um að detta inn í hóp djassgeggjara, en engir menn á íslandi eru leiðin- legri. Kannski var það bara af því að fjölmiðlablúsinn var í fullum gangi um síðustu helgi, sem ég skemmti mér svona vel, en ég held að meira hafi komið til. Fyrir utan það, að á barnum stóð einn skemmtilegasti maður á Islandi á góðri leið með að hvolfa ellefta þrefalda vodkanum í sig, voru Vinir Dóra á sviðinu. Og það er með ólíkindum hvað Hendrix-taktar Guðmundar Péturssonar fara vel við ofneyslu áfengis. Hitt er síðan annað mál að úrvalið á barnum er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Burt- séð frá því var Púlsinn prýðileg til- breyting frá hinum börunum — og engir djassgeggjarar á staðnum. UmVjtuzizl Guðrtin Ásmundsdóttir leikkona (Ragnar Kjartansson talar); „Þetta er á Grandavegi 36, hjá mœðginunum Guðrúnu Av- nmndsdóttur leikkonu og syni hennar Ragnari Kjartanssyni grunnskólanema. Þau eru ekki við í þessu augnabliki en efþú vilt skilja eftir skilaboð til þeirra þá ertu beðinn um að bíða eftir bíb-tóninum sem kemur núna rétt strax. Veriði sœl að sinni og passið ykkur á myrkrinu. “ POPPIÐ • Vírus spilar á Tveimur vinum í kvöld, fimmtudagskvöld. Þetta er þungarokkssveit eins og þær ger- ast þyngstar og spilar lög héðan og þaðan. Þeir strákar eru farnir að vinna aö eigin efni en ekki vit- um við hvort eitthvað frumsamið mun heyrast á þessum tónleikum. Ein myndanna á sýningu blaðaljósmyndara; höfundurinn er Einar Ólason, Ijósmyndari PRESSUNNAR. PALL HEFUR Vit> MÆLUM MEÐ BESTU BLAÐA- UÓSMYNDIRNAR íslenskir blaðaljósmyndarar hafa í samstarfi við Blaða- mannafélagið tekið upp á jdeim ágæta sið að halda árlega sýn- ingu þar sem getur að líta mark- verðustu ljósmyndir ársins. Sýningin á ljósmyndunum ífá 1991 verður opnuð í Listasafhi ASI við Grensásveg á laugardag og er þar búið að hengja upp næstum hundrað myndir sem dómnefnd valdi eftir um tuttugu blaðaljósmyndara. Við á PRESSUNNI getum ekki stillt okkur um að monta okkur dálítið af þessari sýningu. Ljósmyndarar sem tengjast bíaðinu eiga nefnilega einar sautján myndir á sýningunni, sem hlýtur að teljast dágott hlut- fall. Einar Ólason á þama heilar níu myndir, Sigurþór Hall- bjömsson (Spessi), sem er ný- hættur hér á blaðinu, á fimm, en Jim Smart er höfundur þriggja mynda. Þær tók hann raunar fyrir Þjóðviljann, áður en Jim kom til starfa hér á PRESS- UNNI um mánaðarmótin. Að bióöin hætti bessu hollu-. sprengi- ou öskudagsveseni og komi sér í staðinn upp al- mennilegu kamivali, ekki mun veitaaf Að göturnar á íslandi verði látnar heita fallegum nöfnum þá verða íbúamir kannski ham- ingjusamari og ennþá skemmti- legra að láta sig dreyma um sætu stelpumar og strákana sem þar eiga heima Að stiórnmálanicnnirnir okkar glevmi ekki að ríkið er til fyrir þegnana, ekki þegnamir fyrir ríkið Að fiölniiölamenn hætti að kalla Vigdísi forseta „frú einfaldlega vegna þess að það er ekki íslensk málvenja að kalla fólk „frú“ eða „herra“ og heldur enginn sérstakur virð- ingarauki INNI NOC AÐ CERA „Þetta gengur svona í bylgj- um. Stundum er lítið að gera í langan tíma, en stundum svo mikið að manni verður næstum nóg um,“ segir Páll P. Pálsson, en þessa dagana sér maður varla fjallað um tónlist án Jress að á hann sé minnst. Ástæðan er ein- faldlega sú að Páll er feikn dug- legur þessa dagana; hann hefur stjómað mörgum tónleikum að undanförnu og tónverk eftir hann hafa verið spiluð víða um bæ. Á Sinfóníutónleikum í Há- skólabíói í kvöld, fimmtudags- kvöld, verður svo flutt enn ein tónsmíðin eftir Pál og undir hans stjóm; það er mikill klarin- ettukonsert sem hann samdi 1982 fyrir Sigurð I. Snorrason. „Það hefði svosem verið gaman að sitja í rólegheitunum úti í sal og hlusta á einhvern góðan stjómanda koma verkinu Páll P. Pálsson: Heföi svo- sem veriö gaman aö sitja úti í sal. til skila,“ segir Páll. „En á hinn bóginn veit ég upp á hár hvemig ég vil að verkið hljómi.“ En hvemig er þá verkið? „Þetta er dramatískt verk, að mestu laust við hávaða og eff- ekta og ekkert tiltakanlega nú- tímalegt. Hljómsveitin er ánægð með það og Siggi hefur ekki viljað breyta nótu í einleiksköfl- unum, svo ég hlýt að vera ánægður Iíka,“ segir Páll. NEW YORK- NÆTUR Um helgina er væntanlegur til Reykjavíkur heill herskari skemmtanasjúkra New York- búa. Þetta fólk ætlar ekki einasta að kynna sér næturlífið, sem sannast sagna er allfjörugt, held- ur ætlar það líka að gefa nætur- lífsfíklum borgarinnar forsmekk að því hvemig skemmtanalífið artar sig í heimsborginni New York. Það verða semsagt New York-nætur í Reykjavík um helgina, á Hótel Borg fostudags- kvöldið og á Ingólfskaffi laugar- dagskvöldið. Að sögn em það heldur engir slordónar sem hingað koma. Potturinn og pannan í ferða- laginu kallar sig Julie Jewels, en hún er ritstjóri tímaritsins Project X sem fjallar um skemmtanalífið víðs vegar um heiminn. Julie þykir einnig slyngur skemmtanastjóri og hef- ur hún ásamt plötusnúðnum Deejay Keoki veg og vanda af því að skapa stemmningu heimsborgarinnar. En þeir em fleiri sem hingað koma, til að fylgjast með og kannski til að auka hróður fs- lands í útlöndum. Þar em helstir tveir útsendarar víðfrægra fjöl- miðla. Frá tímaritinu Vanity Fa- ir kemur Rex Richardson, blaðamaður og tískuljósmynd- ari, sem ætlar meðal annars að gera tískuþætti með íslenskum fyrirsætum. Frá vikublaðinu Village Voice kemur svo blaða- maðurinn Michael Musto, en hann sérhæfu sig í að skrifa um næturlíf, skemmtanir og fræga fólkið í Ameríku. Og hvernig á svo að sjá til þess að Jressu ágæta fólki leiðist ekki í henni Reykjavík? Jú, það má prófa kvöldmat í Perlunni, jeppaferð upp á fjöll, kampavín í Bláa lóninu og svo náttúrlega partí og aftur partí. Á bömnum er ferlega hallæris- legt að drekka eitthvað venju- legt. Það em bara örgustu útnesja- rnenn sem láta sjá sig með vodka í kók, og bjór er drykkur sem er notaður þegar lúðar gera sér glaðan dag. I staðinn á mað- ur að velja af kostgæfni, drekka eitthvað skrítið og sérviskulegt sem hefur bragð af framandi deildum jarðar: sambucca (an- íslfl jör frá Róm, smartast að kveikja í honum áður en hann er dmkkinn), sérstaklega kryddað romm frá Karíbahaf- inu, pemod ffá Miðjarðarhafs- strönd Frakklands, úzó frá Grikklandi, rándýrt maltviskí úr skosku hálöndunum, hémmbil óþekkta líkjöra. Allt skal þetta gefa til kynna að sá sem drekk- ur eða heldur á glasinu hafi smekk, stíl og viti að heimurinn endar ekki hér úti á landgmnn- inu. Skemmtanafíklar frá New York mála bæinn rauðan, meöal ann ars frá Village Voice og Vanity Faif- •Crossroads ætla að spila i Stúd- entakjallaranum í kvöld. Ekki vit- laust hjá stjórnendum þar á bæ aö bjóöa upp á lifandi músík. Einu sinni voru veitingar í Stúdentakjall- arnum seldar á frekar vægu verði. Skyldi svo vera enn? •Andrea Gylfadóttir ætlar aö syngja djass á veitingastaðnum Jass, Ármúla 7. Meö henni spila Kjartan Valdimarsson á píanó og bassaleikarinn Þórður Högnason. Þetta hlýtur aö veröa yndislegt. Á sunnudag er svo djassbröns meö Óla Steph og hljómsveit. •Stútungar veröa í Firðinum föstu- dags- og laugardagskvöld. Þetta veröur víst í síðasta sinn sem þeir koma fram, aö minnsta kosti í bili. Scobie er aö fara aftur til USA aö meika það og Sniglabandsmeðlim- irnir í Stútungum eru aö fara að einbeita sér aö Sniglabandinu. Snökt. •Vinir Dóra leggja undir sig Púls- inn alla helgina eins og hún leggur sig. Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld ætla þeir að spila og spila. Siöan ætla þeir aö fara til Bandaríkjanna og spila þar. í út- löndum koma Vinir Dóra til með aö að heita Blue ice-band. Á sunnu- dagskvöldið koma líka fram Andr- ea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Tregasveitin og KK-bandiö. Mikiö gaman. •Gildran verður á Tveimur vinum á föstudagskvöldiö. Þessa ágætu rokksveit ætti aö vera orðið óþarft að kynna, svo lengi hafa þeir verið á feröinni. Nú hefur nýr maður fest sig í Gildrunni en þaö er gltarleik- arinn góökunni Sigurgeir Sig- mundsson. Þetta er kjörið. VEITINGAHÚS • Þaö þarf aö leyfa þúsund blóm- um að springa út í islensku skyndi- bitaeldhúsi. Fábreytnin þar hæfir ekki svengd þessarar þjóðar og hraðanum sem hún lifir á. Þaö vantar franskt pönnukökueldhús, arabískt kebab, sjoppu sem selur pizzusneiðar, fisk og franskar sem er pakkað inn í dagblöð, mexf- Ari Sigvaldason þjóBfélagsfrœöingur Hvað œtlar þú að gera um helgina Ari? „A föstudaginn œtla ég að heimsœkja gamlan og góðan vin minn og þiggja hjá honum það besta í mat og drykk. Eg held að Leeds sé í beinni útsend- ingu á laugardaginn og ég horfi náttúrlega á það. Síðan kíki ég kannski á Bíóbarinn um kvöldið. Sunnudaginn œtla ég að nota til að hvíla mig eftir erfiði helgarinnar. “ kanskt chili, rússneskar súpur, kín- verskt brasfæði, MacDonalds, Bur- ger King — kynstrin öll af mat sem hægt er aö borða á hlaupum. Ef með þarf verður að flytja inn útlent fólk sem getur framreitt svona mat eins og hæfir. Og það á ekki að selja hann á dýrlega innréttuðum veitingahúsum þar sem svangt fólk sest inn og bíður lengi lengi eftir að fá aö seðja hungrið, eins og er alltof algengur misskilningur á þeim stööum sem á l’slandi eru kenndir við skyndibita. Nei, svona mat á helst að selja út um lúgu, einn tveir og tilbúið, ódýrt. Þetta er sanngjörn krafa íslenskra vinnu- dýra sem eru alltaf hálftíma of sein í lífinu. LEIKHÚS • Mahagonny. Sýningin er blátt áfram bráðskemmtileg, þótt náttúr- lega sé það hálfgerð bilun að menntaskólaleikfélag skuli ráðast í að sýna svo mikið verk. En ung- lingarnir eru svo glaöir, þróttmiklir og hæfileikaríkir aö þeir sleppa fyllilega ósárir frá glímunni við þá Brecht og Weill, sem er meira en verður sagt um ýmis atvinnuleik- hús. Tónlistarflutningur þrjátíu manna hljómsveitar og kórs er makalaust góður. Menntaskólinn viö Hamrahliö tim., lau. & sun. kl. 20. • Þrúgur reiöinnar. Leikmynd Óskars Jónassonar (sem er assvíti UTI Stjómmálamenn. Eftir síðustu uppákomuna úr herbúðum ráð- herra og þingmanna (Jregar Matthías Bjamason og Ámi Johnsen skemmtu sér við að svindla eins og brandarakallar í skóla) virðast Jreir allir ennþá sprenghlægilegri en fyrr, eða kannski grátlega kjánalegir. Og samkvæmt Jreirri aljrekktu kenningu að það sem er hlægi- legt geti hvorki vakið virðingu né ugg, þá hljóta íslenskir stjómmálamenn einfaldlega að vera pappírstígrisdýr. Kannski er þjóðin svolítið hlægileg líka — hún gerir sér meira að segja grein fyrir því á stundum — en hún vill ekki hlægilega stjóm- málamenn og er fráleitt sam- mála því að hún fái þá pólitflc- usa sem hún á skilið. Þjóðin þráir vitra, skömlega, skilningsríka og landsföðurlega stjómmálamenn, ekki pappír- stígrísdýr—svona til tilbreyt- ingar. Æ S K U M Y N D I N Þótt Glaumbær hafi brunnið hætti Ólafur Laufdal ekki að skenkja vín. Barþjónninn gerðist veitingamaður. Og þótt veldi hans hafi brunnið upp, og hann vaknað einn morguninn við að hann átti ekki neitt, þá heldur hann áfram. Þrátt fyrir hrunið rekur hann áfram veitingasalina á Hótel íslandi með fjölskyldu sinni. En þessi ferð hefur breytt Óla. Skeggið er horfið og með þvx hluti af hárinu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.