Pressan - 12.03.1992, Page 45

Pressan - 12.03.1992, Page 45
FIMMTUDAGUR PKESSAN 12. MARS 1992 45 LÍFIÐ EFTIR VINNU Hljómsveitin Crossroads, strákar sem spila hvítan blús. BLÚSINN CEN6UR í ERFÐIR „Okkur hefur verið mjög vel tekið þar sem við höfum spilað. Við spilum mest hvítan blús og erum kannski undir mestum áhrifum frá Stevie Ray Vaughn og Howling Wolves," segir Tyrfingur Þórarinsson, gítarleik- ari blússveitarinnar Crossroads. Ef við leikum okkur aðeins nteð ættfræði sakar ekki að geta þess að Tyrfingur er sonur Þórar- ins Tyrfingssonar læknis, en bróðir hans er Pétur Tyrfingsson, ráðgjafi og blúsari í Tregasveit- inni. Pétur er faðir Guðmundar Péturssonar, þess snjalla gítar- leikara í Tregasveitinni. Og það er ekki allt búið enn, því annar sonur Þórarins og bróðir Tyrf- ings, Bjöm, er bassaleikari Tregasveitarinnar. Þetta er því hin mesta blúsfamilía. En pabbi þinn — hann er ekkert í blúsnum? „Nei, hann hefur ekkertsmitast. Það er Pétur sem hefur haft mest áhrif á mig og Bjössa. Pétur er mjög fróður um blús,“ svarar Tyrfingur. Auk Tyrfings eru í Cross- roads þeir Páll Kristjánsson söngvari, Hreiðar Júlíusson trommari, Astþór Hlöðversson bassaleikari og Svafar Sigurðs- son, sem leikur á Hammond og munnhörpu. Það verður nóg að gera hjá piltunum næstu daga, á fóstudag og laugardag verða þeir á Apríl og á sunnudagskvöldið verða stórtónleikar á Púlsinum. „Við emm byrjaðir að semja eigið efni og fólk má eiga von á að heyra eitthvað fmmsamið á tónleikunum á Púlsinum," segir Tyrfingur. Við skomm á fólk að gefa þessum strákum gaum, því þeir eiga eff ir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. OC5EPPI MJAMTAR ERKI KJAFTI „Geltstopparinn er í sjálfu sér mjög einfalt tæki, markaðssett af Roger Mugford, sem er einn þekktasti dýrasálffæðingur í heimi í dag,“ segir Ami Stefán Amason, eigandi verslunarinnar Gogga og trýna í Hafnarfirði. En hvemig virkar fyrirbærið? Jú, galdurinn er í raun sáraein- faldur. Tækið er á ól sem fest er um háls hundsins og fyllt með efhi sem heitir sítrónella, en lykt- ina af því á hundurinn bágt með að þola. I hvert sinn sem hundur- inn geltir nemur hljóðnemi gelt- ið og lítil sprauta úðar þessu efni fyrir vit hundsins. Hvutti verður þá gjörsamlega gáttaður og steinþagnar. Hann er fljótur að komast að því að í hvert sinn sem hann rekur upp bofs fylgir þessi óþolandi lykt í kjölfarið. Hann sér þá að sér og steinheldur trýni. Einfalt. Mannfólkinu þykir þessi lykt víst bara ágæt, þannig að ekki fer hún í taugamar á því. Og það sem er enn betra er að þetta veldur hundunum engum sársauka. Ami segir að hundar séu gjamir á að gelta alltaf undir sömu kringumstæðunum. Sumir gelta bara í bfl- um og aðrir ef þeir em skildir eftir einir ein- hvem tíma. Við þau tækifæri er því gott að láta þá bera tækið, en þeir þurfa ekki að vera stöðugt með það. Það er akkúrat svo. Það mætti kannski þróa eitthvað álíka handa mannfólkinu. Það er að minnsta kosti nóg til af kjaftösk- um — sem betra væri að þegðu. ÞRJU STEF FINNS Á laugardaginn verður f Listasafni Islands opnuð sýning á verkum eftir Finn Jónsson list- málara. A sýningunni verður úr- val verka úr listaverkagjöf Finns og Guðnýjar Elísdóttur til safhs- ins. Finnur fæddist 1892 og verð- ur 100 ára 15. nóvember næst- komandi. Hann lauk sveinsprófi í gullsmíði 1919 og hélt þá til Kaupmannahafnar í listnám. Þar dvaldist hann í tvö ár en fór þá til Þýskalands þar sem hann dvaldi í Berlín og Dresden næstu fjögur árin. Listaverkagjöf Finns og konu hans er ein sú höfðingleg- asta sem Listasafhinu hefur bor- ist. Þar em, auk listaverka, skissubækur, bréfa- og heim- ildasafn, ljósmyndir, silfurgripir, verkfæri og steypumót vegna gullsmíðinnar. Verkin spanna allan listferil Finns ffá 1907 til 1987 er hann hætti að mála 95 ára að aldri. Þau hjónin gáfu ekki einungis listaverk heldur einnig fjármuni til að koma verkunum í gott horf og flygil af Steinway- gerð. Listaverkin em því öll í óaðfinnanlegu ástandi. A sýningunni verða alls um 75 verk og em þrjú meginstefin í list Finns tekin þar fýrir; ab- straktverk, mannamyndir og landslagsexpressjónir. Margar myndanna em lítt kunnar al- menningi en flestir þekkja eink- um landslags- og þjóðlífsmynd- ir Finns og verk hans tengd sjó- mönnum og hafinu. Sýningin verður opin til 28. apní næst- komandi. BÍÓIN_________________________________________________________________ TIL ENDALOKA HEIMSINS Until The End of the World HÁSKÓLABÍÓI ÞaO sorglega viö þessa mynd er aö áhorfandanum er hjartanlega sama hvaö verö- ur um persónurnar á tjaldinu. Hann situr bara úti í sal og fylgist meö þeim feröast heiminn á enda. Þaö gleöilega er aö honum leiöist ekki á meöan. Þaö er nóg annaö aö skoöa en persónurnar, enda veröur ekki skafiö af Wim Wenders aö hann kann aö horfa á heiminn gegnum kvikmyndaiinsu. Sumir hafa haldiö fram aö þessi um- deilda mynd feli í sér djúpa heimspekilega skoöun — þaö er ekki auövelt aö sjá. ★★ legu sænsku króníkku um fólkið á Saltkrákunni. í hálfleik er boðið upp á djús. Sun, kl. 14. SJÓNVARP • Business as Usual. Mynd um kynferðislega áreitni, það vandamál sem Halldór Laxness stakk raunar BOKIN JIM CARRISON ONTHETRIAL OF THE ASSASSINS Samsæriskenningar um dauöa Kennedys tröllríða öllu þessar vikurnar. Er þaö aö sjálfsögöu Oliver Stone aö kenna, en hann hefur hingaö til ekki látiö sagnfræöi- legar staðreyndir trufla sig. Garrison hefur lík- lega mataö hann á mestu af vitleysunni — fékk hlutverk í bíó- myndinni og hefur nú gefiö út bók um allt saman. Fær7af 10 í skáldsöguflokknum. upp á að yrði kallað „flangs“. Vinur okkar Morse lögregluforingi fer með eitt aðalhlutverkiö, en ekki vit- um við hvort John Thaw leikur dón- ann. Sjónvarpið fös. kl. 23. • Crimes of the Heart. Kvikmynd byggð á vinsælu leikriti. Leikararnir eru ofboðslega góðir og frægir: Jessica Lange, Diane Keaton, Sissy Spacek og Sam Shepard. Leikstjórinn, sem er Ástralíumaður, hefur gert ágæta hluti. Samt er eins og þessi mynd, sem fjallar um þrjár systur sem innst inni hatast og öf- undast, gangi ekki alveg upp. Sjón- varpiö lau. kl. 23.15. • Small Dance. Myndin sem fékk fyrstu verðlaun, Prix Europa, við einhverja hundleiðinlegustu athöfn sem hefur farið fram á íslandi. Hins vegar bendir flest til þess að mynd- in sjálf sé góðra gjalda verð. Þetta er gömul saga og ný, um óbrotna alþýðustúlku sem er hálfgert rekald í lífinu, kynnist karlmanni, verður ólétt og veit ekki sitt rjúkandi ráö. Sjonvarpiö sun. kl. 21.50. • Born on the 4th of July. Leik- stjórinn Oliver Stone er kúnstugur náungi: Dugnaðarforkur, jarðvöðull, maður stórra drátta, en innilega laus við að hafa tilfinningu fyrir hinu smáa og fínlega. Allar kvikmyndir Stones bera merki þessa, líka þessi sem er enn eitt uppgjörið viö Víet- namtrámað. Þegar best lætur sterk pólitísk mynd, en á stórum pörtum nær melódramað yfirhöndinni. Stöö VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. Hard Way 2. Shattered 3. Hudson Hawk 4. New Jack City 5. City Slickers 6. Kiss Before Dying 7. Once Around 8. Russia House 9. LA Story 10. Hrói höttur 2 lau kl. 23.45. LÍKA í BÍÓ • BlÓBORGIN: JFK** Síðasti skátinn** Svikráö** Bl'ÓHÖLLIN: Síöasti skátinn** Thelma & Lou- ise*** Peter Pan*** Flugásar** Læti í litlu Tókýó* Kroppaskipti** Stóri skúrkurinn* HÁSKÓLABÍÓ: Til endaloka heimsins** Dauöur aftur** Likamshlutar* Dularfullt stefnumót** Addams-fjölskyld- an** Tvöfalt líf Veróníku*** The Commitments**** LAUGARÁS- BÍÓ: Barnaleikur 3* Lifaö hátt* Hundaheppni** Barton Fink*** REGNBOGINN: Léttlynda Rósa*** Baráttan við K2** Ekki segja mömmu* Fuglastríðið*** Homo Faber**** Cyrano de Bergerac**** SÖGUBlÓ: JFK** Svikráö** STJÖRNUBÍÓ: Bingó** Bræöur munu berjast** Ingaló* Börn nátt- úrunnar*** Bilun í beinni utsend- ingu*** ... fær Friðrik Skúlason, vírusbani og sagnaþul- ur. Sögur hans af ógtiar- legum tölvuvírusum og hroðaverkum þeirra hafa fært anda Grimms-bræðra inn á hvert heimili og svipt hversdaginn einræði. VI55IRÞÚ ... að tekjur Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins voru 6.924.507.000 krónur á árinu 1989. Það jafngildir 26.632 krónum og 72 aurum á hvert mannsbam. Hver Islendingur hefur þannig lagt Afengis- og tóbaksversluninni til 2.219 krónur og 39 aura á mánuði eða 73 krónur og 98 aura á hverri klukkustund. Framlag hverrar fjögurra manna fjöl- skyldu til Áfengis- og tóbaks- verslunarinnar er þannig 295 krónur og 92 aurar á klukku- stund eða 4 krónur og 93 aur- ar á hverri mínútu allan ársins hring. Á hverri sekúndu renna þannig rétt tæpir 5 aurar ffá sérhverri fjölskyldu í landinu til Áfengis- og tóbaksverslunar- innar. FRÍAR HDMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINQINN 7 DAQA VIKUNNAR PÓNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grsnsátvagi 10 - þjónar þér allan sólartirlnglnn Kántrýkráiii j BORGARVIRKID' Kóntrýbandið AMIGOS dsamt Pat Tennis, stálgítarkikara, sem nýkomnir eru aftur frá Bandaríkjunum, leika og syngja alia helgina frá fimmtudegi til sunnudags. Kóntrýunnendur, við sjáumst! BORGARVIRKIÐ « ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 e S.: 13737

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.