Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 13 Einn húsráðenda að Lindargötu 29 Vill að lögin geri greinarmun á hassi og sterkum efnum og hassið verði löglegt. Það gerðist um síðustu helgi sem gerist reglulega í Reykjavík. Lögreglan hafði afskipti af sam- kvæmi þar sem grunur lék á áfengissölu og fíkniefnaneyslu, handtók viðstadda og færði til yfirheyrslu á stöðina. Ekkert stórkostlega fréttnæmt. Nema að í kjölfarið birtust fréttamyndir af húsinu þar sem talað var um næturklúbb og dóp- greni. Og einn íbúanna lét taka við sig sjónvarpsviðtal á báðum stöðvum þar sem hann lét sér ekki nægja að neita ekki vitn- eskju um neysluna, heldur not- aði tækifærið og skammaði lög- regluna svolítið. Og hélt fram skoðunum á fíkniefnapólitík sem sjaldan heyrast. Hann heitir Jóhann V. Gunn- arsson og er fertugur heimilis- faðir. í GAPASTOKKINIÐRIÁ TORGI “Ég hef ekkert haft af þessum klúbbi að segja í tvo mánuði nema sem nágranni. Við vorum fjórir sem tókum okkur saman um stofnun hans og opnuðum með áramótaveislu, en síðan greindi okkur á um hvemig ætti að haga starfseminni. Annar íbúi í húsinu hefur haft skúrinn til umráða með okkar samþykki. Ég veit ekki hveijir hafa komið þangað, enda verið minnst þar sjálfur." Gott og vel. Klúbburinn er ekki á hans ábyrgð. En samt lét hann hafa við sig sjónvarpsvið- töl sem á mátti skilja að honum væri síður en svo illa við það sem þar fór fram. Af hverju? „Þegar lögreglan kom voru teknar myndir af húsinu í bak og fyrir. Ég sat í stól hér í stofunni daginn sem myndimar birtust og fylgdist með fólki aka fram hjá og hægja ferðina til að litast um. Það var eins og maður væri í gapastokki niðri á torgi. Þetta kallaði á einhver viðbrögð og ég gat ekki orða bundist þegar sjón- varpsmyndavélamar komu.“ SPÍTTIÐ ER í SÓKN Og hann lét hafa eftir sér skoðanir á fíkniefnapólitík. Hann tekur undir það sem oft heyrist, að sterk efni, sérstaklega amfetamín — spítt — sé orðið mun útbreiddara og vinsælla en það var fyrir nokkmm ámm. „Ég hef skotið á fjögur til átta hundr- uð daglega sprautunotendur. Þetta er ágiskun, enda er þetta ekki fólk sem ég umgengst og ekki neysla sem ég leyfi í mínum húsum.“ Ástæðumar fyrir aukinni neyslu á spítti rekur hann ekki síst til aðgerða lögreglunnar og afstöðu stjómvalda. Þær hafi áhrif á verð og þar með neyslu- mynstur. „Samspil lögreglunnar og neytenda er eins og skák; þar fylgir mótleikur hverjum leik. Lögreglan hefur beitt sér mikið gegn neyslu á hassi og hefur sömu afstöðu til þess og annarra fíkniefna. Ég held að þessi stefna hafi leitt til aukinnar neyslu á sterkari lyfjum. Sem dæmi get ég nefnt þegar komst upp um innflutning á miklu magni af hassi í málningarfötum fyrir nokkmm ámm. Þá hækkaði verðið á efninu um þriðjung og sala datt niður. I staðinn færði fólk sig yfir í spíttið. Spíttið hef- ur sótt mikið á af öðmm ástæð- um; það er auðveldara að smygla því og meira upp úr því að hafa. Ég skrifaði landlækni bréf fyr- ir um tveimur ámm og lýsti skoðunum mínum á málinu. Þá spáði ég fyrir um þróun næstu fimm ára, en ég hef séð hana ger- ast á helmingi styttri túna. Lögreglan getur ekki litið fram hjá afleiðingum gerða sinna og það er löngu orðið tíma- bært að stjómvöld endurskoði afstöðu sína og líti á fíkniefna- neyslu á raunsæjan hátt. Vand- inn verður ekki leystur með lög- regluaðgerðum. Það sem skiptir máli er að þjóðin komist sem áfallaminnst í gegn um þetta og til þess þarf afstaðan að breyt- ast.“ Hvað áttu við með raunseei í þessu samhengi? „Raunsæið felst í því að skilja að eiturlyfjasala er orðin ein umfangsmesta viðskipta- grein heimsins. Neysla á þess- um efnum er eins um alla heimsbyggðina og þróunin hérlendis er svipuð og erlend- is. Það þarf að spyrja spurn- inga um umhverfi okkar, hvort það sé sálarlega fjandsamlegt, hvort borgarmenningin skapi þetta vandamál, sem felst í auknu stressi, vonleysistilfinn- ingum og flótta í gerviveröld fíkniefnanna. Það þarf ekki nema að labba í gegn um mið- bæinn til að sjá að unglingar eru árásargjarnir og reiðir, enda má segja að þeir séu ekki með nema átta putta. Hinir tveir eru veðsettir eftir áratuga fjárfestingaveislur og bruðl. Þessir unglingar eru tilbúnir að prófa sterk efni miklu fyiT, miklu yngri en áður var. Ég hef séð fólk eyðileggja sjálft sig á nokkrum mánuðum og mann tekur sárt að horfa á ung- linga sem eru orðnir stór- skemmdir á sál og líkama. Fyr- irbyggjandi starf og kynning skilar bestum árangri, en hinn forboðni ávöxtur er oft meira freistandi en sá sem fáanlegur er.“ HASS Á SÖMU HILLU OG ÁFENGI Þú átt við að það eigi að leyfa fíkniefnasölu? „Ég held að samfélagið verði að gera upp á milli eiturlyfja. Það er óvísindalegt og stórhættu- legt að setja öll efni, sterk og veik, undir sama hatt. Þetta er hins vegar ríkjandi afstaða. Þeg- ar eldra fólk heyrir minnst á eit- urlyf spyr það ekki um hvað sé verið að ræða. Ég set hass á svipaða hillu og áfengi og ég held að lögin ættu að gera það sama. Það er hægt að eyðileggja sig á öllu, bæði lækn- islyfjum og öðm, en það verður að gera greinarmun á því sem kallað er eiturlyf. Vanabinding, þunglyndi, sjálfsmorðstíðni, glæpatíðni, vændi og annað eykst í réttu hlutfalli við styrk- leika lyfsins. Ég þekki fullt af fólki sem hefur reykt hass og hætt. Það eru kannski tíu þúsund Islendingar sem hafa notað hass og vilja ef til vill nota það.“ Hvernig viltu koma því fyr- ir? „Ég hef ekki margar lausnir á reiðum höndum, en vil hins vegar opna þessa umræðu og víkka sjóndeildarhringinn. Það er hægt að ímynda sér útgáfu á kortum, sem menn gætu fram- vísað til að kaupa hass. Eða leyfa fólki að rækta fimm til sex plöntur til eigin nota. Á meðan eftirspumin er til verður einhver til þess að sjá um framboðið. Það sigrar eng- inn í þessari skák, heldur er þetta spurning um að samfé- lagið komist sem slysaminnst í gegn um þetta. Við emm lítið samfélag, sama fjölskyldan, og ríkjandi afstaða og lög eru að búa til vandamál sem er óð- um að verða óviðráðanlegt." Karl Th. Birgisson í skúrnum skrautlega baka til á Lindargötunni. „Hef ekkert haft af þessum skúr að segja í tvo mánuði."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.